Árið 2014: Fagmennskan lykillinn að árangrinum

arid2014-landslid.jpg
Auglýsing

Dagur Sveinn Dag­bjarts­son, starfs­maður á fræðslu­sviði Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands og leik­grein­andi hjá karla­lands­liði Íslands í knatt­spyrnu, skrifar um magn­aðan árangur lands­liðsis á árinu og skyggn­ist bak við tjöld­in.

Ef fót­bolta­guð­inn (Di­ego Arm­ando Mara­dona) hefði sagt við mig í ágúst að Ísland myndi hafa 9 stig eftir fjóra leiki í und­ankeppni EM, vit­andi það að við ættum að spila við Tyrk­land, Lett­land, Hol­land og Tékk­land í þessum fjórum leikj­um, þá hefði ég senni­lega hleg­ið. En sú er raun­in. Ísland hóf und­ankeppn­ina á að vinna sann­fær­andi 3-0 sigur á Tyrk­landi, annan 3-0 sigur í Lett­landi eftir erf­iða fæð­ingu og verð­skuld­aðan 2-0 sigur á Hollandi, sem hafði endað í 3. sæti á HM í Bras­ilíu þremur mán­uðum áður. Lygi­legt, ekki satt?

Lýsa yfir stríði?Eini ósigur Íslands kom á úti­velli gegn Tékk­um, sem fyrir vikið sitja á toppi rið­ils­ins. Næsti leikur er langt langt í burtu, gegn Kasakst­an. Engar tvær þjóðir í und­ankeppni EM eru stað­settar lengra frá hvor annarri en Ísland og Kasakst­an. Full­trúar þess­ara þjóða slógu á létta strengi þegar dregið var í riðla í febr­úar og sögðu að þjóð­irnar þyrftu endi­lega að lýsa yfir stríði hvor við aðra því þjóðir sem eiga í stríði geta ekki lent saman í riðli. Ég efast satt að segja um að þeir stór­kost­legu stuðn­ings­menn sem fylgdu íslenska lið­inu til Tékk­lands í nóv­em­ber leggi það á sig að fara til Kasakst­an.

Þungt höggSá leikur verður 28. mars. Ein­hverjir sögðu eftir tapið gegn Tékkum að best hefði verið að spila næsta leik eins fljótt og hægt væri. Ég er ekki sam­mála því að tel að það sé ágætt að það sé langt í næsta leik. Tapið gegn Tékkum var slæmt. Strák­arnir okkar vita það manna best að þeir áttu slæman dag og hættan er að fyrstu dag­ana eftir tap­leik geta menn misst ein­beit­ingu. Nú gef­ast hins vegar tími til að setja þetta tap bak­við sig og ein­beita sér að því sem í hendi er, þrír sig­ur­leik­ir, og byggja ofan á það. Tapið gegn Króa­tíu í umspili um sæti á HM var þungt högg og leik­menn sumir hverjir voru lengi að jafna sig. Fyrsti móts­leikur Íslands eftir það var gegn Tyrkj­um. Þar voru menn búnir að end­ur­hlaða batt­er­í­in, mættu ein­beittir til leiks, stað­ráðnir í að sanna að enn byggi mikið í lið­inu og sigur vannst. Ég hef fulla trú á því að það sama ger­ist núna.

Leikgreinendur hollenska landsliðsins sjást hér að störfum á Laugardalsvelli, á meðan á leiknum stóð. Þeir voru með fjölda myndavéla sér til aðstoðar, og komu skilaboðum reglulega til þjálfarateymisins. Dagur var á sama tíma með eina litla myndavél. Leik­grein­endur hol­lenska lands­liðs­ins sjást hér að störfum á Laug­ar­dals­velli, á meðan á leiknum stóð. Þeir voru með fjölda mynda­véla sér til aðstoð­ar, og komu skila­boðum reglu­lega til þjálf­arateym­is­ins.

AuglýsingÁ spjöld sög­unnarEftir að hafa fengið að kynn­ast leik­mönn­um, starfs­lið­inu (lið­inu á bak­við lið­ið) og starfs­háttum allra aðila er koma að lands­lið­inu frá fyrstu hendi koma orð eins og fag­mennska og dugn­aður fyrst upp í hug­ann þegar ég er beð­inn um að lýsa hópn­um. Leik­menn liðs­ins eru allir fag­menn. Fót­bolti er nú vin­sælli á heims­vísu en nokkru sinni fyrr og sam­keppnin um að verða atvinnu­maður í knatt­spyrnu er gríð­ar­leg. Okkar fremstu knatt­spyrnu­menn gera sér allir grein fyrir því hve mik­il­vægt það er fyrir þá að hugsa vel um sjálfan sig og standa sig vel. Öll nálgun þeirra á verk­efni er fyrsta flokks. Allir stefna þeir hærra og allir vilja þeir skrifa nafn sitt í knatt­spyrnu­sögu Íslands. Og ef við horfum á hlut­ina í stærra sam­hengi, þá munu þeir skrá nafn sitt í sögu­bæk­urnar þegar liðið kemst í loka­keppni EM eða HM, því aldrei í sög­unni hefur jafn­fá­menn þjóð kom­ist í loka­keppni. Fámenn­asta þjóðin til að kom­ast á HM er Tríni­dad og Tóbagó (u.þ.b. 1,2 millj­ónir íbúa) og fámenn­asta þjóðin til að kom­ast á EM er Lett­land (með rétt tæp­lega 2 millj­ónir íbú­a).

