Auglýsing

Bessa­stað­ir, 15. nóv­em­ber 2016

Það voru ekki liðnar nema í mesta lagi sjö sek­úndur síðan ljós­mynd­ar­arnir og mynda­töku­menn­irnir yfir­gáfu bóka­stof­una en þögnin var þegar orðin óbæri­leg. Bjarni var mjög með­vit­aður um mis­heppn­aða stöðu sína – bæði í óeig­in­legum skiln­ingi og ekki síður eig­in­leg­um, þar sem hann sat álútur með hendur í gaupnum sér eins og óknytta­strákur á skrif­stofu skóla­stjóra, og það and­spænis sjálfum for­set­anum sem lét fara vel um sig með kross­lagða fætur og hall­aði undir flatt. Honum hafði ekki liðið svona vand­ræða­lega síðan þau hjónin skrif­uðu saman Face­book-sta­tus­inn hennar um Ashley Mad­i­son-flipp­ið.

Hann varð að rjúfa þögn­ina.

Auglýsing

„Þetta var nú meira með Trump kall­inn.“

„Bjarni minn...“

„Maður átti kannski ekki alveg von á þessu, en ég meina, svona er lýð­ræð­ið. Láttu mig þekkja það.“

„Bjarn­i...“

„Held­urðu að það fari nokkuð allt til fjand­ans? Verður maður ekki að gefa honum séns – leyfa honum að sanna sig? Flott heilla­skeyti hjá þér bæð­evei.“

„Gengur þetta ekk­ert hjá þér Bjarni minn?“

Jæja já, engin stemmn­ing fyrir neinu hjali. Þetta var allt annar og sjálfsör­ugg­ari Guðni Th. Jóhann­es­son en Bjarni hafði þurft að eiga við áður. For­seta­legri. Þessi Guðni mundi ekki hjóla með börnin sín í skól­ann nema „hjóla“ væri dul­mál fyrir að fljúga á þyrlu og „skól­inn“ væri dul­mál fyrir kjarn­orku­byrgi.

„Nei,“ and­varp­aði hann. „Þetta er búið. Við vorum aðeins farnir að hittast, ég, Ótt­arr og Bensi frændi, og ég fór svona fljót­lega að skynja að þeir vildu að ég gæfi ein­hvers konar afslátt af stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í þessum helstu málum – ég veit satt að segja ekki hvernig þeir sáu fyrir sér að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður gengju fyrir sig, en þeir eru nátt­úru­lega alveg reynslu­lausir í þessu.“

„Ertu að tala um mála­miðl­an­ir?“

„Ha?“

„Vildu þeir gera mála­miðl­an­ir? Svona eins og menn gera í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­u­m?“

„Ha? Neeei, eða, sko, sjáðu til – það stóð ekk­ert á mér að gera mála­miðl­an­ir. Eftir eitt, tvö sím­töl í bak­landið í Vest­manna­eyjum lagði ég til dæmis til að miðla málum þannig að þeir myndu bakka í kvóta­mál­un­um, land­bún­að­ar­mál­un­um, Evr­ópu­mál­unum og þess­ari steik þarna um jafn­launa­vott­un­ina – eða jafn­launa­vottð­efokk eins og ég kalla það, haha – og að í stað­inn fengju þeir að vera með í rík­is­stjórn. Þeir vildu ekki ganga að þessu kosta­boði, enda ótta­legir kreddu­kallar og blautir á bak við eyr­un, þannig að ég sá þann kost einan í stöð­unni að slíta þessu bara. En þú sérð að þessar við­ræður strönd­uðu alls ekki á því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri að reyna að knýja fram sín stefnu­mál.“

Á meðan Bjarni hlust­aði á sjálfan sig tala rann upp fyrir honum að hann hefði lík­lega átt að hætta því fyrr.

„Bjarni, ég held að ég verði því miður að biðja þig að skila stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­in­u.“

Það var þungi í orðum for­set­ans.

„Já, mig grun­aði að þú mundir segja þetta. Fær Katrín það næst?“

„Það verður bara að fá að koma í ljós, en fyrst verður þú að skila því.“

For­set­inn rétti út flatan lófann.

„Hvað mein­arð­u?“

„Skil­aðu umboð­in­u.“

Fjár­mála­ráð­herr­ann var hissa. Hann hélt að þessi litli leik­þáttur for­set­ans tveimur vikum áður hefði bara verið létt spaug á góðri stundu – til­efnið var öllu dauf­ara núna og and­rúms­loftið eftir því.

„Ehh, komm­on, þú veist jafn­vel og ég að það er ekk­ert „um­boð“ til að skila. Umboðið er bara algjör­lega óform­legt og óhlut­bundið leyfi frá þér til að setja sig í sam­band við aðra flokks­for­menn og skiptir í raun­inni engu máli fyrir myndun rík­is­stjórnar – það er hvergi minnst á þetta umboð í neinum laga­texta og öllum er full­frjálst að ræða saman um stjórn­ar­myndun hvenær sem þeim sýn­ist og mæta með stjórn til þín til­búna upp á vas­ann. Ég skil eig­in­lega ekki einu sinni til hvers ég er hérna nún­a.“

For­set­inn var orð­inn brúna­þung­ur.

