Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, varð um helg­ina fyrstur stjórn­mála­leið­toga til að opin­bera áherslur síns flokks í kosn­ing­unum sem fyr­ir­hug­aðar eru í októ­ber. Í þætt­inum Sprengisandi sagð­i hann að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi í fyrsta lagi beita sér fyrir áfram­hald­and­i ­stöð­ug­leika í land­inu og að ríkið yrði rekið með ábyrgum hætti. Það yrði einnig passað upp á að kerfum yrði ekki koll­varpað og að staðið yrði gegn því að ný ­stjórn­ar­skrá myndi verða tekin upp.

Í öðru lagi sagði Bjarni að flokk­ur­inn ætl­aði sér að koma betur til móts við ungt fólk á Íslandi, sér­stak­lega í hús­næð­is­mál­um, þótt að ungt fólk hefði reyndar aldrei haft það betra. Í þriðja lagi ætl­aði flokk­ur­inn að beita sér í vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­málum í breið­u­m skiln­ingi.

Þótt yfir­lýs­ing Bjarna hafi fallið er í skugga þeirrar ótrú­legu atburða­rásar sem varð í for­seta­fram­boðs­málum á síðust­u ­dögum er hún samt sem áður stór­merki­leg.

Auglýsing

Stöð­ug­leik­inn í efna­hags­upp­risu

Það er rétt að efna­hags­leg end­ur­reisn Íslands hefur gengið mjög vel og því hljóm­ar ekki óskyn­sam­lega að veðja á stöð­ug­leika sem kosn­ing­ar­vopn. Við höfum risið upp­ úr ösku­tónni í mjög góða efna­hags­lega stöðu. Sú end­ur­reisn byggir á þrennu:

Í fyrsta lagi því að síð­ustu þrjár rík­is­stjórnir hafa kom­ist upp með að taka ­for­dæma­lausar ákvarð­anir sem alþjóða­sam­fé­lagið hefur við­ur­kennt og/eða sætt sig við. Þessar ákvarð­anir hafa skilað háum ein­skiptis­tekjum á borð við arð­greiðslur úr bönk­um, tekjum vegna sér­stakra banka­skatta og ­stöð­ug­leika­fram­laga. Þetta eru hins vegar ekki sjálf­bærar tekjur sem við get­u­m ­treyst á til fram­tíð­ar.

Í öðru lagi vegna þess að gjald­eyr­is­tekjur hafa marg­faldast, ann­ars vegar vegna þess að fjöldi ferða­manna hefur auk­ist um 800 þús­und frá árinu 2008 - farið úr 472 þús­und í 1.261 þús­und – og hins vegar vegna þess að land­helgi okkar fyllt­ist af mak­ríl. Báðar breyt­urnar eru frá­bærar fyrir Ísland en hvorug er þess eðl­is­ að rík­is­stjórn­ir, núver­andi eða fyrr­ver­andi, geti eignað sér til­urð þeirra. Jón Dan­í­els­son, pró­fessor í hag­fræði, sagði nýverið í sjón­varps­þætti á Hring­braut að heppni útskýrði hag­vöxt á Íslandi á und­an­förnum árum.

Í þriðja lagi ríkir hér efna­hags­legur stöð­ug­leiki vegna þess að við erum með mjög ­sterk fjár­magns­höft. Höft sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar, sá sem fær borguð laun í krónum og á ekki fjár­muna­eignir erlend­is, þarf að lifa við. Höftin hafa gert það að verkum að hægt er að hand­stýra gengi gjald­mið­ils­ins og mun auð­veld­ara er að láta stýri­tæki Seðla­bank­ans halda niðri verð­bólgu. Hin lága verð­bólga er ­reyndar fyrst og síð­ast vegna utan­að­kom­andi þátta –að mestu hruns á verði olíu á heims­mark­aði – en ekki vegna hag­stjórnar inn­an­lands, enda er und­ir­liggj­and­i inn­lend verð­bólga að jafn­aði fjögur til fimm pró­sent.

Ofan­greint sýnir því að það er ekki und­ir­liggj­andi valda­kerfi íslensks sam­fé­lags sem hafa orsakað þann efna­hags­bata og stöð­ug­leika sem Íslend­ingar búa við í dag. Og þegar höftum verður lyft að ein­hverju leyti kemur í ljós hversu vel kerfi sam­fé­lags­ins, sem hefur nánast ekk­ert verið breytt frá því fyrir hrun, þola frels­ið.

