Auglýsing

Hef­urðu boðið sjálfum þér á stefnu­mót nýlega? Svona alvöru stefnu­mót: Fara út að borða eða kannski á gott kaffi­hús, rölta um bæinn, kíkja í búðir eða keyra stefnu­laust um með engan annan félags­skap en bragð­aref og fm957. Ég held að almennt séð sé fólk ekki nógu dug­legt að dekra við sig sjálft, finn­ist það hrein­lega hálf óþægi­legt og sjálfselskt. Ekk­ert mál að fara á kaffi­hús að hitta vin­kon­urnar en að splæsa í einn tvö­faldan mocha matcha chai latte með syk­ur­lausu sírópskoti handa sjálfum sér? Það er bara óþarfi. Það er til Merr­ild heima. En þessar litlu stundir með okkur sjálfum eru ómet­an­leg­ar, jafn­vel þó að kaffi­boll­inn sé þrisvar sinnum verri á bragðið en hann kost­aði.

Ég er aðal­lega að pæla í þessu núna því ég er einnig á fullu að velta róm­an­tík og ást fyrir mér þessa dag­ana. Ekki það að ein­hver sér­stakur hafi valsað inn í líf mitt veif­andi rósum og konfekti, ég er bara ein­mana. Og nú hefur þú kæri les­andi örugg­lega hugsað með þér: „æi,“ og fengið smá kjána­hroll í leið­inni. Því það að vera ein­mana er algjört nei-­nei. Ekk­ert drepur lífs-­bóner ann­arra en að við­ur­kenna fyrir manni sjálfum og öðrum að maður sé a) einn, og mik­il­væg­ara, b) vilji ekki vera það leng­ur.

Því ein­vera í sjálfri sér er unaðs­leg, eins og þessi litlu sjálfs-­stefnu­mót benda til. Að taka sér algjört bessa­leyfi til að gera nákvæm­lega það sem manni sjálfum sýnist, þurfa ekki að miðla neinum málum og geta ráðið ferð­inni í smá­at­rið­um. Þess háttar frelsi fýkur út um glugg­ann þegar ein­hver annar er kom­inn inn í mynd­ina. Tala nú ekki um ef þú ert í þessum kauptu einn, fáðu þrjá fría pakka, þ.e. að þú eigir fjöl­skyldu. „Kósí­kvöld“ er grát­bros­legt orð, enda felur bara valið á bíó­mynd kvölds­ins í sér stress sem jafn­ast á við heila vinnu­viku. Væri miklu auð­veld­ara að velja bara sjálfur kvik­mynd kvölds­ins, en þá miss­irðu kannski af ánægj­unni sem fylgir því að vera umvaf­inn fólki sem þér þykir vænt um. Kostir og gall­ar.

Auglýsing

Það er því til­tölu­lega aug­ljóst að það að vera einn er allt í lagi. En hvað um að vera einn þegar maður vill ekki vera það? Þá er önnur breyta komin inn í mynd­ina sem snýr henni svo­lítið á hvolf. Í raun og veru væri hægt að breyta hverju sem er, góðu eða illu, í verri útgáfu af sjálfu sér með því að bæta við að maður vilji ekki vera þannig. Rús­sí­banar eru æði! –Nema ef þú vilt ekki vera í þeim. Þá eru þeir ekk­ert næs leng­ur. En ólíkt rús­sí­bönum er ein­hleypa nán­ast alltaf nei­kvæð. Ef þú fílar ekki rús­sí­bana, eins og ég, þá er það í raun ekk­ert stór­mál. Fólki er flestu sama. En ef þú ert ein­hleyp, eins og ég, þá fara allir að vor­kenna þér. Mat­ar­boð verða yfir­heyrsl­ur, árs­há­tíðin veldur meiri kvíða en loka­prófin og vel­ent­ínus­ar­dag­ur­inn verður að afsökun til að horfa á hrotta­legar hryll­ings­myndir og þamba rauð­vín (mæli ekki með, martraðir og þynn­ka).

Ég held að það væri hægt að laga þessa ímynd af ein­hleypu ef við værum bara dug­legri að líta á það að vera ein sem eitt­hvað fal­legt og ljúft. Frí frá öðru fólki, frí frá verk­efnum og vanda­mál­um, sjálfs­ást út í eitt bara, án þess samt að það fari út í öfg­ar. Ég ætla ekki að arka um bæinn þveran og endi­langan, öskr­andi á þá sem eru með gift­ing­ar­hring og grýta öll pör sem ég sé með fyr­ir­fram pökk­uðum hunda­kúk í bréf­pok­um. Því ég vil alveg vera memm. Ég er tutt­ugu og fjög­urra ára gömul og farin að langa í eitt­hvað „al­vöru“. Ég hef bara þroskast, fæ mér meira að segja ólífur á pizzuna mína vilj­andi. Ég er samt ekki farin yfir strik­ið, daðra bara við það. Stend fyrir utan Name It í Kringl­unni og dáist að barna­föt­unum en þori ekki inn. Stundum kaupi ég sokka fyrir hvít­voð­unga og reyni að troða kett­inum mínum í þá en það er bara ekki það sama...

Vanda­málið við þessa sjálfs­upp­götvun mína er að ég dauð­skamm­ast mín fyrir hana. Hvað er ég að pæla að opna mig svona og vera við­kvæm á almanna­færi? Ef ég segi upp­hátt að ég sé ein­mana og vilji byrja með ein­hverjum er ég bara að aug­lýsa örvænt­ingu mína og þrá­hyggju. Það er ekki kúl að vera ein­mana, oj bara. Hver vill svo­leiðis týpu? Maður væri ekk­ert að flagga því á Face­book. Sem er annað vanda­mál í sjálfu sér. Við sjáum bara glans­andi útgáfur af öllum í kringum okk­ur: Face­book, Instagram, Snapchat, Tinder, allir í sjö­unda himni gubbandi gleði yfir okkur hin sem hlekkjuð erum við jörð­ina. Sem þau sjálf eru örugg­lega líka. Hey, ekk­ert að því að fagna frá­bær­leg­heit­un­um, en við megum ekki gleyma því að við­ur­kenna vondar til­finn­ingar líka.

Það er allt í lagi að vera ekki í lagi. Að hafa ekki allt – og að vanta eitt­hvað, það gerir þig ekki despó. Treystu klikk­uðu katta­kon­unni sem skrif­aði þennan pistil. Ef allt annað bregst er líka bara hægt að smella íslenska mottó­inu á sig eins og plástri; Þetta redd­ast. Einn dag í einu, eitt skref í einu, eitt tinder svæp í einu. Ástin er þarna úti, en hún er líka hérna inni. Bjóddu sjálfum þér á deit, þú ert catch og átt það skil­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði