Auglýsing

1.

Bjarni Bene­dikts­son er þög­ull. Mátt­laus. Hann getur ekki hreyft sig, aðeins starað á rign­ing­una teikn­ast í bjarm­anum frá fram­ljósum lúx­us­bif­reið­ar­innar sem situr kyrr­stæð fyrir framan enda­lausa röð af keim­líkum ein­býl­is­húsum í Garða­bæn­um.

Við hlið hans situr gam­all, hok­inn maður íklæddur brúnu peysu­vesti og pressuðum gráum bómull­ar­buxum sem eru gyrtar þó nokkrum sentí­metrum hærra en eðli­legt þyk­ir. Hann horfir nið­ur­lútur á köflótt pott­lok sem hann veltir á milli handa sér til að halda niðri skjálft­an­um.

Eftir langa stund lítur gamli mað­ur­inn upp og seg­ir, „Þú verður að trúa mér, ég vissi ekki að þetta gæti farið svona.“

„Ég nenni ekki að hlusta á þetta pabb­i.“

Bjarni finnur reið­ina byrja að vella upp; fyrst í mag­an­um, svo skríður hún upp vél­ind­að, byrjar að læð­ast eftir tung­unni – þykk og svört eins og tjara. Hann klemmir saman meit­l­aða kjálk­ana til að reyna að halda henni inni. Hann verður að halda stjórn­inni.

Eftir langa þögn byrjar gamli mað­ur­inn aft­ur. „Verðum við ekki að trúa á það besta í fólki? Það eina sem ég vildi gera var að hjálpa. Ég hefði aldrei skrifað þessi með­mæli hefði ég vitað að þessir hel­vítis hrægammar myndu kom­ast yfir…“

Blóðið streymir upp í and­litið á Bjarna, fyllir það. Það flæðir inn í eyr­un, drekkir hljóð­himn­unni þannig að röddin á föður hans fjarar út; breyt­ist í fjar­lægt suð. Hann byrjar að kreista leð­ur­k­lætt stýrið, finnur reið­ina renna fram í hend­urnar á hon­um. Hann kreistir fast­ar. Hnú­arnir hvítna. Þessar stóru, vold­ugu hend­ur; eins og tvær teflon­pönn­ur.

Hann starir á þær. Eftir því sem hann kreistir fastar finnst honum hend­urnar á sér stækka enn meira. Stækka og stækka þangað til þær fylla út í bíl­inn. Stækka þangað til faðir hans verður dep­ill í lóf­anum á hon­um. Stækka og stækka og stækka. Borgir verða að maura­þúfum og mann­fólkið að ána­möðkum skríð­andi yfir regn­vota gang­stétt. Honum líður eins og hann geti kramið plánet­ur. Allt verður að sandi í hönd­unum á hon­um.

2.

Brynj­ari líður best í þögn­inni. Hann mundi aldrei nota aum­ingja­vædd hug­tök eins og hug­leiðsla eða núvit­und, en hann er aldrei hann sjálfur nema í algjörri þögn. Hann gengur svo langt að líta á hljóð sem óvin sinn; laun­morð­ingja sem kemur aftan að honum og sker hann á háls.

Hann hafði fyrir löngu byrjað að gera heim­ili sitt að vernd­ar­svæði þagn­ar­inn­ar. Hann byrj­aði á að losa sig við það aug­ljósasta: reyk­skynjar­ana, útvarps­vekjara­klukk­una, brauðrist­ina. Þegar það hætti að vera nóg byrj­aði hann að losa sig við tif­andi klukkur og suð­andi ísskáp. Hann smurði allar lamir dag­lega; reif upp brak­andi gólf­fjal­ir.

Verk­tak­arnir sem hann fékk til að þre­falda glerið og tvö­falda ein­angr­un­ina litu hann horn­auga; glottu og pískr­uðu eins og hann væri að fara að smíða ein­hverja hljóð­ein­angr­aða kyn­lífs­dýflissu heima hjá sér. Týpískur hugs­un­ar­háttur lít­illa, ein­faldra manna.

En nú gat hann loks­ins setið einn í eld­hús­inu sínu í full­kominni, órof­inni, dún­mjúkri þögn.

Spreng­ing. Hún skellur á honum eins og högg­bylgja. Jarð­skjálfti. Heimsend­ir. Það er eins og allar úr sér gengnar loft­varnaflautur almanna­varna hafi birst við hlið­ina á hon­um; allar fallnar sálir hel­vítis orgað af örvænt­ingu á sama tíma.

Brynjar kast­ast aftur fyrir sig. Skellur á gólf­inu. Allt verður svart.

Ein­hverju síðar rankar hann við sér með dúndr­andi höf­uð­verk. Heim­ur­inn hafði sem sagt ekki farist. Við hlið hans lá söku­dólg­ur­inn: Hel­vítis sím­inn. Ein­hvern veg­inn hafði honum tek­ist að kveikja á hljóð­inu. Hann bölvar sínum eigin feitu puttum og tekur tækið upp. Á skjánum bíða hans ein ólesin skila­boð:

„Stjórnin er fall­in. Björt fram­tíð fokk­aði okkur upp.“

Brynjar lygnir aftur aug­unum og and­varpar djúpt.

„Djöf­uls­ins aum­ingj­ar.“

3.

Á ein­hverjum tíma­punkti hafði Inga Sæland misst tökin á eigin örlög­um. Suma daga hélt hún að það hefði verið and­ar­takið sem Páll Óskar sendi hana heim úr X Fact­or. Þegar allt kom til alls vildi hún bara syngja; nýta þessa gjöf sem henni hafði verið gefin til þess að gleðja fólk.

