Árið 2014: Íslensk verslun um áramót

arid2014-margret.jpg
Auglýsing

Afnám vöru­gjalda nú um ára­mótin markar einn stærsta sigur íslenskrar versl­unar um ára­tuga­skeið og þar með neyt­enda hér á landi. Mér seg­ist svo hugur að það muni koma Íslend­ingum á óvart á nýju ári hversu margir vöru­flokkar munu lækka í verði með afnámi þessa ömur­lega skatts.

Margrét Kristmannsdóttir Mar­grét Krist­manns­dótt­ir

Ég held að ekk­ert eitt hafi skaðað íslenska verslun eins og vöru­gjöldin og við afnám þeirra mun verð­lag á mörgum vörum lækka um tugi pró­senta og allur sam­an­burður á verð­lagi á milli landa verður mun auð­veld­ari. Það mun síðan aftur móti veita versl­un­inni aukið aðhald - en ekki síður mun afnám vöru­gjald­anna setja íslenska verslun í sann­gjarn­ari sam­an­burð. Við sem vinnum í verslun höfum nefni­lega oft lent í því að neyt­andi ber saman vöru sem seld er erlendis án vöru­gjalda og jafn­vel aug­lýst án virð­is­auka­skatts við vöru hér heima með báðum þessum skött­um. Það segir sig sjálft að sá sam­an­burður verður ekki hag­stæður fyrir íslenska versl­un.

Auglýsing

Und­an­farið hefur því stundum verið haldið fram að versl­unin muni ekki skila þessum lækk­unum til neyt­enda, en það við­horf lýsir mik­illi van­þekk­ingu á verslun og krafti sam­keppn­inn­ar. Sem dæmi hafa ljós borið 15 ­pró­senta vöru­gjald og ef ég myndi ekki lækka ljós í minni verslun um ára­mót væri ég á sama tíma að gefa sam­keppn­is­að­ilum mínum mikið for­skot – og fátt er nú versl­un­ar­eig­endum fjær að skapi en að færa sam­keppn­is­að­ilum sínum aukna mark­aðs­hlut­deild á silf­ur­fati. Versl­unin hefur sjálf barist af krafti fyrir afnámi vöru­gjalda til að auka gegn­sæi og lækkun vöru­verðs og þess­ari lækkun á versl­unin að skila – punktur basta. Ef ein­hverjir telja sig kom­ast hjá því er valið frjálst en afleið­ingin ekki.

Heilt yfir er íslensk verslun að standa sig gríð­ar­lega vel – úrval af vöru er mikið og er í raun ótrú­legur fjöldi versl­ana á þessum 320.000 örmark­aði. Í nágranna­löndum okkar finnst hvergi við­líka úrval þegar bæir á stærð við íslenska mark­að­inn eru heim­sótt­ir.

2015 – spenn­andi árAukin net­verslun er áskorun fyrir alla smá­sölu­verslun og er fátt meira rætt á fundum evr­ópska hags­muna­að­ila í verslun en hvernig rétt sé að bregð­ast við. Þess­ari þróun verður hins vegar ekki snúið við enda net­verslun ákaf­lega þægi­leg fyrir neyt­and­ann. En á sama tíma og í þessu breytta umhverfi felist mikil áskorun er þetta einnig mikið tæki­færi fyrir verslun – einnig verslun hér á landi.

En versl­unin mun breyt­ast - en þessi atvinnu­grein hefur áður upp­lifað miklar breyt­ingar og engin ástæða til ann­ars en að vera bjart­sýn á fram­tíð hennar.

