Heimsfrægð, lukkuriddarar og erfiða aðlögunin eftir að EM-bubblan sprakk

Íslenskt almúgafólk var eins og stórstjörnur á götum Parísar síðustu daga. Framundan eru erfið samtöl hjá mörgum við bankann. Órjúfanlega heildin sem myndaðist er að leysast upp í sínar gömlu einingar. Og stutt er í að hefðbundna rifrildið hefjist aftur.

Ísland
Auglýsing

Það getur stundum verið flókið að búa á fákeppn­is-eyju. Sér­stak­lega þegar þús­undir manna reyna að panta sér flug á sama áfanga­stað­inn til að reyna að verða hluti af ein­hverju ógleym­an­legu. Það reyndi því sér­stak­lega á útsjón­ar­sem­ina þegar óstöðv­andi vilji færð­ist yfir til að vera í París í annað sinn á viku til að sjá íslenska lands­liðið spila við stór­þjóð.

Strax var úti­lokað að fara í gegnum lukku­ridd­ara sem sáu sér tæki­færi í skyndigróða­braski. Þetta voru allt ævin­týri sem voru dæmd til að enda illa, líkt og þau gerðu nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust. Það má kalla svona lagað íslenska-draum­s-heil­kenn­ið, nema í stað þess að braska með Ópal-sí­gar­ettur átti að smyrja vasana með smá­lánum órvænt­inga­fullra Íslend­inga með því að leigja flug­vélar eða bjóða upp á milli­göngu um miða með súr­r­eal­ískri álagn­ingu.

Íslensku stuðningsmennirnir hafa vakið heimsathygli. MYND/EPAÁ end­anum tókst okkur að klístra saman ferð sem bauð upp á hálfan sól­ar­hring í Vín á leið­inni út og beint flug heim, á um 60 pró­sent af því sem lukku­ridd­ar­arnir voru að selja sínar ferðir á. Og með því að kaupa mið­anna beint af UEFA þá greiddum við um 15 pró­sent af því sem maður heyrði að sumt fólk hafi borgað milli­göngu­mönnum fyrir sína.

Heims­fræg um eina helgi

Það var merki­leg upp­lifun að vera Íslend­ingur í París um liðna helgi. Í leigu­bílnum inn í borg­ina, að kvöldi laug­ar­dags, keyrðum við í gegnum rauða hverf­ið, sem dags dag­lega er heima­völlur vændiskvenna og versl­ana sem selja DVD-klám, en hefur und­an­farið verið und­ir­lagt af Íslend­ing­um. Þegar við nálg­uð­ust O´Sulli­van-bar­inn, sem hefur að mestu spilað „Lífið er ynd­is­legt“ og Bubbalög síð­ustu vik­urn­ar, heyrð­ist hið fræga „Huhh“ úr fjarska. Fyrir utan bar­inn voru þús­undir Íslend­inga á öllum aldri, fjöl­skyldu­fólk, djamm­hetj­ur, for­stjór­ar, lag­er­starfs­menn og allt þar á milli, að kyrja þetta fræga fagn. Að flykkt­ust Frakkar og aðrir áhuga­samir til að taka þátt í gjörn­ingn­um.

Í raun má segja að íslenska þjóðin hafi verið eins og kvik­mynda­stjörnur í sjálfri París um eina helgi. Fólk þyrpt­ist út á götu til að fagna okkur hvert sem farið var, vildi fá myndir af sér með Íslend­ingum og taka „Huhh“ fagn­ið. Það vildi vita hvernig við teldum að leik­ur­inn myndi fara og allir ósk­uðu okkur vel­farn­að­ar. Blessi Frakka. Því­líkt dásemd­ar­fólk. Sam­an­dregið virt­ist mun meiri stemmn­ing fyrir Íslend­ing­unum en nokkurn tím­ann franska lands­lið­inu, sjálfum heima­mönn­um.

