Auglýsing

Það er ýmis­legt hægt að segja um Don­ald Trump, en að hann sé latur er ekki eitt af því. Þvert á móti virð­ist hann ætla að keyra Banda­ríkin eins og eim­reið í átt að enda­lok­unum með svo miklu offorsi að myrkra­guð­inn Cthulhu verður lík­lega búinn að sökkva ver­öld­inni í eld­hafið áður en allir góð­ær­isst­urluðu yfir­drátt­ar­þegar Íslands kom­ast til Tenerife í sum­ar. TjúTjú!

Það er víst algengt að fólk með sjúk­legan frammi­stöðu­kvíða fari fram úr sér fyrstu vik­urnar í nýju starfi. Skýrasta birt­ing­ar­mynd þess­arar minni­mátt­ar­kenndar brýst fram í gríð­ar­lega kvíða­vald­andi fram­komu hans við opin­ber til­efni. Í stað­inn fyrir að mæta fólki með eðli­legu, þétt­ings­föstu handa­bandi þá virð­ist eina leiðin sem hann kann vera að klemma smá­vaxna, app­el­sínugula fing­urna utan um granda­lausa hönd fórn­ar­lambs síns, hrista hana handa­hófs­kennt og rykkja svo í hand­legg­inn líkt og sauð­burð­ar­töng að reyna að losa kirfi­lega skorðað lamb. Svona virð­ist hann sýna þjóð­höfð­ingjum yfir­burði sína. For­seti Banda­ríkj­anna, háfjalla­gór­illa.

Eini mað­ur­inn sem gat staðið í honum var auð­vitað vel­ferð­ar­prins­inn fagri úr norðrinu, Justin Tru­deau. Augu læst við augu. Trump gat hvorki rykkt né kramið. Arnold-Carl Weathers í Predator handa­band; ekk­ert nema þrútnir vöðvar og gutlandi horm­ónar. Svona er þegar óstöðv­andi afl mætir óhagg­an­legri fyr­ir­stöðu: kaldur sam­runi. Það sem hvor­ugur þess­ara manna fattar er að raun­veru­legt sjálfs­traust birt­ist ekki í því að reyna að rífa hend­urnar af jap­anska for­sæt­is­ráð­herr­anum þvert á móti. Ég tók einu sinni í hönd­ina á Lækna-Tómasi og það var eins og að leggj­ast ofan í nýfall­inn snjó á björtum des­em­ber­degi; eins og að snerta ský. Engin grimmd, engin vald­beit­ing. Hann þurfti þess ekki. Lækna-Tómas átti mig, þótt töfr­arnir hafi svona aðeins dofnað í kringum þetta smá­vægi­lega plast­barka-vesen.

Auglýsing

Ég hlakka samt til fyrsta fundar Bjarna Bene­dikts­sonar og Don­ald Trump; hlakka til að sjá örsmáa hönd for­set­ans hverfa inn í risa­vaxna Garða­bæj­ar­skófl­una á for­sæt­is­ráð­herr­anum eins og sand­korn í eyði­mörk. Það mun lík­lega fara ágæt­lega á með þeim þegar að því kemur enda finnst Bjarna enn ekki tíma­bært að fella stóra dóma um emb­ætt­is­tíð Don­ald Trump ekki eftir alla efna­hags­legu ein­angr­un­ar­stefn­una, kyn­þátta­hyggj­una og kven­fjand­sam­legu orð­ræð­una, svona fyrir utan að helsti þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Banda­ríkj­anna er búinn að segja af sér fyrir land­ráð. Kannski skiptir Bjarni um skoðun þegar hann sér Trump koma ríð­andi á herðum Cthulhu inn Bakka­flöt­ina í næsta mán­uði.

Það er ekki alveg sama orkan í nýrri rík­is­stjórn Íslands. Ég skil það reyndar ágæt­lega. Ef maður væri að mæta í skól­ann eftir ógeðs­lega langt jóla­frí og þyrfti strax að byrja í hóp­verk­efni með fólki sem maður hataði þá ætti maður lík­lega erfitt með að koma sér af stað líka. For­sæt­is­ráð­herra er reyndar með svo mik­inn verk­kvíða að hann var búinn að vera í vinn­unni í nákvæm­lega þrjá daga eftir þrjá­tíu daga langt jóla­frí áður en hann þurfti að fara í skíða­ferð til Aust­ur­ríkis til að losa aðeins um spenn­una. Hann á það reyndar til í að vera ein­hvers staðar ann­ars staðar þegar álagið er sem mest: Panama­skjöl­in, Lækna­verk­fall­ið: „Get ekki svarað í sím­ann, er í frí­hí­híi!“

For­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis og Lucille Bluth íslenskra stjórn­mála, Brynjar Níels­son, er hins vegar ekk­ert á leið­inni í frí. Síð­ast í fyrra­dag lét hann hafa eftir sér í umræðu um veg­tolla að fátækt fólk ætti ekki bif­reiðar því að ef maður ætti bíl þá gæti maður ekki talist fátæk­ur. Í augum Brynjars er allt fátækt fólk Charles Dic­kens-­per­sónur með topp­lausa pípu­hatta í göt­óttum grifflum sem verma sér yfir log­andi tunnum milli þess sem það hóstar í skítuga vasa­klúta. Fátækt fólk á ekki bíla, fátækt fólk á ekki íbúðir eða hús. Fátækt fólk á ekki far­síma eða arm­bandsúr eða Levis galla­bux­ur. Því að ef það væri fátækt þá færi það ekki að eyða pen­ingum í þannig lífs­gæða­hé­góma. Nei, hið ósagða er að þessir svika­fá­tæk­lingar séu aum­ingj­ar. 

