Auglýsing

Eng­inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef­ur. Fleyg setn­ing atarna en á oft á tíðum vel við. Ég var ekki nógu þakk­lát fyrir eigin and­ar­drátt og móðir nátt­úra refs­aði mér með háls­bólgu og kvefi. Að sama skapi er hægt að snúa þessu mál­tæki við; stundum veit maður ekki hvað maður hafði það skítt fyrr en kvöl­inni er lok­ið. Þá er eins og fargi sé af manni létt, þokunni léttir og maður sér loks­ins út um augun aft­ur. Maður er kannski búinn að hjakka í sömu vit­leys­unni mán­uðum saman og sér ekki baun, vinir og fjöl­skylda veif­andi gler­aug­unum fyrir framan nefið á manni í gríð og erg og grát­biðja mann um að taka kork­tapp­ana úr eyr­unum og drull­ast til að hlusta. Nei, Rut, þú hefðir ekki átt að fara til Sviss sem au pair, þú kannt illa við börn. Nei, Rut, þú hefðir ekki átt að sækja um vinnu á ham­borg­ara­stað því þú ert vegan, aul­inn þinn.

Ég vil samt ekki taka algjöra ábyrgð á vinnu­tengdri van­líðan minni. Starfsvið­töl og starfs­um­sóknir eru mesti leik­ara­skapur fyrr og síð­ar. Nýlega sá ég aug­lýs­ingu þar sem leitað var að fólki til að taka að sér þrif. Verð­ugt starf eins og öll vinna almennt. En í aug­lýs­ing­unni stóð: „Hefur þú brenn­andi áhuga á þrif­um?“ Erum við ekki að djó­ka? Getum við ekki hætt þessum pollý-önnu leik? Atvinna er oft á tíðum bara salt í graut­inn. Ég hef alla­vega aldrei farið í vinn­una 100% af því ég hef áhuga á við­fangs­efn­inu, minn helsti hvati er sá að ég hef brenn­andi áhuga á því að verða ekki heim­il­is­laus og geta keypt mér eitt­hvað að borða. Því þetta er vinna. Öll vinna er vinna. Sama hvort þú ert að vinna við eitt­hvað sem þér finnst hund­leið­in­legt og gerir bara af illri nauð­syn eða vinnur við drauma­starfið þitt þá er stað­reyndin sú að vinna er vinna.

Nú vinn ég á ynd­is­legum vinnu­stað við starf sem er mér afar kært en ég vinn í Katt­holti. Ég elska kis­ur, hef alltaf gert það, og finnst frá­bært að fá að vinna með þeim. Það er fullt af fólki sem hefur engan áhuga á dýrum, finnst vond lykt af þeim, leið­in­legt að þrífa upp eftir þau og hrein­lega nenna ekki að standa í þess­ari umönn­un. Gott og bless­að, ekki koma þér í þær aðstæður að þurfa að þrífa og mata sex­tíu ketti á hverjum degi. En svo eru þeir sem halda að þessi vinna sé himna­ríki og ég hljóti að fljóta á bleiku skýi dag­inn út og inn. Fólk getur jafn­vel orðið móðgað ef ég kveinka mér undan álagi því ég vinn við eitt­hvað sem ég elska. Hvernig dirf­ist ég. Ég dirf­ist því þetta er vinnan mín. Og vinna er vinna. Ég vinn líka fyrir Kjarn­ann, fæ að skrifa pistla einu sinni í mán­uði og fíla það í drasl. Ég kvíði samt skil­um, hef áhyggjur af því hvað fólki finnst um það sem ég skrifa og stundum dettur mér bara ekk­ert snið­ugt í hug að fjalla um.

Auglýsing

Vanda­málið virð­ist fel­ast í því að kom­ast hjá því að detta inn í ein­hvern kvart-og-kvein gír en á sama tíma við­ur­kenna erf­ið­leik­ana sem fylgja atvinnu. Því að sjálf­sögðu fylgja störfum ein­hverjir hnökrar. Ef ekki sökum ann­ars en tím­ans sem maður ver í þau. Þú eyðir átta tímum á dag, fimm daga vik­unnar við að gera nokkurn veg­inn það sama. Það koma aðrir kúnn­ar, þú ferð­ast til mis­mun­andi lands­hluta, fjallar um nýjar bíó­mynd­ir, eða eldar öðru­vísi rétti, en það fellur allt undir sama hatt. Ekki að undra að maður hlakki til helg­ar­inn­ar.

Fólk vill oft gagn­rýna lista­menn fyrir að fá að vinna við það sem þeir elska, því það fá alls ekki allir að gera. En við þurfum ekki að stilla upp atvinnu á kerf­is­bund­inn hátt þar sem erf­ið­asta vinnan fær mestu stigin og þeir sem fá lægstu launin og líður verst eigi meiri samúð skilið en aðr­ir. Sárs­auki er ekki keppni.

Sem ung­lingur var mér oft tjáð að ég ætti að vera þakk­lát fyrir að vera með vinnu yfir höf­uð. Það væri til fullt af fólki sem væri bara ekki með neina vinnu og liði mun verr en mér. Hin sanna merk­ing þakk­læt­is­ins fólst því í því að hætta þessu væli. En þessi hug­mynd er kol­röng. Það að þér megi ekki líða illa því öðru fólki gæti liðið verr er það sama og segja að þú megir heldur ekki vera glaður því öðru fólki gæti liðið bet­ur. Lífið gæti alltaf verið annað hvort betra eða verra. Þú gætir átt millj­ón­kall í rassvas­an­um, verið í betra formi og fengið rað­full­næg­ingar í hvert skipti sem þú stund­aðir kyn­líf. Þú gætir líka verið saur­bjalla.

Við skulum því bara ein­beita okkur að núinu og við­ur­kenna fyrir okkur að vinna er erfið en góð líka. Það er gaman að knúsa ketti. Það er ekki gaman að þrífa nið­ur­gang­inn þeirra af veggj­um. Jafn­vægi heims­ins hefur verið náð. Verum þakk­lát. Verum hrein­skil­in. Lífið er erfitt og lífið er gott.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði