Árið 2014: Ár óvissu og ófriðar

000-Par2268902.jpg
Auglýsing

Sam­an­tekt Hag­stof­unnar á hag­vexti síð­ustu níu mán­aða er áhyggju­efni. En töl­urnar sýna hag­vöxt fyrstu níu mán­uði þessa árs rétt yfir núlli sem helg­ast af því að sam­dráttur var í efna­hags­líf­inu á fyrsta og þriðja árs­fjórð­ungi. Þessar tölur eru langt undir spám og bæt­ast ofan á ófrið og óvissu sem þessi rík­is­stjórn hefur skapað í okkar sam­fé­lagi síð­ast­liðna 18 mán­uði. Nú er því tíma­bært að staldra við og fara betur yfir það sem verið er að gera.

Ófrið­ur­inn



Katrín Júlíusdóttir Katrín Júl­í­us­dótt­ir

Lækkun veiði­gjalda og aflagn­ing auð­legð­ar­skatts er fjár­magnað með hækkun virð­is­auka­skatts á mat­væli, einnig á raf­magn og hita og menn­ingu, hækkun sjúk­linga­gjalda, auk­inni greiðslu­þátt­töku not­enda í heil­brigð­is­kerf­inu og stytt­ingu atvinnu­leys­is­bóta­tím­ans svo nokkur dæmi séu tek­in. Þetta eru dæmi­gerðar aðgerðir íslenskrar hægri­st­jórn­ar, eig­in­lega svo dæmi­gerðar að það hefði verið hægt að skrifa hand­ritið fyr­ir­fram. Ég held að innst inni höfum við öll verið að vona að í þetta skiptið yrði þetta öðru­vísi en því miður þá er ekki svo. Þegar byrðar eru færðar frá þeim sem mest hafa yfir á herðar milli­tekju­hópa og þeirra sem minnst hafa, þá kallar það á ófrið í sam­fé­lag­inu. Afleið­ing­arnar sjáum við í fjöl­mennum mót­mælum á Aust­ur­velli og óróa á vinnu­mark­aði.

Gagn­rýni svarað með hót­fyndni



Hvernig datt Sig­mundi og Bjarna það í hug að snjallt væri að hækka skatta á mat, hita og raf­magn í aðdrag­anda kjara­samn­inga? Hvað þá svona yfir­leitt? Og hvað þá til að fjár­magna rík­is­sjóð vegna lækk­unar veiði­gjalda og aflagn­ingu auð­legð­ar­skatts? Þetta mun leggj­ast þungt á þá tekju­lægstu sem þurfa að nota hverja krónu í það allra nauð­syn­leg­asta. Auk þess mun þessi skatta­hækkun éta upp ágóð­ann af skulda­leið­rétt­ing­unum hjá þeim sem þær fengu. En í þessum aðgerðum birt­ist for­gangs­röð­unin og sýn Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­manna á sam­fé­lag sitt. Og reyni ein­hver að gagn­rýna þessa sýn og þessa for­gangs­röðun mætir við­kom­andi hót­fyndni for­sæt­is­ráð­herra sem finnst það við­eig­andi við­brögð, sitj­andi á aftasta bekk og ger­andi grín að þeim sem ekki eru í „lið­inu“ í stað þess að svara gagn­rýn­inni með mál­efna­legum hætti.

Ófjár­magn­aðar skulda­lækk­anir úr rík­is­sjóði, ósam­staða um leiðir til afnáms fjár­magns­hafta, órói á vinnu­mark­aði og stefnu­skortur í pen­inga­málum eru meðal þeirra þátta sem eru að skapa mjög mikla óvissu í íslensku efnahagslífi.


Auglýsing

Óvissan



Ófjár­magn­aðar skulda­lækk­anir úr rík­is­sjóði, ósam­staða um leiðir til afnáms fjár­magns­hafta, órói á vinnu­mark­aði og stefnu­skortur í pen­inga­málum eru meðal þeirra þátta sem eru að skapa mjög mikla óvissu í íslensku efna­hags­lífi. Það er orðið nokkuð ljóst að ósam­staða er millum stjórn­ar­flokk­anna um leiðir til afnáms fjár­magns­hafta og aðferða­fræði við upp­gjör þrota­búa föllnu bank­anna. Á einu og hálfu ári hefur rík­is­stjórn­inni ekk­ert miðað áfram og það eina sem heyr­ist þaðan er að menn séu nú komnir i hring og farnir að vinna aftur með þær sviðs­myndir sem lágu fyrir undir lok síð­asta kjör­tíma­bils. Þetta eitt og sér er nokkuð merki­legt í ljósi þess að Fram­sókn­ar­menn fóru mik­inn gegn frá­far­andi rík­is­stjórn í þessu máli og gengu sumir svo langt að kalla þessa vinnu land­ráð í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga. Stað­reyndin er hins­vegar sú að þessar sviðs­myndir hefðu getað skilað tals­verðum ávinningi inn í íslenskt sam­fé­lag ásamt því að losa um fjár­magns­höftin ef haldið hefði verið áfram þá. Þá er mik­il­vægt að minn­ast þess að sú samn­ings­staða sem uppi er varð­andi upp­gjör þrota­bú­anna er til­komin vegna laga­breyt­ingar sem gerð var í mars 2012, studd af þing­mönnum Sam­fylk­ingar og VG, þar sem erlendu eignir búanna voru teknar inn undir fjár­magns­höft­in. Þá sátu Fram­sókn­ar­menn hjá og Sjálf­stæð­is­menn kusu gegn þeirri breyt­ingu. Gjörðir hafa því ekki með nokkru móti fylgt dig­ur­barka­legum yfir­lýs­ingum um vondu hrægammana.

Rík­is­stjórnin og íslenska krónan



Okkur hefur miðað ágæt­lega frá haust­dög­unum eft­ir­minni­legu árið 2008 þegar banka­kerfið hrundi. En það var fleira sem hrundi; íslenska krónan sem féll með bönk­un­um. Sú gjald­mið­il­skreppa sem þá skap­að­ist er óleyst og ekki eru uppi neinar hug­myndir hjá rík­is­stjórn­inni hvernig það eigi að gera og hvaða stefnu eigi að reka tak­ist mönnum að afnema höft­in. Eina beina til­lagan, og þar með eina stefn­an, sem lögð hefur verið fram í þessum efnum er að slíta aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið í stað þess að halda áfram öllum mögu­leikum opn­um. Það hefði lokað á evru­leið­ina næstu árin jafn­vel ára­tug­inn. Við höfum reynt allar leiðir til að reka okkar eigin mynt og nið­ur­staðan er sú að sá rekstur gengur ekki án mik­ils til­kostn­aðar fyrir íslensk heim­ili og fyr­ir­tæki. Er ekki full­reynt? Hversu mikið er hægt að leggja á íslensk heim­ili og fyr­ir­tæki?

Heil­brigð­is­kerfið verður að vera í for­gangi á kom­andi ári. Kjara­deilan milli rík­iss­ins og lækna hefur staðið alltof lengi og gengið alltof langt.


Losun fjár­magns­hafta



Verk­efni næsta árs liggja nokkuð ljós fyrir í hugum okkar Sam­fylk­ing­ar­fólks. Til að hér geti þrif­ist þrótt­mikið atvinnu­líf sem skilar sér í fjöl­breyttum störfum þurfa fjár­magns­höftin að fara. Því er það for­gangs­mál að afnema þau. Það er þó ekki sama hvernig það er gert því ekki viljum við að heim­ilin taki högg­ið. Lyk­ill­inn að því er að vitað sé hvað taki við. Hvernig pen­inga­stefna verði rekin hér í fram­hald­inu. Við höfum talað fyrir og unnið að því að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og upp­töku evr­unn­ar. Það er ábyrgt að afnema höft sam­hliða því að hefja ferlið við upp­töku evru. Þá erum við að reka þekkta pen­inga­stefnu og á leið inn í gjald­miðil sem flest okkar við­skipta­lönd nota og öll þekkja og treysta.

Heil­brigð­is­kerfi í for­gang



Heil­brigð­is­kerfið verður að vera í for­gangi á kom­andi ári. Kjara­deilan milli rík­iss­ins og lækna hefur staðið alltof lengi og gengið alltof langt. Þá verðum við að hefja upp­bygg­ingu kerf­is­ins að nýju og þar byrjum við með því að hefja bygg­ingu nýs Lands­spít­ala og end­ur­nýja tækja­bún­að. Núver­andi bygg­ingar henta ekki nútíma heil­brigð­is­kerfi og getur hrein­lega ekki hýst nýjasta tækja­bún­að­inn á mörgum svið­um. Auk þess er gamla bygg­ingin orðin lek og myglu­sveppur herjar þar á starfs­fólk og sjúk­linga. Til að halda heil­brigð­is­kerfi okkar í fremstu röð er það því orðið lyk­il­at­riði að bæta aðbúnað heil­brigð­is­starfs­fólks og tryggja þeim aðgang að bestu fáan­legu tækni.

Fram­tíð­ar­sýn



Kjör þeirra sem minnst hafa og sífellt er verið að þrengja að eins og ég kom inn á í upp­hafi þessa pistils, þurfa að vera í sviðs­ljós­inu á næsta ári. Við jafn­að­ar­menn munum verja næsta ári í það að berj­ast fyrir bættum kjörum þeirra ásamt því að berj­ast fyrir bættum kjörum barna­fjöl­skyldna, náms­manna og ekki síst þeirra sem eiga afkomu sína undir hinu opin­bera sökum ald­urs eða örorku.

Við jafn­að­ar­menn viljum fram­tíð þar sem allir hafa í sig og á, geta lifað með reisn. Við viljum fram­tíð þar sem atvinnu­tæki­færin eru fjöl­breytt í frjálsu og opnu sam­fé­lagi. Við viljum fram­tíð þar sem tryggð eru rétt­indi allra til að vera þeir sem þeir eru. Við viljum fram­tíð þar sem allir geta menntað sig óháð aldri. Við viljum fram­tíð sem er laus við að sér­hags­munir sumra séu ráð­andi. Við viljum fram­tíð fulla af rétt­læti og náunga­kær­leik.

Kæri les­andi, þér og þínum óska ég gleði­legs nýs árs um leið og ég þakka þér fyrir þitt fram­lag til þjóð­ar­heim­il­is­ins á liðnu ári.

Höf­undur er þing­maður og vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None