Afleið­ing póli­tískra ákvarð­ana

Í öðru lagi ætlar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að ­mæta ungu fólki, og taka sér­stak­lega á stöðu þess á hús­næð­is­mark­aði. Þetta vil­yrði vekur upp mjög gilda spurn­ingu um hvað sé orsök og hvað sé afleið­ing.

Ungt fólk á sann­ar­lega erfitt með að kom­a undir sig fót­unum í sam­fé­lag­inu í dag. Það á mjög erfitt, án aðgangs að með­gjöf ­fjöl­skyldu eða vel­gjörð­ar­manna, með að eign­ast eigið hús­næði. Það hefur líka set­ið eftir í kaup­mátt­ar­aukn­ingu und­an­far­inna ára­tuga sem gerir því enn erf­ið­ar­a ­fyrir að greiða fyrir hús­næði á mun dýr­ari leigu­mark­aði. Ein ástæða þess að ­kaup­mátt­ar­aukn­ing þeirra er minni en ann­arra  er sú að menntun er ekki metin til launa á Íslandi á sama hátt og á öðrum Norð­ur­lönd­um. Við rekum auð­linda­drifið hag­kerfi, ekki mannauðs­drif­ið, og hvatar kerf­is­ins sem er við lýði taka allir mið af því. Þótt ungt fólk sé alltaf að mennta sig meira og meira þá hefur það lítil sem engin áhrif á budd­u þess. Hag­kvæm­ast væri að fara að vinna í auð­linda­tengdum atvinnu­vegi strax eftir grunn­skóla. Það myndi skila betri bók­halds­legri nið­ur­stöðu úr líf­inu.

Ef við horfum afmarkað á stöð­una á hús­næð­is­mark­aði þá er hún afleið­ing af póli­tískum ákvörð­unum síðust­u ­rík­is­stjórna. Í fyrsta lagi er hún afleið­ing af því að ferða­mönnum hef­ur ­fjölgað mun meira en gisti­rýmum til að hýsa þá. Vegna þessa hefur orð­ið gull­graf­ara­æði í útleigu íbúða­hús­næðis til ferða­manna og stjórn­völd eft­ir­hrunsár­anna hafa lítið sem ekk­ert gert til að stemma stigu við þeirri ­þróun með laga- eða reglu­setn­ingu sem tak­markar slíka útleigu. Það var póli­tískt val að láta hlut­ina þró­ast með þeim hætti, ekki ein­hvers­kon­ar ó­um­flýj­an­leiki. Bæði vinstri­st­jórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur og núver­andi sam­steypu­stjórn­ bera ábyrgð á þessu ástandi.

Í öðru lagi hefur haftaum­hverfið gert það að verkum að fjár­festar hafa í mjög auknum mæli fjár­fest í íbúð­ar­hús­næði, bæð­i ­vegna þess að það hefur reynst afar arð­bært og vegna þess að skortur hef­ur verið á fjár­fest­inga­tæki­færum innan hafta. Sumir þeirra hafa komið með háar fjár­hæð­ir utan frá í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands og þar með fengið 20 ­pró­sent afslátt á eign­unum sem þeir kaupa. Þetta er stór­eigna­fólk sem á fjár­muna­eignir á erlendum banka­reikn­ingum og algjör leynd hvílir yfir því hvaða ­fólk það er sem nýtti sér þessa leið til að hagn­ast mjög á íslenskum aðstæð­um. Þessi ­leið var sett upp í tíð vinstri­st­jórn­ar­inn­ar.

Í þriðja lagi ákvað sitj­andi rík­is­stjórn­ að greiða hluta þjóð­ar­inn­ar, mest megnis eldra fólki sem átti þegar eign­ir, 80 millj­arða króna í skaða­bætur vegna verð­bólgu­skots sem varð á árunum 2008 og 2009. Verð­bólgu­skots sem mark­að­ur­inn var þegar löngu búinn að leið­rétta þeg­ar ­leið­rétt­ing­ar­pen­ing­arnir voru greiddir úr rík­is­sjóði. Þessi aðgerð, sem var póli­tískt val­kvæð, hafði gríð­ar­leg ruðn­ings­á­hrif á hús­næð­is­mark­að­inn. Frá­ ­byrjun árs 2011 og til loka síð­asta árs hækk­aði hús­næð­is­verð um 50 pró­sent. ­Spár gera ráð fyrir að það muni hækka um 30 pró­sent til loka árs 2018. Það þýðir að verð á íbúðum mun tvö­fald­ast á átta ára tíma­bili, og sú upp­hæð sem ungt fólk þarf a) að eiga í útborgun og b) að taka að láni hækkar í takti við það.

Vanda­málið sem blasir við ungu fólki á hús­næð­is­mark­aði í dag er því heima­til­bú­ið. Það er afleið­ing af póli­tískri ­stefnu þeirra sem ætla nú að móta póli­tíska stefnu til að leysa það.

Vilja gera við bíl­inn sem þau klesstu

Í þriðja lagi ætlar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að setja vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­mál á odd­inn. Meðal ann­ars mál­efni þeirra sem lifa á bót­um. Og það er algjör­lega óhætt að segja að þessir mála­flokkar hafi ­setið á hak­anum frá hruni.

Sú þjón­usta sem íslenskir launa­menn greiða ­fyrir með skött­unum sínum hefur hrakað á vakt síð­ustu tveggja rík­is­stjórna. Og ­fyrir því finnur almenn­ingur til­finn­an­lega. Í bættri vel­ferð­ar­þjón­ustu felast mjög aukin lífs­gæði fyrir flesta Íslend­inga sem hafa ekki tæki­færi til að kaupa þau lífs­gæði með upp­söfn­uðum auði.

Þessi skerta þjón­usta er ekki bundin við þá mála­flokka sem ríkið heldur á, sem eru almanna­trygg­inga­kerf­ið, heil­brigð­is­kerfið og mennta­kerf­ið. Hún er líka á for­ræði sveit­ar­fé­lag­anna, sem eru mörg hver ekki lengur í stöðu til að halda uppi því þjón­ustu­stigi í grunn­skól­um, leik­skól­um, í umönnun fatl­aðra eða í þjón­ustu við aldr­aða sem ætl­ast er til vegna ­tekju­skorts.

En, líkt og með hús­næð­is­kerf­ið, þá var það póli­tískt val að for­gangs­raða ekki meira í þágu vel­ferð­ar­kerf­is­ins. Sér­stak­lega á síð­ustu árum þegar afgangur hefur verið af rík­is­rekstri. Og því er dálít­ið ó­dýrt að ætla að lofa fyrir næstu kosn­ingar að gera við bíl­inn sem þú klesstir ­sjálf­ur.

Kerfin sem skapa sund­ur­lyndið

Öll ofan­greind kerfi eru hluti af þeirri heild sem Bjarni og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ætla að sjá til þess að verði ekki koll­varp­að. Fyrsta kosn­inga­mál flokks­ins verður varð­staða um þessi kerfi. Þau ríma mjög vel við þær áherslur sem fyrrum for­maður flokks­ins sem nú sækist eftir því að verða for­seti ætlar að leggja til grund­vallar sínu fram­boði. Þar er kerf­is­vörn og and­staða við nýja stjórn­ar­skrá ráð­andi tónn.

Þessi kerfi sem mönn­unum er svo umhugað að verja eru kerfi sem þrifast á mik­illi mis­skipt­ingu auðs, tæki­færa, lífs­gæða og ­valds. Kerfi sem almenn­ingur hefur aldrei treyst jafn illa sem stýrt er af ­stjórn­mála­mönnum sem almenn­ingur ber lítið traust til. Kerfi sem er að mörg­u ­leyti ástæðan fyrir tor­tryggn­inni og sund­ur­lynd­inu sem er í íslensku sam­fé­lag­i, ekki límið sem heldur því sam­an. 

Um þetta verður kosið í kom­and­i ­for­seta­kosn­ingum og kom­andi þing­kosn­ing­um. Um hvort við viljum við­halda gömlu ­valda­kerf­unum sem mis­muna gríð­ar­lega, eða hvort við viljum ný og rétt­lát­ari ­kerfi. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None