Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
zicosocrates.jpg
Auglýsing

HM í fótbolta hefst í Brasilíu 12. júní. Í gegnum tíðina hafa bestu knattspyrnumenn heimsins sýnt listir sínar á þessu stærsta sviði fót­boltans sem aðeins er opið á fjögurra ára fresti. Það geta ekki allir staðið uppi sem sigur­vegarar. Kjarninn fór yfir magnaða sögu HM og valdi tíu lið sem ekki tókst að verða heimsmeistari en höfðu leikmenn og snilli til þess að fara alla leið. Ef heppnin hefði verið með þeim, og kannski örlítið meira til. Mörg eru tilkölluð en fá útvalin. Stundum virtist nánast formsatriði að verða meistari en allt kom fyrir ekki.

10. sæti
Argentínumenn eru ávallt eitt af sigurstranglegustu liðunum fyrir fram og 2006 liðið þótti einstaklega vel mannað. Liðið var byggt í kringum Juan Román Riquelme, miðjumann Villarreal, sem stýrði sóknarleiknum eins og herforingi. Fyrir framan hann spiluðu Hernán Crespo og Javier Saviola og til vara ungstirnin Carlos Tevez og Lionel nokkur Messi. Valencia-leikmaðurinn Roberto Ayala stýrði vörninni og einn besti leikmaður liðsins, Javier Mascherano, batt saman vörn og miðju. Þjálfarinn José Pekerman var með afbragðslið í höndunum sem hefði átt að fara miklu lengra en það gerði. Argentínumenn lentu í svokölluðum dauðariðli sem þeir áttu þó ekki í miklum erfiðleikum með að toppa. Helst ber að nefna 6-0 sigur á sterku varnarliði Serba. Eftir 2-1 sigur á Mexíkóum í 16 liða úrslitum var síðan komið að gestgjöfunum Þjóðverjum. Argentínumenn yfirspiluðu heimamenn og leiddu leikinn allt þar til að Pekerman tók eina óskiljanlegustu ákvörðun HM-sögunnar, þ.e. hann tók Riquelme og Crespo af velli og bakkaði með liðið. Þjóðverjar jöfnuðu í kjölfarið og unnu síðan í vítaspyrnukeppni. Svo sárir og reiðir voru Argentínumenn að slagsmál brutust út eftir leikinn. Jafnvel óskiljanlegri hlutur gerðist svo eftir mótið þegar tveir af efnilegustu leikmönnum heims, Mascherano og Tevez, skrifuðu undir samning hjá West Ham United.

Sjá má glæsilegt mark Argentínu gegnum Serbum á HM 2006 hér.

Auglýsing

Þetta er aðeins hluti umfjöllunarinnar. Lestu meira um málið í Kjarnanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None