Árið 2014: Ár óvissu og ófriðar

000-Par2268902.jpg
Auglýsing

Sam­an­tekt Hag­stof­unnar á hag­vexti síð­ustu níu mán­aða er áhyggju­efni. En töl­urnar sýna hag­vöxt fyrstu níu mán­uði þessa árs rétt yfir núlli sem helg­ast af því að sam­dráttur var í efna­hags­líf­inu á fyrsta og þriðja árs­fjórð­ungi. Þessar tölur eru langt undir spám og bæt­ast ofan á ófrið og óvissu sem þessi rík­is­stjórn hefur skapað í okkar sam­fé­lagi síð­ast­liðna 18 mán­uði. Nú er því tíma­bært að staldra við og fara betur yfir það sem verið er að gera.

Ófrið­ur­innKatrín Júlíusdóttir Katrín Júl­í­us­dótt­ir

Lækkun veiði­gjalda og aflagn­ing auð­legð­ar­skatts er fjár­magnað með hækkun virð­is­auka­skatts á mat­væli, einnig á raf­magn og hita og menn­ingu, hækkun sjúk­linga­gjalda, auk­inni greiðslu­þátt­töku not­enda í heil­brigð­is­kerf­inu og stytt­ingu atvinnu­leys­is­bóta­tím­ans svo nokkur dæmi séu tek­in. Þetta eru dæmi­gerðar aðgerðir íslenskrar hægri­st­jórn­ar, eig­in­lega svo dæmi­gerðar að það hefði verið hægt að skrifa hand­ritið fyr­ir­fram. Ég held að innst inni höfum við öll verið að vona að í þetta skiptið yrði þetta öðru­vísi en því miður þá er ekki svo. Þegar byrðar eru færðar frá þeim sem mest hafa yfir á herðar milli­tekju­hópa og þeirra sem minnst hafa, þá kallar það á ófrið í sam­fé­lag­inu. Afleið­ing­arnar sjáum við í fjöl­mennum mót­mælum á Aust­ur­velli og óróa á vinnu­mark­aði.

Gagn­rýni svarað með hót­fyndniHvernig datt Sig­mundi og Bjarna það í hug að snjallt væri að hækka skatta á mat, hita og raf­magn í aðdrag­anda kjara­samn­inga? Hvað þá svona yfir­leitt? Og hvað þá til að fjár­magna rík­is­sjóð vegna lækk­unar veiði­gjalda og aflagn­ingu auð­legð­ar­skatts? Þetta mun leggj­ast þungt á þá tekju­lægstu sem þurfa að nota hverja krónu í það allra nauð­syn­leg­asta. Auk þess mun þessi skatta­hækkun éta upp ágóð­ann af skulda­leið­rétt­ing­unum hjá þeim sem þær fengu. En í þessum aðgerðum birt­ist for­gangs­röð­unin og sýn Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­manna á sam­fé­lag sitt. Og reyni ein­hver að gagn­rýna þessa sýn og þessa for­gangs­röðun mætir við­kom­andi hót­fyndni for­sæt­is­ráð­herra sem finnst það við­eig­andi við­brögð, sitj­andi á aftasta bekk og ger­andi grín að þeim sem ekki eru í „lið­inu“ í stað þess að svara gagn­rýn­inni með mál­efna­legum hætti.

Ófjár­magn­aðar skulda­lækk­anir úr rík­is­sjóði, ósam­staða um leiðir til afnáms fjár­magns­hafta, órói á vinnu­mark­aði og stefnu­skortur í pen­inga­málum eru meðal þeirra þátta sem eru að skapa mjög mikla óvissu í íslensku efnahagslífi.


Auglýsing

ÓvissanÓfjár­magn­aðar skulda­lækk­anir úr rík­is­sjóði, ósam­staða um leiðir til afnáms fjár­magns­hafta, órói á vinnu­mark­aði og stefnu­skortur í pen­inga­málum eru meðal þeirra þátta sem eru að skapa mjög mikla óvissu í íslensku efna­hags­lífi. Það er orðið nokkuð ljóst að ósam­staða er millum stjórn­ar­flokk­anna um leiðir til afnáms fjár­magns­hafta og aðferða­fræði við upp­gjör þrota­búa föllnu bank­anna. Á einu og hálfu ári hefur rík­is­stjórn­inni ekk­ert miðað áfram og það eina sem heyr­ist þaðan er að menn séu nú komnir i hring og farnir að vinna aftur með þær sviðs­myndir sem lágu fyrir undir lok síð­asta kjör­tíma­bils. Þetta eitt og sér er nokkuð merki­legt í ljósi þess að Fram­sókn­ar­menn fóru mik­inn gegn frá­far­andi rík­is­stjórn í þessu máli og gengu sumir svo langt að kalla þessa vinnu land­ráð í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga. Stað­reyndin er hins­vegar sú að þessar sviðs­myndir hefðu getað skilað tals­verðum ávinningi inn í íslenskt sam­fé­lag ásamt því að losa um fjár­magns­höftin ef haldið hefði verið áfram þá. Þá er mik­il­vægt að minn­ast þess að sú samn­ings­staða sem uppi er varð­andi upp­gjör þrota­bú­anna er til­komin vegna laga­breyt­ingar sem gerð var í mars 2012, studd af þing­mönnum Sam­fylk­ingar og VG, þar sem erlendu eignir búanna voru teknar inn undir fjár­magns­höft­in. Þá sátu Fram­sókn­ar­menn hjá og Sjálf­stæð­is­menn kusu gegn þeirri breyt­ingu. Gjörðir hafa því ekki með nokkru móti fylgt dig­ur­barka­legum yfir­lýs­ingum um vondu hrægammana.

