Auglýsing

Þegar ég var lítil var mér sagt að passa mig á ákveðnum starfs­manni í barna­skól­anum mín­um. Hvað sem ég gerði átti ég alls ekki að þiggja að fara úr blautum fötum og setja á ofn­inn eftir frímó ef hann bauð mér upp á það. Sér­stak­lega ekki ef það var niðri í kjall­ara í stof­unum þar. Eldri skóla­systur mínar vör­uðu mig við þessu. Því hann var víst algjör per­vert. Ef ég sá hann á göng­unum fékk ég sting í mag­ann og hljóp í burtu. Ég var átta ára. 

Nú, spólum svo fram í tím­ann, í gegnum mennta­skóla- og háskóla­árin og nokkra vinnu­staði. Hvert sem ég fór þá dúkk­aði „starfs­mað­ur­inn úr barna­skól­an­um” upp í ein­hverri mynd og stundum í fleir­tölu. Mættur á svæð­ið. Og olli óör­yggi, nið­ur­læg­ingu og ógn í ein­hverri mynd. Það ótrú­lega er að mér fannst þetta vera norm­ið. Því þetta er norm­ið. Fyrir mér og öllum konum í kringum mig. 

Karlar hafa fengið að vaða uppi með dólg, áreitni og ofbeldi í krafti valda­stöðu sinnar í öllum kimum þjóð­fé­lags­ins í árþús­undir. Og jú jú, auð­vitað voru og eru góðir karlar þarna líka og það í meiri­hluta, en vit­iði hvað? Við erum ekki að tala um þá núna. Við erum að tala um hina. Og það þurfa allir að hlusta. 

Auglýsing

Við ykkur sem klórið ykkur í hausnum yfir #metoo um­ræð­unni og teljið að hún sé „gengin allt of lang­t”, má ég góð­fús­lega biðja ykkur um að fjar­lægja rembu- og fáfræði tapp­ana úr eyr­unum og hlusta vel: Ástæða þess að konur úr öllum áttum eru að taka höndum saman og opna sig um oft alveg ótrú­lega sára og erf­iða reynslu af áreitni og ofbeldi er sú að: Við. Erum. Bún­ar. Að. Fá. Nóg. 

Þegar ALLAR konur sem ég þekki geta rifjað upp að minnsta kosti tíu ógeðs­leg atvik þar sem þær hafa lent í mis­munun vegna kyn­ferðis á vinnu­stað, þurft að þola nið­ur­lægj­andi athuga­semdir vegna kyn­ferð­is, orðið fyrir kyn­ferð­is­legri áreitni bæði and­lega og lík­am­lega, eða jafn­vel skelfi­legu kyn­ferð­is­legu ofbeldi þá er ekki nema von að við séum komnar með effing nóg. Og ef maður pælir í því þá fengu konur lík­lega nóg fyr­ir árhund­ruðum. Með til­komu sam­fé­lags­legra breyt­inga plús sam­fé­lags­miðl­ana góðu er sam­staðan bara miklu auð­veld­ari akkúrat núna. 

Talandi um sam­stöðu, maður sæll hvað ég get skilið að ein­hverjir karlar séu að míga á sig úr hræðslu þessa dag­ana yfir sam­stöðu kvenna. Senni­lega sömu karlar og eru með fra­s­ann „konur eru konum ver­star” skrifað í sand­blásið gler í for­stof­unni heima hjá sér. Þessi frasi var alveg pott­þétt sam­inn af karli sem ótt­að­ist sam­stöðu kvenna frá því hann beitti konu í fyrsta skipti ofbeldi. Best að gera sitt til að sundra konum í ofaná­lag, hefur hann hugs­að. En konur úr öllum áttum standa saman hvort sem ykkur líkar betur eða verr og smá news­flash hérna: Þær hafa alltaf gert það, skoðið bara sög­una aul­ar. 

Heyrðu já, á meðan ég man: Margir flott­astir mínir eru líka að spyrja hvort það sé nú eitt­hvað hæft í þessum „sög­um” sem nú birt­ast í fjöl­miðlum fyrst svona fáar konur kærðu þessi atvik á sínum tíma. Nú ætla ég bara að stafa þetta út fyrir ykkur svo lesið hægt: Konur hafa veigrað sér við því að tala um það ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir því sagan sýnir að þeim er gjarn­an ekki trúað og dóms­kerfið hef­ur ekki beint verið upp­örvandi í gegnum tíð­ina. Hentu svo inn ákveðn­um valdastrúktúr og ótta við að missa lífs­við­ur­værið og þú ert komin með ansi hreint djúsí upp­skrift að þögg­un.  

Aðrir spyrja: „Má bara ekk­ert leng­ur?” Við þesssa dólga hef ég þetta að segja: Nei. Það bara má ekk­ert leng­ur, alla vega „ekk­ert” sem þú hefur í huga. Þetta er ósköp ein­falt per­vert: Ef þú þarft að spyrja og velta því fyrir þér hvað má og hvað má ekki þá eru góðar líkur á því að þú sért að fara að fara að bjóða annarri mann­eskju upp á eitt­hvað sem hún hefur nákvæm­lega engan áhuga á að taka þátt í. Og það er ekki í boði. Fáðu effing já. Ef þú ert í minnsta vafa um að þú hafir sam­þykki fyrir hegðun þinni, þá er svarið nei. Það má ekk­ert leng­ur. Sættu þig við það. 

Svo í lokin koma hér ókeypis ráð til allra perverta, rembusvína og ofbeld­is­manna: Hættið að vera fokk­ing ógeð og far­iði að koma fram við okkur af virð­ingu. Og þið hin­ir: Vin­sam­leg­ast hlustið á okkur og sýnið okkur þann skiln­ing sem við eigum inni hjá alheim­in­um.

Þetta er búið að taka nokkur þús­und ár. Og nú er komið nóg. Við þegjum ekki leng­ur. Og heim­ur­inn þarf að hlusta. #metoo #dólgarn­irykkar

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði