Haltu kjafti, vertu sæt og skemmtu okkur

Auglýsing

Salka Sól tjáði sig á dög­unum um rassa­klíp á árs­há­tíð síð­ast­liðna helgi. Fyrsta sem mér datt í hug var að von­andi fengi hún afsök­un­ar­beiðni frá fyr­ir­tæk­inu og að þetta myndi verða kannski til þess að dóna­kallar lands­ins myndu næst fá sér einum færri drykki eða sjá sóma sinn í því að hætta að áreita fólk, eða ein­fald­lega sleppa því að mæta og auð­velda þannig öllu sam­starfs­fólki sínu að skemmta sér.

Fyrir nokkrum árum – og ég hef skrifað um þetta atvik áður á þessum vett­vangi – lenti ég í áreitni og ógeðs­legum kommentum frá manni á jóla­gleði sama fyr­ir­tækis og Salka Sól gigg­aði fyr­ir. Og ég skrif­aði um það litla klausu á blogg­inu mínu, sagð­ist hafa verið að spila á geggj­uðu giggi en eins og gengur og ger­ist hafi verið einn dóna­kall sem skemmdi fyrir öllum hin­um. Með­fylgj­andi var mynd af pökk­uðu dans­gólfi, mörg hund­ruð manns í stuði og hann einn af þeim, ógreini­legur í horn­inu. Ekki leið á löngu þar til ég fékk sím­tal frá fyr­ir­tæk­inu, þung­búin rödd tjáði mér að svona ætti mann­eskja sem ráðin væri ekki að haga sér og ég var sko sam­mála því. En það var ekki verið að tala um hann, ó nei, það var verið að tala um mig. Að ég ætti ekki að tjá mig um þetta, að ég ætti að taka þetta út af blogg­inu og að ég yrði sko aldrei ráðin aftur af fyr­ir­tæk­inu. Eftir þetta tóku við nokkur miss­eri þar sem ég plötu­snúð­að­ist ekki nema með stráka­vin mér við hlið. Takk Ingi, Atli, Raggi og Óli Palli fyrir stór­kost­lega tíma, stuðn­ing og pepp.

Móðir mín, sem starf­aði hjá fyr­ir­tæk­inu á þessum tíma, var einnig skömmuð fyrir þetta feil­spor mitt. Þegar ég ræddi svo við fleiri sem ég kann­að­ist við innan fyr­ir­tæk­is­ins var við­kvæðið „Æh, hann er alltaf svona, hann er líka svona ógeðs­legur við sam­starfs­konur sínar í partýj­u­m.“ Og honum var samt bara alltaf boð­ið. Með­virknin var slík að eng­inn sagði neitt. Ég veit að þessi til­tekni maður starfar enn innan fyr­ir­tæk­is­ins, og allir virð­ast vita af þessum per­sónu­leika­bresti. Við­bjóð­ur­inn sem hann slef­aði í eyrað á mér, um mig, mömmu mína, flug­freyju­bún­inga og fleira situr enn þá í mér. Þegar fréttin um Sölku fór á flug hlógum við mamma. „Hvernig ætli það verði dílað við þetta? Ætli hún fái sams­konar sím­tal og þú, Mar­grét mín?“

Auglýsing

Eðli­legur hluti af því að starfa í brans­anum er að díla við fólk sem hefur áfengi um hönd. Það krefst þol­in­mæði, hlýju og ein­beit­ing­ar. Ég veit alveg að ef ég höndl­aði ekki þetta eðli­lega áreiti ætti ég ein­fald­lega að finna mér annað starf til að borga leig­una. Ég myndi segja að helm­ingur gigga fæli í sér almennan dóna­skap eða kyn­ferð­is­legt áreiti. Fullar konur hafa alveg líka áreitt mig, snert á mér brjóst­in, reynt að fara í sleik og sagt „Ohhh þú ert bara svvvvvo sexí. Kenndu mér að vera sexí,“ og boðið mér svo í threesome með með þeim og mann­inum þeirra, sem er enn blek­aðri á kant­in­um. Ég lendi þó oftar í „Ég er sko í nefnd­inn­i/­bók­hald­inu. Ef þú spilar ekki Black Eyed Peas þá færðu ekki borg­að,“ frá kven­þjóð­inni. Síð­ustu helgi gekk dóna­skap­ur­inn svo langt að reið kona hellti bjór (ekki óvart) yfir tölv­una mína og mix­er­inn minn.

