Auglýsing

Vor­boð­arn­ir: Júró­visjón, sum­ar­haglið og spurn­ingin „Hvað eruð þið að borga barnapíum?”

Ég skal svara þess­ari spurn­ingu: Lík­lega eruð þið að borga barnapí­unni allt of lítið miðað við ábyrgð, og það hvað börnin ykkar eru skemmti­leg í alvöru. Flestir virð­ast vilja borga 500 krónur á tím­ann. Aðrir vilja miða við ung­linga­vinnu­kaup, sem er fárán­lega lít­ið. VR segir að tíma­kaup 14 ára við afgreiðslu­störf séu um 1000 krón­ur, en það er auð­vitað upp­gef­ið.

Þegar ég svo segi hvaða kröfur ég gerði á sínum tíma, upp úr 1998, fyrir barnapíu­störf hváir fólk og segir að það sé allt of mik­ið. Ég var með 2500 krónur fyrir útkallið að degi til - sama hvort það voru einn eða fjórir tímar, og 5000 krónur að kvöldi. Frænka mín var sú fyrsta sem réði mig til barnapíu­starfa utan mín eigin heim­ilis og kenndi mér strax í upp­hafi að gera kröfur og hjálp­aði mér að setja ákveðin við­mið­un­ar­mörk. Þar kom að því að hæfi­leikar mínir á barnapíu­svið­inu spurð­ust út, og fólk óskaði eftir kröftum mín­um, en hváðu þegar ég nefndi verð­ið. Svo var reynt að höfða til sam­visku minnar um það að ég væri sú eina sem réði við barn­ið, sú eina sem barnið fíl­aði. Þess þá heldur ætti að borga mér fyrir þann hæfi­leika að eiga við umskipt­ing­inn.

Auglýsing

Auð­vitað er þetta við­mið­un­ar­kaup mitt hátt. Ég var líka geggjuð barnapía. Ég gerði þó skiptidíla við nokkra, eins og leik­ar­ana í fjöl­skyld­unni sem gáfu mér leik­húsmiða í skiptum fyrir pöss­un. Frá­bær díll. Vin­kona mín pass­aði fyrir fólk sem átti ísbúð og fékk greitt helm­ing í inn­eign í ísbúð­inni. Kom sér afar vel.

Við byrjum samt mjög snemma að snuða þá sem sjá um börnin okk­ar, og það byrjar í barnapíu­kúlt­úrn­um, þar sem þau laun koma beint úr okkar eigin vasa. Barnapíu­stéttin er yfir­gnæf­andi kvenna­stétt og það er ótrú­legt að ennþá haldi fólk að öllum stelpum sé í blóð borið að dýrka það að umgang­ast börn eða að allar stelpur kunni á börn. Og auð­vit­að, þessi tugga um að þetta sé svo aga­lega gef­andi starf. Veistu, að ef drauma­laug­ar­dags­kvöldið þitt snýst ekki um að vera með börn­unum þín­um, þá eru það ekki drauma­laug­ar­dags­kvöld 14 ára stelpu held­ur.

Ef við förum aftur í 500 krón­urnar er gott að skoða í hvað tán­ingar gætu verið að verja pen­ingum sín­um. Á 500 króna tíma­kaupi ertu:

  • Klukku­tíma að vinna þér fyrir einu strætófar­gjaldi

  • Tvo tíma að vinna þér fyrir  litlum bragð­aref

  • Þrjá tíma að vinna fyrir einum bíómiða eða 12” Subway

  • Fjóra tíma að vinna fyrir barnapíu­nám­skeið­inu hjá Rauða kross­inum

  • Tæpa viku í dag­vinnu að vinna sér inn fyrir nýj­ustu striga­skónum

Annað sem rímar einnig við kjara­við­ræður ann­ars staðar í sam­fé­lag­inu er það að þó þú menntir þig til starfans er ekk­ert víst að það skili sér í hærri laun­um. Vin­konur mínar sem höfðu farið á nám­skeið hjá Rauða kross­inum í skyndi­hjálp barna fengu ekki endi­lega meira ef þær höfðu ekki klárað nám­skeið­ið, og sumir for­eldrar gerðu meira að segja kröfur á að barnapí­urnar hefðu lokið því. Nám­skeiðið kostar bara 2000 kall, en samt. Mik­ill pen­ingur sér­stak­lega fyrir þær sem eru á 500 króna tíma­kaup­inu.

Vissu­lega eru sumar barnapíu­vakt­irnar auð­veld­ar, og hægt að hanga í sím­anum og horfa á Net­fl­ix, en það eru ekki erf­ið­leikar í starf­inu sem fengu mig til að halda mig í svona háum laun­um, heldur var það FOMO-ið, ótt­inn við að vera að missa af ein­hverju. Að vera föst yfir sof­andi börnum þýddi það að mögu­lega missa af mik­il­vægum félags­legum hlut­um, og það bar að rukka fyr­ir. Vel.

Barnapíust­andið er yfir­gnæf­andi kvenna­stétt, mögu­lega er það þess vegna sem við tímum ekki að borga meira en raun ber vitni. Svo er starfið auð­vitað svo gef­andi og ynd­is­legt. Ekki kenna barn­inu þínu að semja af sér í upp­hafi atvinnu­fer­ils­ins, sér­stak­lega í umönn­un­ar­starfi. Umönn­un­ar­störf eru mik­il­væg. Það tekur rest­ina af ævinni að leið­rétta það ef maður er einu sinni byrj­aður að rukka of lít­ið.

Ég lærði ýmis­legt í skóla, en það sem kenn­arar hafa kennt mér allra helst er að semja ekki af mér­.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði