Ráðherrar landsins hlusta ekkert á umboðsmann Alþingis

Tryggvi Gunnarsson
Auglýsing

Í mars 2015 var Tryggvi Gunn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is, ­gestur þátt­ar­ins Við­talið á RÚV. Þar ræddi hann meðal ann­ars þann lær­dóm sem ­draga mætti af leka­mál­inu svo­kall­aða. Þar sagði Tryggvi að það hefðu „orð­ið á­kveðin kyn­slóða­skipti varð­andi þá sem hafa komið til starfa sem ráð­herrar - og ekki bara hér á land­i[...]Þarna kemur til starfa fólk sem hefur ekki það sem ég ­kalla mikla sam­fé­lags­reynslu. Það hefur ekki veru­lega reynslu af þing­störf­um, ekki af þessum sam­skiptum að koma málum í gegnum stjórn­sýsl­una, það hefur oft á tíðum ekki mikla reynslu úr atvinnu­líf­inu, það hefur kannski fyrst og fremst ­reynslu úr póli­tískum störfum fyrir stjórn­mála­flokk­ana.“

Tryggvi sagði enn fremur að búa yrði ráð­herrum betri aðstöð­u til að sinna störfum sínum og að í þau við­fangs­efni ættu þeir að fá „ein­hverja aðstoð­ar­menn eða sér­fræð­inga, sem fylgja þeim". Slíkir aðstoð­ar­menn, sem væru trún­að­ar­menn ráð­herranna, gætu veitt þeim hlut­lausa ráð­gjöf í sam­ræmi við góða ­stjórn­sýslu­hætt­i.„Af því að við göngum út frá því að við ætlum að hafa lýð­ræð­i hér, við ætlum að hafa kjörna full­trúa, og við ætlum að hafa þessa stjórn­sýslu ­sem starfar í þágu okk­ar, þá verðum við ein­hvern veg­inn að finna leiðir til að hún geti geng­ið, og til að þessir kjörnu full­trúar hafi sem best tæki­færi til­ að sinna þessum störf­um.“

Sem­sag­t, að mati Tryggva þurfa ráð­herrar lands­ins reynda ráð­gjafa til að vega upp á mót­i ­reynslu­leysi sínu.

AuglýsingSíð­an að Tryggvi opin­ber­aði þessa skoðun sína hafa nokkrir aðstoð­ar­menn verið ráðn­ir til starfa hjá íslenskum ráð­herr­um.

Ill­ug­i G­unn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, réð t.d. hinn 27 ára gamla Jóhannes Stef­áns­son, sem útskrif­að­ist sem lög­fræð­ingur árið 2014 og hef­ur ­starfað í fjöl­miðl­um. Jóhann­es var for­maður Týs, félags ungra sjálf­stæð­is­manna í Kópa­vogi, frá 2011 til 2013 og sat í aðal­stjórn Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna árið 2011 til 2013.

Sig­urður Ing­i Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, réð Ágúst Bjarna Garð­ars­son, sem er 28 ára gam­all stjórn­mála­fræð­ingur með meist­ara­próf í verk­efna­stjórn­un frá HR, sem hann lauk í fyrra.

Og þá fór lík­ast til vart fram­hjá neinum að Gaut­i ­Geirs­son, 22 ára gam­all, var ráð­inn í hálft starf sem að­stoð­ar­maður utan­rík­is­ráð­herra í lið­inni viku. Þar fær hann sam­bæri­leg laun, ­fyrir hálft starf, og sér­fræð­ingar innan ráðu­neyt­is­ins fá í grunn­laun. Gauti er ­nemi í HR þar sem hann lærir rekstr­ar­verk­fræði, hefur starfað sem háseti og ­vél­stjóri á tog­ara og far­þega­skipum og var kosn­inga­stjóri hjá Fram­sókn­ar­flokknum á Ísa­firði í síð­ustu kosn­ing­um. Hann er einnig for­mað­ur­ ­Fé­lags ungra fram­sókn­ar­manna á norð­an­verðum Vest­fjörðum og rit­ari Félags ungra fram­sókn­ar­manna. 

Það verður seint sagt að ofan­greindir aðstoð­ar­menn séu sam­kvæmt þeirri for­skrift ­sem umboðs­maður Alþingis kall­aði eft­ir. Eng­inn þeirra er reynslu­mik­ill, með­ ­mikla þekk­ingu á þeim mála­flokkum sem þeir starfa að en virð­ast flestir eiga það sam­eig­in­legt að hafa „reynslu úr póli­tískum ­störfum fyrir stjórn­mála­flokk­ana.“ Þ.e. Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæð­is­flokks.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None