Auglýsing

Ísland hefur alltaf verið land þar sem valda­klíkur hafa getað valið þær upp­lýs­ingar sem almenn­ingur fær um ákvarð­anir þeirra og athafn­ir. Oft­ast nær hefur dugað að humma af sér beiðni um slíkar upp­lýs­ingar eða beita fyrir sig rúmri túlkun á þagn­ar­skyldu­á­kvæðum laga en þegar óþægi­legir þrá­ast við hafa ráða­menn byrst sig við þá og jafn­vel reynt að grafa undan til­gangi þeirra og trú­verð­ug­leika á opin­berum vett­vangi. Skila­boðin eru skýr, þetta kemur ykkur ekk­ert við.

En ákvarð­anir sem hafa gíf­ur­leg áhrif á sam­fé­lagið sem við búum í, og und­ir­liggj­andi per­sónu­legir hags­munir þeirra sem taka þær ákvarð­an­ir, snerta okkur öll með beinum hætti. Þótt margt hafi breyst til hins betra með upp­lýs­inga- og tækni­þróun und­an­far­inna ára, og með brott­hvarfi hlið­varða umræð­unn­ar, þá tíðkast enn að háir herr­ar, og mik­il­vægar stofn­an­ir, kom­ist upp með að svara ekki mik­il­vægum spurn­ing­um.

Seðla­bank­inn segir nei

Seðla­banki Íslands hefur leikið lyk­il­hlut­verk í hafta­rík­inu Íslandi. Hann hefur stýrt höft­unum og ákveðið hverjir hafi fengið tæki­færi til að hagn­ast á þeim. Það gerði hann meðal ann­ars með gerð fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar svoköll­uð­u. 

Auglýsing

Sam­kvæmt henni fengu þeir sem áttu erlendan gjald­eyri að skipta honum í gegnum Seðla­bank­ann fyrir íslenskar krónur með um 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu. Alls komu 206 millj­arðar króna inn í íslenskt efna­hags­líf með þessum hætti og þeir sem áttu þá pen­inga fengu þannig 48,7 millj­arða króna í virð­is­aukn­ingu fyrir það eitt að skipta útlensku pen­ing­unum sínum fyrir íslenska. Þeir fengu því 23,6 pró­sent afslátt af þeim eignum sem þeir keyptu fyrir pen­ing­inn sem þeir fluttu til Íslands. Á meðal þeirra sem nýttu sér þessa leið voru 794 inn­lendir aðil­ar. Greint hefur verið frá því í fjöl­miðlum að á meðal þeirra sem hafi gert slíkt séu menn sem hafi hlotið refsi­dóma fyrir efna­hags­brot. Alls fengu þessir íslensku aðilar 72 millj­arða króna fyrir gjald­eyr­inn sem þeir skiptu í íslenskar krón­ur. Afslátt­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðlabank­ans er um 17 millj­arða króna. 

Seðla­bank­inn neitar að upp­lýsa hverjir það eru sem fengu þetta ein­staka tæki­færi til að græða pen­inga og eign­ast íslenskar eignir með afslætti og ber fyrir sig þagn­ar­skyldu. Það er því t.d. ekki hægt að bera saman þennan hóp við þann sem var opin­ber­aður í Panama­skjöl­un­um. Þar kom fram að hópur Íslend­inga eigi faldar eignir í erlendum skatta­skjól­um. Margir þeirra eru menn sem runnu ævin­týra­lega á rass­inn í kjöl­far hruns­ins og borg­uðu ein­ungis brota­brot af skuldum sín­um. Samt sitja þeir á gull­kistum á suð­rænum eyjum og stýra umfangs­mik­illi fjár­fest­inga­starf­semi, og borga fyrir upp­haf­inn lífs­stíl, með þeim óút­skýrðu pen­ingum sem þar eru.

Eitt þeirra mála sem opin­beruð voru með Panama­skjöl­unum teng­ist skulda­upp­gjöri félaga sem Jón Ásgeir Jóhann­es­son, dæmdur hvít­flibbaaf­brota­maður sem hefur ein­ungis greitt brota­brot af þeim skuldum sem félög hans söfn­uðu upp fyrir hrun­ið, gerði við slita­stjórn Glitn­is. Í því skulda­upp­gjöri var panömsku félagi, stýrt af Jóni Ásgeiri og eig­in­konu hans, veitt heim­ild frá Seðla­banka Íslands til að greiða hluta af skuldum félaga sem Jón Ásgeir stýrði með skulda­bréfum útgefnum af Íbúða­lána­sjóði. Panamska félag­ið, Guru Invest, fékk fullt verð fyrir umrædd bréf í skulda­upp­gjör­inu. Með skulda­upp­gjör­inu var komið í veg fyrir að hægt væri að setja hin skuldugu félög í þrot og þar með skap­að­ist rými til að færa til eignir þeirra. Ekki er vitað til þess að nokkur annar erlendur aðili - því panam­skt skatta­skjóls­fé­lag er sann­ar­lega erlendur aðili - hafi fengið þessa þjón­ustu hjá Seðla­banka Íslands. Flestir aðrir erlendir aðilar sem eiga íslensk skulda­bréf eru flokk­aðir sem hluti af snjó­hengju og þurfa að veita veg­lega afslætti af eignum sínum til að sleppa út úr íslensku hag­kerfi með pen­ing­anna sína. Það má vel setja spurn­ing­ar­merki um að sú afgreiðsla sem Seðla­bank­inn veitti einum aðila umfram aðra sé í and­stöðu við við­mið stjórn­ar­skrá­ar­innar um jafn­ræði.

Ákvörðun um að heim­ila þessa notkun var tekin innan Seðla­bank­ans. Það var ein­stak­ling­ur, eða ein­stak­ling­ar, sem tóku hana. En Seðla­banki Íslands neitar að upp­lýsa um hver það var sem tók hana, hvaða rök hafi verið fyrir því að taka hana né hvort ein­hverjir aðrir hafi fengið sömu þjón­ustu. Hann ber fyrir sig þagn­ar­skyldu. Okkur kemur þetta ekki við.

Geir segir nei

Þá er auð­vitað ótalið hið fræga sím­tal Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi seðla­banka­stjóra, og Geirs H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, um að veita Kaup­þingi 500 millj­óna evra neyð­ar­lán 6. októ­ber 2008, sama dag og Geir bað guð að blessa Ísland. Gögn frá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hafa síðar sýnt að emb­ættið telur að fjár­mun­irnir hafi að minnsta kosti að hluta verið not­aðir til að kaupa verð­laus skulda­bréf af starfs­mönnum og vild­ar­við­skipta­vinum bank­ans, þótt fyrr­ver­andi stjórn­endur hans neiti því stað­fast­lega að þannig hafi verið í kopp­inn búið. Stað­fest hefur verið að íslenskir skatt­greið­endur töp­uðu um 35 millj­örðum króna á umræddri lán­veit­ingu. Þá er ekki tekið til­lit til tap­aðrar ávöxt­unar á slíkri upp­hæð á þeim tæpu átta árum sem liðin eru frá lán­veit­ing­unni.

Fjár­­laga­­nefnd Alþingis reyndi árum saman að fá afrit af umræddu sím­tali. Það hafa fjöl­miðlar líka gert en án árang­­urs. Birt­ing sam­tals­ins hefur strandað á því að Geir H. Haarde hefur ekki viljað gefa leyfi fyrir henni, en hann vissi ekki að sam­talið hefði verið tekið upp. Og Seðla­bank­inn hefur ekki talið sig hafa heim­ild til að gera það. Þetta kemur okkur heldur ekk­ert við.

For­set­inn segir nei

Emb­ætti for­seta Íslands er oft sagt vera sam­ein­ing­ar­tákn. Sá sem gegnir því er enda þjóð­höfð­ingi og hans hlut­verk á að vera að sam­eina þjóð­ina. Margt má segja um þann for­seta sem nýverið hvarf úr emb­ætti. Flest af því mun hann ugg­laust segja frá sjálf­ur, og túlka með eigin nefi, á næstu árum.

