Auglýsing

Ég fylgd­ist með Eld­hús­dags­um­ræðum á Alþingi um kvöld. Já, þessi pist­ill er skrif­aður að kvöldi, en þú gætir auð­vitað verið að lesa hann hvenær sem er. Það var svo sem lítið nýtt í þessu. Bara þjóð­kjörnu full­trú­arnir okkar að rausa um veiði­gjöld og eitt­hvað. Ég eig­in­lega náði ekki að fylgj­ast með vegna þess að í upp­hafi fyrstu umferðar fékk ég mér fimm þurrk­aðar fíkj­ur. Ég var ekki einu sinni svang­ur, enda nýbú­inn að borða. Bara hrein­ræktuð græðgi.

Breyt­ingar mínar á matar­æði und­an­farið hafa skilað sér í nokkuð skjótri skvap­minnkun og fíkjusukk sam­ræm­ist svo sann­ar­lega ekki nýja lífs­stíln­um. Í einni þurrk­aðri fíkju eru tæp­lega 50 hita­ein­ing­ar, þannig að þarna bætti ég á mig 250 í ein­hverju stund­ar­brjál­æði. Svo sat ég og horfði á Gunnar Braga Sveins­son hreyfa munn­inn á meðan ég náði engu af því sem hann sagði, heldur hugs­aði sak­bit­inn um fíkj­urnar og hömlu­leysi mitt. ­Fyrir mér er sekt­ar­kennd nefni­lega eðli­legt ástand. Mér líður alltaf eins og ég sé að gera eitt­hvað af mér — og þegar ég hef raun­veru­lega gert eitt­hvað af mér, sama hversu ómerki­legt það er, þá líður mér eins og ég hafi eitrað vatns­ból bæj­ar­ins. Sál­fræð­ingar eiga eflaust orð yfir þetta, en fyrir mér er þetta bara ég að vera ég.

Eins og með flest sem við kemur heila­bú­inu þá má örugg­lega rekja þetta til barn­æsku minn­ar. Ég veit reyndar ekki hversu langt ég get rakið þetta, en man þó eftir nokkrum atvikum þar sem sam­viska mín var óhreinni en hland­skál á alþjóða­flug­velli. Eitt þeirra atvika átti sér stað á skóla­lóð Flata­skóla, þar sem grunn­ur­inn að óknytta­ferli mínum var lagð­ur. Við vorum nokkrir sam­an, á að giska 10 ára og höfðum fengið fregnir af því að jafn­aldri okkar ætti athygl­is­verðan spila­stokk sem brýnt væri að skoða. Ég segi það í hjart­ans ein­lægni, að ég hafði ekki minnstu hug­mynd um hvað biði okk­ar.

Auglýsing

Við hittum dreng­inn í skugg­sælu skoti á bak við skól­ann og stokk­ur­inn alræmdi var dreg­inn fram. Á hverju spili var ljós­mynd, en þar sem ég stóð aftast, eins og sóma­kærar skræfur eru gjarnar á að gera, þá sá ég við­brögð skóla­bræðra minna áður en mér gafst kostur á að líta á spil­in. Eitt augna­blik datt mér í hug að yfir­gefa skot­ið, enda hvítn­uðu drengirnir í fram­an, en reyndu að fela líðan sína með upp­gerð­ar­legu flissi. Mér varð hins vegar ekki und­an­komu auðið og nú var röðin komin að mér. Það sem fyrir augu bar var hópur hárugra Skand­in­ava í hinum ýmsu stell­ingum — og hvergi spjör að finna. Ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt og nú reyndi á tak­mark­aða leik­hæfi­leika mína. Tíguldrottn­ingin var spilið sem brenndi ör á sál mína. Á því mátti sjá konu með mynd­ar­legt permanent gæða sér á glans­andi göndli í yfir­stærð. Mér varð óglatt, en ég náði á undra­verðan hátt að kreista fram fliss, sem hefði lík­leg­ast ekki blekkt Meryl Streep en það dugði á við­stadda.

Síðar sama dag var ég staddur ásamt móður minni í mat­vöru­verslun í Hafn­ar­firði, sem minn­ingar mínar vilja meina að hafi ein­ungis selt kinda­kæfu, en ég er viss um að það er ekki rétt. Ég gat ómögu­lega hugsað um annað en þennan rudda­lega spila­stokk og veitti umhverfi mínu enga athygli. Móðir mín reyndi að halda uppi sam­ræðum en ég sá bara munn­inn hreyfast og með­tók ekki eitt ein­asta orð. Forð­að­ist augn­sam­band og þótt­ist vera að skoða mat­vör­ur, enda leið mér eins og ég hefði framið hræði­legan glæp. Starði tómum augum á öskju sem inni­hélt kinda­kæfu og hugs­aði um það að barn­æsku minni væri form­lega lok­ið. Ég komst ekki til með­vit­undar aftur fyrr en móðir mín spurði hvort eitt­hvað amaði að. „Nei nei,“ svar­aði ég, kyngdi munn­vatni og reyndi að slíta augun frá kæf­unni. Hvernig gat ég sagt henni frá þessu? Þennan ófögnuð varð ég að taka með mér í gröf­ina.

En sam­viska mín var eins og bull­sjóð­andi hraðsuðu­ket­ill og um kvöldið var hún byrjuð að veina. Ég sett­ist því taugatrekktur hjá móður minni í eld­hús­inu og sagði henni allt. Við­brögðin komu mér á óvart. Hún var hvorki reið né von­svik­in. Sagði mér bara að svona hlutir ættu sér stað og væru ekk­ert stór­mál. Að full­orðið fólk hoss­að­ist hvert á öðru við ýmis tæki­færi, en lík­lega hefði spila­stokk­ur­inn ekki sýnt vinnu­brögðin í réttu ljósi. Mér leið eins og konsert­flyg­ill úr blýi hefði verið hífður upp af bring­unni á mér. Ekki vegna þess að móðir mín brást svona vel við — þó hún hefði orðið arfa­vit­laus hefði mér samt liðið mun bet­ur. Nei, það var bara léttir­inn sem fylgdi því að segja frá. Skað­inn var vissu­lega skeður og svip­myndir af þessum óþrifa­legu hvílu­brögðum sátu pikk­fastar í hug­skoti mínu lengi á eft­ir. En þær ollu mér hér um bil engu hug­ar­angri því sam­viskan hafði verið djúphreins­uð.

Já, holl­asti lífs­stíll sem þú getur til­einkað þér er að segja ávallt frá því sem hvílir þungt á þér. Hver sem við­brögðin verða, þá líður þér betur á eftir — og ef þú borðar of margar fíkjur og mamma þín svarar ekki í sím­ann, skrif­aðu þá pistil um það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði