Árið 2014: Fagmennskan lykillinn að árangrinum

arid2014-landslid.jpg
Auglýsing

Dagur Sveinn Dag­bjarts­son, starfs­maður á fræðslu­sviði Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands og leik­grein­andi hjá karla­lands­liði Íslands í knatt­spyrnu, skrifar um magn­aðan árangur lands­liðsis á árinu og skyggn­ist bak við tjöld­in.

Ef fót­bolta­guð­inn (Di­ego Arm­ando Mara­dona) hefði sagt við mig í ágúst að Ísland myndi hafa 9 stig eftir fjóra leiki í und­ankeppni EM, vit­andi það að við ættum að spila við Tyrk­land, Lett­land, Hol­land og Tékk­land í þessum fjórum leikj­um, þá hefði ég senni­lega hleg­ið. En sú er raun­in. Ísland hóf und­ankeppn­ina á að vinna sann­fær­andi 3-0 sigur á Tyrk­landi, annan 3-0 sigur í Lett­landi eftir erf­iða fæð­ingu og verð­skuld­aðan 2-0 sigur á Hollandi, sem hafði endað í 3. sæti á HM í Bras­ilíu þremur mán­uðum áður. Lygi­legt, ekki satt?

Lýsa yfir stríði?



Eini ósigur Íslands kom á úti­velli gegn Tékk­um, sem fyrir vikið sitja á toppi rið­ils­ins. Næsti leikur er langt langt í burtu, gegn Kasakst­an. Engar tvær þjóðir í und­ankeppni EM eru stað­settar lengra frá hvor annarri en Ísland og Kasakst­an. Full­trúar þess­ara þjóða slógu á létta strengi þegar dregið var í riðla í febr­úar og sögðu að þjóð­irnar þyrftu endi­lega að lýsa yfir stríði hvor við aðra því þjóðir sem eiga í stríði geta ekki lent saman í riðli. Ég efast satt að segja um að þeir stór­kost­legu stuðn­ings­menn sem fylgdu íslenska lið­inu til Tékk­lands í nóv­em­ber leggi það á sig að fara til Kasakst­an.

Þungt högg



Sá leikur verður 28. mars. Ein­hverjir sögðu eftir tapið gegn Tékkum að best hefði verið að spila næsta leik eins fljótt og hægt væri. Ég er ekki sam­mála því að tel að það sé ágætt að það sé langt í næsta leik. Tapið gegn Tékkum var slæmt. Strák­arnir okkar vita það manna best að þeir áttu slæman dag og hættan er að fyrstu dag­ana eftir tap­leik geta menn misst ein­beit­ingu. Nú gef­ast hins vegar tími til að setja þetta tap bak­við sig og ein­beita sér að því sem í hendi er, þrír sig­ur­leik­ir, og byggja ofan á það. Tapið gegn Króa­tíu í umspili um sæti á HM var þungt högg og leik­menn sumir hverjir voru lengi að jafna sig. Fyrsti móts­leikur Íslands eftir það var gegn Tyrkj­um. Þar voru menn búnir að end­ur­hlaða batt­er­í­in, mættu ein­beittir til leiks, stað­ráðnir í að sanna að enn byggi mikið í lið­inu og sigur vannst. Ég hef fulla trú á því að það sama ger­ist núna.

Leikgreinendur hollenska landsliðsins sjást hér að störfum á Laugardalsvelli, á meðan á leiknum stóð. Þeir voru með fjölda myndavéla sér til aðstoðar, og komu skilaboðum reglulega til þjálfarateymisins. Dagur var á sama tíma með eina litla myndavél. Leik­grein­endur hol­lenska lands­liðs­ins sjást hér að störfum á Laug­ar­dals­velli, á meðan á leiknum stóð. Þeir voru með fjölda mynda­véla sér til aðstoð­ar, og komu skila­boðum reglu­lega til þjálf­arateym­is­ins.

Auglýsing



Á spjöld sög­unnar



Eftir að hafa fengið að kynn­ast leik­mönn­um, starfs­lið­inu (lið­inu á bak­við lið­ið) og starfs­háttum allra aðila er koma að lands­lið­inu frá fyrstu hendi koma orð eins og fag­mennska og dugn­aður fyrst upp í hug­ann þegar ég er beð­inn um að lýsa hópn­um. Leik­menn liðs­ins eru allir fag­menn. Fót­bolti er nú vin­sælli á heims­vísu en nokkru sinni fyrr og sam­keppnin um að verða atvinnu­maður í knatt­spyrnu er gríð­ar­leg. Okkar fremstu knatt­spyrnu­menn gera sér allir grein fyrir því hve mik­il­vægt það er fyrir þá að hugsa vel um sjálfan sig og standa sig vel. Öll nálgun þeirra á verk­efni er fyrsta flokks. Allir stefna þeir hærra og allir vilja þeir skrifa nafn sitt í knatt­spyrnu­sögu Íslands. Og ef við horfum á hlut­ina í stærra sam­hengi, þá munu þeir skrá nafn sitt í sögu­bæk­urnar þegar liðið kemst í loka­keppni EM eða HM, því aldrei í sög­unni hefur jafn­fá­menn þjóð kom­ist í loka­keppni. Fámenn­asta þjóðin til að kom­ast á HM er Tríni­dad og Tóbagó (u.þ.b. 1,2 millj­ónir íbúa) og fámenn­asta þjóðin til að kom­ast á EM er Lett­land (með rétt tæp­lega 2 millj­ónir íbú­a).

Fer alltaf að tala um mark­menn!



Þjálf­ar­arn­ir, Heimir Hall­gríms­son, Lars Lag­er­back og Guð­mundur Hreið­ars­son, búa allir yfir mik­illi þekk­ingu á sínu fagi og eru klár­lega í fremstu röð. Lars býr vit­an­lega yfir gríð­ar­legri þekk­ingu og reynslu er kemur að lands­liðs­þjálf­ara­starfi og Ísland þarf ekk­ert að ótt­ast það þegar hann stígur til hliðar að loknu þessu Evr­ópu­móti og Heimir verður einn aðal­þjálf­ari liðs­ins. Heimir hefur sankað að sér reynslu og þekk­ingu und­an­farin ár auk þessa sem hann hefur áunnið sér virð­ingu leik­manna með fag­legum vinnu­brögð­um. Tann­lækn­ir­inn úr Eyjum er sífellt að velta upp hug­mynd­um. Flestar þeirra koma til hans er hann flat­magar í baði og sem betur fer fyrir okkur Íslend­inga tekur Heimir iðu­lega bað. Mark­menn eru Guð­mundi óneit­an­lega hjart­ans mál og lík­lega erfitt að finna aðila í þessum heimi sem hefur jafn­mikla ástríðu og áhuga á mark­mönnum og Guð­mundur hef­ur, þá aðal­lega þýskum mark­mönn­um. Guð­mundur nær ávallt að snúa sam­tali, alveg sama um hvað það er, upp í umræðu um mark­menn og/eða Þýska­land. Það ætti að gera það að þraut í Útsvari að reyna að halda sam­tali við Guð­mund utan þess­ara umræðu­efna. Ef þér tekst það færðu 15 stig. En að öllu gamni slepptu, þá sagði mér mark­vörður nýverið sem hefur margra ára reynslu sem atvinnu­maður erlendis og lands­liðs­maður fyrr­ver­andi að Guð­mundur væri mark­manns­þjálf­ari á heims­mæli­kvarða.

20141013_184032 Aðstaðan hjá Degi var svo­lítið önnur en hjá leik­grein­ing­arteymi hol­lenska lands­liðs­ins. Ein lítil mynda­vél. Það kom ekki að sök, því Ísland sigr­aði Hol­lend­inga 2-0 í sögu­legum leik.



Rétt blanda



Eitt af því sem þjálf­arateymið gerir vel er að setja saman rétta blöndu af leik­mönnum í byrj­un­ar­liðið sem munu hámarka árang­ur. Á Íslandi búa c.a. 320.000 manns og 150.000 þeirra hafa skoðun á því hvernig liðið eigi að vera, hvaða leik­að­ferð eigi að leika, hver á að koma inn á af bekkn­um, hvenær o.s.frv. Í fyrsta leik und­ankeppn­innar komu þeir Heim­ir, Lars og Guð­mundur flestum ef ekki öllum á óvart með því að setja Jón Daða Böðv­ars­son í byrj­un­ar­lið­ið. Flestir eru lík­lega sam­mála því dag að sú ákvörðun hafi verið rétt. En þetta und­ir­strikar eflaust þá breidd sem við búum við. Ísland gat leyft sér að hafa ríkj­andi marka­kóng í Hollandi (Al­freð Finn­boga­son) og marka­hæsta leik­mann Nor­egs (Viðar Örn Kjart­ans­son) á bekkn­um. Tveir frá­bærir leik­menn sem gera til­kall um sæti í byrj­un­ar­lið­inu. Þetta er skemmti­legur höf­uð­verkur þjálf­ar­anna.

Læknateymið van­metn­asti hluti liðs­ins



Læknateymi lands­liðs­ins er að mínu mati van­metn­asti hluti hóps­ins. Auð­vitað og skilj­an­lega fá leik­menn og þjálf­arar mesta athygli en sú þrot­lausa vinna sem sjúkra­þjálf­ar­ar, læknar og nudd­arar lands­liðs­ins leggja á sig verður seint metin til fjár. Þetta eru aðilar sem vinna frá morgni til kvölds við það að hafa leik­menn í standi þegar á hólm­inn kem­ur. Aðal sjúkra­þjálf­arar liðs­ins eru ljúf­mennin Frið­rik Ell­ert Jóns­son, stundum kall­aður Frikki floppy diskur, og Stefán Haf­þór Stef­áns­son. Ekki nóg með að þeir með­höndli leik­menn myrkrana á milli heldur er sjúkra­her­bergið oftar en ekki staður þar sem leik­menn hittast, ræða mál­in, létta af sér og ófáar óborg­an­legar sögur fá að heyr­ast. Þeir Frið­rik, Stefán og Óðinn Svans­son nudd­ari eru sem betur fer alltaf léttir og kát­ir. Því ef svo væri ekki, þá væri lítið varið í lands­liðs­ferð­irnar sem ein­kenn­ast oft af langri veru á hót­eli, spa­getti bolognese og kjúklingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None