Auglýsing

Í magn­aðri bók Robert S. McEl­vaine, um Krepp­una miklu (The Great Depression 1929 til 1941), er sagt frá bið­röð­un­um. Nið­ur­læg­ing­unni. Fólk, sem áður hafði átt sér fastan grunn í fjöl­skyldu­lífi, stóð ber­skjald­að, alls­laust og beið eftir því að fá mat, föt og stundum pen­inga frá borg­ar­sjóði New York borg­ar, sem var síðan fjár­magn­aður af banda­ríska rík­inu.

Nap­urt

Á köldum dögum í þessum magn­að­asta suðu­potti mann­lífs sem um getur í heim­in­um, er þetta með því nap­ur­leg­asta sem hægt er að hugsa sér. Svip­aða sögu var að segja um allan heim. Í Evr­ópu magn­að­að­ist örvænt­ing­in, þjóð­ern­is­hyggjan og spennan milli stétt­anna. Sem að lokum átti sinn þátt í því að færa valda­þræð­ina í hendur brjál­æð­inga sem höfðu falskt sjálfs­traust sitt upp úr nöprum veru­leika fólks­ins.

Mitt í þessu alls­leysi birt­ist hug­mynda­fræði­legt upp­gjör, í efna­hags­legu til­liti. Nánar til­tekið í bið­röð­unum sjálf­um, þar sem fólk beið eftir styrk úr sam­eig­in­legum sjóðum fólks­ins. Þegar á reyndi þá hafði fólk ekki önnur ráð, ekki í önnur hús að leita. 

Auglýsing

Upp úr efna­hags­legum aðgerðum Banda­ríkja­stjórnar og borg­ar­sjóða vítt og breitt um Banda­rík­in, þó einna helst í New York, varð til nýr grunnur að lífi fólks­ins. Það byrj­aði að koma blóð í efna­hags­legar æðar á nýjan leik.

Skelf­ingin var svo mikil og þús­undir manna frusu í hel og dóu úr hungri, innan um allsnæktir yfir­stétt­ar­inn­ar. And­stæð­urnar á Man­hattan hafa lík­lega aldrei verið átak­an­legri en eftir Krepp­una miklu, á árunum 1929 til 1941. En með umfangs­miklum og for­dæma­lausum efna­hags­að­gerðum fædd­ist smátt og smátt - vissu­lega á löngum tíma - von í huga fólks­ins. Í New York unnu til dæmis konur þrek­virki þegar þær skipu­lögðu gríð­ar­lega umfangs­miklar sauma­stof­ur, sem borgin fjár­magn­aði upp­bygg­ing­una á. Þetta reynd­ust með bestu fjár­fest­ingum krepp­unnar þar sem flík­urnar björg­uðu manns­lífum og hjálp­uðu fyr­ir­tækjum að kom­ast af stað á nýjan leik við erf­iðar aðstæð­ur. 

Umfangs­miklar bygg­inga­fram­kvæmdir - fjár­magn­aðar með opin­berum sjóðum - fengu hjólin til að snú­ast hrað­ar. Ekki var hægt að stóla á neinn frjálsan mark­að, einn og óstudd­an. Hin stór­kost­lega bygg­ing The Emp­ire State, við 34. stræti á Man­hatt­an, tók að rísa árið 22. jan­úar 1930. Á fjórða þús­und verka­menn, aðal­lega áður atvinnu­lausir inn­flytj­endur frá Evr­ópu, báru hit­ann og þung­ann af verk­inu. William F. Lamb hann­aði bygg­ing­una og tók aðeins tvær vikur til verks­ins, enda þoldi það enga bið. Til­komu­mikið yfir­bragð bygg­ing­ar­innar byggði á fyrri hönnun sem stofa hans hafði unnið að, Reynolds bygg­ing­unni í Norð­ur­-Kar­ólín­u. 

Stein fyrir stein. Sam­hent hand­tak. Bygg­ingin reis og vonin með. 

Innflytjendur frá Evrópu byggðu upp The Empire State í New York.



Hug­mynda­fræði­legt upp­gjör



Það vill stundum gleym­ast að sagan er upp­full af „leið­rétt­ing­um“, og „end­ur­ræs­ing­um“, svo allt geti kom­ist rétta leið á nýjan leik. Líkt og eftir Krepp­una miklu þá er það sam­rekst­ur­inn sem nýttur er til að koma hlut­unum af stað.

Þeir sem aðhyll­ast mark­aðs­hyggj­una vita að hún getur ekki ein og óstudd ver­ið. Þrátt fyrir það er oft um hana rætt eins og svo sé. Á und­an­förnum árum, eftir hremm­ing­arnar 2007 til 2009 - sem kom­ast hvergi nærri skelf­ing­unni í Krepp­unni miklu - hefur þetta birst með alveg tærum hætti. Þung­inn í gang­verki efna­hags­lífs­ins er ekki síst hjá seðla­bönk­um, sem tóku á sig gríð­ar­lega miklar skuld­bind­ingar í fjár­málakrepp­unni fyrir tæpum ára­tug. Þessar skuld­bind­ingar eru að lokum á herðum almenn­ings og skatt­greið­enda. Umfangið er með ólík­ind­um, eins og marg­földun efna­hags­reikn­inga seðla­banka heims­ins ber með sér. Sann­ar­lega umhugs­un­ar­efni hvenær muni koma að skulda­dög­um.

Biðröð eftir súpu, kaffi og kruðeríi í New York.



Það eina sem kom í veg fyrir algjört hrun mark­aða og eigna­verðs í heim­inum var inn­grip rík­is­ins í gegnum seðla­banka og rík­is­sjóði. Í til­felli Íslands má síðan horfa til neyð­ar­laga og fjár­magns­hafta. Það reynd­ust björg­un­ar­hringir Íslend­inga í efna­hags­legum ólgu­sjó. 

Hvernig mát­ast þetta við sögu­lega atburði áður fyrr? Sagan virð­ist end­ur­taka sig en það er hollt fyrir fólk að hugsa til þess að vanda­málin núna eru óra­fjarri þeirri skelf­ingu sem skap­ast í Krepp­unni miklu.

Hugsum um biðrað­irnar

Halldór Elí, fjögurra ára, stígur upp úr neðanjarðarlestinni skammt frá Empire State, við 34. stræti á Manhattan.Í bók McEl­vaine er skrifuð upp saga upp­bygg­ingar í Banda­ríkj­unum - einkum New York - en líka hvernig neyðin birt­ist eins og þruma úr heið­skíru lofti. Hrun mark­að­ar­ins - sem mikil til­trú hafði mynd­ast á - var ófyr­ir­séð fyrir flest­um, eins og reyndin var fyrir tæpum ára­tug. Það skall á venju­legu fólki sem byrj­aði í kjöl­farið nýtt líf.

Biðrað­irn­ar, eitt helst mynd­ræna ein­kenni Krepp­unnar miklu, eru bæði styttri nú á tímum en þær voru og vonin er meiri og hjálpin sömu­leið­is. Í efna­hags­legri vel­sæld, eins og Ísland gengur nú í gegn­um, ættum við að huga að þeim sem eru í bið­röð­unum að óska eftir hjálp. Þau eru að bíða eftir aðstoð sem sam­fé­lagið ætti að geta veitt. Sagan sýnir að það borgar sig að hjálpa og nýta til þess að sam­eig­in­lega sjóði. Það er góð fjár­fest­ing.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None