hleðslustöð
Auglýsing

Margt bendir til þess að stað­fest­ing Lofts­lags­sátt­mál­ans, sem fer fram að við­stöddum um 150 þjóð­ar­leið­togum í höf­uð­stöðvum Sam­ein­uðu þjóð­anna 22. apríl næst­kom­andi, verði einn áhrifa­mesti við­burður í efna­hags­lífi heims­ins um langt skeið. 

Með stað­fest­ingu sátt­mál­ans hafa rík­is­stjórnir allra helstu iðn­ríkja heims skuld­bundið sig til að draga úr losun gróð­ur­húsa­lof­t­eg­unda og einnig að styðja við nýsköpun og frum­kvöðla­starf­semi þegar kemur að orku­nýt­ing­u. 

Fram­tíðin er ekki í olíu, heldur í öðrum vist­vænum orku­gjöf­um. Það eru stóru skila­boðin sem senda verða út, að þessu sinni form­lega með öllum þeim þunga sem það þýð­ir. 

Auglýsing

Núna mun reyna á ríki heims­ins, sem búa yfir þekk­ingu á vist­vænum orku­gjöfum og hafa burði til þess að hrinda í fram­kvæmd stefnu­breyt­ingu. Ísland til­heyrir fámennum hópi ríkja (hugs­an­lega er ekk­ert land í heim­inum í betri stöðu) sem raun­veru­lega getur breytt hratt um stefnu, og sent skila­boð til umheims­ins í þessu efn­um.

Jarð­hiti og vatns­afl eru helstu orku­gjafar lands­ins, og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er mögu­legt að byggja upp inn­viði fyrir raf­bíla­væð­ingu alls svæð­is­ins, til­tölu­lega hratt. Það sem þarf til er póli­tískur vilji, fram­sýni og dug­ur. Eng­inn þarf að efast um að efn­hags­lega myndi það borga sig fyrir okkar litla ríki, að spara þjóð­ar­bú­inu gjald­eyr­inn sem fylgir olíu­kaup­unum fyrir bíla­flot­ann. 

Bíl­aðin­að­ur­inn stendur á tíma­mót­um, ekki síst eftir að Tesla Motors kynnti Model 3 bíl sinn fyrir nokkrum vik­um, en hann fer form­lega í sölu á næsta ári. Hann mun kosta nýr 35 þús­und Banda­ríkja­dali, eða sem nemur 4,5 millj­ónum króna. Hann er að öllu leyti sam­keppn­is­hæfur við aðra bíla sem ganga fyrir olíu, fyrir sama pen­ing, og margir segja bíl­inn vera mun betri. Bíll­inn er fyrir almenn­ing, ekki bara hina ríku.

Þetta þýðir að tækni­lega er bíla­iðn­að­ur­inn búinn að setja stjórn­mála­menn undir þrýst­ing um að styðja við þessa þró­un, með inn­viða­upp­bygg­ingu og fram­sýnum áætl­un­um. Póli­tíska áhættan er tölu­verð, því olíu­iðn­að­ur­inn mun vafa­lítið fara í mik­inn skot­graf­ar­hernað á næstu miss­erum, til að verja sína hags­mun­i. 

Stefnu um inn­viða­upp­bygg­ingu yrði alltaf að setja fram í tíma­settri nákvæmri áætl­un, og aðlög­unin tæki sinn tíma. Það gefur auga leið. 

Ekki er langt síðan að þessi staða var álitin óra­fjarri, en nú hefur hún bankað að dyr­um. Tími aðgerða er runn­inn upp. Ísland er í ein­stakri stöðu til að taka for­ystu í þessum efn­um. Von­andi hafa stjórn­mála­menn þor til að fram­kvæma og sýna fram­sýni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None