Hann hafði áður gert grín að áformum Pírata um nið­ur­greidda sál­fræði­að­stoð og tann­lækn­ing­ar, að iðju­leys­in­gj­arnir gætu „setið heima við tölv­una á borg­ara­laun­um, legið í sóf­anum hjá sál­fræð­ingum dag­inn út og inn og látið hvítta tenn­urn­ar, allt í boði skatt­greið­enda“. Þetta er hin gamla, fúna íslenska karl­mennskuí­myndin sem fussar yfir þessum vælu­kjóum í dag: „Í minni æsku drukkum við volgt lýsi, átum skerpu­kjöt og tjörg­uðum timb­ur, og ef það var eitt­hvað væl þá vorum við sendir rak­leitt á Breiða­vík­!“. Heil kyn­slóð sem var svo illa svikin af þessum karl­rembukap­ít­al­isma að hún mun lík­lega aldrei getað safnað sér fyrir íbúð nema með því að taka 95% lán af gull­brask­andi pizza­prins­inum sem átti Gömlu Smiðj­una og öskr­aði á alla sem kvört­uðu yfir kaldri böku að þau væru lygarar og svik­arar sem skuld­uðu honum húsa­leigu. Þetta á pott­þétt eftir að enda vel.

Brynjar hefur sömu afstöðu gagn­vart frum­varpi eigin rík­is­stjórnar um lög­fest­ingu jafn­launa­vott­unar. Hann, ásamt fleiri þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks, vill meina að kyn­bund­inn launa­munur sé bara ein­hver vælu­til­bún­ingur vinstri­manna: „Það er auð­vitað meg­in­­for­­sendan ef ætl­­unin er að fara út í svona inn­­­grip að vanda­­mál sem ætl­­unin er að leysa sé örugg­­lega til stað­­ar“. Það skiptir ekki máli að allar rann­sóknir sýni fram á stað­festan launa­mun kynj­anna. Það skiptir ekki máli að karlar stýri 91% af fjár­mála­fyr­ir­tækjum og sjóðum lands­ins. Þetta er bara póli­tískur rétt­trún­aður arg­andi femínista og ein­hverra karla sem eru að reyna að ganga í augun á þeim. Íslend­ingar eiga í svo erf­iðu með­virkn­is­sam­bandi við feðra­veldið að við vitum ekki hvort við viljum gelda það eða ríða því.

Þrátt fyrir allt tal um að dýpka umræð­una, laga umræð­una og þverpóli­tísk vinnu­brögð þá snýst þetta að lokum alltaf um hug­mynda­fræði. Ekki gleyma því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er íhald­ið. Kerf­is­varn­ar­flokk­ur­inn. Hann hefur ekki áhuga á jafn­launa­vottun eða kynja­kvót­um. Hann hefur ekki áhuga á eft­ir­liti með fjár­mála­fyr­ir­tækjum eða upp­ræt­ingu skatta­skjóla. Hann hefur ekki áhuga á minni stór­iðju, breyttu fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi, nýrri stjórn­ar­skrá eða nokkru öðru sem færir ryk­fallin tann­hjólin úr skorð­um. Þau eiga að snú­ast óhögguð áfram um alla tíð. Hann er hold­gerv­ingur þess­arar gömlu, fúnu karl­mennskuí­mynd­ar. Macho-kap­ít­al­ism­inn sem rykkir í hend­urnar á fólki og kreist­ir. Fjalla­gór­illukap­ít­al­ismi. 

Og allt í einu sitja Við­reisn og Björt Fram­tíð í skugg­anum af þess­ari risa­eðlu, og hægt og bít­andi rennur upp fyrir þeim að stóru málin sem þeim tókst að koma inn í þennan næf­ur­þunna, 8 blað­síðna stjórn­ar­sátt­mála eru fjarri því að verða að veru­leika, að stór hluti Sjálf­stæð­is­flokks­ins, flokks­ins sem er með þeim í rík­is­stjórn, hefur ekki nokkurn hug á því að styðja frum­vörp þeirra um jafn­launa­vottun eða um meng­andi stór­iðju. Og hvað er þá eft­ir? Treysta á að stjórn­ar­and­staðan sé nógu full af aum­ingja­góðum vinstri­mönnum sem hljóti að styðja þessi góðu mál? Hefði þá ekki verið auð­veld­ara að vera bara með þeim í rík­is­stjórn?

En hvað veit ég? Ég trúi engu lengur í þessum nýja heimi alt­erna­tífra stað­reynda. Öll þessi ver­öld öll til­vist okkar – gæti verið draum­ur. Vit­stola fantasía Shinzo Abe, foræt­is­ráð­herra Jap­ans, sem fædd­ist í 19 sek­úndna handa­bands­fang­els­inu sem Don­ald Trump læsti hann í. Kannski erum við enn þar. Í þvöl­um, heit­um, app­el­sínu­gulum lúk­un­um. Föst um alla tíð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None