Verður stokkað upp í ríkisstjórninni um áramótin?

ríkisstjórn
Auglýsing

Ýjað hefur verið að því að framundan séu breyt­ingar á rík­is­stjórn Íslands. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagð­i í útvarps­við­tali í októ­ber að honum þætti vel koma til greina að hreyfa til, bæð­i á milli flokk­anna sem skipa rík­is­stjórn­ina og innan henn­ar. Bjarni lagði þó á­herslu á að það yrði að ger­ast á næstu mán­uðum svo nýir ráð­herrar væru ekki að ­taka að sér ný verk­efni þegar of stutt yrði til kosn­inga, sem verða eftir rúma 16 mán­uði.

Margir túlk­uðu orð Bjarna þannig að leið­tog­ar ­rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hann og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, myndu hafa ­sæta­skipti. Bjarni yrði þá for­sæt­is­ráð­herra síð­asta spöl kjör­tíma­bils­ins og ­Sig­mundur Davíð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Krafa þess efnis að Bjarni mynd­i ­taka við leið­toga­taumunum í rík­is­stjórn­inni fékk stoð í skoð­ana­könn­unum sem ­sýna að fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins mælist nú mun meira en fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins, eða rúm­lega tvisvar sinnum hærra.

Sig­mundur Davíð var hins vegar fljótur að slá á allar slík­ar ­bolla­legg­ingar þegar hann mætti sjálfur í við­tal til að ræða mögu­leg­ar ráð­herra­breyt­ing­ar. Sig­mundur Davíð tók þá sér­stak­lega fram að hann og Bjarn­i væru ekki að fara að skipta um sæti.

Auglýsing

Tvær breyt­ingar hafa verið gerðar á ráð­herra­skipan það sem af er yfir­stand­andi kjör­tíma­bili Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sagði af sér emb­ætti inn­an­rík­is­ráð­herra undir lok árs 2014 og Ólöf Nor­dal, sem hafði stígið út af hinu póli­tíska sviði fyr­ir­ ­þing­kosn­ing­arnar 2013, tók við af henni. Þá var Sig­rún Magn­ús­dóttir gerð að um­hverf­is- og auð­lind­ar­ráð­herra þann 30. des­em­ber 2014 þegar ráð­herrum var ­fjölgað um einn.

Ef ráð­ast á í breyt­ingar verður að telj­ast lík­legt að þær verði kynntar á rík­is­ráðs­fundi um ára­mót, líkt og var gert þegar Sig­rún tók við sínu emb­ætti. Síð­asta rík­is­stjórn not­aði einnig þann tíma­punkt í lok árs 2011 til að skipta Jóni Bjarna­syni og Árna Páli Árna­syni út.

Athygl­is­vert verður að sjá í hvaða breyt­ingar verði á rík­is­stjórn­inni ef af verð­ur­. Í bak­her­berg­inu virð­ast flestir sam­mála um að nýir ráð­herrar verði að ver­a ­kon­ur, enda hallar á þær eins og er. Þeir ráð­herrar sem hljóti að vera í mestri hættu um að missa sitt starf eru Eygló Harð­ar­dóttir og Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, sem stýra báðar afar mik­il­vægum mála­flokkum en hafa lent í miklu­m erf­ið­leikum með að koma stærstu málum sínum í gegnum rík­is­stjórn. Fram­sókn­ar­megin er nafn Þór­unnar Egils­dóttur oft­ast nefnt þegar rætt er um nýtt ráð­herra­efni, þar sem flokk­ur­inn treystir sér ekki í að setja umdeildasta þing­mann þjóð­ar­inn­ar, Vig­dísi Hauks­dótt­ur, í ráð­herra­stól. 

Hjá Sjálf­stæð­is­flokknum virð­ist valið standa á milli Unnar Bráar Kon­ráðs­dóttur og Ragn­heiðar Rík­harðs­dótt­ur. Ljóst er að báðar yrðu umdeildar innan flokks, Unnur Brá vegna stuðn­ings­ við kynja­kvóta og breyttar áherslur í flótta­manna­stefnu og Ragn­heiður vegna langvar­and­i ­stuðn­ings við Evr­ópu­sam­bands­að­ild sem hugn­ast haukum innan flokks­ins afar illa.

Þá telja spek­úlantar að Gunnar Bragi Sveins­son gæti ver­ið ­færður til, bæði vegna and­stöðu sinnar við end­ur­skoðun á stuðn­ingi Íslands við við­skipta­þving­anir gagn­vart Rúss­landi - sem útgerð­ar­menn og ýmsir ráð­herrar þrýsta mjög á að verð­i ­dreg­inn til baka -og til að færa hann í verk­efni inn­an­lands síð­ustu miss­er­in ­fyrir kosn­ingar til að tryggja áfram­hald­andi gott fylgi Fram­sóknar í kjör­dæmi hans. Ýmsir telja það geta verið klókt að færa Ill­uga Gunn­ars­son í ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. Hann er afar veikur sem stendur vegna Orku Energy-­máls­ins og RÚV-frum­varps­ins sem hann þurfti að draga til baka. Með því að draga ­stuðn­ing Íslands við við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum, og þannig opnað mark­aðs­að­gang ­út­gerð­ar­innar inn á Rússamarkað að nýju, gæti Ill­ugi að minnsta kosti styrkt ­stöðu sína gagn­vart áhrifaöflum í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, þótt að lík­lega yrði sú á­kvörðun ekki til að afla skamm­tíma­vin­sælda út á við.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None