Auglýsing

Ég fylgdist með Eldhúsdagsumræðum á Alþingi um kvöld. Já, þessi pistill er skrifaður að kvöldi, en þú gætir auðvitað verið að lesa hann hvenær sem er. Það var svo sem lítið nýtt í þessu. Bara þjóðkjörnu fulltrúarnir okkar að rausa um veiðigjöld og eitthvað. Ég eiginlega náði ekki að fylgjast með vegna þess að í upphafi fyrstu umferðar fékk ég mér fimm þurrkaðar fíkjur. Ég var ekki einu sinni svangur, enda nýbúinn að borða. Bara hreinræktuð græðgi.

Breytingar mínar á mataræði undanfarið hafa skilað sér í nokkuð skjótri skvapminnkun og fíkjusukk samræmist svo sannarlega ekki nýja lífsstílnum. Í einni þurrkaðri fíkju eru tæplega 50 hitaeiningar, þannig að þarna bætti ég á mig 250 í einhverju stundarbrjálæði. Svo sat ég og horfði á Gunnar Braga Sveinsson hreyfa munninn á meðan ég náði engu af því sem hann sagði, heldur hugsaði sakbitinn um fíkjurnar og hömluleysi mitt. Fyrir mér er sektarkennd nefnilega eðlilegt ástand. Mér líður alltaf eins og ég sé að gera eitthvað af mér — og þegar ég hef raunverulega gert eitthvað af mér, sama hversu ómerkilegt það er, þá líður mér eins og ég hafi eitrað vatnsból bæjarins. Sálfræðingar eiga eflaust orð yfir þetta, en fyrir mér er þetta bara ég að vera ég.

Eins og með flest sem við kemur heilabúinu þá má örugglega rekja þetta til barnæsku minnar. Ég veit reyndar ekki hversu langt ég get rakið þetta, en man þó eftir nokkrum atvikum þar sem samviska mín var óhreinni en hlandskál á alþjóðaflugvelli. Eitt þeirra atvika átti sér stað á skólalóð Flataskóla, þar sem grunnurinn að óknyttaferli mínum var lagður. Við vorum nokkrir saman, á að giska 10 ára og höfðum fengið fregnir af því að jafnaldri okkar ætti athyglisverðan spilastokk sem brýnt væri að skoða. Ég segi það í hjartans einlægni, að ég hafði ekki minnstu hugmynd um hvað biði okkar.

Auglýsing

Við hittum drenginn í skuggsælu skoti á bak við skólann og stokkurinn alræmdi var dreginn fram. Á hverju spili var ljósmynd, en þar sem ég stóð aftast, eins og sómakærar skræfur eru gjarnar á að gera, þá sá ég viðbrögð skólabræðra minna áður en mér gafst kostur á að líta á spilin. Eitt augnablik datt mér í hug að yfirgefa skotið, enda hvítnuðu drengirnir í framan, en reyndu að fela líðan sína með uppgerðarlegu flissi. Mér varð hins vegar ekki undankomu auðið og nú var röðin komin að mér. Það sem fyrir augu bar var hópur hárugra Skandinava í hinum ýmsu stellingum — og hvergi spjör að finna. Ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt og nú reyndi á takmarkaða leikhæfileika mína. Tíguldrottningin var spilið sem brenndi ör á sál mína. Á því mátti sjá konu með myndarlegt permanent gæða sér á glansandi göndli í yfirstærð. Mér varð óglatt, en ég náði á undraverðan hátt að kreista fram fliss, sem hefði líklegast ekki blekkt Meryl Streep en það dugði á viðstadda.

Síðar sama dag var ég staddur ásamt móður minni í matvöruverslun í Hafnarfirði, sem minningar mínar vilja meina að hafi einungis selt kindakæfu, en ég er viss um að það er ekki rétt. Ég gat ómögulega hugsað um annað en þennan ruddalega spilastokk og veitti umhverfi mínu enga athygli. Móðir mín reyndi að halda uppi samræðum en ég sá bara munninn hreyfast og meðtók ekki eitt einasta orð. Forðaðist augnsamband og þóttist vera að skoða matvörur, enda leið mér eins og ég hefði framið hræðilegan glæp. Starði tómum augum á öskju sem innihélt kindakæfu og hugsaði um það að barnæsku minni væri formlega lokið. Ég komst ekki til meðvitundar aftur fyrr en móðir mín spurði hvort eitthvað amaði að. „Nei nei,“ svaraði ég, kyngdi munnvatni og reyndi að slíta augun frá kæfunni. Hvernig gat ég sagt henni frá þessu? Þennan ófögnuð varð ég að taka með mér í gröfina.

En samviska mín var eins og bullsjóðandi hraðsuðuketill og um kvöldið var hún byrjuð að veina. Ég settist því taugatrekktur hjá móður minni í eldhúsinu og sagði henni allt. Viðbrögðin komu mér á óvart. Hún var hvorki reið né vonsvikin. Sagði mér bara að svona hlutir ættu sér stað og væru ekkert stórmál. Að fullorðið fólk hossaðist hvert á öðru við ýmis tækifæri, en líklega hefði spilastokkurinn ekki sýnt vinnubrögðin í réttu ljósi. Mér leið eins og konsertflygill úr blýi hefði verið hífður upp af bringunni á mér. Ekki vegna þess að móðir mín brást svona vel við — þó hún hefði orðið arfavitlaus hefði mér samt liðið mun betur. Nei, það var bara léttirinn sem fylgdi því að segja frá. Skaðinn var vissulega skeður og svipmyndir af þessum óþrifalegu hvílubrögðum sátu pikkfastar í hugskoti mínu lengi á eftir. En þær ollu mér hér um bil engu hugarangri því samviskan hafði verið djúphreinsuð.

Já, hollasti lífsstíll sem þú getur tileinkað þér er að segja ávallt frá því sem hvílir þungt á þér. Hver sem viðbrögðin verða, þá líður þér betur á eftir — og ef þú borðar of margar fíkjur og mamma þín svarar ekki í símann, skrifaðu þá pistil um það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði