Ótrúlegur sigur Íslands með marki á síðustu sekúndum leiks

7DM_7021_raw_0835.JPG
Auglýsing

Fyrsti heima­leikur íslenska lands­liðs­ins eftir epík­ina á EM í sumar var í kvöld á móti Finn­um. Bless­un­ar­lega fór hann fram á milli haust­lægða þannig að knatt­spyrnu­veður var boð­legt. Það var þó greini­legt að EM-bubblan er fjar­læg for­tíð­ar­minn­ing og raun­veru­leik­inn var tek­inn við þegar níst­ings­kaldur vind­ur­inn smeygði sér inn að beini á meðan að þjóð­söngur lið­anna var leik­inn og hópur af öndum flaug yfir alvar­leg lið­inn.

Síð­ast þegar íslenskir aðdá­endur hóp­uðu sig saman á leik­vangi til að horfa á Ísland spila var það gegn Frökkum í París í átta liða úrslitum EM í meg­in­lands­-júlí­hita. Þá hafði öll þjóð­in, óháð stétt og stöðu, við­ur­kennt þá hegðun að vera and­lits­máluð og íklædd lands­lið­s­treyju öllum stund­um. Vík­inga­klappið varð heims­frægt og íslensku áhan­gend­urnir í París voru vin­sælli en Hollywood-­stjörnur þegar þeir gengu mis­jafn­lega upp­lagðir í ljótum stutt­buxum og þvölum bún­ingum um götur heims­borg­ar­inn­ar.

Í Frakk­landi stóðu áhorf­endur allan tím­ann. Hver ein­asta íslensk sála söng úr sér lungun þegar Óðinn Valdi­mars­son hljóm­aði í græj­un­um. Allir tóku þátt í gerð stans­lausra Vík­inga­klappa. Nú var eins og með­vit­aði raun­veru­leik­inn hafði tekið aftur tök­in. Und­ir­tekt­irnar í „Ferða­lok­um“ voru nán­ast engar og heilt sumar af Vík­inga­klöppum í öllum brúð­kaup­um, barna­af­mælum og ann­ars konar hóp­fögn­uðum virt­ist í aðdragandum hafa skilið þjóð­ina eftir með kjána­hroll gagn­vart þeim. Bola-­sam­stöðu­dá­semdin frá því í Frakk­landi virt­ist vera á und­an­haldi. Það var eins og hún ætti ekki heima með kuld­an­um, önd­unum og vonda kaff­inu á Laug­ar­dals­velli. En það átti eftir að breyt­ast.

Auglýsing

Minn­ingin um Steve McCl­aren

Íslenska liðið var búið að eiga tvær góðar und­ankeppnir í röð. Komst næstum því til Bras­ilíu 2014 og gerði síðan auð­vitað enn betur í und­ankeppni EM. Þótt alltaf sé hægt að ylja sér við minn­ing­arn­ar, og horfa á klipp­una af Steve McCl­aren lýsa þegar Ísland komst yfir á móti Englandi, þá virð­ist öllum ljóst að nýtt verk­efni er haf­ið.



Það byrj­aði á tæpu jafn­tefli í Úkra­ínu i síð­asta mán­uði. Á móti Finnum þurftum við þrjú stig. Og að sýna að við erum stöðugt alvöru lið.

Nóg af bjór var í boði á Októ­ber­fest Þróttar fyrir leik fyrir þyrsta til að gíra sig upp fyrir leik og KSÍ fær hrós fyrir að skipta út þurru, nán­ast óætu, vefj­unum sem blaða­mönnum hefur vana­lega verið boðið upp á með vonda kaff­inu fyrir prýði­legar Lemon-lok­ur. En að leikn­um.

Maður í fót­bolta sem hefur ekki áhuga á fót­bolta

Meiðsli gerðu það að verkum að öll tann­hjól íslensku vél­ar­innar voru ekki til taks í þetta sinn. Auk Kol­beins Sig­þórs­sonar vant­aði Hannes Þór Hall­dórs­son í markið og Jón Daði Böðv­ars­son var ekki nægi­lega heill til að byrja. Því byrj­uðu Alfreð Finn­boga­son, Ögmundur Krist­ins­son og yfir­lýstur eng­inn áhuga­maður um fót­bolta, Björn Berg­mann Sig­urð­ar­son.

Ísland byrj­aði miklu bet­ur. Liðið hélt bolta vel, skap­aði hálf­færi og leit vel út. Áhorf­endur tóku fljótt við sér þegar Tólfan fann takt­inn í kuld­anum og byrj­aði að öskra yfir á hina stúk­una. Það tókst merki­lega vel að skapa stemm­ingu þrátt fyrir opin völl­inn og hel­vítis hlaupa­braut­ina.

Eftir korter kom fyrsta Vík­inga­klapp­ið. Allir tóku und­ir. Og það var bara ekk­ert kjána­legt. Það var góð til­finn­ing að klappið ætlar að lifa af óábyrgu ofnotk­un­ina.