Ég get ekki ímyndað mér að það sé 100% gam­an, alltaf, allan tím­ann í öllum vinn­um, svo maður kyngir þessu, sér­stak­lega í þeim giggum þar sem fólk er með­vitað og tekur afstöðu: Hjálpar mér að díla við mann­eskj­una, kallar til örygg­is­vörð eða eitt­hvað slíkt. Verst er þegar allir þekkja hegð­un­ar­mynstur erf­iðu mann­eskj­unn­ar, en bjóða henni samt, og eng­inn gerir neitt.

Und­an­farið hafa skemmti­kraftar ýmsir tjáð sig um þetta, bæði karl- og kven­kyns. Þó er ein stétt sem lendir enn þá meira í þessu og það er í alvöru hluti af starf­inu, vakt­stjórar segja fólki að hætta að væla og „hva, þeim finnst þú bara sæt­ur.“ Þetta er þjón­ustu­fólk. Ógeðis­sögur sem ég hef heyrt af við­skipta­vinum veit­inga­staða og borð­gesta á árs­há­tíðum skipta tug­um. Þegar ég mæti til að skemmta, hvort sem það er með atriði eða til að þeyta skífum er alltaf ein­hver í þjóna­lið­inu sem segir til dæmis „pass­aðu þig á þess­ari týpu á borði 3.“ Á hverju ein­asta giggi fæ ég slíka við­vörun frá ein­hverjum sem er búinn að verja kvöld­inu með hópn­um.

Ég sagði fjöl­skyld­unni minni frá nær­tæk­asta dæm­inu, síð­asta föstu­dags­kvöldi. Systir mín hváði og var viss um að ef hún hegð­aði sér svona á manna­móti á vegum vinnu­staðar yrði hún rekin med det samme. Í þessu til­felli hafði ég lækkað hefð­bundið verð umtals­vert, bæði sem vin­ar­greiða og annað spil­aði inn í. Það leit þó út fyrir það að við­gerð­irnar myndu kosta meira en ég var að rukka fyrir kvöld­ið. Sem betur fer varð lend­ingin sú að mann­eskjan sem olli skemmd­unum ætlar að borga þær sjálf, og vona ég að af því drag­ist ein­hver lær­dóm­ur.

Kommenta­kerfin fyrir neðan fréttir af rasskinn Sölku Sólar voru ótrú­lega fynd­in. Fullt af fólki sem hefur engan skiln­ing á því að vera skemmti­kraftur – já eða því að vera þjóð­ar­ger­semi eins og Salka – var með ráð­legg­ingar um hvað hún hefði átt að gera: Bara neita að fara upp á svið fyrr en þessum dúdda væri hent út; segja eitt­hvað í míkró­fón­inn... bla­blabla. Ég hef verið í brans­anum í 13 ár. Að segja eitt­hvað hefur skilað sér í eft­ir­far­andi:

  1. Hót­unum um að verða aldrei ráðin aft­ur.
  2. Slúðri um að ég sé drama­drottn­ing og príma­donna. Að vera kölluð príma­donna er það versta sem skemmti­kraftur í þess­ari litlu tjörn getur verið kall­að­ur.
  3. Mikið af ráð­legg­ingum um hvað ég hefði frekar átt að gera, t.d. halda kjafti og ræða þetta eftir gigg.

Mér finnst setn­ing föður míns, kenn­ar­ans, eiga hér ágæt­lega við: Þú hefur fullan rétt á því að skemma fyrir sjálfum þér, en ekki fyrir neinum öðr­um. Einn af 1.000 getur eyði­lagt heilt partý. Hann getur eyði­lagt orð­spor fyr­ir­tæk­is­ins og sam­starfs­fólks. Ef þetta ger­ist ítrek­að, og allir vita af áhætt­unni sem skap­ast þegar erf­ið­leika­grís­irnir sletta úr klauf­unum þá ættum við að hætta að bjóða þessu fólki. Þau geta bara halt sitt eigið partý. Pant ekki skemmta í því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None