Árið 2014: Ár upplausnar

arid2014-bjornvalur.jpg
Auglýsing

Árið 2013 skrif­aði ég m.a. eft­ir­far­andi í grein í Kjarn­ann: „Árið 2013 hefði að öllu eðli­legu átt að vera ár upp­gjörs í íslenskum stjórn­mál­um. Kosn­ing­arnar síð­ast­liðið vor hefðu átt að snú­ast um póli­tísk stefnu­mál stjórn­mála­flokka og mótun þjóð­fé­lags til fram­tíð­ar. Þjóð­fé­lags sem enn var í sárum eftir efna­hags­legt, póli­tískt og sið­ferði­legt hrun sem á sér ekki hlið­stæðu í vest­rænu lýð­ræð­is­ríki á síð­ari tím­um. Við hefðum átt að rök­ræða um ólíka lífs­sýn okkar allra og kjósa um stefnu út frá því. En það gerð­ist ekki. Þvert á móti tókst stjórn­mála­mönnum að koma í veg fyrir eðli­lega, heil­brigða og nauð­syn­lega rök­ræðu, rétt eins og þeim tókst það árin þar á und­an. Meg­in­málið varð að fótnótu og lýð­skrumið að aðal­at­rið­um. Kosn­ing­arnar sner­ust á end­anum um full­kom­lega óraun­hæf lof­orð sem áttu engan sinn líka í sögu þess­arar þjóð­ar. Eftir sitjum við öll víg­móð og undr­andi á því hvernig þetta gat farið með þeim hætti sem varð.“

Björn Valur Gíslason Björn Valur Gísla­son

Allt reynd­ist þetta satt og rétt, hvergi of né van.

Auglýsing

Upp­lausn og óreiðaUpp­lausn og óreiða er eðli­legt fram­hald af lýð­skrumi og lodd­ara­skap. Ísland er engin und­an­tekn­ing á því eins og árið 2014 vitnar svo sorg­lega um. Árið sem er að líða er fyrsta heila ár rík­is­stjórnar hægri­flokk­anna. Og undir lok þess árs ríkir meiri upp­lausn og óreiða í íslensku sam­fé­lagi en gert hefur frá Hruni. Hvert óheilla­málið hefur rekið annað í fjöl­miðlum og mörg þeirra risa­vax­in. Ráð­herra hrökkl­að­ist úr starfi vegna spill­ing­ar­mála. Læknar eiga í harðri kjara­deilu við stjórn­völd vegna svik­inna lof­orða og versn­andi kjara með til­heyr­andi verk­falls­að­gerð­um. Hag­vöxtur á þriðja árs­fjórð­ungi var nei­kvæður sem vekur upp ótta um fram­tíð­ar­horfur en spár gerðu ráð fyrir þriggja pró­senta hag­vexti á árinu.

Stétt­ar­fé­lögin boða til harðra aðgerða í byrjun næsta árs eftir að hafa verið svikin í kjöl­far kjara­samn­inga sem gerðir voru á almennum vinnu­mark­aði við lok síð­asta árs. Sátt um hóf­legar launa­hækk­anir var rofin með því að toppar sam­fé­lags­ins tóku til sín það svig­rúm sem skap­að­ist við að lág- og milli­tekju­hópur gættu hófs. Til við­bótar voru skattar á ríka, skattar á fyr­ir­tæki ýmist felldir niður eða lækk­aðir um millj­arða. Þing­menn stjórn­ar­liða hafa skerpt enn frekar á brauð­mola­hag­fræð­inni og telja hag almenn­ings best borgið með því að geta keypt notað dót af hinum efna­meiri. Kjara­bótin felst í að kaupa not­aða íss­kápa af topp­un­um.

Ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar geta ekki með góðu móti svarað fyrir áhrifin af 80 millj­arða króna gjöf úr rík­is­sjóði til minni­hluta þjóð­ar­inn­ar.

