Hvað ætla flokkarnir að verða þegar þeir eru orðnir stórir?

Auglýsing

Und­an­farna daga og vikur hafa Vinstri græn virst vera í lyk­il­stöðu varð­andi stjórn­ar­mynd­un. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur reynt allt sem hann getur til að fá flokk­inn til lags við sig og Vinstri græn fengu for­dæma­laust umboð til að mynda mjög breiða fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri. Hvor­ugt gekk upp og skýr­ing­arnar sem gefnar eru á því eru jafn ólíkar og lit­irnir í regn­bog­an­um. En allar virð­ast þær ganga út á að annað hvort Vinstri græn eða Við­reisn hafi eyði­lagt stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­urn­ar.

Ef rætt er við fólk innan Vinstri grænna gekk fimm flokka stjórnin ekki upp vegna þess að Við­reisn voru allt og stíf, of hægrisinn­uð, hafi ekki viljað gera mála­miðl­anir og í raun ekk­ert haft sann­fær­ingu fyrir þess­ari stjórn. Um hafi verið að ræða bið­leik til að kom­ast í fangið á Sjálf­stæð­is­flokkn­um, sem síðan hafn­aði flokknum í annað sinn.

Ef rætt er við fólk í sumum miðju­flokk­unum kemur í ljós óánægja með verk­lag við­ræðn­anna, verk­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, hrút­skýr­ingar Vinstri grænna um sjáv­ar­út­vegs­mál og efa­semdir um að full heil­indi hafi búið að baki við­ræð­un­um. Mörgum við­mæl­endum þar finnst eins og Vinstri græn hafi stans­laust verið að reyna að finna leið út úr þessu fimm flokka partýi. Og hafi loks­ins fundið hana með því að til­kynna blaða­manni Frétta­blaðs­ins um til­lögur sínar um hátekju- og stór­eigna­skatt áður en þær voru kynntar við­ræðu­að­ilum um myndun rík­is­stjórn­ar. Um hafi verið að ræða bið­leik til að kom­ast í við­ræður við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, sem síðan gengu ekki upp vegna þess að annar flokk­anna vill lækka skatta, afnema lág­marks­út­svar og ekki leggja auknar álögur á breiðu bök­in, hinn vill hækka skatta og nota rík­is­sjóð sem jöfn­un­ar­tæki

Auglýsing

Nú er Katrín Jak­obs­dóttir orðin þreytt. Hún vill að allir hvílist og er farin að velta upp mögu­leik­anum á þjóð­stjórn og nýjum kosn­ing­um, þótt eng­inn annar stjórn­mála­leið­togi sé sam­mála henni um að það sé tíma­bært. Skila­boðin sem koma frá flokks­mönnum eru líka mjög óræð. Svan­dís Svav­ars­dóttir virt­ist fagna því að við­ræður við Sjálf­stæð­is­flokk hefðu siglt í strand og fimm flokka stjórnin með öllum nýju flokk­unum virð­ist vera hennar fyrsta val. Vara­for­mað­ur­inn Björn Valur Gísla­son skrif­aði hins vegar pistil á heima­síðu sína í gær þar sem hann sagði að næsta rík­is­stjórn verði ekki mynduð utan um kerf­is­breyt­ing­ar. Í morgun skrif­aði hann svo annan pistil þar sem hann sagði að næsta rík­is­stjórn verði mynduð um fjár­mögnun vel­ferð­ar­kerf­is­ins, sem aðrir flokkar hafi neitað Vinstri grænum um í við­ræðum til þessa.

Svo virð­ist sem Vinstri græn séu í vand­ræðum með að sætta ólíkar fylk­ingar innan síns flokks um hver per­sónu­leiki hans sé. Sam­hliða hefur flokk­ur­inn gefið frá sér frum­kvæðið við myndun rík­is­stjórn­ar.

Sam­fylk­ingin tal­aði á kjós­end­ur, ekki við þá

Ástæða þess að staðan í íslenskum stjórn­málum er allt í einu orðin svona flókin er marg­þætt. Önnur stærsta breytan er sú að hin frjáls­lynda miðja hefur splundr­ast úr einum flokki í fjóra. Og í leið­inni hefur frjáls­lynda fólkið sem var orðið horn­reka innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins bæst í hóp­inn. Hin er að engum nema Sjálf­stæð­is­flokknum finnst Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vera stjórn­tækur vegna veru Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar í hon­um.

Sam­fylk­ingin ætl­aði sér að verða hinn sós­í­al-demókrat­íski jafn­að­ar­manna­flokkur lands­ins með sterkar rætur í verka­lýðs­hreyf­ing­unni en líka regn­hlíf yfir öll hin fínni blæ­brigði stjórn­mál­anna á borð við femín­is­ma, alþjóða­sam­vinnu og almennt frjáls­lynd við­horf. Flokk­ur­inn átti að vera breyt­ing­ar­afl og póll á móti Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Lengi vel gekk þessi hreyf­ing upp. Hún fékk yfir 30 pró­sent atkvæða og var um tíma stærsta stjórn­mála­afl á Íslandi. En kjör­tíma­bilið 2009-2013, þegar Sam­fylk­ingin leiddi rík­is­stjórn, upp­lifðu allt of margir kjós­endur hennar fjar­lægð frá þeim sem stýrðu flokknum og þeim stefnu­málum sem hann lagði áherslu á. Sam­fylk­ingin missti tengslin við ræt­urnar – efna­hags­legan veru­leika verka­lýðs og milli­stéttar – og lagði of mikla áherslu á önnur mál. Leið­togar hennar birt­ust kjós­endum sem sjálfs­á­nægð elíta sem taldi sig vita betur og tal­aði niður til kjós­enda sinna úr fjar­lægð, í stað þess að nálg­ast þá á jafn­ingja­grund­velli. Þeir fengu það ekki á til­finn­ing­una að Sam­fylk­ingin væri að berj­ast fyrir þeim málum sem skiptu kjós­endur mestu máli. Þess vegna tókst Fram­sókn­ar­flokknum til að mynda að ná svona miklu magni atkvæða frá flokknum með þeirri ein­földu Trump-taktík að lofa að gefa afmörk­uðum hópi lands­manna pen­inga vegna þess að þeir voru með verð­tryggð íbúða­lán og náðu að selja þann gjörn­ing sem sam­stöðu með verka­lýð og milli­stétt, þótt hann hafi auð­vitað ekki verið það heldur brjál­æð­is­leg milli­færsla á pen­ingum allra til sumra. En Fram­sókn átti beint sam­tal við kjós­endur um beinar aðgerð­ir. Á meðan tal­aði Sam­fylk­ingin alltaf um almennar aðgerðir sem áttu að hafa óljós­ari óbein áhrif á líf lands­manna.

Sú ímynd sem kjós­endur höfðu af for­ystu Sam­fylk­ing­ar­innar fékkst síðan stað­fest í huga margra áður kjós­enda flokks­ins þegar fyrr­ver­andi vara­for­maður hans réð sig sem fram­kvæmda­stjóra hags­muna­gæslu­sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja sem hafa þann eina til­gang að þrýsta á að fjár­mála­fyr­ir­tæki fái tæki­færi til að græða meiri pen­inga. Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja beindu því meira að segja til Alþingis nýverið að líf­eyr­is­sjóð­um, sem bjóða mun betri kjör á íbúða­lánum en bankar, yrði gert óheim­ilt að lána beint til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Nokkuð ljóst er að hags­munir lán­tak­enda réðu þar ekki ferð­inni.

Frjáls­lynda miðjan aldrei sterk­ari

Ofan­greind þróun leiddi til fylg­is­hruns Sam­fylk­ing­ar­innar og þeir sem ekki fundu lengur tengsl við flokk­inn fóru ann­að. Þeir fóru í Bjarta fram­tíð, Pírata og Við­reisn (ein­ungis um fimmt­ungur kjós­enda þess flokks kemur frá Sjálf­stæð­is­flokkn­um). Sam­fylk­ingin hafði mest fengið 31 pró­sent atkvæða. Miðju­flokk­arnir fjórir sem sprottið hafa upp úr hnignun hennar eru nú með 37,9 pró­sent atkvæða. Því má færa rök fyrir að hin frjáls­lynda miðja íslenskra stjórn­mála hafi aldrei verið sterk­ari, þótt hún sam­an­standi af fjórum flokk­um. Í ljósi þessa er umbóta­blokkin á miðj­unni sann­ar­lega með umboð til að mynda rík­is­stjórn finni hún sér sam­starfs­að­ila.

Þeir flokkar sem hafa mótað íslenska stjórn­kerfið og vilja þar af leið­andi  eðli­lega halda því eins óbreyttu og mögu­legt er – Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur – mynda síðan kerf­is­varn­ar­blokk. Þeir fengu sam­an­lagt 41,9 pró­sent atkvæða og eru því sann­ar­lega með umboð til að mynda rík­is­stjórn líka, fáist ein­hver til að verða þriðja hjólið undir þeirra vagni.

Á milli eru svo Vinstri græn með sín 15,9 pró­sent atkvæða og geta mögu­lega ráðið því hvort breyt­ingar eða íhald verði ofan á í íslenskum stjórn­mál­um.

Sjálfs­virð­ing hjá­svæf­unnar

Í dag virð­ist staðan bjóða upp á þrjá stjórn­ar­mögu­leika, haldi sam­starf Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar og marg­yf­ir­lýstur sam­taka­máttur frjáls­lyndu flokk­anna um að vinna ekki með Fram­sókn.