Ísland náði að skora á 18 mín­útu en markið var rétti­lega dæmt af vegna rang­stöðu. Fyrstu tutt­ugu mín­út­urnar voru í raun ein­stefna. En svo fengu Finnar eitt færi og skor­uðu. Það er ekki alltaf hægt að fara auð­veldu leið­ina.

Þroski breyt­ist í ein­beit­ing­ar­leysi

Við þessar aðstæður reyndi á þroska íslenska liðs­ins. Finn­arnir pökk­uðu í vörn og reyndu ekki einu sinni að sækja. Íslenska liðið brást ákaf­lega vel við. Spil­aði silki­mjúkt á milli sín, reyndi að finna góðar stöður og þrýsti fast á finnska múr­inn. Það bar árangur á 37 mín­útu þegar Kári Árna­son, hrjúfasti leik­maður liðs­ins, jafn­aði leik­inn.

En þá var eins og leik­ur­inn breytt­ist aftur á auga­bragði. Finnar reyndu að sækja og skor­uðu innan tveggja mín­útna. Þroski breytt­ist í ein­beit­ing­ar­leysi.

Íslenska liðið stillti sig fljótt af og hóf þol­in­móða upp­bygg­ingu að nýju. Ragnar Sig­urðs­son fékk dauða­færi eftir frá­bæra sókn en finnski mark­vörð­ur­inn varði á ein­hvern ónátt­úru­legan hátt góðan skalla hans.

Áhorf­endur reyndu að Vík­inga­klappa liðið í gang en það var hálf mátt­laust. Nið­ur­staðan var tap­staða í hálf­leik.

Húsið sem vildi ekki hrynja

Seinni hálf­leikur hefði varla getað byrjað betur fyrir Íslend­inga. Þeir fengu vafa­samt horn og upp úr henni var dæmt víti á Finna fyrir hendi. Gylfi Sig­urðs­son, sem skorar nær alltaf úr vít­um, skaut bolt­anum í slánna, í mark­mann­inn og þaðan datt bolt­inn niður á lín­una. Finnski mark­að­ur­inn  náði fyrstur til hans og sló í burtu. Gylfi var ekk­ert hættur að skjóta í tré­verk­ið. Á 57 mín­útu beygði hann bolt­ann gull­fal­lega með skoti utan teigs í stöng finnska marks­ins. Nokkrum mín­útum síðar átti Gylfi svo skot á markið úr auka­spyrnu sem var varið ágæt­lega. Ætl­aði þetta að vera einn af þessum dög­um?

Íslenska liðið réð algjör­lega leikn­um. Hélt bolta mjög vel og byggði upp sókn­ir. Liðið blés og blés eins og úlf­ur­inn en niður vildi finnska grísa­húsið ekki. Árang­urs­leysið smit­að­ist til áhorf­enda og það var mikil deyfð yfir þeim. Einu skiptin sem heyrð­ist almenni­lega í þeim var þegar Finnar töfðu, sem þeir byrj­uðu að gera ansi snemma í síð­ari hálf­leikn­um.

Þegar korter lifði leiks var Viðar Örn Kjart­ans­son, sókn­ar­mað­ur­inn sem spilar helst bara í skrýtnum fót­bolta­lönd­um, sendur inn á. Ísland hélt áfram að pressa og Finn­land hélt áfram að vilja ekki vera með bolt­ann. Aron Einar Gunn­ars­son átti gott skot þegar rúmar tíu mín­útur voru eftir sem fram­kall­aði sjón­varps­mark­vörslu og íslenska lið­inu tókst ekki að gera sér mat úr afgöng­un­um. Risa-F­inni sem komið hafði inn á í fram­línu finnska liðs­ins festi sig í sessi sem mest óþol­andi leik­maður vall­ar­ins með því að leggj­ast ítrekað niður og þykj­ast of meiddur til að standa.

Það ótrú­lega ger­ist...­stundum

Á síð­ustu mín­útu venju­legs leik­tíma náði Alfreð Finn­boga­son skall­aði inn gríð­ar­lega verð­skuld­uðu jöfn­un­ar­marki af stuttu færi og stúkan tók rosa­lega við sér. Ætl­uðum við að klára þetta? 

Svarið var já! Ragnar Sig­urðs­son, eða Alfreð Finn­boga­son, skor­aði ótrú­legt flautu­mark sem tók smá tíma að fá stað­fest að hefði verið lög­legt á síð­ustu sek­úndum leiks­ins. Ákaf­lega vafa­samt, en stór­kost­legt, mark. Finn­arnir urðu brjál­að­ir, íslenska stúkan sturl­að­ist og allt varð allt í einu gott. Nýtt ævin­týri er haf­ið.

Fót­bolta getur stundum verið dásam­leg íþrótt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None