Eitt ótrú­leg­asta mál sem upp kom á hans ferli sem for­seti sner­ist um skatta­mál eig­in­konu hans, Dor­ritar Moussai­eff. Tæpum fimm mán­uðum eftir að Ólafur Ragnar Gríms­son hóf sitt fimmta kjör­tíma­bil sem for­seti Íslands flutti Dor­rit lög­heim­ili sitt frá Bessa­stöðum til Bret­lands. Í yfir­lýs­ingu var það sagt gert vegna starfa hennar fyrir fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sitt, sem stundar aðal­lega við­skipti með dem­anta. Síðar hafa erlendir fjöl­miðlar greint frá því að Dor­rit sé reyndar ekki með lög­heim­ili í Bret­landi heldur sé hún skráð án lög­­heim­ilis eða heim­il­is­­festu þar í landi vegna skatta­­mála.

Í vor var opin­berað að fjöl­skylda Dor­ritar ætti félög í skatta­skjól­um. Kjarn­inn sendi for­seta­emb­ætt­inu ítar­lega fyr­ir­spurn um skatta­mál Dor­ritar í kjöl­far­ið. Þar var spurt út fram­taldar eignir og tekjur for­seta­frú­ar­innar fyrr­ver­andi á þeim tíma sem hún átti lög­heim­ili á Íslandi, hver reikn­aður stofn hennar til greiðslu auð­legð­ar­skatts og við­bót­ar­auð­legð­ar­skatts hefði verið á þeim árum og hvort for­set­inn hefði ein­hverju sinni nýtt sér ónýttan per­sónu­af­slátt maka síns. Enn fremur var spurt hvort að skatta­mál for­seta­hjón­anna hefðu verið til skoð­unar hjá skatt­yf­ir­völdum á árunum 2006-2015.

Fyr­ir­spurnin var send til skrif­stofu for­seta Íslands í byrjun maí, eftir að Ólafur Ragnar hafði ákveðið að hætta við að hætta við að bjóða sig fram vegna þess að fram­komnir fram­bjóð­endur væru ekki nægi­lega merki­legur pappír að hans mati. Fjórum dögum eftir að fyr­ir­spurnin var send hætti Ólafur Ragnar við að hætta við að hætta við.

Fyr­ir­spurn­inni hefur enn ekki verið svar­að. Það hefur ekki einu sinni feng­ist svar frá skrif­stofu for­set­ans hvort það standi til að svara henni efn­is­lega eða ekki. Nið­ur­staðan er sú að okk­ur, almenn­ingi, kemur ekki við hvort að eig­in­kona þjóð­höfð­ingja lands­ins hafi borgað skatta hér­lendis á meðan að hún hafði hér lög­heim­ili.

Sig­mundur Davíð segir nei

Ísland á líka fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra sem var fyr­ir­ferða­mik­ill í umfjöllun sem byggði á Panama­skjöl­un­um. Sá heitir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og telur sig fórn­ar­lamb risa­sam­særis blaða­manna og vog­un­ar­sjóðs­stjóra. Það dugar enda ekk­ert minna til þegar fella þarf yfir­burða­menn af stalli.

Þetta ofsókn­ar­brjál­æði á sér auð­vitað enga stoð í raun­veru­leik­an­um. Þrátt fyrir stór­karla­legar yfir­lýs­ingar um að allt hafi verið lagt á borðið varð­andi skatta­skjóls­fé­lagið Wintris og tengd mál­efni þá er það ekki svo. Sig­mundur Davíð hefur ekk­ert skýrt af viti og ekki svarað neinum þeirra spurn­inga sem skipta máli. Ástæðan er mögu­lega sú að vinir hans í Bít­inu og á Útvarpi Sögu, nán­ast eina fjöl­miðla­fólkið sem for­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi talar við, spyrja hann ekki slíkra spurn­inga.

Sig­mundur Davíð hefur ekki birt neinar upp­lýs­ingar um eignir Wintris, heldur ein­ungis valdar upp­lýs­ingar úr skatt­fram­tölum sem sýna ein­vörð­ungu að eig­in­kona hans hafi greitt ein­hvern skatt vegna auðs síns. Það er ómögu­legt að sjá á þeim gögnum sem Sig­mundur Davíð hefur birt hvort að allur skattur hafi verið greidd­ur. 

Aðstoð­ar­maður hans hefur sagt í svörum við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans að ekki standi til að birta beint yfir­lit yfir eignir Wintris enda séu það „mjög per­sónu­legar upp­lýs­ingar og ein­hver­staðar hlýtur fólk að draga lín­una“. Wintris skil­aði ekki svoköll­uðu CFC-fram­tali til skatta­yf­ir­valda líkt og aflands­fé­lög í eigu íslenskra skatt­greið­enda áttu að gera. Skatta­yf­ir­völd hafa því engin tæki önnur en að biðja Sig­mund Davíð og eig­in­konu hans fal­lega um að upp­lýsa sig, hafi þau áhuga á að kom­ast til botns í því hvort Wintris hafi greitt rétta skatta. Og það er ekki hægt að nálg­ast þessar upp­lýs­ingar í árs­reikn­ingum Wintris, þeir eru ekki til.

Því byggir sú full­yrð­ing Sig­mundar Dav­íðs að allar skatt­greiðslur hafi verið greiddar á því að fólk trúi honum að svo hafi ver­ið.

Fyrir utan skatt­greiðslur þá er stærsta málið varð­andi Wintris auð­vitað það að félagið er kröfu­hafi í bú föllnu bank­anna. Þær kröfur urðu til þegar Wintris keypti skulda­bréf, sum víkj­andi, á Lands­banka Íslands, Kaup­þing og Glitni fyrir hrun. Það er reyndar ekki hægt að stað­hæfa að bréfin hafi verið keypt fyrir hrun en ekki á kröfu­eft­ir­mark­aði, því Sig­mundur Davíð vill ekki birta upp­lýs­ingar sem stað­festa það.

Fjár­mála­ráðu­neytið segir nei

Helsta arf­leið sitj­andi rík­is­stjórnar verður hin svo­kall­aða leið­rétt­ing. Milli­færslu­að­gerð á fé úr rík­is­sjóði til valin hóps Íslend­inga sem var með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009. Kostn­aður er áætl­aður ein­hvers staðar um 80 millj­arða króna.

Upp­haf­lega var þessi aðgerð seld sem leið­rétt­ing á for­sendu­brest, og mið­aði þá við að end­ur­greiða ákveðið pró­sentu­hlut­fall í skaða­bætur fyrir verð­bólgu­skot sem átti sér stað á á til­teknu tíma­bili. Það pró­sentu­hlut­fall, for­sendu­brest­ur­inn sjálf­ur, var hvergi að sjá í loka­út­gáfu leið­rétt­ing­ar­inn­ar. Þá snerist aðgerðin ein­fald­lega um að koma pen­ingum til þeirra sem kusu Fram­sókn­ar­flokk­inn á grund­velli leið­rétt­ing­ar­lof­orðs­ins, enda mark­að­ur­inn þá þegar búinn að leið­rétta sig að mestu sjálf­ur. Þ.e. hús­næð­is­verð hafi hækkað umfram „for­sendu­brest­inn“.

Þessi aðgerð hefur haft djúp­stæðar afleið­ing­ar. Hún hefur t.d. gert það að verkum að vaxta­bætur þeirra lág- og milli­tekju­hópa sem hana þáðu hafa lækkað all­veru­lega og þannig eru þeir að greiða sína leið­rétt­ingu sjálf. Hún hefur haft ruðn­ings­á­hrif á fast­eigna­mark­aði og gert það að verkum að þau vanda­mál sem þar blasa við hafa auk­ist mik­ið.

Alls fengu 94 þús­und ein­stak­l­ingar og börn þeirra þær 80,4 millj­­arða króna sem greiddar voru út í leið­rétt­ing­unni. Það er sirka helm­ingur Íslend­inga sem er á vinn­u­­mark­aði. Hlut­­falls­­lega voru flestir sem fengu leið­rétt á aldr­inum 46 til 55 ára, þorri upp­­hæð­­ar­innar fór á höf­uð­­borg­­ar­­svæðið og um tekju­hæsti fimmt­ungur lands­­manna fékk sam­tals 19,8 millj­­arða króna í nið­­ur­greiðslur á lánum sín­­um. 1.250 manns sem greiddu auð­­legð­­ar­skatt, og áttu þá yfir 75 til 100 millj­­ónir króna í hreinni eign, fékk 1,5 millj­­arð króna. Þeir sem voru þegar búnir að borga upp verð­­tryggðu hús­næð­is­lánin sín fengu 5,8 millj­­arða króna í svo­­kall­aðan sér­­stakan per­­són­u­af­­slátt. Sem á manna­­máli þýðir bara reið­u­­fé. Og hluti leið­rétt­ing­­ar­innar fór til fólks sem borgar hvorki skatta hér­­­lendis né skuldar krónu í verð­­tryggðum íslenskum krón­­um.

