Auglýsing

Hvernig sérð þú fyrir þér fram­tíð­ina? Þá meina ég mynd­rænt í hausnum á þér, sérðu fyrir þér dag­ana framundan í beinni línu eða fer vikan í hringi? Líður vikan frá vinstri til hægri eða stafl­ast dag­arnir upp? Hvað með mán­uð­ina? Hjá sumum er jan­úar efst og des­em­ber neðst og árið líður nið­ur. Aðrir sjá fyrir sér mán­uð­ina eins og á klukku, t.d. að jan­úar byrji klukkan 12 og klukkan gengur ýmist aft­urá­bak eða áfram. Sumir sjá kannski fyrir sér perlu­festi þar sem hver mán­uður er ein perla. Ein­hverjir sjá dálka og raðir og enn aðrir skynja lyktir og lit­brigði í takt við tíma­lín­una. Hvernig er þitt daga­tal? Er það tví­vítt eða þrí­vítt, svart­hvítt eða í lit?

Í mínu til­viki líður tím­inn frá irtsniv lit irgæh, sem mér hefur alltaf fund­ist spes þar sem ég lærði í skóla að lesa og skrifa frá vinstri til hægri. Þegar ég hugsa um fyrir viku síð­an, fyrir mán­uði, fyrir 10 árum, þá horfi ég til baka til hægri eftir tíma­línu sem leiðir út í fjar­læga for­tíð sem ég sé ekki hvar byrj­ar. Árin liggja á lín­unni eins og ílangar blokkir sem eru þrí­skiptar; vor­önn, sumar og haustönn og svo get ég súm­mað inn og út. Aldur í ára­tugum stafl­ast á hinn bóg­inn upp hjá mér. Ég er núna að nálg­ast þriðju hæð, svo verð ég fer­tug og fimm­tug og er bara á stans­lausri upp­leið þar til ég kemst upp á topp en þar bíður mín dauð­inn. Ha. Hálf­ó­þægi­legt að dauð­inn sé svona á toppn­um. En vissu­lega smart að hætta á toppn­um.

Að núinu. Hvað sérðu þegar þú hugsar um núið? Ég nefni­lega sé það ekki fyrir mér á jafn­mynd­rænan hátt og for­tíð­ina og fram­tíð­ina. Ég ímynda mér að sumir sjái það eins og litlu stik­una sem gengur frá vinstri til hægri yfir tíma­lín­una þegar vídjó spil­ast. Og í nút­vit­und á maður að reyna að dvelja í núinu, dvelja í litlu stikunni. Mátt hvorki drag­ast aftur úr né taka fram­úr. Hæg­ara sagt en gert.

Auglýsing

Upp­lifun okkar á tíma byggir fyrst og fremst á minn­inu og síðan hæfi­leik­anum til að horfa fram í tím­ann. Og til þess að geta verið í núinu þarf maður eig­in­lega að reyna að afneita þessum þátt­um. Frá þró­un­ar­fræði­legum sjón­ar­hóli er í raun und­ar­leg iðja að ætla sér að afneita, eða alla­vega sussa tíma­bundið á þessa sér­hönn­uðu og háþró­uðu eig­in­leika okkar mann­anna. Við sem erum ávextir millj­óna ára nátt­úru­vals, fjöl­margar útgáfur af okkur hafa verið betrumbættar aftur og aft­ur. Og hér erum við, homo sapi­ens, gædd eig­in­leik­anum til að muna, get­unni til að læra af reynsl­unni og sköp­un­ar­gáfu til að finna upp betri aðferðir til að beita í fram­tíð­inni – til að lifa af. Sussa bara á það til að vera í núinu? Ands­ur­vi­val­ískt, svona þannig séð.

Annað sem er nauð­­syn­­legt til að við skynjum tíma og það eru breyt­ing­­ar. Að dagur breyt­ist í nótt, hárin gráni og grasið grói.
Þessir tveir eig­in­leik­ar, að geta horft fram í tím­ann og minn­ið, eiga það sam­eig­in­legt að vera hug­læg fyr­ir­bæri. Þetta eru sýnir sem eru hvergi til nema í huga þess sem hugsar eða man fram eða aftur í tím­ann. Annað sem er nauð­syn­legt til að við skynjum tíma og það eru breyt­ing­ar. Að dagur breyt­ist í nótt, hárin gráni og grasið grói. Við þurfum að upp­lifa að allt breyt­ist með tím­anum og síðan notum við minnið til að bera saman fyrir og eft­ir. Ef við hefðum ekki minni og gætum ekki borið nútím­ann saman við for­tíð­ina og upp­lifað breyt­ing­ar, þá væri tími lík­lega ekki einu sinni hug­mynd.

Oft held ég að tími sé bara eitt­hvað orð sem ein­hver fann upp yfir skynjun á breyt­ingum sem aum­ingj­ans kyn­slóð­irnar sem fylgdu hafi klórað sér í koll­inum yfir og reynt að krakka að óþörfu. Skynjun sem kemur okkur jafn­ó­líkt fyrir sjónir og við erum mörg. Sem­sagt skynj­un, ekki dul­ar­full vídd sem þarf að finna útúr með for­múl­um. Svo er auð­vitað aldrei að vita nema að þessi skiln­ingur minn breyt­ist í fram­tíð­inni og þá get ég rifjað upp hve vit­laus ég var núna.

En hættum nú að tala um tál­sýnir og tölum um eitt­hvað sem skiptir máli, mál mál­anna. Það eru kosn­ingar framundan í landi land­anna, Íslandi. Mér finnst til­valið að beita þró­un­ar­fræði­legu ávöxt­unum í næstu kosn­ing­um. Ekki sussa á þá, alla­vega ekki rétt á meðan þú ert í kjör­klef­an­um. Um að gera að nota minn­ið, get­una til að læra af reynsl­unni og sköp­un­ar­gáf­una til að finna upp betri aðferðir til að beita í fram­tíð­inni. Hvernig sérð þú fyrir þér fram­tíð­ina? Stefnir hún til hægri eða vinstri? Sérðu fyrir þér breyt­ingar eða fer allt í ein­tóma hringi og end­ur­tekn­ingin er svo þrúg­andi að það er nán­ast spenn­andi að sjá hvort hún virki­lega end­ur­taki sig? Er hún blá eða græn, svört eða norð­ur­ljósa­Björt?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði