Að halda sig lausnina en vera vandamálið

Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son er engum lík­ur. Þótt hann sé slyng­ur ­stjórn­mála­maður af gamla skól­anum þá fækkar þeim alltaf sem falla fyr­ir­ ­leik­þáttum hans, sem snú­ast oftar en ekki um að blása upp mik­il­vægi sinn­ar ­per­sónu fyrir land og þjóð í skrúð­mælg­is­flóði þar sem for­set­inn talar um ­sjálfan sig í þriðju per­sónu. Með greini.

Nú er Ólafur Ragnar þó í vanda. Opin­berað hefur verið að eig­in­kona hans, Dor­rit Moussai­eff, og fjöl­skylda hennar tengj­ast net­i aflands­fé­laga. Þetta er stað­reynd. Og það er líka stað­reynd að eini vit­ræni til­gang­ur þess að eiga félög á Bresku Jóm­frú­areyj­unum eða í Panama eða í öðrum þekkt­u­m skatta­skjólum eru a) til að forð­ast skatt­greiðslur eða b) til að fela eign­ir. Það eru engar aðrar sýni­legar ástæður fyrir slíku eign­ar­haldi.

Nei, nei, nei, nei, nei

Það hefur einnig verið opin­berað að Dor­rit færði lög­heim­il­i sitt frá Íslandi í des­em­ber 2012, eftir að Ólafur Ragnar var kjör­inn for­seti í fimmta sinn. Sú skýr­ing Dor­rit­ar, sem sett var fram í yfir­lýs­ingu nokkrum mán­uð­u­m ­síð­ar, um að færslan væri til­komin vegna þess ráð­staf­ana sem for­seta­frúin hefð­i ­gert „þegar horfur voru á að eig­in­maður minn yrði ekki lengur for­seti“ held­ur ekki. Í des­em­ber 2012 voru nefni­lega engar horfur á því að Ólafur Ragnar yrð­i ekki lengur for­seti. Hann var nýbú­inn að láta kjósa sig enn á ný í emb­ætt­ið.

Auglýsing

Ólafur Ragnar er líka í vanda vegna þess að hann sagði ósatt í við­tali við CNN þegar hann var spurður hvort hann, eig­in­kona hans eða ­fjöl­skylda ættu aflands­reikn­inga. Svar Ólafs Ragnar var: „„Nei, nei, nei, nei, ­nei. Það verður ekki þannig.” Í ljós kom hins vegar að fjöl­skylda Dor­ritar á vítt net aflands­fé­laga og Dor­rit teng­ist þeim. Ólafur Ragnar hefði getað valið að svara ­spurn­ingum CNN með „ég veit það ekki“ eða „ég og eig­in­kona mín erum með­ að­skilin fjár­hag og höfum aldrei rætt fjár­mál hvors ann­ars við hvort ann­að“. En hann kaus að gera það ekki heldur sagði afdrátt­ar­laust „nei“. Fimm sinn­um.

Málin flækt­ust enn þegar breska stór­blaðið The Guar­di­an ­greindi frá því að Dor­rit er ekki einu sinni með lög­heim­ili í Bret­landi. Hún er ­skráð „utan lög­­heim­il­is” (e. non-domici­­le, eða „non-dom“). Það er fyr­ir­­bæri sem þekk­ist hvergi annar staðar í heim­inum en í Bret­landi og gerir auð­ugu fólki kleift að borga lægri skatta þó að það sé ­bú­sett þar í land­i. Í yfir­lýs­ingu sem Dor­rit sendi frá sér á fimmtu­dag sagð­ist for­seta­frúin að hún væri búsett í Bret­landi „þar sem ég hef veitt bresk­um skatta­yf­­ir­völd­um við­hlít­andi upp­­lýs­ing­­ar.“ Nið­ur­staðan eftir yfir­lýs­inga­flóð og allskyns svör frá skrif­stofu for­seta Íslands, sem flest voru mis­mun­andi útgáf­ur af „við vitum það ekki“, er sú að ekk­ert er á hreinu með hvort, hvar og hvernig Dor­rit Moussai­eff hefur verið að borga skatta.

Ólafur Ragnar útskýrir mis­skiln­ing

Í dag steig lands­fað­ir­inn þó fram og útskýrði fyrir þjóð­inn­i að þetta væri bara allt saman mis­skiln­ing­ur. Í hans huga næði hug­tak­ið ­fjöl­skylda bara yfir dætur hans og Dor­rit, ekki for­eldra og systur eig­in­kon­u hans. Þess vegna hafi hann ekk­ert log­ið. Þessi skýr­ing minnir óneit­an­lega á eft­irá­skýr­ingar ann­ars og valda­meiri ­for­seta fyrir 18 árum síðan á því hvers konar kyn­ferð­is­legt athæfi teld­ist ver­a „kyn­mök“ (e. sexual relations) og hvað ekki.

Ólafur Ragnar full­yrti líka, með áður vel þekktri vissu þess ­sem telur sig alltaf vita betur en allir aðr­ir, að umfjöllun Sudd­eutche Zeit­ung (eitt stærsta dag­blað Þýska­lands), The Guar­dian (eins stærsta ensku­mæl­and­i ­fjöl­mið­ils heims) og Le Monde (stærsta dag­blaðs Frakk­lands) um aflands­fé­laga­eign fjöl­skyldu for­seta­frú­ar­innar hefði engin nei­kvæð áhrif á í­mynd Íslands í útlönd­um. Það er álíka fjar­stæðu­kennd full­yrð­ing og að halda því fram að aflands­fé­laga­eign Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, og tauga­á­fall­ið ­sem nán­ast öll heims­byggðin fylgd­ist með honum í beinni rata í í kjöl­far­ið, hefð­i ekki haft nein áhrif á ímynd Íslands utan lands­stein­anna.

Allir útlend­ing­ar, hvort sem þeir eru blaða­menn eða vin­ir, sem ég hef rætt við und­an­far­inn rúman mánuð hafa þá mynd af Íslandi að hér sé eitt­hvað í grund­vall­ar­at­riðum að. Hér séu allar for­sendur til þess að byggja ­upp alls­gnægt­ar­sam­fé­lag sem allir lands­menn og enn fleiri til geti þrif­ist vel í. Af ein­hverjum ástæðum höfum við þó eytt síð­ustu árum í að vera a) þekkt ­fyrir að hafa alið af okkur ein­hverja glæfra­leg­ustu og van­hæf­ustu banka­menn sem sagan hefur augum litið og b) að vera Evr­ópu-, Ólymp­íu- og heims­meist­arar í að eiga aflands­fé­lög miðað við höfða­tölu. Fyrir þessa skrýtnu valda­el­ítu, sem margir ráða­menn þjóð­ar­innar til­heyra, erum við þekkt­ust. Jú, og frá­bæra tón­list­ar­menn.

Varð­menn kerfis sem mis­munar

Það er auð­vitað lýð­ræð­is­legur réttur Ólafs Ragn­ars að draga þjóð­ina á asna­eyrum áfram og láta sem ekk­ert sé athuga­vert við þá stöðu sem er upp­i­. Það breytir því ekki að allt er athuga­vert við hana. Hún opin­berar að í land­in­u ­búa tvær þjóð­ir. Sú sem teng­ist aflands­fé­lögum og vistar ýmsar eignir í þeim vegna skatta­hag­ræðis eða leynd­ará­vinn­ings, og hin. Ólafur Ragnar til­heyrir þeirri ­fyrri. Þorri Íslend­inga hinni síð­ari.

Ólafur Ragnar er því fram­bjóð­andi elít­unn­ar. Þeirra sem vilja við­halda valda­ó­jafn­vægi í sam­fé­lag­inu með þeim hætti að fáir menn, í kraft­i ó­bilandi trúar á eigin yfir­burði, ráði sem mestu. Þeirra sem standa varð­stöð­u um óbreytt kerfi gríð­ar­legrar mis­skipt­ingar auðs, áhrifa og valda. Þeirra sem reka póli­tík sem gengur út á að ala á hræðslu við hið óþekkta til að rétt­læta eigin til­veru.

Þeirra sem líta á sig sem lausn­ina, en eru í raun ­vanda­mál­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None