Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Úr ríki brosanna

afr--ka6.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Afr­íka - ást við aðra sýn

Höf­undur: Stefán Jón Haf­stein

Auglýsing

Útgef­andi: Ísland ehf.

afrikaastÆtti kannski að skikka menn sem fara erinda á borð við þau sem Stefán Jón Haf­stein fór til Afr­íku að gera grein fyrir sér með ein­hverjum svona hætti í máli og mynd­um?

Kannski ekki, það eru svo sann­ar­lega ekki allir jafn rit­fær­ir, jafn flinkir með mynda­vél­ina eða eins snjallir að skafa utan af og miðla kjarna máls­ins. Senni­lega yrðum við fljótt áhuga­laus og pirruð á skýrslu­gerð­inni.

Það er mjög auð­velt að gera mann pirraðan og áhuga­lausan þegar lýst er yfir­þyrm­andi ástandi í fjar­lægum heims­hlut­um. Fylla mann ófrjórri sekt­ar­kennd og/eða bræði yfir vonsku heims­ins, heimsku kap­ít­al­ism­ans og afskipta­leysi Guðs. Öllu snún­ara er að gefa til­finn­ingu fyrir raun­særri sýn sem þó neitar að gef­ast upp án þess að kalla bein­línis eftir bylt­ingu.

Það tekst Stef­áni. Afr­íka – ást við aðra sýn er stundum sjokker­andi, aldrei til­finn­inga­klám­fengin en alltaf vekj­andi.

Samt: Afr­íka? Stefán sýnir á skýran hátt og leggur útaf því hvernig hin ill­ræmda Mercator-vörpun hefur blekkt okkur um stærð álf­unnar (hún er Afríka8stærri en hún virð­ist á kortum og þið hald­ið), en á sama tíma smættar hann hana niður með því að byrja of margar setn­ingar á „Afr­íka er“, með því að alhæfa um álf­una alla út frá viða­mik­illi reynslu sinni í Namibíu og Malaví og ferða­lögum ann­að. En Túnis og Tansan­ía, Tsjad og Svasíland, Gana og Sómal­ía. Af hverju ekki bara að sýna hinni risa­stóru álfu þá virð­ingu að nota nafn hennar aðeins spar­leg­ar?

Þegar Stefán beinir sjónum sínum að til­teknum stöð­um, stað­bundnum aðstæð­um, vanda­málum og mögu­leik­um, er hann best­ur.

Einn besti kafl­inn er sá sem útlistar stöðu hinna sára­fá­tæku og mögu­leika þeirra til að brjót­ast út úr stöðu sinni  Sem eru væg­ast sagt þröngir, og Stef­áni tekst mjög vel að skýra hvernig stigs­munur getur orðið eðl­is­munur á jöðrum vel­meg­un­ar­kvarð­ans. Eins eru end­ur­teknar hug­leið­ingar um grund­vall­ar­mik­il­vægi mennt­unar og undir hvað högg hún á að sækja í hefð­bundnum hung­ur­marka­sam­fé­lögum frá­bærir text­ar. Og þung­bær­ir.

Stefán notar sam­an­burð við Ísland óspart, ekki síst til að tengja tíma­setn­ingu sögu­legra atburða við eitt­hvað sem við þekkj­um. Þetta er oft­ast gagn­legt, kannski magn­að­ast þegar Stefán svið­setur nýlendu­tím­ann og afleið­ingar hans á Íslandi:

„Ímyndum okkur að Ísland hefði hlotið svipuð örlög í stað­inn fyrir stjórn­ar­skrá frá Dönum á síð­ari hluta nítj­ándu ald­ar. Bretar tekið Aust­ur­land, sett land­stjóra, skipt út gömlu sýslu­mönn­unum og hrepp­stjór­unum og skipað nýja for­rétt­inda­stétt. … Þjóð­verjar hefðu tekið Suð­ur­land, sent hingað þús­und bændur og látið taka bestu sveit­irnar og býlin fyrir sjálfa sig en ýtt hinum hokrandi Íslend­ingum sem ekk­ert kunnu til verka út á Reykja­nesskaga.“

Rit­stjóri hefði hins­vegar átt að stoppa hann af í kafl­anum um dýrin í Ethosa-friðland­inu og benda honum á lík­inga­málið þar væri alls ekki að vinna vinn­una sína.

Eins hefði hann átt að láta höf­und­inn skrifa mynda­texta við hinar fjöl­mörgu og frá­bæru myndir sem prýða bók­ina. Mynd segir meira en þús­und orð (sem er rangt, reynd­ar) en vel skrif­aður mynda­texti hækkar gildi hennar um allan helm­ing.

Þetta er fín bók. Fólk þarf að vera fjári vel upp­lýst til að verða ekki betra fólk af því að lesa og skoða þessa vel skrif­uðu, vel hugs­uðu, vel mynd­uðu og vel meintu skýrslu.

Gefðu Afr­íku. Hún er um fram­tíð­ina. Allir geta tekið krimmana á bóka­safn­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None