Tíu árum síðar hafði söng­ur­inn þagn­að. Það sem byrj­aði sem göfug hug­sjón um að útrýma fátækt hafði öðl­ast eigið líf. Flokk­ur­inn hafði stækkað svo hratt að þessi fáu kunn­ug­legu and­lit sem hófu þessa veg­ferð með henni höfðu horfið inn í haf­sjó ókunn­ugra og nýrra.

Auglýsing

Allt í einu var hún undir smá­sjá. Hvert ein­asta orð sem hún sagði eða skrif­aði krufið og hakkað í spað. Inga hafði aldrei verið ein­hver sem velti hlut­unum of lengi fyrir sér – hún er kona sem ger­ir.

Og hvað með það þótt hún hafi kannski ekki verið með öll smá­at­riði á hreinu varð­andi aðbúnað hæl­is­leit­enda? Hverju skiptir það að „hag­fræð­in“ í öllu sé alltaf 100% rétt? Hverju skipta þessi smá­at­riði þegar stóra myndin er svona skýr?

Svo kalla þau hana popúlista – þjóð­ern­ispopúlista. Eins og það sé eitt­hvað slæmt við það að vera með vin­sælar skoð­an­ir? Að vera stoltur af þjóð­inni sinni? Skila­boð­unum hafði rignt yfir hana síðan rík­is­stjórnin féll. Fyrst Magnús Þór Haf­steins­son, svo Mar­grét Frið­riks­dótt­ir. Henni hafði reyndar fund­ist þessi Mar­grét hafa örlítið þrúg­andi nær­veru; blikk­aði konan aldrei aug­un­um? En Inga hafði ekki lagt það í vana sinn að snúa baki sínu við dug­legu, metn­að­ar­fullu fólki.

Samt sem áður líður henni eins og hún sé orðin peð í eigin tafli. Akkúrat á þessum tíma­punkti vildi hún að hún gæti snúið við kukk­unni; að hún væri aftur komin á svið­ið, undir björtu ljós­un­um. Að Palli hefði bara valið hana.

Inga gengur að glugg­an­um. Starir út í nótt­ina. Svo byrjar hún að syngja. Eina lagið sem sál hennar vill heyra: The Way We Were með Bar­böru Streisand.

Can it be that it was all so simple then?
Or has time re-w­ritten every line?
If we had the chance to do it all again
Tell me, would we? Could we?

Eft­ir­máli

Í myrkr­inu sést ekki neitt. Ekki mosa­gróni mal­ar­veg­ur­inn. Ekki flagn­andi útveggirn­ir. Ekki báru­járns­þakið sem einu sinni var grænt. Ekki einu sinni skiltið sem á stend­ur: „Hrafna­björg III“. Í svona djúpu, kæf­andi myrkri sést ekki neitt – en óséðir hlutir hætta samt ekki að vera til. Og hann er enn til. Gleymd­ur, yfir­gef­inn, svik­inn; en óum­flýj­an­lega enn til.

Húsið var þög­ult ef ekki væri fyrir rign­ing­una sem barði báru­járns­þakið eins og þús­undir fingra tif­andi á blikk­trommu. En það var ekk­ert líf, ekk­ert sem sagði manni að þarna hefði nokkur maður búið í fimm­tíu ár. Flagn­andi rönd­ótt vegg­fóð­ur, raka­blettir á gömlu spóna­gólfi. Eina vís­bend­ingin um að eitt­hvað lifði þarna voru tómu mjólk­ur­fern­urn­ar; tugir, ef ekki hund­ruð Nýmjólk­ur­ferna sem lágu á víð og dreif um hús­ið.

Hann teygar síð­asta dropann úr fern­unni og lyngnir aftur aug­un­um. Mjólkin hafði nært hann síð­ustu mán­uði, eins og hún hafði jú nært Íslend­inga um allar ald­ir. Hann hafði upp­götvað að hann þurfti ekk­ert ann­að; ekk­ert græn­meti eða ávexti, brauð eða pasta. Ekki einu sinni kjöt né fisk. Maasa­i-­stríðs­menn Aust­ur-Afr­íku nærð­ust varla á neinu nema mjólk – og hann var ekk­ert, ef ekki stríðs­mað­ur.

BANK. BANK. BANK.

Hann hrekkur upp úr laktóstrans­in­um. Hver gat þetta ver­ið? Hver vissi að hann væri þarna? Hann hafði falið slóð sína svo vel.

Hann opnar úti­dyrnar var­lega. Eng­inn. Ekk­ert. Bara myrkrið sem hjúpaði allt hér­að­ið. Hann er við það að loka dyr­unum aftur þegar hann tekur eftir litlum hvítum fern­ingi á dyramott­unni; umslag. Ekk­ert skrifað á það, ekki einu sinni frí­merki. Hann opnar það var­lega, hálft í hvoru búinn undir að milt­is­brandur sáldrist yfir hend­urnar á hon­um.

En það sem kemur upp úr umslag­inu er úrklippa úr dag­blaði. Mynd af kunn­ug­legum and­litum fyrir framan Bessa­staði. Fyrir ofan hana fyr­ir­sögn í stórum stöf­um: Rík­is­stjórnin fall­in.

Við úrklipp­una er fest lítið hand­skrifað bréf. Það er ómerkt, en hann þekkti skrift­ina strax; Jóhannes Þór. Jóhannes minn.

„Manstu þegar ég sagði þér að nóttin er alltaf dimmust rétt fyrir dög­un? Vakn­aðu herra minn, það er kom­inn morg­un­n.“

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son strýkur yfir gráa skegg­broddana og brosir í fyrsta skipti í heilt ár.

„Ég er vakn­að­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði