Auglýsing

Ekk­ert breytti starfi mínu meira en inter­net­ið. Ég er blaða­maður og rit­stýri litlum vef sem ég stofn­aði fyrir rúm­lega tveimur árum. Áður hafði ég skrifað í blöð og tíma­rit og þrátt fyrir að það hafi verið mjög skemmti­legt þá þyrfti mikið að ger­ast ef ég ætti að starfa við það aft­ur. Að geta fylgst með við­brögð­unum við því sem maður skrifar í raun­tíma er ansi ánetj­andi. Ég gleymi því ekki þegar ég birti pistil í mest lesna dag­blaði lands­ins og það gleymd­ist að setja hann á vef blaðs­ins. Ég fékk eina athuga­semd á pistil­inn og hún var frá tengda­móður minni yfir kvöld­matn­um. Dag­inn eftir var pistill­inn svo settur á vef­inn og ég gat loks­ins baðað mig í athuga­semdum og læk­um.

Fjöl­breytt ábyrgð fylgir því að skrifa fréttir og annað efni á inter­net­ið. Mik­il­væg­ast er að sjálf­sögðu að vanda sig, segja satt og rétt frá og beita almennri skyn­semi en svo má maður ekki láta ofsa­fengin við­brögð not­enda stýra efn­is­tökum og fram­setn­ingu, þó maður verði að sjálf­sögðu að taka til greina hvað fólk vill lesa ásamt því að setja efnið fram með þeim hætti að ein­hver nenni að lesa það.

Þetta er línu­dans. 

Auglýsing

Hug­tak­inu „click­bait“ er reglu­lega fleygt fram í umræð­unni um störf vef­miðla. Click­bait er í stuttu máli bragð til að láta fólk smella á fyr­ir­sögn. Orða­bóka­skil­grein­ingin myndi eflaust til­taka fyr­ir­sagnir þar sem svo­kallað „curi­osity gap“ er komið fyrir til að skapa for­vitni, hvort sem efnið handan við tengil­inn bjóði upp á það sem hugur les­and­ans býst við eða ekki. „Þú trúir ekki hvað gerð­ist næst“ er vin­sælt við­skeyti við dramat­ísk fyr­ir­heit um safa­ríka frétt. Oftar en ekki er þetta sem fólk átti alls ekki að trúa að gæti gerst bara ómerki­leg leið inn í mynd­band af barni að æla á afmælisköku. Eða af gam­alli konu að detta á rass­inn. 

Fjöl­miðlar sem nota click­bait-­fyr­ir­sagnir hafa átt undir högg að sækja und­an­farin miss­eri eftir að Face­book skar upp herör gegn þeim. Þegar fólk var búið að fá full­kom­lega nóg af því að láta plata sig til að skoða efni, sem reynd­ist vera eitt­hvað allt annað en það bjóst við, þá brást þessi stærsti sam­fé­lags­mið­ill heims við með því að úti­loka fjöl­miðla sem beittu bragð­inu mark­visst. 

Face­book mælir hversu lengi fólk er að lesa fréttir og annað efni sem fer í dreif­ingu og finnur smellu­dólgana frekar auð­veld­lega. Hvern­ig? Fólk er snöggt að loka síðum sem veldur því von­brigð­um. Ef fyr­ir­sögnin lofar ein­hverju sem er ekki til stað­ar, þá dvelur fólk aðeins nokkrar sek­úndur inni á síð­unni. Þessi gögn skila sér til Mark Zucker­berg og félaga sem hafa mark­visst skrúfað niður í dreif­ingu á slíku efni. Fyrir vikið er Face­book betri mið­ill og inter­netið skárri staður til að vera á. Næsta við­fangs­efni er svo að hefta dreif­ingu á gervi­frétt­um.

En það er galli á gjöf Njarð­ar. Einu sinni var tví­ræðni í fyr­ir­sögnum ákveðið list­form en í dag virð­ast slíkar æfingar vera ómerki­legt click­bait í hugum fólks. Þegar allir lásu prentuð blöð fengu blaða­menn að leika sér með formið án þess að verða fyrir aðkasti frá reiðum les­endum í athuga­semda­kerfum fjöl­miðla og sam­fé­lags­miðla. Það mætti kannski segja að tví­ræðnin hafi verið nokk­urs konar fyr­ir­boði click­bait-­fyr­ir­sagna þar sem þær höfðu bein­línis þann til­gang að plata les­end­ur, láta þá halda að þeir væru að fara lesa um eitt­hvað annað en fréttin fjall­aði raun­veru­lega um. Fræg frétt undir fyr­ir­sögn­inni „Le­oncie reið Mark­úsi“ fjall­aði til dæmis ekki um villt kyn­líf þáver­andi útvarps­stjóra og ind­versku prinsessunnar heldur gagn­rýni hennar á störf hans. Þetta fannst fólki fynd­ið. 

Í dag er öldin önn­ur. Krafan um meiri upp­lýs­ingar en minni í fyr­ir­sögnum verður sífellt hávær­ari og að mínu mati stendur stéttin frammi fyrir ákvörð­un: Á að leyfa tví­ræðum fyr­ir­sögnum að hverfa ofan í ræsið ásamt ósvífn­um, hrein­rækt­uðum click­bait-­fyr­ir­sögnum þar sem les­endum er talin trú um að ótrú­legir hlutir ger­ist næst? Eða þrá­ast við og ríf­ast við les­endur í athuga­semda­kerfum í hvert skipti sem blaða­mönnum dettur fyndin tví­ræðni í hug.

Þetta er línu­dans. Það er staður og stund fyrir allt. En per­sónu­lega þá nenni ég þessu ekki og fylgi því tíð­ar­and­an­um. 

Þó ég gefi lítið fyrir gagn­rýni í athuga­semda­kerfum á tví­ræðar fyr­ir­sagnir þá hef ég látið undan kröf­unni um meiri upp­lýs­ingar en minni. Ekki vegna þess að van­hugs­aðar og illa staf­settar athuga­semdir um störf mín hræða mig heldur vegna þess að les­endur hafa tekið afstöðu með hætti sem erfitt er að hunsa: Með smell­in­um. Mín reynsla er sú að fólk kann svo vel að meta fyr­ir­sagnir sem inni­halda svo mikið af upp­lýs­ingum að les­endur fá í raun­inni tvær á verði einn­ar, að þær eru lík­legri til að vera lesn­ar. Þetta var því ekki erfið ákvörð­un.  

Höfum samt á hreinu að allir geta sótt smelli. Það er hægt að skrifa hvað sem er í fyr­ir­sögn og láta smella á það. Helsta áskorun þeirra sem skrifa efni á inter­netið í dag er að fá fólk til að deila; að skrifa efni sem höfðar svo vel til fólks að það vill dreifa því, hafa eitt­hvað um það að segja — efni sem les­endur telja að inni­haldi upp­lýs­ing­ar, góðar eða slæmar, sem eiga erindi til stærri hóps. Þetta er krefj­andi áskorun og skemmti­leg.

Ég átta mig núna á að þessi pist­ill inni­hélt varla játn­ingu. Hvað þá játn­ing­ar. Eigum við ekki bara að segja að þetta sé click­bait?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None