Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Spegill spegill herm þú mér

clement-jennifer.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­undur: Jenni­fer Clem­ent

Beðið fyrir brottnumdum

Auglýsing

Þýð­andi: Ing­unn Snæ­dal

Útgef­andi: Bjartur

Nú þurfum við að gera þig ljóta, sagði mamma. Hún flaut­aði. Hún stóð svo nálægt að munn­vatn spýtt­ist á háls­inn á mér með flaut­inu. Ég fann bjór­lykt. Ég fylgd­ist með því í spegl­inum þegar hún dró svartar kola­slóðir á and­lit mitt. Þetta er ömur­legt líf, hvísl­aði hún.

BedidFyrir_HighRes (1)Öðru hverju ber­ast okkur fréttir af óöld í Mexíkó. Enda­lausum hjaðn­inga­vígum og lög­leysu sem sækir elds­neyti í þá ótrú­legu auðs­upp­sprettu sem fíkni­efna­smygl yfir norð­ur­landa­mærin hefur reyn­st, þrátt fyrir hið enda­lausa „stríð gegn fíkni­efn­um“. Töl­fræði um ástandið gerir það t.d. að minnsta kosti álíka mann­skætt og kostn­að­ar­samt og mörg þau átök sem krefjast, og fá, fulla athygli og mis­gagn­leg afskipti Vest­ur­veld­anna.

Á meðan fæð­ast van­sköpuð börn í fátækum sveitum kyn­slóð eftir kyn­slóð vegna eit­urs sem á að úða yfir val­múa­akrana, en endar á íbú­unum sam­kvæmt sam­komu­lagi úðar­anna og fíkni­bar­ón­anna.

Og stúlku­börn sem eru svo óheppin að fæð­ast fal­leg eru falin í holum og/eða snoðuð og tann­dregin svo þau freisti ekki glæpon­anna og fylli flokk hinna brottnumdu.

Um þetta brotna og furðu­lega sam­fé­lag skrifar amer­íski rit­höf­und­ur­inn Jenni­fer Clem­ent þessa áhrifa­ríku bók um stúlk­una Ladydi, skap­bráða og drykk­fellda móður henn­ar, fólkið umhverfis þær og sam­fé­lagið umhverfis þau öll. Sögu sem er kannski ekk­ert bók­mennta­legt þrek­virki en er fyrst og fremst ætlað að opin­bera hörmu­legar hlið­ar­afleið­ingar nútíma­geggj­un­ar­inn­ar.

Þetta er kvenna­heim­ur, gerður nán­ast óbyggi­legur vegna græðgi og sið­leysi karl­anna sem stýra und­ir­heimunum og ves­al­mennsku hinna, sem und­an­tekn­inga­laust eru stungnir af norð­ur­fyrir landa­mærin og hættir að senda pen­inga til fram­færslu barna sinna. Sið­ferð­is­skurnin er ekki alltaf mjög þykk og öðru hverju vellur bræðin og örvænt­ingin fram, en merki­lega oft er sam­hjálp­ar­hvötin nægi­lega sterk hjá þessum kon­um, ekki síst í kvenna­fang­els­inu sem þó er lýst sem hinum versta stað.

Bókin hefur verið sögð sverja sig í ætt við aðrar “heim­il­da­grunn­að­ar” skáld­sög­ur, In Cold Blood eftir Truman Capote, t.d. Það er ekki út í hött. Þrúgur reið­innar kemur líka upp í hug­ann. Ekki fyrir það að Beðið fyrir brottnumdum jafn­ist á við þessar af stíl­snilld eða stærð. Það gerir hún ekki. En drif­kraft­ur­inn, erind­ið, er af sama toga: Að bera vitni um eitt­hvað sem hefur ger­st, er að ger­ast, má ekki ger­ast.

Þetta er göfug hefð og góð bók. Hún kemur út í hinum metn­að­ar­fulla Neon-­flokki Bjarts, sem er góður vett­vangur til að kynna sér nýjar erlendar bók­menntir sem svo auð­veld­lega gætu farið fram­hjá manni. Ég veit heldur enga mein­bugi á þýð­ingu Ing­unnar Snæ­dal.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None