Þú veist hvernig þetta er

Auglýsing

II

Fyrir rán, með því að hafa mið­viku­dag­inn 25. maí 2016, við strætó­skýli að Nýbýla­vegi, á móts við Álfa­brekku í Kópa­vogi, veist að B og hót­að, með því að ota að honum kúbeini sem hann hafði í hendi og segja til hans „þú veist hvernig þetta er“, en í kjöl­farið afhenti B honum úlpu sína, veski og Iphone 5c snjall­síma. (007-2016-30124)

Telst þetta varða við 252. gr. almennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/1940.

Auglýsing

Íslend­ingar eru ekk­ert sér­stakir, hvorki sér­stak­lega slæmir né sér­stak­lega góðir þótt þeir geti spilað ágætan fót­bolta, þjálfað hand­boltalið, gert vin­sæla tón­list, gengið út úr sjón­varps­við­töl­um, sett banka­kerfi á haus­inn og hvað­eina sem ykkur dettur í hug. Aðrar þjóðir geta þetta allt líka og gera þetta oft.

En við höfum auð­vitað ein­kenn­andi takta og á meðal þeirra er að gera sífellt ráð fyrir að allt redd­ist af sjálfu sér, eins og aðrir hafa farið vel yfir.

En jafn­vel það er varla ein­stakt, heldur frekar ein­kenni á vest­rænum vel­ferð­ar­sam­fé­lögum þar sem inn­við­irnir eru þannig úr garði gerðir að hlutir hafa einmitt til­hneig­ingu til að redd­ast þótt látið sé reka á reið­an­um, svona innan eðli­legra vik­marka. Með öðrum orð­um: lífs­bar­áttan er víða harð­ari. Við höfum meira svig­rúm fyrir kæru­leysi og hefn­ist síður fyrir það hér en öðrum sums staðar ann­ars stað­ar. Og við erum sann­ar­lega meira ligeglad en Dan­ir, sem bjuggu samt til orð­ið.

Kúbein og klíník

Þetta við­horf (eða fíló­sófía – kannski bara stemmn­ing?) er sum­part fal­legt og bjart­sýnt og eft­ir­sókn­ar­vert en samt aðal­lega frekar útjaskað og jafn­vel skað­legt. Það er hins vegar bara land­vætta­hliðin á pen­ingi sem á sér aðra enn apat­ísk­ari hlið. Ef það væri mynd af sjáv­ar­fangi á henni þá væri það eitt­hvað mjög hlut­laust, eins og þang.

Sú hlið birt­ist meðal ann­ars í til­vitn­un­inni hér í upp­hafi pistils­ins, sem fengin er úr nýupp­kveðnum dómi Hér­aðs­dóms Reykja­ness. Þar segir frá veg­far­anda sem stóð og beið eftir strætó við Nýbýla­veg þegar hann var rændur af manni sem beitti fyrir sig kúbeini og þess­ari ofur­klínísku setn­ingu: „Þú veist hvernig þetta er.“

Þessi setn­ing er dásam­leg í ein­fald­leika sínum og sýður niður í rót­sterkan essens allan sam­an­lagðan lífs­leiða fyrsta heims­ins. Þarna er á ferð vopn­aður ræn­ingi og hann æpir ekki hót­an­ir, bölvar ekki eða ragn­ar, hann gnístir ekki tönn­um, óða­mála í spít­t­vímunni, hann lætur duga að segja „þú veist hvernig þetta er“ og hefur úlpu, síma og veski upp úr krafs­inu. Þessi sena á heima í dystópískri grín­mynd. Það er ekki er nóg með að þessi yrð­ing feli í sér yfir­lýs­ingu þess sem hana mælir um algjöra upp­gjöf hans gagn­vart hlut­skipti sínu í líf­inu, heldur gerir hún líka ráð fyrir sams konar upp­gjöf við­tak­and­ans, sem væri auð­vitað óskamm­feilið út af fyrir sig ef það væri ekki svona full­kom­ið.

Alls­herj­ar­upp­gjöfin

Þetta er í raun mun algeng­ara við­kvæði í íslenskri umræðu en „þetta reddast“.

Nokkrum atkvæða­greiðslum var frestað á Alþingi í gær vegna þess að of fáir þing­menn voru mættir í vinn­una. Þeir voru allir heima í kjör­dæmi, vænt­an­lega að lofa því að flytja þangað hinar og þessar háskóla­náms­brautir fengju þeir braut­ar­gengi í kosn­ing­um. Þegar þetta var gagn­rýnt þá greip þing­for­seti, efn­is­lega, í svar níhíl­íska Nýbýla­veg­ar­ræn­ingj­ans: Þessar fjar­vistir eru eðli­leg­ar. Þið vitið hvernig þetta er.

Ein­hverju fólki mis­býður að sex árum eftir útgáfu skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, þar sem him­in­háar bón­us­greiðslur til banka­starfs­manna voru gagn­rýndar harð­lega, skuli Kaup­þing vera hrokkið aftur í sama farið og stefni að því að greiða helstu lyk­il­starfs­mönnum sínum vel á annan millj­arð í kaupauka. Þegar fal­ast er eftir svörum fást þær upp­lýs­ingar að allt sé þetta í sam­ræmi við lög, þið vitið hvernig þetta er, en ann­ars ætli bank­inn ekk­ert að tjá sig um mál­ið.

Í hvert skipti sem við frá­biðjum okkur vinn­andi hendur og kjósum frekar að senda þær eitt­hvert þangað sem „þetta reddast“ er ekki gildur frasi vegna þess að þar redd­ast hlutir oft bara hreint ekki þá býður Útlend­inga­stofnun þeim og almenn­ingi upp á kunn­ug­legan rök­stuðn­ing: Við vinnum eftir lög­um. Þú veist hvernig þetta er.

Og svo koma kosn­ingar og fram­bjóð­endur lofa öllu fögru og við gleypum við fag­ur­ga­l­anum af því að við þráum svo heitt að fá lánin okkar greidd niður með pen­ingum úr sam­eig­in­legum sjóðum eða af því að við þolum ekki að inn­flytj­endur séu að taka öll störfin okkar eða af því að við hötum líf­eyr­is­sparn­að­inn okkar eða af því að við skiljum ekki hvernig verð­trygg­ing virkar og síðan gera flokk­arnir ein­hverja steypu sem við gleymum um leið og næsta lof­orð lítur dags­ins ljós.

Þið vitið hvernig þetta er. Við erum öll búin að gef­ast upp.

Til­laga

Að lokum legg ég til að gefin verði út sér­stök tóm­hyggju­út­gáfu af Völu­spá, þar sem þekktasta stefi íslenskra bók­mennta, Vituð ér enn eða hvað?, er alls staðar skipt út fyrir annað sem fellur betur að ver­öld og hug­ar­fari nútíma­manns­ins. Grípum niður í 38. erindi:

Þar saug Nið­högg­ur 

nái fram­gengna, 

sleit vargur ver­a. 

Þú veist hvernig þetta er

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None