hleðslustöð
Auglýsing

Margt bendir til þess að stað­fest­ing Lofts­lags­sátt­mál­ans, sem fer fram að við­stöddum um 150 þjóð­ar­leið­togum í höf­uð­stöðvum Sam­ein­uðu þjóð­anna 22. apríl næst­kom­andi, verði einn áhrifa­mesti við­burður í efna­hags­lífi heims­ins um langt skeið. 

Með stað­fest­ingu sátt­mál­ans hafa rík­is­stjórnir allra helstu iðn­ríkja heims skuld­bundið sig til að draga úr losun gróð­ur­húsa­lof­t­eg­unda og einnig að styðja við nýsköpun og frum­kvöðla­starf­semi þegar kemur að orku­nýt­ing­u. 

Fram­tíðin er ekki í olíu, heldur í öðrum vist­vænum orku­gjöf­um. Það eru stóru skila­boðin sem senda verða út, að þessu sinni form­lega með öllum þeim þunga sem það þýð­ir. 

Auglýsing

Núna mun reyna á ríki heims­ins, sem búa yfir þekk­ingu á vist­vænum orku­gjöfum og hafa burði til þess að hrinda í fram­kvæmd stefnu­breyt­ingu. Ísland til­heyrir fámennum hópi ríkja (hugs­an­lega er ekk­ert land í heim­inum í betri stöðu) sem raun­veru­lega getur breytt hratt um stefnu, og sent skila­boð til umheims­ins í þessu efn­um.

Jarð­hiti og vatns­afl eru helstu orku­gjafar lands­ins, og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er mögu­legt að byggja upp inn­viði fyrir raf­bíla­væð­ingu alls svæð­is­ins, til­tölu­lega hratt. Það sem þarf til er póli­tískur vilji, fram­sýni og dug­ur. Eng­inn þarf að efast um að efn­hags­lega myndi það borga sig fyrir okkar litla ríki, að spara þjóð­ar­bú­inu gjald­eyr­inn sem fylgir olíu­kaup­unum fyrir bíla­flot­ann. 

Bíl­aðin­að­ur­inn stendur á tíma­mót­um, ekki síst eftir að Tesla Motors kynnti Model 3 bíl sinn fyrir nokkrum vik­um, en hann fer form­lega í sölu á næsta ári. Hann mun kosta nýr 35 þús­und Banda­ríkja­dali, eða sem nemur 4,5 millj­ónum króna. Hann er að öllu leyti sam­keppn­is­hæfur við aðra bíla sem ganga fyrir olíu, fyrir sama pen­ing, og margir segja bíl­inn vera mun betri. Bíll­inn er fyrir almenn­ing, ekki bara hina ríku.

Þetta þýðir að tækni­lega er bíla­iðn­að­ur­inn búinn að setja stjórn­mála­menn undir þrýst­ing um að styðja við þessa þró­un, með inn­viða­upp­bygg­ingu og fram­sýnum áætl­un­um. Póli­tíska áhættan er tölu­verð, því olíu­iðn­að­ur­inn mun vafa­lítið fara í mik­inn skot­graf­ar­hernað á næstu miss­erum, til að verja sína hags­mun­i. 

Stefnu um inn­viða­upp­bygg­ingu yrði alltaf að setja fram í tíma­settri nákvæmri áætl­un, og aðlög­unin tæki sinn tíma. Það gefur auga leið. 

Ekki er langt síðan að þessi staða var álitin óra­fjarri, en nú hefur hún bankað að dyr­um. Tími aðgerða er runn­inn upp. Ísland er í ein­stakri stöðu til að taka for­ystu í þessum efn­um. Von­andi hafa stjórn­mála­menn þor til að fram­kvæma og sýna fram­sýni.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None