Rík­is­stjórnin hefur uppi ómark­viss og óljós áform upp flutn­ing stofn­ana um landið þvert og endi­langt, mest þó til Skaga­fjarð­ar. Boðuð er laga­breyt­ing til að auð­velda ráð­herrum að flytja fólk og stofn­anir og starfs­fólk á milli stofn­ana. For­ystu­fólk rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á Alþingi boðar laga­breyt­ingar sem auð­velda eigi að reka fólk úr störf­um. Og þá hafa þing­menn rík­is­stjórn­ar­innar verið staðnir að því að ganga erinda fyr­ir­tækja sem kost­uðu þá til þings.

Ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar geta ekki með góðu móti svarað fyrir áhrifin af 80 millj­arða króna gjöf úr rík­is­sjóði til minni­hluta þjóð­ar­inn­ar. Hæstu upp­hæðir þess gjafagjörn­ings fóru einnig til topp­anna, þeirra sem er ætlað að sáldra brauð­mol­unum til okkar hinna.

Og nú undir jól til­kynnti breska fjár­mála­ráðu­neytið að stærstur hluti Ices­ave reikn­ings­ins hafi verið greiddur og nú algjör­lega án aðkomu þings og þjóðar að þessu sinni. Lodd­ar­arnir sem höfðu sem hæst um það mál á síð­asta kjör­tíma­bili möndla nú einir með það sín á milli án aðkomu þings og þjóð­ar.

Jóla­kveðja rík­is­stjórn­ar­liðs­insÁ síð­ustu dögum þings­ins gekk svo þing­meiri­hluti hægri­manna enn lengra í aðgerðum sínum gegn almenn­ingi en ótt­ast var. Þá hækk­uðu þau skatt á mat, bækur og menn­ingu um 60 pró­sent. Einnig voru rétt­indi atvinnu­lausra veru­lega skert frá því sem var, þrátt fyrir minnk­andi atvinnu­leysi. Þá stóð meiri­hlut­inn við ítrek­aðar hót­anir sínar gagn­vart RÚV. Nið­ur­skurð­ur­inn á RÚV var vegna þess að stofn­unin sagði ekki stöðugar fréttir af afrekum leið­tog­anna. Skatt­lagn­ing á mat og bækur dugði ekki og boðað var frum­varp um skatt­lagn­ingu á fólk fyrir að skoða nátt­úru lands­ins. Samt dugði þessi skatt­lagn­ing ekki til að lækka lyfja­kostnað eða auka við almanna­trygg­ing­ar. Skatt­lagn­ingin dugði heldur ekki til að bjóða fólki eldra en 25 ára í nám í fram­halds­skól­um.

Óverð­skuldaðÞað er stundum sagt í kald­hæðni að þjóðin eigi skilið það sem hún fær í kjöl­far kosn­inga. Engin þjóð á þó skilið það sem íslenska þjóðin hefur mátt búa við frá vor­inu 2013. Aukin mis­skipt­ing og ójöfn­uður er versta afleið­ing af stjórn­ar­stefnu sjálf­stæð­is- og fram­sókn­ar­manna. Mis­skipt­ing gæða, tekna og aðgangs að mennta- og vel­ferð­ar­kerfi mun alltaf leiða til ills. Ísland verður engin und­an­tekn­ing á því. Í stað þess að nýta tæki­færin sem Ísland stendur frammi fyrir eru þau brennd á báli úreltrar og löngu fall­innar hug­mynda­fræði. Í stað þess að sýna auð­mýkt gagn­vart verk­efnum fram­tíð­ar­innar er for­ystu­fólk rík­is­stjórn­ar­innar upp­fullt af hroka og yfir­læti gagn­vart þeim sem leyfa sér að gagn­rýna og rök­ræða. Það á við um almenn­ing en ekki síður um frjálsa fjöl­miðlun og gagn­rýnan frétta­flutn­ing sem stjórn­ar­liðar virð­ast hafa megn­ustu óbeit á.

Það er því miður fátt sem bendir til þess að næsta ár verði betra á sviði stjórn­mál­anna en árið 2014 hefur ver­ið.

Ár upp­lausnar og óreiðu.

Ég óska les­endum ög lands­mönnum öllu gleði­legra jóla og far­sældar á kom­andi ári.

Höf­undur er vara­for­maður Vinstri grænna.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None