Auglýsing

Bessa­stað­ir, 15. nóv­em­ber 2016

Það voru ekki liðnar nema í mesta lagi sjö sek­úndur síðan ljós­mynd­ar­arnir og mynda­töku­menn­irnir yfir­gáfu bóka­stof­una en þögnin var þegar orðin óbæri­leg. Bjarni var mjög með­vit­aður um mis­heppn­aða stöðu sína – bæði í óeig­in­legum skiln­ingi og ekki síður eig­in­leg­um, þar sem hann sat álútur með hendur í gaupnum sér eins og óknytta­strákur á skrif­stofu skóla­stjóra, og það and­spænis sjálfum for­set­anum sem lét fara vel um sig með kross­lagða fætur og hall­aði undir flatt. Honum hafði ekki liðið svona vand­ræða­lega síðan þau hjónin skrif­uðu saman Face­book-sta­tus­inn hennar um Ashley Mad­i­son-flipp­ið.

Hann varð að rjúfa þögn­ina.

Auglýsing

„Þetta var nú meira með Trump kall­inn.“

„Bjarni minn...“

„Maður átti kannski ekki alveg von á þessu, en ég meina, svona er lýð­ræð­ið. Láttu mig þekkja það.“

„Bjarn­i...“

„Held­urðu að það fari nokkuð allt til fjand­ans? Verður maður ekki að gefa honum séns – leyfa honum að sanna sig? Flott heilla­skeyti hjá þér bæð­evei.“

„Gengur þetta ekk­ert hjá þér Bjarni minn?“

Jæja já, engin stemmn­ing fyrir neinu hjali. Þetta var allt annar og sjálfsör­ugg­ari Guðni Th. Jóhann­es­son en Bjarni hafði þurft að eiga við áður. For­seta­legri. Þessi Guðni mundi ekki hjóla með börnin sín í skól­ann nema „hjóla“ væri dul­mál fyrir að fljúga á þyrlu og „skól­inn“ væri dul­mál fyrir kjarn­orku­byrgi.

„Nei,“ and­varp­aði hann. „Þetta er búið. Við vorum aðeins farnir að hittast, ég, Ótt­arr og Bensi frændi, og ég fór svona fljót­lega að skynja að þeir vildu að ég gæfi ein­hvers konar afslátt af stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í þessum helstu málum – ég veit satt að segja ekki hvernig þeir sáu fyrir sér að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður gengju fyrir sig, en þeir eru nátt­úru­lega alveg reynslu­lausir í þessu.“

„Ertu að tala um mála­miðl­an­ir?“

„Ha?“

„Vildu þeir gera mála­miðl­an­ir? Svona eins og menn gera í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­u­m?“

„Ha? Neeei, eða, sko, sjáðu til – það stóð ekk­ert á mér að gera mála­miðl­an­ir. Eftir eitt, tvö sím­töl í bak­landið í Vest­manna­eyjum lagði ég til dæmis til að miðla málum þannig að þeir myndu bakka í kvóta­mál­un­um, land­bún­að­ar­mál­un­um, Evr­ópu­mál­unum og þess­ari steik þarna um jafn­launa­vott­un­ina – eða jafn­launa­vottð­efokk eins og ég kalla það, haha – og að í stað­inn fengju þeir að vera með í rík­is­stjórn. Þeir vildu ekki ganga að þessu kosta­boði, enda ótta­legir kreddu­kallar og blautir á bak við eyr­un, þannig að ég sá þann kost einan í stöð­unni að slíta þessu bara. En þú sérð að þessar við­ræður strönd­uðu alls ekki á því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri að reyna að knýja fram sín stefnu­mál.“

Á meðan Bjarni hlust­aði á sjálfan sig tala rann upp fyrir honum að hann hefði lík­lega átt að hætta því fyrr.

„Bjarni, ég held að ég verði því miður að biðja þig að skila stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­in­u.“

Það var þungi í orðum for­set­ans.

„Já, mig grun­aði að þú mundir segja þetta. Fær Katrín það næst?“

„Það verður bara að fá að koma í ljós, en fyrst verður þú að skila því.“

For­set­inn rétti út flatan lófann.

„Hvað mein­arð­u?“

„Skil­aðu umboð­in­u.“

Fjár­mála­ráð­herr­ann var hissa. Hann hélt að þessi litli leik­þáttur for­set­ans tveimur vikum áður hefði bara verið létt spaug á góðri stundu – til­efnið var öllu dauf­ara núna og and­rúms­loftið eftir því.

„Ehh, komm­on, þú veist jafn­vel og ég að það er ekk­ert „um­boð“ til að skila. Umboðið er bara algjör­lega óform­legt og óhlut­bundið leyfi frá þér til að setja sig í sam­band við aðra flokks­for­menn og skiptir í raun­inni engu máli fyrir myndun rík­is­stjórnar – það er hvergi minnst á þetta umboð í neinum laga­texta og öllum er full­frjálst að ræða saman um stjórn­ar­myndun hvenær sem þeim sýn­ist og mæta með stjórn til þín til­búna upp á vas­ann. Ég skil eig­in­lega ekki einu sinni til hvers ég er hérna nún­a.“

For­set­inn var orð­inn brúna­þung­ur.

„Núna strax!“

Hann rak vísi­fingur vinstri handar svo fast ofan í opinn lófa þeirrar hægri að nöglin skildi eftir djúpt far sem Bjarna fannst minna á bók­staf­inn C.

Bjarna var hætt að standa á sama. Hann lang­aði út. Hann fálm­aði inn undir jakk­ann sinn, þótt­ist sækja eitt­hvað og lagði svo akkúrat ekki neitt í pinn­stífa hönd for­set­ans, sem var farin að titra.

„Gjörðu svo vel...?“

„Sko, ekki var þetta nú erfitt!“

Guðni Th. Jóhann­es­son brosti sínu breiðasta, stóð upp og kom hinu ímynd­aða stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boði fyrir ofan í skrif­borðs­skúffu. Þeir kvödd­ust og Bjarni Bene­dikts­son gekk hratt út úr bóka­stof­unni án þess að líta um öxl.

For­seti fer yfir um

Bessa­stað­ir, 16. nóv­em­ber 2016

„Hva, ekk­ert alzheimer­buff í d...“

„Katrín, ég ætla að fá að stoppa þig strax. Ef þú minn­ist aftur á þetta buff þá ... jah, ég segi ekki að ég muni buffa þig, en þú getur þá að minnsta kosti gleymt því að fá stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið.“



Katrín Jak­obs­dóttir var ekki viss um hvort Guðni Th. Jóhann­es­son væri að grín­ast þótt hann væri skæl­bros­andi. Hún ákvað að halda and­liti – vipraði samt munn­vik­in, rétt til að sýna að sér væri ekki of brugð­ið.

„Að máli mál­anna: Held­urðu að þú getir myndað rík­is­stjórn?“

„Já, ég tel mig hafa for­sendur til að ætla að það gæti geng­ið. Það verður ekki auð­velt en...“

„Hat­arðu Ótt­arr ekk­ert of mik­ið?“

Aft­ur. Hún var orðin vön því úr kosn­inga­bar­átt­unni að láta menn grípa fram í fyrir sér, en henni mis­lík­aði það samt. Nú reið hins vegar á að klára þennan fund og fá umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðna.

„Ha? Ótt­arr? Proppé? Nei, af hverju ætti ég að gera það?“

„Æi, er hann ekki soddan svik­ari – kom­inn beint upp í bólið til Bjarna korteri eftir kosn­ing­ar, algjör Ótt­arr í bóli Bjarna, hahaha! Sumir segja að hann hafi haft HAM­skipti – skil­urðu? Þú ert ekk­ert á því?“

„Nei, við Ótt­arr höfum alltaf átt gott sam­starf og ég er sann­færð um...“

„Katrín, ég ætla að trúa þér fyrir svolitlu.“

For­set­inn var stað­inn upp.

„Þegar ég fór í næt­ur­göngu hérna um hlaðið í byrjun vik­unn­ar, horfði suður yfir Gálga­hraun og sá þar gull­inn bjar­mann frá skíð­log­andi IKEA-­geit­inni lýsa upp Hafn­ar­fjarð­ar­hraun­ið, þá vissi ég und­ir­eins að ég vildi ekki að hér yrði mynduð nein rík­is­stjórn. Það er ekki vegna þess að mig langi að horfa á heim­inn brenna, heldur af því að mér finnst bara svo gam­an! Ég er loks­ins orð­inn alvöru for­seti, með alvöru skyld­ur, eins og mig hefur dreymt um frá því að ég var pínu­lít­ill áhuga­sagn­fræð­ing­ur, og þannig vil ég að það verði lengi. Ég meina, Belgar voru án rík­is­stjórnar í eitt og hálft ár! Við getum toppað það.“ 

Katrín starði í for­undran á þennan hæg­láta fræði­mann sem hafði, að því er virtist, látið nýfengin völd hlaupa með sig í gön­ur. Yfir­leitt hafði það tekið lengri tíma.

„Þú getur reynt að segja fólki þetta, en ég mun neita og eng­inn mun trúa þér. Ég er jú for­set­inn. En að því sögðu ætla ég að fela þér stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið, þótt ekki sé nema til mála­mynda. Eftir tvö ár verðið þið svo öll búin að taka marga árang­urs­lausa snún­inga á því.“

For­set­inn bauð fram hnef­ann. Katrín þorði ekki annað en að bera hönd­ina upp að hon­um. Greip Guðna Th. Jóhann­es­sonar opn­að­ist og ekk­ert féll úr henni í lófa Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Hún stakk hönd­inni eldsnöggt í vasann, sner­ist á hæli og hvarf út um dyrn­ar. Þau kvödd­ust ekki.

Það heyrð­ist bankað á dyr hinum megin í her­berg­inu.

„Kom inn!“

Örn­ólfur Thors­son for­seta­rit­ari birt­ist í gætt­inni.

„Hæhæ, heyrð­irðu þetta? Hvernig var þetta í sam­an­burði við fund­inn með Bjarna?“

For­seta­rit­ar­inn varð kind­ar­leg­ur.

„Þetta var ... skrýt­ið. Enn skrýtn­ara en í gær.“

„Já, ég veit það Örn­ólfur minn, ég er bara aðeins að fokka í þeim.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None