Árið 2014: Stjórnvöld í stríði við almenning

audur-jons.jpg
Auglýsing

Árið 2014 er og verður árið þegar allt varð svo skrýt­ið. Árið 2014 lét rík­is­stjórn Íslands hrikta í stoðum lýð­ræð­is­ins, sem ættu að vera heil­agri en nokkur kirkja í upp­lýstu nútíma­sam­fé­lagi.

Rík­is­stjórn Íslands, rétt­kjörnir full­trúar okkar Íslend­inga, réðst til atlögu við sjálft tján­ing­ar­frelsið, að mínu mati; eitt það dýr­mætasta sem hvert og eitt okkar á, hvort sem við erum með­vituð um það eða ekki.

Tvær fréttir vöktu athygli mína bara núna í síð­ustu viku. Önnur var á frétta­vef danska stór­blaðs­ins Politi­ken og fyr­ir­sögnin var þessi: Islands reger­ing går til angreb på øens public service-sta­tion. Íslenska þýð­ingin gæti verið eitt­hvað á þessa leið: Íslensk stjórn­völd ráð­ast á útvarp- og sjón­varps­stöð­ina sem sér um almanna­þjón­ustu á eyj­unni. Fyr­ir­sögnin er lýsandi fyrir inni­hald grein­ar­inn­ar, í henni er meðal ann­ars sér­stak­lega fjallað um for­mann fjár­laga­nefnd­ar, Vig­dísi Hauks­dótt­ur, og klaufa­legan en ógn­andi dans hennar við rík­is­út­varps­stöð­ina en ég mæli með því að allir þeir sem eru áhuga­samir um að sjálf­sögð mann­rétt­indi fái að þríf­ast á Íslandi lesi grein­ina sjálfa.

Valda­blinda á AlþingiOrðið almanna­þjón­usta er sér­stak­lega áhuga­vert. Það vekur athygli á að Rík­is­út­varpið á að þjón­usta almenn­ing, einmitt það er hlut­verk þess, um leið og það má alls ekki þjón­usta valda­menn því þá er hlut­leysi þess ógn­að. Ráða­mönnum hættir til að sjá málin öðru­vísi og halda því fram að frétta­fólk og dag­skrár­gerð­ar­fólk gangi erinda hags­muna­að­ila úti í sam­fé­lag­inu. En slíkur mál­flutn­ingur ber vott um skrýtið heil­kenni sem er í besta falli hægt að kalla valda­blindu. Valda­blindu þess sem sér ekki lengur að hlut­verk hans eða hennar á forn­frægu alþingi Íslend­inga er ekki sú að þjóna hags­muna­aðlum heldur Jóni og Gunnu.

Hlut­verk ráða­manna á nefni­lega að vera það sama og rík­is­út­varps­ins, þjón­usta í almanna­þágu. En þegar ráða­menn glutra niður hlut­verki sínu í fjöl­mörgum málum sem varða hag almenn­ings þá hentar þeim auð­vitað að þagga eftir bestu getu niður í rík­is­stofn­un­inni sem þjónar þessum sama almenn­ingi með því að halda honum upp­lýst­um. Með því móti ráð­ast íslensk stjórn­völd á almenn­ing.

Móðg­aður útgerð­ar­maður leitar hefndaRík­is­stjórn­ar­flokk­arnir og áber­andi aðilar úr stuðn­ings­röðum þeirra hafa síð­ustu miss­eri kynt undir menn­ingu, eða öllu heldur ómenn­ingu, þar sem gagn­rýnin umræða er afgreidd sem reiði­fíkn eða árás­ar­girni og þar sem það þykir sjálf­sagt að þeir sem hafa völd og pen­inga geti þaggað niður í öðrum og valda­minni með­limum sam­fé­lags­ins.

Í þess­ari ómenn­ingu ger­ast hlutir eins og ég las um í hinni frétt­inni sem vakti athygli mína í vik­unni sem leið. Þar var sagt frá vold­ugum útgerð­ar­manni í Bol­ung­ar­vík, Jak­obi Val­geiri Flosa­syni, sem hefði komið í veg fyrir að sjó­maður fengi pláss á báti vegna þess að (já, þetta hljómar bæði flæk­ings­lega og langsótt) ein­hver tengdur við­kom­andi sjó­manni hefði vakið athygli á face­book-­færslu um það athæfi útgerð­ar­manns­ins að leggja bíl sínum í stæði fyrir hreyfi­haml­aða, nokkuð sem téður útgerð­ar­maður er ekki.

