Verður stokkað upp í ríkisstjórninni um áramótin?

ríkisstjórn
Auglýsing

Ýjað hefur verið að því að framundan séu breyt­ingar á rík­is­stjórn Íslands. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagð­i í útvarps­við­tali í októ­ber að honum þætti vel koma til greina að hreyfa til, bæð­i á milli flokk­anna sem skipa rík­is­stjórn­ina og innan henn­ar. Bjarni lagði þó á­herslu á að það yrði að ger­ast á næstu mán­uðum svo nýir ráð­herrar væru ekki að ­taka að sér ný verk­efni þegar of stutt yrði til kosn­inga, sem verða eftir rúma 16 mán­uði.

Margir túlk­uðu orð Bjarna þannig að leið­tog­ar ­rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hann og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, myndu hafa ­sæta­skipti. Bjarni yrði þá for­sæt­is­ráð­herra síð­asta spöl kjör­tíma­bils­ins og ­Sig­mundur Davíð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Krafa þess efnis að Bjarni mynd­i ­taka við leið­toga­taumunum í rík­is­stjórn­inni fékk stoð í skoð­ana­könn­unum sem ­sýna að fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins mælist nú mun meira en fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins, eða rúm­lega tvisvar sinnum hærra.

Sig­mundur Davíð var hins vegar fljótur að slá á allar slík­ar ­bolla­legg­ingar þegar hann mætti sjálfur í við­tal til að ræða mögu­leg­ar ráð­herra­breyt­ing­ar. Sig­mundur Davíð tók þá sér­stak­lega fram að hann og Bjarn­i væru ekki að fara að skipta um sæti.

Auglýsing

Tvær breyt­ingar hafa verið gerðar á ráð­herra­skipan það sem af er yfir­stand­andi kjör­tíma­bili Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sagði af sér emb­ætti inn­an­rík­is­ráð­herra undir lok árs 2014 og Ólöf Nor­dal, sem hafði stígið út af hinu póli­tíska sviði fyr­ir­ ­þing­kosn­ing­arnar 2013, tók við af henni. Þá var Sig­rún Magn­ús­dóttir gerð að um­hverf­is- og auð­lind­ar­ráð­herra þann 30. des­em­ber 2014 þegar ráð­herrum var ­fjölgað um einn.

Ef ráð­ast á í breyt­ingar verður að telj­ast lík­legt að þær verði kynntar á rík­is­ráðs­fundi um ára­mót, líkt og var gert þegar Sig­rún tók við sínu emb­ætti. Síð­asta rík­is­stjórn not­aði einnig þann tíma­punkt í lok árs 2011 til að skipta Jóni Bjarna­syni og Árna Páli Árna­syni út.

Athygl­is­vert verður að sjá í hvaða breyt­ingar verði á rík­is­stjórn­inni ef af verð­ur­. Í bak­her­berg­inu virð­ast flestir sam­mála um að nýir ráð­herrar verði að ver­a ­kon­ur, enda hallar á þær eins og er. Þeir ráð­herrar sem hljóti að vera í mestri hættu um að missa sitt starf eru Eygló Harð­ar­dóttir og Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, sem stýra báðar afar mik­il­vægum mála­flokkum en hafa lent í miklu­m erf­ið­leikum með að koma stærstu málum sínum í gegnum rík­is­stjórn. Fram­sókn­ar­megin er nafn Þór­unnar Egils­dóttur oft­ast nefnt þegar rætt er um nýtt ráð­herra­efni, þar sem flokk­ur­inn treystir sér ekki í að setja umdeildasta þing­mann þjóð­ar­inn­ar, Vig­dísi Hauks­dótt­ur, í ráð­herra­stól. 

Hjá Sjálf­stæð­is­flokknum virð­ist valið standa á milli Unnar Bráar Kon­ráðs­dóttur og Ragn­heiðar Rík­harðs­dótt­ur. Ljóst er að báðar yrðu umdeildar innan flokks, Unnur Brá vegna stuðn­ings­ við kynja­kvóta og breyttar áherslur í flótta­manna­stefnu og Ragn­heiður vegna langvar­and­i ­stuðn­ings við Evr­ópu­sam­bands­að­ild sem hugn­ast haukum innan flokks­ins afar illa.

Þá telja spek­úlantar að Gunnar Bragi Sveins­son gæti ver­ið ­færður til, bæði vegna and­stöðu sinnar við end­ur­skoðun á stuðn­ingi Íslands við við­skipta­þving­anir gagn­vart Rúss­landi - sem útgerð­ar­menn og ýmsir ráð­herrar þrýsta mjög á að verð­i ­dreg­inn til baka -og til að færa hann í verk­efni inn­an­lands síð­ustu miss­er­in ­fyrir kosn­ingar til að tryggja áfram­hald­andi gott fylgi Fram­sóknar í kjör­dæmi hans. Ýmsir telja það geta verið klókt að færa Ill­uga Gunn­ars­son í ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. Hann er afar veikur sem stendur vegna Orku Energy-­máls­ins og RÚV-frum­varps­ins sem hann þurfti að draga til baka. Með því að draga ­stuðn­ing Íslands við við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum, og þannig opnað mark­aðs­að­gang ­út­gerð­ar­innar inn á Rússamarkað að nýju, gæti Ill­ugi að minnsta kosti styrkt ­stöðu sína gagn­vart áhrifaöflum í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, þótt að lík­lega yrði sú á­kvörðun ekki til að afla skamm­tíma­vin­sælda út á við.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None