hleðslustöð
Auglýsing

Margt bendir til þess að stað­fest­ing Lofts­lags­sátt­mál­ans, sem fer fram að við­stöddum um 150 þjóð­ar­leið­togum í höf­uð­stöðvum Sam­ein­uðu þjóð­anna 22. apríl næst­kom­andi, verði einn áhrifa­mesti við­burður í efna­hags­lífi heims­ins um langt skeið. 

Með stað­fest­ingu sátt­mál­ans hafa rík­is­stjórnir allra helstu iðn­ríkja heims skuld­bundið sig til að draga úr losun gróð­ur­húsa­lof­t­eg­unda og einnig að styðja við nýsköpun og frum­kvöðla­starf­semi þegar kemur að orku­nýt­ing­u. 

Fram­tíðin er ekki í olíu, heldur í öðrum vist­vænum orku­gjöf­um. Það eru stóru skila­boðin sem senda verða út, að þessu sinni form­lega með öllum þeim þunga sem það þýð­ir. 

Auglýsing

Núna mun reyna á ríki heims­ins, sem búa yfir þekk­ingu á vist­vænum orku­gjöfum og hafa burði til þess að hrinda í fram­kvæmd stefnu­breyt­ingu. Ísland til­heyrir fámennum hópi ríkja (hugs­an­lega er ekk­ert land í heim­inum í betri stöðu) sem raun­veru­lega getur breytt hratt um stefnu, og sent skila­boð til umheims­ins í þessu efn­um.

Jarð­hiti og vatns­afl eru helstu orku­gjafar lands­ins, og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er mögu­legt að byggja upp inn­viði fyrir raf­bíla­væð­ingu alls svæð­is­ins, til­tölu­lega hratt. Það sem þarf til er póli­tískur vilji, fram­sýni og dug­ur. Eng­inn þarf að efast um að efn­hags­lega myndi það borga sig fyrir okkar litla ríki, að spara þjóð­ar­bú­inu gjald­eyr­inn sem fylgir olíu­kaup­unum fyrir bíla­flot­ann. 

Bíl­aðin­að­ur­inn stendur á tíma­mót­um, ekki síst eftir að Tesla Motors kynnti Model 3 bíl sinn fyrir nokkrum vik­um, en hann fer form­lega í sölu á næsta ári. Hann mun kosta nýr 35 þús­und Banda­ríkja­dali, eða sem nemur 4,5 millj­ónum króna. Hann er að öllu leyti sam­keppn­is­hæfur við aðra bíla sem ganga fyrir olíu, fyrir sama pen­ing, og margir segja bíl­inn vera mun betri. Bíll­inn er fyrir almenn­ing, ekki bara hina ríku.

Þetta þýðir að tækni­lega er bíla­iðn­að­ur­inn búinn að setja stjórn­mála­menn undir þrýst­ing um að styðja við þessa þró­un, með inn­viða­upp­bygg­ingu og fram­sýnum áætl­un­um. Póli­tíska áhættan er tölu­verð, því olíu­iðn­að­ur­inn mun vafa­lítið fara í mik­inn skot­graf­ar­hernað á næstu miss­erum, til að verja sína hags­mun­i. 

Stefnu um inn­viða­upp­bygg­ingu yrði alltaf að setja fram í tíma­settri nákvæmri áætl­un, og aðlög­unin tæki sinn tíma. Það gefur auga leið. 

Ekki er langt síðan að þessi staða var álitin óra­fjarri, en nú hefur hún bankað að dyr­um. Tími aðgerða er runn­inn upp. Ísland er í ein­stakri stöðu til að taka for­ystu í þessum efn­um. Von­andi hafa stjórn­mála­menn þor til að fram­kvæma og sýna fram­sýni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin
Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None