Það ætlaði auðvitað allt um koll að keyra á Laugardalsvelli þegar Íslendingar lögðu Hollendinga 2-0. Stórkosleg frammistaða íslenska liðsins gegn því hollenska var slík að stuðiningsmenn Strákanna okkar réðu sér vart allan leikinn og sungu og hvöttu. En stemningin var ekki síðri á Twitter þar sem margir gullmolar fengu að fljúga. Kjarninn tók nokkra þeirra saman.
Það besta við þetta allt saman er að við skuldum þeim pening. #icesave
— Ásgeir Ólafsson (@AsgeirOlafsson) October 13, 2014
Auglýsing
Sorry Twitter en 140 stafir er ekki nóg til að lýsa þessum leik #fotbolti #Iceland #SirLars
— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) October 13, 2014
Jæja, hvenær kemur auglýsingin frá Bakarameistaranum? #fotbolti
— kriss rokk (@KrissRokk) October 13, 2014
Ég ætla að fá það sem Jón Daði er að fá #hax
— Sigríður Katrín (@sigridurkatrin) October 13, 2014
Nú ætti maður að setja á sig varalitinn og fara á sportbar. Eða verða allir karlmenn tímabundið samkynhneigðir eftir svona leik?
— Hildur Sverrisdóttir (@hildursverris) October 13, 2014
Veit einhver hvað Hödda Magg finnst um spilamennskuna?
— Orri Eiríksson (@OrriEiriksson) October 13, 2014
Erlendi lýsandinn: "Definitely noise in Reykjavík tonight, there could be 50.000 here!" #áframÍsland
— Þorsteinn Haraldsson (@thorsteinnandri) October 13, 2014
WATCH: Retweet if Gylfi Sigurdsson's volley for Iceland is your #GoalOfTheNight: http://t.co/BbTToin4EM pic.twitter.com/nFyddjlBBI
— Sky Sports Football (@SkyFootball) October 13, 2014
Svíar völdu Lars Lagerback bara leiðinlegasta mann svíþjóðar einhverntíma. Þvílíkir sveitamenn !
— Jón Páll Pálmason (@jonpallpalmason) October 13, 2014
Netherlands couldn't even manage a shot on target in that second half. Terrible performance. Now 6 points off top spot.
— Dutch Football (@football_oranje) October 13, 2014
Ég held að ég verði að gefa Selfossinn út aftur.... #JónDaðiaðtrenda
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) October 13, 2014
Það er byrjað að hvarfla að manni að Ísland gæti ekki bara farið á stórmót í fótbolta heldur verið með fokking læti þar... #Ísland #snilld
— Magnús Þ. Lúðvíksson (@magnusludviks) October 13, 2014
Svona hljómar sigur granítharðrar pínuþjóðar yfir hrokahausum með fingravettlinga #áframÍsland… http://t.co/hcBTYfg20Q
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) October 13, 2014
Er tístlaus
— Jón Arnór Stefánsson (@jonstef9) October 13, 2014