Árið 2014: Stjórnvöld í stríði við almenning

audur-jons.jpg
Auglýsing

Árið 2014 er og verður árið þegar allt varð svo skrýt­ið. Árið 2014 lét rík­is­stjórn Íslands hrikta í stoðum lýð­ræð­is­ins, sem ættu að vera heil­agri en nokkur kirkja í upp­lýstu nútíma­sam­fé­lagi.

Rík­is­stjórn Íslands, rétt­kjörnir full­trúar okkar Íslend­inga, réðst til atlögu við sjálft tján­ing­ar­frelsið, að mínu mati; eitt það dýr­mætasta sem hvert og eitt okkar á, hvort sem við erum með­vituð um það eða ekki.

Tvær fréttir vöktu athygli mína bara núna í síð­ustu viku. Önnur var á frétta­vef danska stór­blaðs­ins Politi­ken og fyr­ir­sögnin var þessi: Islands reger­ing går til angreb på øens public service-sta­tion. Íslenska þýð­ingin gæti verið eitt­hvað á þessa leið: Íslensk stjórn­völd ráð­ast á útvarp- og sjón­varps­stöð­ina sem sér um almanna­þjón­ustu á eyj­unni. Fyr­ir­sögnin er lýsandi fyrir inni­hald grein­ar­inn­ar, í henni er meðal ann­ars sér­stak­lega fjallað um for­mann fjár­laga­nefnd­ar, Vig­dísi Hauks­dótt­ur, og klaufa­legan en ógn­andi dans hennar við rík­is­út­varps­stöð­ina en ég mæli með því að allir þeir sem eru áhuga­samir um að sjálf­sögð mann­rétt­indi fái að þríf­ast á Íslandi lesi grein­ina sjálfa.

Valda­blinda á AlþingiOrðið almanna­þjón­usta er sér­stak­lega áhuga­vert. Það vekur athygli á að Rík­is­út­varpið á að þjón­usta almenn­ing, einmitt það er hlut­verk þess, um leið og það má alls ekki þjón­usta valda­menn því þá er hlut­leysi þess ógn­að. Ráða­mönnum hættir til að sjá málin öðru­vísi og halda því fram að frétta­fólk og dag­skrár­gerð­ar­fólk gangi erinda hags­muna­að­ila úti í sam­fé­lag­inu. En slíkur mál­flutn­ingur ber vott um skrýtið heil­kenni sem er í besta falli hægt að kalla valda­blindu. Valda­blindu þess sem sér ekki lengur að hlut­verk hans eða hennar á forn­frægu alþingi Íslend­inga er ekki sú að þjóna hags­muna­aðlum heldur Jóni og Gunnu.

Hlut­verk ráða­manna á nefni­lega að vera það sama og rík­is­út­varps­ins, þjón­usta í almanna­þágu. En þegar ráða­menn glutra niður hlut­verki sínu í fjöl­mörgum málum sem varða hag almenn­ings þá hentar þeim auð­vitað að þagga eftir bestu getu niður í rík­is­stofn­un­inni sem þjónar þessum sama almenn­ingi með því að halda honum upp­lýst­um. Með því móti ráð­ast íslensk stjórn­völd á almenn­ing.

Móðg­aður útgerð­ar­maður leitar hefndaRík­is­stjórn­ar­flokk­arnir og áber­andi aðilar úr stuðn­ings­röðum þeirra hafa síð­ustu miss­eri kynt undir menn­ingu, eða öllu heldur ómenn­ingu, þar sem gagn­rýnin umræða er afgreidd sem reiði­fíkn eða árás­ar­girni og þar sem það þykir sjálf­sagt að þeir sem hafa völd og pen­inga geti þaggað niður í öðrum og valda­minni með­limum sam­fé­lags­ins.

Í þess­ari ómenn­ingu ger­ast hlutir eins og ég las um í hinni frétt­inni sem vakti athygli mína í vik­unni sem leið. Þar var sagt frá vold­ugum útgerð­ar­manni í Bol­ung­ar­vík, Jak­obi Val­geiri Flosa­syni, sem hefði komið í veg fyrir að sjó­maður fengi pláss á báti vegna þess að (já, þetta hljómar bæði flæk­ings­lega og langsótt) ein­hver tengdur við­kom­andi sjó­manni hefði vakið athygli á face­book-­færslu um það athæfi útgerð­ar­manns­ins að leggja bíl sínum í stæði fyrir hreyfi­haml­aða, nokkuð sem téður útgerð­ar­maður er ekki.