Þegar ég leit aftur á frétt­ina við gerð þessa pistils var búið að upp­færa hana með eft­ir­far­andi klausu:

DV hefur fengið þær upp­lýs­ingar að aft­ur­köll­unin á atvinnu­til­boð­inu hafi síðar verið aft­ur­kölluð af Jak­obi Val­geiri sjálf­um. Sjó­mað­ur­inn er nú við störf úti á sjó. Enn mun þó tals­verður ótti á staðnum vegna máls­ins enda útgerð­ar­mað­ur­inn með tölu­verð ítök í atvinnu­lífi svæð­is­ins. Þá skal tekið fram að Jakob Val­geir taldi að aðili tengdur sjó­mann­inum hefði tekið mynd­ina sem varð til­efni að frétta­flutn­ingi DV. Það mun ekki hafa stað­ist skoð­un.

Að stjórna mann­líf­inu með óttaKannski er það þetta sem innstu koppar í búri rík­is­stjórn­ar­innar vilja. Að þeir geti stjórnað allri umræðu í þjóð­fé­lag­inu með ótta, hót­unum og í skjóli valds og/eða pen­inga. Að allt Ísland lúti sömu lög­málum og íbúar í Bol­ung­ar­vík virð­ast þurfa að gera þessa dag­ana, sé eitt­hvað að marka frétt­ina hér fyrir ofan.

Mótmælendur_við_Alþingishúsið (1)

Senni­lega finnst þessum sömu ráða­mönnum að með þessum orðum sé ómak­lega að þeim veg­ið, með loft­árásum og órétt­mætum ásök­un­um. En hvað á maður að halda þegar for­maður fjár­laga­nefndar ratar í gam­al­gró­inn erlendan fjöl­mið­il, sem er þekktur fyrir allt annað en að fara með fleip­ur, fyrir að vilja lækka útvarps­gjald til Rík­is­út­varps í almanna­þjón­ustu og það að und­an­gengnum hót­unum og aðdrótt­un­um, m.a. vegna umfjöll­unar um hana sjálfa og flokk­inn henn­ar? Hvað á maður að halda þegar aðstoð­ar­maður for­sæt­is­ráð­herra ratar í fjöl­miðla á íslensku og ensku fyrir til­raun til rit­skoð­un­ar? Hvað á maður að halda þegar maður heyrir eftir stálör­uggum heim­ildum að aðstoð­ar­maður for­sæt­is­ráð­herra, sá hinn sami eða ein­hver önnur mann­vits­brekkan (þeir eru svo margir), hafi reynt að hafa áhrif á inni­hald pistils hjá Rík­is­út­varp­inu? Athafnir þessa fólks segja allt sem segja þarf.

Mjúk­hentir fjöl­miðlarÞessir sömu, marg­nefndu ráða­menn hafa oftar en ekki ásakað fólk þeim ósam­mála í ýmsum efnum fyrir að tala Ísland nið­ur. Ég get lofað þeim að þessi aðferð þeirra nægir ein og sér til að rústa orð­spori Íslands.

Þeim finnst kannski að fjöl­miðlar vinni á móti þeim en fjöl­margt sem þeir eru ábyrgir fyrir hefði fengið ólíkt meiri og gagn­rýnni umfjöllun í fjöl­miðlum vel flestra nágranna­landa hefði það gerst á vakt útlendra kollega þeirra.

Raunin er sú að stjórn­mála­menn á Íslandi lifa og hrær­ast í mjúk­hentu fjöl­miðlaum­hverfi, hvað svo sem þeim kann að þykja um það sjálf­um. Jú, það eru oft upp­hróp­anir í fjöl­miðlum en þeir standa það yfir­leitt af sér, jafn­vel þótt Hanna Birna hafi þurft að segja af sér eftir sjó­volk í meira en ár. Skandal­arnir eru nógu margir til að sá næsti nái að breiða yfir þann síð­asta og þeir vita sem er: að málum er sjaldn­ast fylgt eftir í íslenskum fjöl­miðlum þannig að það hafi afleið­ing­ar, enda er fjöl­miðla­fólk á Íslandi í enda­lausu kappi við tíma og pen­inga, svo ekki sé minnst á eign­ar­hald og hót­arnir valda­manna. Í gegnum tíð­ina hefur það minnt á hamstra á hjólum með óvænt starfs­lok vom­andi yfir sér á hverjum degi.

Kannski er bágt fjöl­miðlaum­hverfi einmitt ástæðan fyrir því að þeir eru við völd. Og þeir vita það. Þeir vita líka að Rík­is­út­varpið þrífst hvorki í núver­andi mynd né getur sinnt lög­bundnu, marg­þættu hlut­verki sínu við skert útvarps­gjald. Útreikn­ing­arnir tala sínu máli.

Fólk í æðstu stöðum á Alþingi hefur nú sýnt af sér slíka grunn­hyggni, tæki­fær­is­mennsku, mann­fyr­ir­litn­ingu, ábyrgð­ar­leysi og ég vona hrein­lega fáfræði frekar en ein­beittan vilja til að svipta kjós­endur upp­lýstri umræðu að mig langar helst til að segja: Skammist ykk­ar!

Auglýsing

Við aðra segi ég:

Gleði­leg jól!

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None