Fer alltaf að tala um mark­menn!Þjálf­ar­arn­ir, Heimir Hall­gríms­son, Lars Lag­er­back og Guð­mundur Hreið­ars­son, búa allir yfir mik­illi þekk­ingu á sínu fagi og eru klár­lega í fremstu röð. Lars býr vit­an­lega yfir gríð­ar­legri þekk­ingu og reynslu er kemur að lands­liðs­þjálf­ara­starfi og Ísland þarf ekk­ert að ótt­ast það þegar hann stígur til hliðar að loknu þessu Evr­ópu­móti og Heimir verður einn aðal­þjálf­ari liðs­ins. Heimir hefur sankað að sér reynslu og þekk­ingu und­an­farin ár auk þessa sem hann hefur áunnið sér virð­ingu leik­manna með fag­legum vinnu­brögð­um. Tann­lækn­ir­inn úr Eyjum er sífellt að velta upp hug­mynd­um. Flestar þeirra koma til hans er hann flat­magar í baði og sem betur fer fyrir okkur Íslend­inga tekur Heimir iðu­lega bað. Mark­menn eru Guð­mundi óneit­an­lega hjart­ans mál og lík­lega erfitt að finna aðila í þessum heimi sem hefur jafn­mikla ástríðu og áhuga á mark­mönnum og Guð­mundur hef­ur, þá aðal­lega þýskum mark­mönn­um. Guð­mundur nær ávallt að snúa sam­tali, alveg sama um hvað það er, upp í umræðu um mark­menn og/eða Þýska­land. Það ætti að gera það að þraut í Útsvari að reyna að halda sam­tali við Guð­mund utan þess­ara umræðu­efna. Ef þér tekst það færðu 15 stig. En að öllu gamni slepptu, þá sagði mér mark­vörður nýverið sem hefur margra ára reynslu sem atvinnu­maður erlendis og lands­liðs­maður fyrr­ver­andi að Guð­mundur væri mark­manns­þjálf­ari á heims­mæli­kvarða.

20141013_184032 Aðstaðan hjá Degi var svo­lítið önnur en hjá leik­grein­ing­arteymi hol­lenska lands­liðs­ins. Ein lítil mynda­vél. Það kom ekki að sök, því Ísland sigr­aði Hol­lend­inga 2-0 í sögu­legum leik.Rétt blandaEitt af því sem þjálf­arateymið gerir vel er að setja saman rétta blöndu af leik­mönnum í byrj­un­ar­liðið sem munu hámarka árang­ur. Á Íslandi búa c.a. 320.000 manns og 150.000 þeirra hafa skoðun á því hvernig liðið eigi að vera, hvaða leik­að­ferð eigi að leika, hver á að koma inn á af bekkn­um, hvenær o.s.frv. Í fyrsta leik und­ankeppn­innar komu þeir Heim­ir, Lars og Guð­mundur flestum ef ekki öllum á óvart með því að setja Jón Daða Böðv­ars­son í byrj­un­ar­lið­ið. Flestir eru lík­lega sam­mála því dag að sú ákvörðun hafi verið rétt. En þetta und­ir­strikar eflaust þá breidd sem við búum við. Ísland gat leyft sér að hafa ríkj­andi marka­kóng í Hollandi (Al­freð Finn­boga­son) og marka­hæsta leik­mann Nor­egs (Viðar Örn Kjart­ans­son) á bekkn­um. Tveir frá­bærir leik­menn sem gera til­kall um sæti í byrj­un­ar­lið­inu. Þetta er skemmti­legur höf­uð­verkur þjálf­ar­anna.

Læknateymið van­metn­asti hluti liðs­insLæknateymi lands­liðs­ins er að mínu mati van­metn­asti hluti hóps­ins. Auð­vitað og skilj­an­lega fá leik­menn og þjálf­arar mesta athygli en sú þrot­lausa vinna sem sjúkra­þjálf­ar­ar, læknar og nudd­arar lands­liðs­ins leggja á sig verður seint metin til fjár. Þetta eru aðilar sem vinna frá morgni til kvölds við það að hafa leik­menn í standi þegar á hólm­inn kem­ur. Aðal sjúkra­þjálf­arar liðs­ins eru ljúf­mennin Frið­rik Ell­ert Jóns­son, stundum kall­aður Frikki floppy diskur, og Stefán Haf­þór Stef­áns­son. Ekki nóg með að þeir með­höndli leik­menn myrkrana á milli heldur er sjúkra­her­bergið oftar en ekki staður þar sem leik­menn hittast, ræða mál­in, létta af sér og ófáar óborg­an­legar sögur fá að heyr­ast. Þeir Frið­rik, Stefán og Óðinn Svans­son nudd­ari eru sem betur fer alltaf léttir og kát­ir. Því ef svo væri ekki, þá væri lítið varið í lands­liðs­ferð­irnar sem ein­kenn­ast oft af langri veru á hót­eli, spa­getti bolognese og kjúklingi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None