Árið 2014: Veldur hver á heldur

skuldanidurfelling.jpg
Auglýsing

Þegar spurt er í árs­lok 2014 hvort vel gangi á Íslandi, getur svarið verið bæði já og nei. Oft­ast ræðst svarið af því hver er spurð­ur. Það er saga hvers tíma að sitj­andi rík­is­stjórn dregur fram allt það góða sem hún telur sig hafa staðið fyrir og teflir því fram sem stað­fest­ingu á því að þjóð­ar­skútan sé á „réttri leið“. Stjórn­ar­and­stæð­ingar á hinn bóg­inn telja rík­is­stjórn­ina oftar en ekki á villi­göt­um. Í þessu er ekk­ert nýtt.

Sigurður Ingi Jóhannsson Sig­urður Ingi Jóhanns­son

En umræður um mann­anna verk eru þó ætíð af hinu góða og skerpa á hugsun manna til að reyna að gera bet­ur. Þannig á rök­ræðan að virka, þótt hún geri það reyndar ekki alltaf. Suma hluti er hægt að setja undir almenna tölu­lega mæli­kvarða, skella á ein­hvers konar tímaás og kveða upp úr um að breyt­ingin sem orðið hef­ur, sé svo og svo mik­il. Þótt ein­hver ákveðin staða sé betri nú en áður, er það ekki stað­fest­ing á því að ástandið sé eins gott og það getur orð­ið. Á sama hátt þýðir lak­ari nið­ur­staða núna ekki að ástandið sé koló­mögu­legt.

Auglýsing

Eftir áföllin haustið 2008 voru flestir með­vit­aðir um það að erf­iðir tíma voru framund­an. Fjár­magnið var tak­mark­að; vænt­ingar voru í sam­ræmi við það. Heldur hefur ræst úr og því hafa vænt­ingar fólks auk­ist um að betur sé hægt að gera á ýmsum svið­um. Við ára­mót er rétt að spyrja; er það svo?

Hagur lang­flestra heim­ila hefur batnaðStærsta kosn­inga­mál Fram­sókn­ar­flokks­ins er í höfn; leið­rétt­ing á verð­tryggðum skuldum heim­ila. Það var að sjálf­sögðu ekki hafið yfir umræðu hvort þessi leið væri sú eina til að rétta hag heim­ila. En um hana var kosið og nið­ur­staðan nokkuð afger­andi. And­stæð­ingar henn­ar, raun­veru­leg­ir, jafnt sem aðr­ir, vildu fyrir alla muni að Fram­sókn sviki þetta lof­orð og lögðu nokkuð hart að rík­is­stjórn­inni að gera það. En við þetta var staðið og pen­ing­arnir í beinar höf­uð­stólsleið­rétt­ingar sóttir í þrotabú fjár­mála­fyr­ir­tækja, þar sem tjón almenn­ings af banka­hrun­inu var umtals­vert. Án þess að farið sé hér út í krónur og aura leikur eng­inn vafi á því að hagur lang­flestra heim­ila í land­inu hefur batnað og mun batna enn frek­ar.

Þegar ofantaldir mæli­kvarðar eru skoð­aðir er mér efst í huga, þegar árið er að renna sitt skeið, að ýmis­legt hefur verið okkur Íslend­ingum hag­fellt. Það er þó ekki sönnun þess að allt sé í stakasta lagi.

Annar tölu­legur mæli­kvarði, sem íslenskum skuld­urum er hug­leik­inn, er verð­bólg­an. Hún var í uphafi árs 3,6% en er nú við lok árs komin niður í 1,0%, hefur ekki verið lægri í 16 ár. Ég hygg að það þurfi ekki að ræða það sér­stak­lega hversu mik­ill og góður áfangi þetta er; að verð­bólgan sé innan við verð­bólgu­mark­mið. Þótt ekki sé með þessu sagt að stöðugt verð­lag sé komið til að vera á Íslandi, er þetta þó klár vís­bend­ing um að við séum á réttri leið og leita verður allra ráða til að varð­veita þessa stöðu. Kaup­máttur launa, mældur með launa­vísi­tölu, hefur sömu­leiðis auk­ist mik­ið. Stefnir í að á árinu muni kaup­máttur aukast um 6%. Aukn­ing kaup­máttar næst ekki síst vegna lít­illar verð­bólgu.

Sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands var atvinnu­leysi á Íslandi 3,1 pró­sent í nóv­em­ber. Fara þarf sex ár aftur til að finna við­líka tölu. Við þessar tölu­legu stað­reyndir mætti bæta við tveim­ur, sem skipta þjóð­ar­búið mjög miklu máli; fjöldi ferða­manna hefur aldrei verið eins mik­ill og vísi­tölur sumra fisk­teg­unda í haustralli Hafró eru þær hæstu frá upp­hafi haustralls­ins árið 1996.

Víða er enn pottur brot­innÞegar ofantaldir mæli­kvarðar eru skoð­aðir er mér efst í huga, þegar árið er að renna sitt skeið, að ýmis­legt hefur verið okkur Íslend­ingum hag­fellt. Það er þó ekki sönnun þess að allt sé í stakasta lagi. Víða er pottur brot­inn og það sem aflaga fór í hrun­inu og árin þar á eft­ir, verður ekki lagað í einni svip­an. En þó held ég að það megi full­yrða að ýmis skil­yrði séu nú betri en þau hafa verið um langt skeið. Rík­is­stjórnin hefur und­an­farið ár, reynt að koma böndum á rík­is­út­gjöldin og skuld­ir, sem er ein af for­sendum hag­sæld­ar. Tug­millj­arða vaxta­greiðslur rík­is­sjóðs á hverju ári eru blóð­pen­ing­ar. Þegar vinna stjórn­valda á árinu er rædd, verður að nefna þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í afnám gjald­eyr­is­hafta, sem er stærsta ein­staka málið sem úrlausn þarf að fást í. Ég er bjart­sýnn á að far­sæl lausn finnist, sem setur ekki of mikla pressu á íslenskt þjóð­líf. Þetta hefur verið vanda­samt verk og í það kann að hafa farið langur tími, en hags­munir okkar litla hag­kerfis eru gríð­ar­legir og því betra að fara sér hægt.

Í Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu hefur verið unnið að nýjum lögum um stjórn fisk­veiða. Það hefur verið langstærsta málið á könnu ráðu­neyt­is­ins á árinu. Það er vart ofsögum sagt að það er flókið og sjón­ar­miðin mörg. Þótt vinna ráðu­neyt­is­ins hafi byggst á meg­in­nið­ur­stöðu sátta­nefndar frá hausti 2010, er alls­endis óvíst að um frum­varpið náist sátt. Grund­völlur nýja frum­varps­ins er samn­ingur við útgerð­ar­menn um aðgang að auð­lind­inni, sem þeir greiða gjald fyr­ir. Af sam­tölum mínum við fólk úr öllum flokk­um, virð­ast flestir sam­mála um að stjórn fisk­veiða eigi að byggj­ast á afla­marks­kerfi. Það hefur skilað okkur miklum ávinn­ingi og íslensk útgerð er ein sú hag­kvæm­asta sem þekk­ist. Um útfærslu kerf­is­ins eru hins vegar skiptar skoð­an­ir. En það væri mikið gæfu­spor ef sátt næð­ist og að henni mun ég vinna.

Að lokum vil ég óska les­endum Kjarn­ans gleði­legrar hátíðar og far­sældar á kom­andi ári.

Höf­undur er sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None