Auglýsing

Nú er mikið rætt um hin svoköll­uðu Panama­skjöl. Fréttir úr þeim valda miklum titr­ingi og við­brögð við birt­ingu gagn­anna hafa sum hver verið gríð­ar­leg. Þau sterk­ustu voru fjöl­menn­ustu mót­mæli Íslands­sög­unnar sem fram fóru 4. apríl síð­ast­lið­inn, þegar á þriðja tug þús­und Íslend­inga söfn­uð­ust ­saman í kringum Alþing­is­hús­ið. Ástæðan var opin­berun á aflands­fé­laga­eign æðstu ráða­manna þjóð­ar­innar í sér­stökum Kast­ljós­þætti deg­inum áður.

Þessi atburða­rás leiddi til þess að Sig­mundur Dav­íð G­unn­laugs­son sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra og ný rík­is­stjórn var mynd­uð. Aflands­fé­laga­eign íslensku ráð­herr­anna þótti heims­frétt og myndir af íslenska ­for­sæt­is­ráð­herr­anum voru á for­síðum stærstu fjöl­miðla heims.

Samt kepp­ast ansi margir við að segja að opin­ber­anir á aflands­fé­laga­eign Íslend­inga sé stormur í vatns­glasi. Að ekk­ert óeðli­legt sé þarna á ferð­inni. Að athafna­fólk, sem búsett hefur verið erlendis til fjölda ára sé bara að stunda sín við­skipti og að það sé ekk­ert sér­stak­lega frétt­næmt. Þetta séu í raun upp­lýs­ingar sem hafi ávallt legið fyrir og engin leynd hvíli yfir­ þeim. Þá hafi und­an­tekn­ing­ar­laust verið greiddir skattar og gjöld af félög­un­um og því ekk­ert ólög­legt við þau.

Auglýsing

Í raun sé birt­ing úr Panama­skjöl­unum sam­særi vinstri manna og val­inna fjöl­miðla sem velji hverjum skuli kasta fyrir ljónin og hverjum skuli hlíft. Og sér­stak­lega sé ámæl­is­vert að yfir­völdum og öðrum fjöl­miðlum en þeim ­sem vinna úr gögnum Panama­lek­ans sé haldið frá þeim. Vinnu­brögð fjöl­miðla sem úr gögn­unum vinna séu þess til þess gerð að gera alla grun­sam­lega og minni meira að segja á vinnu­brögð Hitlers.

Nokkrar stað­reyndir

Í ljósi þess­ara full­yrð­inga, sem eru háværar og fara víða, er ágætt að nokkrar stað­reyndir liggi fyr­ir. Í fyrsta lagi er vert að taka fram að það er ekki til neinn listi um gögnin sem lekið var frá Mossack Fon­seca. Um er að ræða 11,5 milljón gagna sem eru nálægt þrjú tera­bæti að stærð. ICI­J, al­þjóða­sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna, hafa gögnin undir höndum og hafa sett upp gagna­grunn utan um þau. Sam­tökin völdu að fá fjöl­miðla út um allan heim til sam­starfs við ­sig til að vinna úr gögn­un­um, alls 109 tals­ins.

Á Íslandi var sá fjöl­mið­ill sem fékk aðgengi að gögn­unum Reykja­vík­ ­Media, sem fékk síðan fleiri fjöl­miðla til liðs við sig við úrvinnslu gagn­anna. Reykja­vík Media er eini íslenski mið­ill­inn sem getur leitað í gögn­un­um. Hin­ir ­ís­lensku sam­starfsmiðl­arnir vinna síðan úr gögnum í sam­starfi við Reykja­vík­ ­Media. Þeir geta ekki tekið ákvörðun um það að afhenda skjöl­in. Sú ákvörðun verður að vera hjá ICIJ.

Það verður engum hlíft í þessum umfjöll­unum og engum kastað ­sér­stak­lega fyrir ljón­in. Það skiptir engu máli hvort við­kom­andi heit­i ­Sig­mund­ur, Bjarni, Vil­hjálmur eða Jón Ásgeir. Umfjöllun fjöl­miðl­anna verð­ur­ alltaf byggð á sömu grund­vall­ar­for­send­unni: hún verður að eiga erindi við al­menn­ing.