„Núna strax!“

Hann rak vísi­fingur vinstri handar svo fast ofan í opinn lófa þeirrar hægri að nöglin skildi eftir djúpt far sem Bjarna fannst minna á bók­staf­inn C.

Bjarna var hætt að standa á sama. Hann lang­aði út. Hann fálm­aði inn undir jakk­ann sinn, þótt­ist sækja eitt­hvað og lagði svo akkúrat ekki neitt í pinn­stífa hönd for­set­ans, sem var farin að titra.

„Gjörðu svo vel...?“

„Sko, ekki var þetta nú erfitt!“

Guðni Th. Jóhann­es­son brosti sínu breiðasta, stóð upp og kom hinu ímynd­aða stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boði fyrir ofan í skrif­borðs­skúffu. Þeir kvödd­ust og Bjarni Bene­dikts­son gekk hratt út úr bóka­stof­unni án þess að líta um öxl.

For­seti fer yfir um

Bessa­stað­ir, 16. nóv­em­ber 2016

„Hva, ekk­ert alzheimer­buff í d...“

„Katrín, ég ætla að fá að stoppa þig strax. Ef þú minn­ist aftur á þetta buff þá ... jah, ég segi ekki að ég muni buffa þig, en þú getur þá að minnsta kosti gleymt því að fá stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið.“Katrín Jak­obs­dóttir var ekki viss um hvort Guðni Th. Jóhann­es­son væri að grín­ast þótt hann væri skæl­bros­andi. Hún ákvað að halda and­liti – vipraði samt munn­vik­in, rétt til að sýna að sér væri ekki of brugð­ið.

„Að máli mál­anna: Held­urðu að þú getir myndað rík­is­stjórn?“

„Já, ég tel mig hafa for­sendur til að ætla að það gæti geng­ið. Það verður ekki auð­velt en...“

„Hat­arðu Ótt­arr ekk­ert of mik­ið?“

Aft­ur. Hún var orðin vön því úr kosn­inga­bar­átt­unni að láta menn grípa fram í fyrir sér, en henni mis­lík­aði það samt. Nú reið hins vegar á að klára þennan fund og fá umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðna.

„Ha? Ótt­arr? Proppé? Nei, af hverju ætti ég að gera það?“

„Æi, er hann ekki soddan svik­ari – kom­inn beint upp í bólið til Bjarna korteri eftir kosn­ing­ar, algjör Ótt­arr í bóli Bjarna, hahaha! Sumir segja að hann hafi haft HAM­skipti – skil­urðu? Þú ert ekk­ert á því?“

„Nei, við Ótt­arr höfum alltaf átt gott sam­starf og ég er sann­færð um...“

„Katrín, ég ætla að trúa þér fyrir svolitlu.“

For­set­inn var stað­inn upp.

„Þegar ég fór í næt­ur­göngu hérna um hlaðið í byrjun vik­unn­ar, horfði suður yfir Gálga­hraun og sá þar gull­inn bjar­mann frá skíð­log­andi IKEA-­geit­inni lýsa upp Hafn­ar­fjarð­ar­hraun­ið, þá vissi ég und­ir­eins að ég vildi ekki að hér yrði mynduð nein rík­is­stjórn. Það er ekki vegna þess að mig langi að horfa á heim­inn brenna, heldur af því að mér finnst bara svo gam­an! Ég er loks­ins orð­inn alvöru for­seti, með alvöru skyld­ur, eins og mig hefur dreymt um frá því að ég var pínu­lít­ill áhuga­sagn­fræð­ing­ur, og þannig vil ég að það verði lengi. Ég meina, Belgar voru án rík­is­stjórnar í eitt og hálft ár! Við getum toppað það.“ 

Katrín starði í for­undran á þennan hæg­láta fræði­mann sem hafði, að því er virtist, látið nýfengin völd hlaupa með sig í gön­ur. Yfir­leitt hafði það tekið lengri tíma.

„Þú getur reynt að segja fólki þetta, en ég mun neita og eng­inn mun trúa þér. Ég er jú for­set­inn. En að því sögðu ætla ég að fela þér stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið, þótt ekki sé nema til mála­mynda. Eftir tvö ár verðið þið svo öll búin að taka marga árang­urs­lausa snún­inga á því.“

For­set­inn bauð fram hnef­ann. Katrín þorði ekki annað en að bera hönd­ina upp að hon­um. Greip Guðna Th. Jóhann­es­sonar opn­að­ist og ekk­ert féll úr henni í lófa Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Hún stakk hönd­inni eldsnöggt í vasann, sner­ist á hæli og hvarf út um dyrn­ar. Þau kvödd­ust ekki.

Það heyrð­ist bankað á dyr hinum megin í her­berg­inu.

„Kom inn!“

Örn­ólfur Thors­son for­seta­rit­ari birt­ist í gætt­inni.

„Hæhæ, heyrð­irðu þetta? Hvernig var þetta í sam­an­burði við fund­inn með Bjarna?“

For­seta­rit­ar­inn varð kind­ar­leg­ur.

„Þetta var ... skrýt­ið. Enn skrýtn­ara en í gær.“

„Já, ég veit það Örn­ólfur minn, ég er bara aðeins að fokka í þeim.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None