Sá fyrsti hefur verið reyndur tvisvar, en það er rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar. Í bæði skiptin hefur for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins slitið þeim við­ræðum þegar for­svars­menn hinna flokk­anna tveggja héldu að ein­ungis ætti eftir að inn­sigla hjóna­band­ið. Í kjöl­far slit­anna hefur Bjarni Bene­dikts­son í bæði skiptin gert hosur sínar grænar fyrir Katrínu Jak­obs­dótt­ur.

Við­reisn og Bjartri fram­tíð hlýtur því að líða dálítið eins og hjá­svæf­unni sem langar að verða kærast­inn/kærastan en fær bara sím­tal klukkan hálf fimm að nóttu um helgar þegar eigu­legri við­reynslur Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa ekki skilað neinum árangri, en hann langar samt í sam­neyti. Og slíkar hjá­svæfur hætta alltaf á end­anum að svara í sím­ann, ef þær hafa ein­hvern snefil af sjálfs­virð­ingu. Sér­stak­lega í ljósi þess að flokk­arnir fóru opin­ber­lega að reyna við Sam­fylk­ingu og Pírata þegar ljóst var að Vinstri græn ætl­uðu á form­legt stefnu­mót með Sjálf­stæð­is­flokki. Það verður ekki mikil reisn yfir því ef flokk­arnir skríða til baka til Sjálf­stæð­is­flokks­ins ef hann kallar og verði þá mak­inn sem valda­flokk­ur­inn þarf að sætta sig við til að halda völd­um, ekki sá sem hann vill.

Hinir tveir mögu­leik­arnir eru ann­ars vegar þriggja flokka íhalds­stjórn Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, eða fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orð­inn stór?

Pírat­ar, sem allir stjórn­mála­flokkar keppt­ust við að dæma úr leik fyrir fram vegna þess að flokknum skorti sveigj­an­leika og þing­menn hans voru of óút­reikn­an­leg­ir, virð­ist vera eini flokk­ur­inn sem er að leggja sig af alvöru fram við að gera mála­miðl­anir og sætta ólík sjón­ar­mið til að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn. Það er alveg klárt að flokk­arnir fimm sem hefja við­ræður í dag geta alveg náð saman um breyt­ingar á sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu sem tryggi rík­is­sjóði hærri rentu fyrir nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar. Þeir geta alveg náð saman um tákn­rænar breyt­ingar í land­bún­aði sem eiga að gagn­ast bændum og neyt­end­um, en síður sam­keppn­is­vernd­uðum milli­lið­um. Þeir eiga vel að geta komið sér saman um að auka tekjur rík­is­sjóðs með nýrri gjald­töku til að standa undir auknum kostn­aði vegna fjár­fest­inga í heil­brigð­is­kerfi, mennta­málum og inn­viða­upp­bygg­inu. Til þess þarf Við­reisn ein­fald­lega að hætta að bíða við sím­ann eftir Sjálfstæð­is­flokknum og Vinstri græn að ákveða að flokk­ur­inn sé umbóta­afl.

Það er líka hægt að koma sér saman um miðju-hægri stjórn Við­reisn­ar, Bjartrar fram­tíðar og Sjálf­stæð­is­flokks, eða íhalds­stjórn hans með Fram­sókn og Vinstri græn­um. En ef miðju­flokk­arnir tveir, sem eru bein­línis stofn­aðir utan um kerf­is­breyt­ing­ar, halda að það verði hlaupið að því að ýta slíkum í gegnum Sjálf­stæð­is­flokk­inn, eða Vinstri græn halda að það verði hlaupið að því fá að hækka skatta til að auka fram­lög til vel­ferð­ar­mála, þá er þeim bent á að ræða við Eygló Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra. Hún hefur unnið að kerf­is­breyt­ingum á hús­næð­is­kerf­inu og fyrir því að fá aukin fjár­fram­lög inn í vel­ferð­ar­kerfið allt síð­ast­liðið kjör­tíma­bil. Hvor­ugt gekk eftir með þeim hætti sem Eygló lagði upp með og í júlí sagði hún að það hefðu verið mikil átök, stundum slags­mál, við Sjálf­stæð­is­flokk­inn um fram­lög inn í vel­ferð­ar­kerf­ið.

Þannig að eftir stendur að stjórn­ar­myndun á Íslandi virð­ist velta á því að tveir flokk­ar, Við­reisn og Vinstri græn, taki afstöðu til þess hvort þeir vilji breyt­ingar í stjórn­kerf­inu eða ekki. Báðir geta kom­ist í rík­is­stjórn breyt­inga og báðir geta kom­ist í íhalds­sama rík­is­stjórn sem mun standa vörð utan um helstu stjórn­kerfi. Skýrt umboð er fyrir báðum leið­um. Flokk­arnir tveir þurfa bara að ákveða hvað þeir ætli að verða þegar þeir verða stór­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None