Auður sem varð til í ís­lensku sam­fé­lagi en steig upp til pen­inga­himna

Fyrir liggur að um 800 félög í eigu um 600 Íslend­inga eru ­nefnd í skjöl­un­um. Því er ljóst að tölu­verðan tíma muni taka að vinna úr þeim. Sú for­gangs­röðun sem var ákveðin snérist um að kanna fyrst tengsl ­stjórn­mála­manna og þeirra sem tengj­ast stjórn­málum við aflands­fé­lög í umsjón Mossack Fon­seca. Þar hefur nær öllum kjörnum full­trúum marga ára­tugi aftur í tím­ann verið flett upp.

Það kemur nefni­lega almenn­ingi við hvort að stjórn­mála­menn - sem koma að laga­setn­ingu eða fara með fram­kvæmda­vald rík­is­valds­ins - geymi ­eignir í þekktum skatta­skjól­um, lifi ekki í efna­hags­veru­leika krón­unnar sem all­flestir kjós­endur þeirra þurfa að búa í og greiði mögu­lega ekki sinn skerf til­ ­sam­neysl­unn­ar. Þegar við bæt­ist að upp­lýst hefur verið að sjálf­ur ­for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar var kröfu­hafi í slitabú bank­anna - en ákvað að ­leyna því á meðan að hann kom beint að úrlausn þeirra - þá þarf eig­in­lega ekk­ert að ræða hversu miklu máli frétta­flutn­ingur af þessum málum skipt­ir.

Í öðru lagi var ákveðið að kanna aflands­fé­laga­eign á­hrifa­manna í við­skipta­líf­inu og þeirra sem hafa gegnt trún­að­ar­störfum fyr­ir­ ­mik­il­vægar stoðir sam­fé­lags­ins eins og líf­eyr­is­sjóði. Slíkir sjóðir eru lang um­svifa­mestu fjár­festar í íslenska hag­kerf­inu og sýsla með þús­undir millj­arða króna sem eru í end­an­legri eigu almenn­ings. Það á sann­ar­lega erindi við al­menn­ing ef þeir sem stýra sjóð­unum eru sjálfir í við­skiptum í gegn­um aflands­svæði í sam­starfi við íslenska banka á sama tíma og þeir eru að taka á­kvarð­anir um að fjár­festa líf­eyri íslensku þjóð­ar­inn­ar, oft í sam­starfi við ­sömu banka.

Almanna­hags­mun­irnir varð­andi áhrifa­menn í við­skipta­líf­in­u eru líka mjög ber­sýni­leg­ir. Lít­ill hópur ein­stak­linga spann flókið félaga­net ­sem saug pen­inga út úr íslenska banka­kerf­inu til að kaupa gríð­ar­legt magn eigna inn­an­lands og erlend­is. Nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust var auður þess­ara ein­stak­linga sprott­inn upp úr íslensku sam­fé­lagi. Hann varð til hér­lendis en færð­ur­ ann­að.

Umsvif og völd þess­ara hópa urðu stjarn­fræði­leg. Skýrsla ­rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, um aðdrag­anda og orsakir falls íslensku bank­anna, varp­aði mjög björtu ljósi á þessa stöðu. En heim­ildir hennar náðu ekki til aflands­fé­lag­anna sem voru oftar en ekki enda­stöð þeirra pen­inga sem sog­uð­ust út úr íslenska hag­kerf­inu. Nefndin var ekki með­ heim­ildir til að „elta pen­ing­ana“. Panama­skjölin lýsa upp sum skúma­skot­anna sem sýna hvar þeir pen­ingar eru ­nið­ur­komnir og í hvað þeir hafa verið nýttir á und­an­förnum árum.

Eins og að kaupa ­Ar­mani í out­leti á 60 pró­sent lægra verði

Þessar upp­lýs­ingar skipta almenn­ing máli vegna þess að ­gjörðir umræddra ein­stak­linga höfðu bein áhrif á líf hans. Þegar þeir gátu ekki greitt mörg þús­und millj­arða króna sam­an­lagðar skuldir sínar við íslensku ­bank­anna – pen­inga sem bank­arnir fengu lán­aða hjá útlend­ingum – fóru félög þeirra á haus­inn hvert af öðru og lítið sem ekk­ert skil­aði sér upp í kröfur á flest þeirra. Gjald­eyrir sem feng­inn hafði verið að láni var horf­inn en eft­ir stóðu rosa­legar skuldir við útlenska kröfu­hafa sem hlupu á þús­undum millj­arða króna. Þetta ójafn­vægi hélt Íslandi í helj­ar­g­reipum fjár­magns­hafta árum sam­an­. Höftin voru sett á vegna þess að ekki var til gjald­eyrir til að borga þess­ar skuld­ir.