Með góðri net­verslun eru fyr­ir­tæki í raun komin með risa­stóran búð­ar­glugga út um allt land – og út um allan heim sem stækkar kaup­enda­hóp­inn. Við finnum það í dag að flestir sem koma í versl­anir okkar eða hringja inn hafa áður farið á netið til að skoða vöru­úr­valið – heim­sókn í versl­un­ina sjálfa er oft aðeins loka­hnykkur í söl­unni. Mann­eskjan er enn því marki brennd að vilja gjarna máta – prófa - koma við og sjá flestar vörur með eigin augum áður en salan sjálf fer fram þannig að allt tal um dapra fram­tíð smá­sölu­versl­unar er stór­lega ýkt! En versl­unin mun breyt­ast - en þessi atvinnu­grein hefur áður upp­lifað miklar breyt­ingar og engin ástæða til ann­ars en að vera bjart­sýn á fram­tíð henn­ar.

En hugs­an­lega geta breyt­ingar líka gengið of langt – og umhugs­un­ar­efni hvort við höfum stigið einu skrefi of langt þegar kemur að leng­ingu opn­un­ar­tíma versl­ana – sér­stak­lega fyrir jól­in? Langur opn­un­ar­tími er auð­vitað til þæg­inda fyrir neyt­and­ann – en þessi opn­un­ar­tími er ekki án kostn­að­ar. Spurn­ingin er hins vegar hvort kaup­menn meti það sem svo að aukin arð­semi fylgi auknum opn­un­ar­tíma, arð­semi sem að öðrum kosti myndi ekki skila sér til þeirra. Og hér erum við kaup­menn ein­fald­lega ekki sam­mála og nið­ur­staðan því sú að sumir hafa opið lengi á meðan aðrir loka fyrr.

Skömmu eftir hrun þegar verslun dróst veru­lega saman ósk­uðu Sam­tök versl­unar og þjón­ustu eftir leyfi hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu til að kalla helstu aðila í verslun saman til að skoða mögu­leika á að draga úr opnun versl­ana enda var það mat sam­tak­anna að það eft­ir­spurn­ar­fall sem fylgdi hrun­inu kall­aði á til­raun til að draga sem víð­ast úr kostn­aði. Til að gera langa sögu stutta lagði Sam­keppn­is­eft­ir­litið mikið upp úr því að hvert fyr­ir­tæki fyrir sig ákveddi sjálf­stætt hvernig það hegð­aði sér. Að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins lyti sam­starf eða sam­ráð aðila í versl­un­ar­rekstri að því að sam­ræma opn­un­ar­tíma undir bann­á­kvæði sam­keppn­islaga. Opn­un­ar­tími versl­ana væri ein­fald­lega hluti af þjón­ustu þeirra og einn af sam­keppn­is­hvöt­um.

Flestir reikna með að versl­un­ar­eig­endur reki fyr­ir­tæki sín á eins hag­kvæman hátt og frekast er kost­ur. Ef ekki þá mynd­ast ein­fald­lega tæki­færi fyrir aðra til að koma inn á mark­að­inn og gera betur – um það höfum við Íslend­ingar mörg dæmi.

Hins vegar er alltaf gott að staldra við og end­ur­meta stöð­una og velta því upp hvort að við í verslun höfum í alla staði gengið göt­una til góðs. Þegar gengið var að kvöldi til um götur stóru versl­ana­mið­stöðv­anna eða niður Lauga­veg á miðri aðvent­unni í prýð­is­veðri og versl­anir opnar til kl. 22.00 en örfáir á ferli - mátti draga þá ályktun að kannski er það ekki neyt­and­inn sem er að kalla eftir þessum gríð­ar­lega langa opn­un­ar­tíma í des­em­ber.

Kannski höfum við ekki enn fundið jafn­vægið á milli fram­boðs og eft­ir­spurnar jóla­opn­unar og hugs­an­lega getum við gert betur fyrir jólin árið 2015?

Höf­undur er kaup­maður í Pfaff.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins.
Nú sé kominn tími til að hætta að skoða málin og gera eitthvað
Ekki liggur fyrir ákvörðun stjórnvalda um framlengingu atvinnuleysisbóta að svo stöddu, samkvæmt félagsmálaráðherra, en málið er í skoðun. Þingmaður Flokks fólksins segir það vera álíka og að segja við fólk: „Étið það sem úti frýs.“
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None