Verður stokkað upp í ríkisstjórninni um áramótin?

ríkisstjórn
Auglýsing

Ýjað hefur verið að því að framundan séu breyt­ingar á rík­is­stjórn Íslands. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagð­i í útvarps­við­tali í októ­ber að honum þætti vel koma til greina að hreyfa til, bæð­i á milli flokk­anna sem skipa rík­is­stjórn­ina og innan henn­ar. Bjarni lagði þó á­herslu á að það yrði að ger­ast á næstu mán­uðum svo nýir ráð­herrar væru ekki að ­taka að sér ný verk­efni þegar of stutt yrði til kosn­inga, sem verða eftir rúma 16 mán­uði.

Margir túlk­uðu orð Bjarna þannig að leið­tog­ar ­rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hann og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, myndu hafa ­sæta­skipti. Bjarni yrði þá for­sæt­is­ráð­herra síð­asta spöl kjör­tíma­bils­ins og ­Sig­mundur Davíð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Krafa þess efnis að Bjarni mynd­i ­taka við leið­toga­taumunum í rík­is­stjórn­inni fékk stoð í skoð­ana­könn­unum sem ­sýna að fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins mælist nú mun meira en fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins, eða rúm­lega tvisvar sinnum hærra.

Sig­mundur Davíð var hins vegar fljótur að slá á allar slík­ar ­bolla­legg­ingar þegar hann mætti sjálfur í við­tal til að ræða mögu­leg­ar ráð­herra­breyt­ing­ar. Sig­mundur Davíð tók þá sér­stak­lega fram að hann og Bjarn­i væru ekki að fara að skipta um sæti.

Auglýsing

Tvær breyt­ingar hafa verið gerðar á ráð­herra­skipan það sem af er yfir­stand­andi kjör­tíma­bili Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sagði af sér emb­ætti inn­an­rík­is­ráð­herra undir lok árs 2014 og Ólöf Nor­dal, sem hafði stígið út af hinu póli­tíska sviði fyr­ir­ ­þing­kosn­ing­arnar 2013, tók við af henni. Þá var Sig­rún Magn­ús­dóttir gerð að um­hverf­is- og auð­lind­ar­ráð­herra þann 30. des­em­ber 2014 þegar ráð­herrum var ­fjölgað um einn.

Ef ráð­ast á í breyt­ingar verður að telj­ast lík­legt að þær verði kynntar á rík­is­ráðs­fundi um ára­mót, líkt og var gert þegar Sig­rún tók við sínu emb­ætti. Síð­asta rík­is­stjórn not­aði einnig þann tíma­punkt í lok árs 2011 til að skipta Jóni Bjarna­syni og Árna Páli Árna­syni út.

Athygl­is­vert verður að sjá í hvaða breyt­ingar verði á rík­is­stjórn­inni ef af verð­ur­. Í bak­her­berg­inu virð­ast flestir sam­mála um að nýir ráð­herrar verði að ver­a ­kon­ur, enda hallar á þær eins og er. Þeir ráð­herrar sem hljóti að vera í mestri hættu um að missa sitt starf eru Eygló Harð­ar­dóttir og Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, sem stýra báðar afar mik­il­vægum mála­flokkum en hafa lent í miklu­m erf­ið­leikum með að koma stærstu málum sínum í gegnum rík­is­stjórn. Fram­sókn­ar­megin er nafn Þór­unnar Egils­dóttur oft­ast nefnt þegar rætt er um nýtt ráð­herra­efni, þar sem flokk­ur­inn treystir sér ekki í að setja umdeildasta þing­mann þjóð­ar­inn­ar, Vig­dísi Hauks­dótt­ur, í ráð­herra­stól. 

Hjá Sjálf­stæð­is­flokknum virð­ist valið standa á milli Unnar Bráar Kon­ráðs­dóttur og Ragn­heiðar Rík­harðs­dótt­ur. Ljóst er að báðar yrðu umdeildar innan flokks, Unnur Brá vegna stuðn­ings­ við kynja­kvóta og breyttar áherslur í flótta­manna­stefnu og Ragn­heiður vegna langvar­and­i ­stuðn­ings við Evr­ópu­sam­bands­að­ild sem hugn­ast haukum innan flokks­ins afar illa.

Þá telja spek­úlantar að Gunnar Bragi Sveins­son gæti ver­ið ­færður til, bæði vegna and­stöðu sinnar við end­ur­skoðun á stuðn­ingi Íslands við við­skipta­þving­anir gagn­vart Rúss­landi - sem útgerð­ar­menn og ýmsir ráð­herrar þrýsta mjög á að verð­i ­dreg­inn til baka -og til að færa hann í verk­efni inn­an­lands síð­ustu miss­er­in ­fyrir kosn­ingar til að tryggja áfram­hald­andi gott fylgi Fram­sóknar í kjör­dæmi hans. Ýmsir telja það geta verið klókt að færa Ill­uga Gunn­ars­son í ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. Hann er afar veikur sem stendur vegna Orku Energy-­máls­ins og RÚV-frum­varps­ins sem hann þurfti að draga til baka. Með því að draga ­stuðn­ing Íslands við við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum, og þannig opnað mark­aðs­að­gang ­út­gerð­ar­innar inn á Rússamarkað að nýju, gæti Ill­ugi að minnsta kosti styrkt ­stöðu sína gagn­vart áhrifaöflum í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, þótt að lík­lega yrði sú á­kvörðun ekki til að afla skamm­tíma­vin­sælda út á við.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None