Þegar upp­lýst er að áhrifa­fólk í við­skipta­líf­inu á stóra ­sjóði í Panama eða á öðrum aflandseyjum - sjóði sem kröfu­hafar þeirra vissu ekki af og komust ekki í - sem það notar til að fjár­magna við­skipta­æv­in­týri sín á Íslandi og víðar eftir hrun þá á það skýrt og brýnt erindi við almenn­ing. Þeir sem komu fé undan með þessum hætti fengu nefni­lega um 50 pró­sent virð­is­aukn­ingu á þetta fé sitt með geng­is­falli krón­unnar eftir hrun. Þeir gát­u ­síðan fengið 20 pró­sent afslátt af eignum á Íslandi með því að flytja það fé aftur hingað í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. Leið sem dæmd­ir ­glæpa­menn máttu meira að segja nýta sér og Seðla­bank­inn neitar að upp­lýsa um hverjir fengu að nota. Alls fengu Íslend­ingar 17 millj­arða króna virð­is­aukn­ing­u ­með því að nota leið­ina. Guð­rún Johnsen, lektor í fjár­mál­um, lýsti þessu svona í grein sem hún birti nýverið á Kjarn­anum: „Þetta er eins og að fara í „out­­let“ í Banda­­ríkj­unum og ­kaupa Armani föt á 50% afslætti og svo 20% afslætt­i ofan á það. Venju­­legur laun­þegi get­ur illa keypt þennan lúx­u­svarn­ing en kæm­ist hann á slíka útsölu á hann hins veg­ar í miklu minni vand­ræðum með­ það, enda verðið nú orðið 60% lægra.

Þeir sem nýtt hafa ­sér þessa leið hafa því getað keypt eignir á Íslandi á bruna­út­sölu­verði sem engum „venju­leg­um“ Íslend­ingi bauðst. Ójafn­ræðið er gríð­ar­legt. Og það skipt­ir ­máli að upp­lýsa um það.

Ómögu­legt að vita hvort skattar hafi ver­ið greiddir

Nán­ast allir sem nefndir hafa verið í  umfjöll­unum um Panama­skjölin hafa klifað á því að allir skattar og gjöld hafi alltaf verið greidd. Þótt ekki sé hægt að ­full­yrða hvort það sé rangt er ekki heldur hægt að full­yrða að það sé rétt ­full­yrð­ing. Sam­kvæmt lögum frá 2010 ber öllum eig­endum aflands­fé­laga að skila CFC eyðu­blaði með skatt­fram­tali sínu með upp­lýs­ingum um skatt­stofna á lág­skatta­svæð­um. Rík­is­skatt­stjóri er ekki með yfir­lit yfir hversu margir aðil­ar hafa skilað CFC eyðu­blaði með skatt­fram­tölum sínum. Auk þess hafa íslensk ­yf­ir­völd nær engin tól til að sann­reyna hvort þær upp­lýs­ingar sem gefnar eru á skatt­fram­tölum um aflandseignir séu rétt­ar. Því byggir allt það kerfi sem á að knýja aflands­fé­laga­eig­endur til að gefa upp allar eignir sínar með réttum hætt­i á því að þeir kjósi að segja satt og rétt frá.

Það er ekk­ert eðli­legt við það þegar lít­ill hópur lands­manna ­segir sig úr efna­hags­legum veru­leika allra hinna. Það á eng­inn aflands­fé­lag bara ­vegna þess að það þykir flott. Fyrir slíkri eign eru tvær meg­in­á­stæð­ur: það ­felur annað hvort í sér „skatta­hag­ræði“ eða það er verið að fela eignir fyr­ir­ ein­hverjum sem má ekki vita hvar þær eru nið­ur­komn­ar. Sá ein­hver geta ver­ið ­yf­ir­völd, kröfu­hafar eða almenn­ingur all­ur. Það er ekki eðli­legt ástand að nokkur hund­ruð Íslend­ingar fái að fara með stórar fjár­hæðir sem urðu til á Ís­landi í aflands­skjól þegar illa árar og geti síðan stýrt þeim aftur inn í landið til eigna­kaupa þegar verð­gildi fjár­hæð­anna hefur hækkað stór­kost­lega ­vegna geng­is­falls og hruns á eign­ar­verði.

Þetta er ekki eðli­legt og það á alls ekki að láta eins og þetta sé eðli­leg­t. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None