Auglýsing

Nú hef ég verið búsett í Aust­ur-­Evr­ópu í bráðum fjögur ár. Hér hef ég marga fjör­una sopið skal ég segja þér. Borðað skrít­inn mat, drukkið mikið af köldu og dísætu rauð­víni og farið á mis­heppnuð deit. Séð mikið af vondu hári. Gengið á ósýni­lega veggi og grun­laus sví­virt óskráðar regl­ur. Fengið síðan ómak­legar sektir frá karma­lögg­unn­i. 

Ótengt því eða ekki þá hefur ást mín og aðdáun á Íslandi og Íslend­ingum farið ört vax­andi með hverju ári. Föð­ur­lands­heil­kenni þetta er eins og hálf­gerð geð­hvörf, en það lýsir sér í óbeit á heima­land­inu í upp­hafi ferða­lags sem snýst síðan hægt en bít­andi alveg við og verður að ofsa­feng­inni ást á heima­land­inu þannig að allt annað í heim­inum bliknar í sam­an­burð­in­um. Fjar­lægðin gerir fjöllin vissu­lega blá en svo hafa áfanga­stað­irnir auð­vitað áhrif á rela­tí­við. Þannig er tíðnin örugg­lega miklu lægri meðal Íslend­inga sem ferð­ast til Sví­þjóðar en t.d. Rúm­eníu eða Kasakst­an.

Auglýsing

Íslenska vatn­ið, rok­ið, bingó­kúl­urn­ar, spill­ing­in, mamma og pabbi, Vín­búð­in, frænd­hygl­in, húmor­inn, 680 króna kaffi­boll­inn, Gísli Mart­einn, nátt­úran, að skafa bíl­inn, vin­irn­ir, túrist­arn­ir, sund, Korpu­torg, hjarð­hegð­un­in, sá sem þjá­ist af heil­kenn­inu elskar þetta allt saman skil­yrð­is­laust, hvort sem það er gott, hlut­laust eða hand­ó­nýtt. Ekki það að hann sjái ekki hlut­ina í skýru ljósi, hann sér raunar betur eftir ferða­lag­ið, en í þetta skiptið sam­þykkir hann hlut­ina eins og þeir eru og sýnir á köflum óverð­skuldað umburð­ar­lyndi. Hefur húmor fyrir rugl­inu. Örugg­lega svipað því að gifta sig. Maður veit alveg að til­von­andi maki kemur alltaf of seint og hrýtur en sam­þykkir það og myndi jafn­vel ekki vilja breyta því.

Eitt er það sér í lagi sem ein­kennir okkur Íslend­inga. Ég hafði svosem heyrt af því áður en sé það svart á hvítu horft héðan frá aust­ur-­evr­ópsku bæj­ar­dyr­un­um. Það eru rak­ett­urnar í rass­gat­inu á okkur Íslend­ing­um. Mér finnst þetta ekki ein­kenna jafn­aldra mína hér í austr­inu. Hér finnst mér mun hóf­stillt­ari mark­mið sett per mannsævi. Á Íslandi geta allir verið aðal. Haslað sér völl, hver á sínu sviði. Það ætlar eng­inn að vera „bara ein­hver”, allir fá sitt hlut­verk og það er svo dásam­leg­t. 

Allt sem þarf er bara að velja rétta hlut­verkið og það getur verið hvað sem er eins og dæmin sýna: Sigga Kling, Stjörn­u-­Sæv­ar, Hjarta-Tómas og Taln­inga-Tómas, Maggi Texas og Maggi Mix, Marta smarta, Gaui lit­li, Almar í kass­an­um, Gunnar í Kross­in­um, Gillzenegger, Gísli á Upp­söl­um, Solla á Gló, Lækn­ir­inn í eld­hús­inu, Vil­borg pólfari, Kína-Unn­ur, RAX, Berg­lind Festi­val, Fjall­ið, Geiri á Gold­finger, Kolla í Jurta­apó­tek­inu, Kári, Bogi, Suð­u-­Sig­fús og Fröken Reykja­vík. 

Kost­ur­inn við að búa í svona litlu sam­fé­lagi er hve stutt er á topp­inn, svo stutt að allir sem vilja geta tekið sunnu­dags­bíltúr upp­eftir og skoðað sig um. Það er lík­lega eng­inn staður í ver­öld­inni sem orða­til­tækið „að vera stór fiskur í lít­illi tjörn” á betur við en Ísland. Við fæð­umst stór­laxar en ekki loðna. Eng­inn skilur hvernig eilífð­arsmá­blómin röt­uðu í þjóð­söng­inn því erum dug­legt og sjálf­stætt fólk, þrátt fyrir að fíló­sófía Bjarts í Sum­ar­húsum varð­andi skulda­söfnun hafi ekki náð fót­festu. Allir með mik­il­mennsku­brjál­æði eða er það með­al­mennsku­brjál­æði? Stundum hittum við beint í mark eins og á EM 2016. Stundum skorum við sjálfs­mark og fáum rautt og leik­bann eins í hrun­inu. You win some, you lose some. Og þótt þú tap­ir, það gerir ekk­ert til. Og þótt þú tapir skaltu ekki dirfast að draga í land. 

Nú erum við rak­ettu­rass­götin að und­ir­búa ein­hverja rosa­lega flug­elda­sýn­ingu, byggj­andi hótel í mið­bænum eins og við eigum lífið að leysa og svo springur hún kviss bamm búmm og eftir standa rjúk­andi rústir en ég meina þá rífum við okkur bara upp aft­ur. Svona er Ísland og Ísland er land þitt. Love it or leave it. Ég finn fyrir skil­yrð­is­lausri ást og umburð­ar­lyndi. Ég stend og fell með rugl­inu. En ég er með föð­ur­lands­heil­kenn­ið. Ef þú ertu ekki þar ætt­irðu kannski að kíkja til Mold­avíu og koma til baka, það er örugg­lega ein­hver rak­ettan að byrja með beint flug.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None