Auglýsing

Súper­stjörn­urnar voru síðan Tólfu­með­limir og aðrir reynslu­boltar sem höfðu fylgt lið­inu vikum sam­an. Þykkir, veð­ur­barnir og sól­brunnir menn á fer­tugs­aldri á síð­ustu metrum yfir­drátt­ar­heim­ild­ar, síð­ustu skrefum and­legrar inn­eignar og korteri frá lifra­skemmd voru eins og Brad Pitt heið­ar­legu og jákvæðu knatt­spyrnu­bull­unnar í nokkra daga.

Vildu ekki yfir­gefa bubbluna

Leik­ur­inn fór eins og hann fór. Íslenska liðið virt­ist aldrei lík­legt. Varn­ar­línan virt­ist vera að spila allt of fram­ar­lega miðað við þann hraða sem hún býr yfir og ákvörðun Frakk­anna að pressa ekki öft­ustu menn neyddi okkur í meira spil og minni kýl­ingar en liðið hafði kom­ist upp með til þess. Það virt­ist skapa vand­ræði og Plan-B virt­ist aldrei vera sýni­legt.

Það er erfitt að greina hvað olli því hversu lélegir íslensku strák­arnir voru í fyrri hálf­leik. Kannski voru þeir saddir eftir þann ótrú­lega árangur sem þeir höfðu þegar náð. Kannski var bens­ínið á örþreyttum búk­unum búið eftir þær ótrú­lega aðfarir og fórnir sem þeir höfðu sýnt af sér í fyrri leikj­um. Kannski var spennu­stígið ein­fald­lega ekki rétt stillt. Þessu má velta enda­laust fyrir sér. En nið­ur­staðan var sú að Frakkar gengu gjör­sam­lega frá okkur á 45 mín­út­um. Ekk­ert sem ein­kenndi íslenska liðið í fyrstu fjórum leikjum móts­ins var til stað­ar. Ég man varla eftir því að hafa séð íslenskt lands­lið vera svona rosa­lega yfir­spil­að, og ég er búinn að sjá nær alla lands­leiki, oft á tíðum afar slakra, lands­liða okkar frá því snemma á níunda ára­tugn­um.

Frakkland reyndist of stór biti fyrir íslensku hermennina. MYND/EPAÞað er í þessu ljósi sem seinni hálf­leik­ur­inn var svo stór­kost­leg­ur. Hversu mörg lands­lið sem keppa á EM myndu hafa karakter í að setja kass­ann út, 4-0 undir í hálf­leik, og reyna eins og ljón að vinna leik­inn. Enda vannst sá síð­ari 2-1 og Ísland hefði alveg getað skorað fleiri mörk ef ekki væri fyrir Hugo Llor­is. Frakkar skor­uðu á hinn bóg­inn úr nær öllum færum sínum í leikn­um.

Ein ástæða þessa var sú að það var ein­fald­lega ekk­ert annað í boði. Tugir þús­unda Íslend­inga hafa fylgt lið­inu, í nokkrum holl­um, og ásamt leik­mönn­unum búið til eft­ir­minni­leg­ustu sögu yfir­stand­andi EM. Sög­una um pinku­litla liðið með sturluðu áhorf­end­urna sem gat.

Stuðn­ings­menn Ísland voru sem fyrr frá­bær­ir. Það sást vel fyrir leik hversu ótrú­legt þetta ævin­týri er allt saman þegar allur Stade De France, sem tekur yfir 80 þús­und manns, tók undir í vík­inga­klapp­inu fræga. Það skal fulll­yrt að árangur Íslenska lands­liðs­ins og frammi­staða íslenskra stuðn­ings­manna á þessum risa­stóra vett­vangi sé jákvæð­asta land­kynn­ing sem íslensk þjóð hefur nokkru sinni orðið fyr­ir. Það er raunar stað­fest í mæl­ing­um.