Frek­ari skipt­ing á því hvernig þessi for­dæma­lausa pen­inga­gjöf úr rík­is­sjóði dreifð­ist hefur hins vegar ekki feng­ist. Tíu þing­­­menn stjórn­­­­­ar­and­­­stöð­unnar ósk­uðu í októ­ber í fyrra sam­eig­in­­lega eftir nýrri skýrslu um leið­rétt­ing­una, þar sem skýrsla Bjarna Bene­dikts­­­son­­­ar, sem skilað var til Alþingis í lok júní 2015 hafi ekki svarað öllum þeim spurn­ingum sem hún átti að gera. Þetta var í annað sinn sem þing­­­menn­irnir ósk­uðu eftir nýrri skýrslu. Það gerðu þeir fyrst í júlí 2015. Beiðni þing­­­mann­anna var hins vegar ekki sam­­­þykkt á Alþingi þá og þar af leið­andi var ekki verið hægt að svara henni. Seinni beiðnin var hins vegar sam­­þykkt 20. októ­ber 2015.

Þing­­­menn­irnir tíu fóru meðal ann­­­ars fram á að fá að vita hvernig heild­­­ar­­­upp­­­hæð leið­rétt­ing­­­ar­inn­­­ar, um 80,4 millj­­­örðum króna, skipt­ist eftir tekjum á milli allra fram­telj­enda árið 2014, hvort sem þeir nutu lækk­­­unar eða ekki og hvernig heild­­­ar­­­upp­­­hæðin dreif­ist á milli allra fram­telj­enda eftir hreinum eign­­­um.

Þegar Kjarn­inn spurð­ist fyrir um skýrsl­una í byrjun júní þá feng­ust þau svör hjá fjár­mála­ráðu­neyt­inu að unnið væri að gerð hennar og að henni yrði skilað til Alþingis þegar hún yrði til­bú­in. Nú, tæpum þremur árum eftir að Sig­mundur Davíð og Bjarni kynntu leið­rétt­ing­una með við­höfn í Hörpu, hafa ekki feng­ist svör við grund­vall­ar­spurn­ingum um hvernig hún skipt­ist. Það kemur okkur ekki við.

Okkur kemur þetta víst við

Opin stjórn­sýsla, gegnsæ ákvörð­un­ar­taka og skýrt hæf­is- og ábyrgð­ar­ferli þeirra sem vinna að henni er lyk­il­at­riði í að end­ur­heimta traust íslensks almenn­ings á stjórn­kerfið og stjórn­mál. Þeir tímar þar sem valda­klíkur geta ákveðið hlut­ina, og stýrt upp­lýs­inga­flæði um sig, úr bak­her­bergjum er lið­inn. Krafan um að fá svör við ofan­greindum spurn­ing­um, sem skipta allar gríð­ar­legu máli til að hægt sé að gera upp und­an­farin ár og bæta kerfið um leið, mun ekk­ert hverfa. Ekk­ert frekar en t.d. krafan um að fá skýr svör um aðkomu Hauck & Auf­häuser að hinni brjál­uðu einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans, rót þess vanda sem við höfum glímt við alla tíð síð­an. Nú er loks­ins unnið að svari við þeirri ráð­gátu og er það vænt­an­legt fyrir ára­mót, þrettán árum eftir að Bún­að­ar­bank­inn var seldur til S-hóps Ólafs Ólafs­sonar og Finns Ing­ólfs­son­ar.

Það er nauð­syn­legt að fjöl­miðlar - og almenn­ingur allur - haldi skýrt á lofti kröfum um að upp­lýs­ingar sem snerta okkur öll séu uppi á borð­um. Að þær verði settar fram án túlk­unar og án þess að hluta sé haldið eft­ir. Fólk þarf að fá tæki­færi til að með­taka og greina upp­lýs­ingar og mynda sér síðan sjálft skoðun á þeim.

Okkur kemur þetta nefni­lega allt saman við.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None