Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
zicosocrates.jpg
Auglýsing

HM í fótbolta hefst í Brasilíu 12. júní. Í gegnum tíðina hafa bestu knattspyrnumenn heimsins sýnt listir sínar á þessu stærsta sviði fót­boltans sem aðeins er opið á fjögurra ára fresti. Það geta ekki allir staðið uppi sem sigur­vegarar. Kjarninn fór yfir magnaða sögu HM og valdi tíu lið sem ekki tókst að verða heimsmeistari en höfðu leikmenn og snilli til þess að fara alla leið. Ef heppnin hefði verið með þeim, og kannski örlítið meira til. Mörg eru tilkölluð en fá útvalin. Stundum virtist nánast formsatriði að verða meistari en allt kom fyrir ekki.

10. sæti
Argentínumenn eru ávallt eitt af sigurstranglegustu liðunum fyrir fram og 2006 liðið þótti einstaklega vel mannað. Liðið var byggt í kringum Juan Román Riquelme, miðjumann Villarreal, sem stýrði sóknarleiknum eins og herforingi. Fyrir framan hann spiluðu Hernán Crespo og Javier Saviola og til vara ungstirnin Carlos Tevez og Lionel nokkur Messi. Valencia-leikmaðurinn Roberto Ayala stýrði vörninni og einn besti leikmaður liðsins, Javier Mascherano, batt saman vörn og miðju. Þjálfarinn José Pekerman var með afbragðslið í höndunum sem hefði átt að fara miklu lengra en það gerði. Argentínumenn lentu í svokölluðum dauðariðli sem þeir áttu þó ekki í miklum erfiðleikum með að toppa. Helst ber að nefna 6-0 sigur á sterku varnarliði Serba. Eftir 2-1 sigur á Mexíkóum í 16 liða úrslitum var síðan komið að gestgjöfunum Þjóðverjum. Argentínumenn yfirspiluðu heimamenn og leiddu leikinn allt þar til að Pekerman tók eina óskiljanlegustu ákvörðun HM-sögunnar, þ.e. hann tók Riquelme og Crespo af velli og bakkaði með liðið. Þjóðverjar jöfnuðu í kjölfarið og unnu síðan í vítaspyrnukeppni. Svo sárir og reiðir voru Argentínumenn að slagsmál brutust út eftir leikinn. Jafnvel óskiljanlegri hlutur gerðist svo eftir mótið þegar tveir af efnilegustu leikmönnum heims, Mascherano og Tevez, skrifuðu undir samning hjá West Ham United.

Sjá má glæsilegt mark Argentínu gegnum Serbum á HM 2006 hér.

Auglýsing

Þetta er aðeins hluti umfjöllunarinnar. Lestu meira um málið í Kjarnanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None