Þrátt fyrir að íslenska liðið væri að skíttapa þá sungu og klöpp­uðu íslensku stuðn­ings­menn­irnir stans­laust. Þessi leikur snérist alls ekki bara um það sem var að ger­ast á vell­in­um, heldur var hann upp­skeru­há­tið móts­ins í huga Íslend­ing­anna á pöll­un­um. Við fengum líka ljóð­rænt augna­blik að gjöf þegar Kol­beinn Sig­þórs­son skor­aði fyrra mark liðs­ins, nán­ast á nákvæm­lega sama tíma og stúkan lauk við að syngja, enn einu sinni, „Ég er kom­inn heim/­Ferða­lok“ fyrir umheim­inn.

Þegar leiknum lauk týnd­ust tug­þús­undir stuðn­ings­manna Frakka fljót­lega af vell­in­um. Hálf­tíma eftir að lokaflautið gall var nær eng­inn Íslend­ingur far­inn. Fólk vildi ekki að veran í EM-bubblunni myndi enda og ætl­aði að ná allra síð­ustu drop­unum úr þessum dásam­lega veru­leikaflótta sem ævin­týrið hefur ver­ið.

Heildin leys­ist upp í litlar ein­ingar

Og nú er þetta allt saman búið. Loka­punkt­ur­inn var fögn­uð­ur­inn á Aust­ur­velli í gær þegar strák­arnir snéru aftur heim til að taka „Huhh“-ið með þjóð­inni, fyrir heims­byggð­ina. 

Stjórn­mála­menn­irnir stóðu bless­un­ar­lega til hliðar og hápunktur hátíð­ar­hald­anna fyrir mér var ræða Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, fyrir það hversu stutt hún var. Sig­urður Ingi fær plús í kladd­ann frá mér fyrir að reyna ekki að stela þrumu sem hann á ekk­ert meira í en við rest­in. Þá var það líka skyn­sam­leg ákvörðun hjá skipu­leggj­endum að láta ÓIaf Ragnar Gríms­son ekki tala fyrr en flestir voru hættir að horfa. Þá gat hann sett þetta allt saman í sam­hengi við sig og erlenda elít­u-kunn­ingja sína í róleg­heit­unum og löngu máli, en aðrir verið í friði frá þeirri rað­end­ur­teknu upp­á­komu.

Næstu vikur verða erfðar þeim sem lengst höfðu verið erlendis og barist í því sem Big-Pete kall­aði stærstu vík­inga­inn­rás inn á meg­in­land Evr­ópu frá ell­eftu öld­inni. Maður getur ímyndað sér að nú taki við átök við afleið­ing­arn­ar, jafnt lík­am­lega, and­lega og fjár­hags­lega. Skrefin í bank­ann og sam­tölin við mak­ann verða ugg­laust þung. Von­andi verða minn­ing­arnar nægj­an­legt mót­vægi.

Ein heild leys­ist nú upp í allar sínar litlu ein­ing­ar. For­stjór­arnir og fjár­mála­fólkið rífa sig úr þvölum lands­lið­s­treyj­unum og H&M-stutt­bux­unum og fara aftur í jakka­fata­bún­ing­inn til að græða pen­inga. Lag­er­starfs­mað­ur­inn fer aftur á lag­er­inn. Fólkið utan af landi fer aftur þangað og við borg­ar­bú­arnir aftur í Latté-soll­inn. Og það er stutt í að við förum að ríf­ast aftur um allt sem við erum ósam­mála um.

Von­andi hefur þessi lífs­reynsla sem árangur lands­liðs­ins, og sam­staða þjóð­ar­innar vegna hans, þó kennt okkur eitt­hvað. Við getum nefni­lega verið ósam­mála um margt en samt sam­ein­ast um ýmis­legt. Í því felst ekki að kok­gleypa skoð­anir og mein­ingar ann­arra sem þú ert ósam­mála heldur kannski að læra betur að finna mála­miðl­anir sem við getum sætt okkur við, og fylkt okkur á bak­við það sem við erum sam­mála um, sama hvenær það kem­ur.

Lestu fjórða pistil Þórðar Snæs um EM.

Lestu þriðja pistil Þórðar Snæs um EM.

Lestu annan pistil Þórðar Snæs um EM.

Lestu fyrsta pistil Þórðar Snæs um EM.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None