Rík­is­stjórnin og íslenska krónanOkkur hefur miðað ágæt­lega frá haust­dög­unum eft­ir­minni­legu árið 2008 þegar banka­kerfið hrundi. En það var fleira sem hrundi; íslenska krónan sem féll með bönk­un­um. Sú gjald­mið­il­skreppa sem þá skap­að­ist er óleyst og ekki eru uppi neinar hug­myndir hjá rík­is­stjórn­inni hvernig það eigi að gera og hvaða stefnu eigi að reka tak­ist mönnum að afnema höft­in. Eina beina til­lagan, og þar með eina stefn­an, sem lögð hefur verið fram í þessum efnum er að slíta aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið í stað þess að halda áfram öllum mögu­leikum opn­um. Það hefði lokað á evru­leið­ina næstu árin jafn­vel ára­tug­inn. Við höfum reynt allar leiðir til að reka okkar eigin mynt og nið­ur­staðan er sú að sá rekstur gengur ekki án mik­ils til­kostn­aðar fyrir íslensk heim­ili og fyr­ir­tæki. Er ekki full­reynt? Hversu mikið er hægt að leggja á íslensk heim­ili og fyr­ir­tæki?

Heil­brigð­is­kerfið verður að vera í for­gangi á kom­andi ári. Kjara­deilan milli rík­iss­ins og lækna hefur staðið alltof lengi og gengið alltof langt.


Losun fjár­magns­haftaVerk­efni næsta árs liggja nokkuð ljós fyrir í hugum okkar Sam­fylk­ing­ar­fólks. Til að hér geti þrif­ist þrótt­mikið atvinnu­líf sem skilar sér í fjöl­breyttum störfum þurfa fjár­magns­höftin að fara. Því er það for­gangs­mál að afnema þau. Það er þó ekki sama hvernig það er gert því ekki viljum við að heim­ilin taki högg­ið. Lyk­ill­inn að því er að vitað sé hvað taki við. Hvernig pen­inga­stefna verði rekin hér í fram­hald­inu. Við höfum talað fyrir og unnið að því að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og upp­töku evr­unn­ar. Það er ábyrgt að afnema höft sam­hliða því að hefja ferlið við upp­töku evru. Þá erum við að reka þekkta pen­inga­stefnu og á leið inn í gjald­miðil sem flest okkar við­skipta­lönd nota og öll þekkja og treysta.

Heil­brigð­is­kerfi í for­gangHeil­brigð­is­kerfið verður að vera í for­gangi á kom­andi ári. Kjara­deilan milli rík­iss­ins og lækna hefur staðið alltof lengi og gengið alltof langt. Þá verðum við að hefja upp­bygg­ingu kerf­is­ins að nýju og þar byrjum við með því að hefja bygg­ingu nýs Lands­spít­ala og end­ur­nýja tækja­bún­að. Núver­andi bygg­ingar henta ekki nútíma heil­brigð­is­kerfi og getur hrein­lega ekki hýst nýjasta tækja­bún­að­inn á mörgum svið­um. Auk þess er gamla bygg­ingin orðin lek og myglu­sveppur herjar þar á starfs­fólk og sjúk­linga. Til að halda heil­brigð­is­kerfi okkar í fremstu röð er það því orðið lyk­il­at­riði að bæta aðbúnað heil­brigð­is­starfs­fólks og tryggja þeim aðgang að bestu fáan­legu tækni.

Fram­tíð­ar­sýnKjör þeirra sem minnst hafa og sífellt er verið að þrengja að eins og ég kom inn á í upp­hafi þessa pistils, þurfa að vera í sviðs­ljós­inu á næsta ári. Við jafn­að­ar­menn munum verja næsta ári í það að berj­ast fyrir bættum kjörum þeirra ásamt því að berj­ast fyrir bættum kjörum barna­fjöl­skyldna, náms­manna og ekki síst þeirra sem eiga afkomu sína undir hinu opin­bera sökum ald­urs eða örorku.

Við jafn­að­ar­menn viljum fram­tíð þar sem allir hafa í sig og á, geta lifað með reisn. Við viljum fram­tíð þar sem atvinnu­tæki­færin eru fjöl­breytt í frjálsu og opnu sam­fé­lagi. Við viljum fram­tíð þar sem tryggð eru rétt­indi allra til að vera þeir sem þeir eru. Við viljum fram­tíð þar sem allir geta menntað sig óháð aldri. Við viljum fram­tíð sem er laus við að sér­hags­munir sumra séu ráð­andi. Við viljum fram­tíð fulla af rétt­læti og náunga­kær­leik.

Kæri les­andi, þér og þínum óska ég gleði­legs nýs árs um leið og ég þakka þér fyrir þitt fram­lag til þjóð­ar­heim­il­is­ins á liðnu ári.

Höf­undur er þing­maður og vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None