Þegar ég leit aftur á frétt­ina við gerð þessa pistils var búið að upp­færa hana með eft­ir­far­andi klausu:

DV hefur fengið þær upp­lýs­ingar að aft­ur­köll­unin á atvinnu­til­boð­inu hafi síðar verið aft­ur­kölluð af Jak­obi Val­geiri sjálf­um. Sjó­mað­ur­inn er nú við störf úti á sjó. Enn mun þó tals­verður ótti á staðnum vegna máls­ins enda útgerð­ar­mað­ur­inn með tölu­verð ítök í atvinnu­lífi svæð­is­ins. Þá skal tekið fram að Jakob Val­geir taldi að aðili tengdur sjó­mann­inum hefði tekið mynd­ina sem varð til­efni að frétta­flutn­ingi DV. Það mun ekki hafa stað­ist skoð­un.

Að stjórna mann­líf­inu með óttaKannski er það þetta sem innstu koppar í búri rík­is­stjórn­ar­innar vilja. Að þeir geti stjórnað allri umræðu í þjóð­fé­lag­inu með ótta, hót­unum og í skjóli valds og/eða pen­inga. Að allt Ísland lúti sömu lög­málum og íbúar í Bol­ung­ar­vík virð­ast þurfa að gera þessa dag­ana, sé eitt­hvað að marka frétt­ina hér fyrir ofan.

Mótmælendur_við_Alþingishúsið (1)

Senni­lega finnst þessum sömu ráða­mönnum að með þessum orðum sé ómak­lega að þeim veg­ið, með loft­árásum og órétt­mætum ásök­un­um. En hvað á maður að halda þegar for­maður fjár­laga­nefndar ratar í gam­al­gró­inn erlendan fjöl­mið­il, sem er þekktur fyrir allt annað en að fara með fleip­ur, fyrir að vilja lækka útvarps­gjald til Rík­is­út­varps í almanna­þjón­ustu og það að und­an­gengnum hót­unum og aðdrótt­un­um, m.a. vegna umfjöll­unar um hana sjálfa og flokk­inn henn­ar? Hvað á maður að halda þegar aðstoð­ar­maður for­sæt­is­ráð­herra ratar í fjöl­miðla á íslensku og ensku fyrir til­raun til rit­skoð­un­ar? Hvað á maður að halda þegar maður heyrir eftir stálör­uggum heim­ildum að aðstoð­ar­maður for­sæt­is­ráð­herra, sá hinn sami eða ein­hver önnur mann­vits­brekkan (þeir eru svo margir), hafi reynt að hafa áhrif á inni­hald pistils hjá Rík­is­út­varp­inu? Athafnir þessa fólks segja allt sem segja þarf.

Mjúk­hentir fjöl­miðlarÞessir sömu, marg­nefndu ráða­menn hafa oftar en ekki ásakað fólk þeim ósam­mála í ýmsum efnum fyrir að tala Ísland nið­ur. Ég get lofað þeim að þessi aðferð þeirra nægir ein og sér til að rústa orð­spori Íslands.

Þeim finnst kannski að fjöl­miðlar vinni á móti þeim en fjöl­margt sem þeir eru ábyrgir fyrir hefði fengið ólíkt meiri og gagn­rýnni umfjöllun í fjöl­miðlum vel flestra nágranna­landa hefði það gerst á vakt útlendra kollega þeirra.

Raunin er sú að stjórn­mála­menn á Íslandi lifa og hrær­ast í mjúk­hentu fjöl­miðlaum­hverfi, hvað svo sem þeim kann að þykja um það sjálf­um. Jú, það eru oft upp­hróp­anir í fjöl­miðlum en þeir standa það yfir­leitt af sér, jafn­vel þótt Hanna Birna hafi þurft að segja af sér eftir sjó­volk í meira en ár. Skandal­arnir eru nógu margir til að sá næsti nái að breiða yfir þann síð­asta og þeir vita sem er: að málum er sjaldn­ast fylgt eftir í íslenskum fjöl­miðlum þannig að það hafi afleið­ing­ar, enda er fjöl­miðla­fólk á Íslandi í enda­lausu kappi við tíma og pen­inga, svo ekki sé minnst á eign­ar­hald og hót­arnir valda­manna. Í gegnum tíð­ina hefur það minnt á hamstra á hjólum með óvænt starfs­lok vom­andi yfir sér á hverjum degi.

Kannski er bágt fjöl­miðlaum­hverfi einmitt ástæðan fyrir því að þeir eru við völd. Og þeir vita það. Þeir vita líka að Rík­is­út­varpið þrífst hvorki í núver­andi mynd né getur sinnt lög­bundnu, marg­þættu hlut­verki sínu við skert útvarps­gjald. Útreikn­ing­arnir tala sínu máli.

Fólk í æðstu stöðum á Alþingi hefur nú sýnt af sér slíka grunn­hyggni, tæki­fær­is­mennsku, mann­fyr­ir­litn­ingu, ábyrgð­ar­leysi og ég vona hrein­lega fáfræði frekar en ein­beittan vilja til að svipta kjós­endur upp­lýstri umræðu að mig langar helst til að segja: Skammist ykk­ar!

Auglýsing

Við aðra segi ég:

Gleði­leg jól!

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None