Menntun, stöðugleikasjóður og nýjar alþjóðlegar víglínur

Magnús Halldórsson fylgdist með stefnuræðu forsætisráðherra og umræðum um hana á Alþingi. Hvað stóð upp úr?

Auglýsing

Ég hlust­aði á stefnu­ræðu Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra í gær og umræður um hana. Þetta var fyrsta ítar­lega póli­tíska umræðan sem fer fram fyrir opnum tjöldum um það sem er framundan í íslenskum stjórn­mál­um. Rík­is­stjórn Bjarna tekur við kefl­inu með byr í seglum í efna­hags­legu til­liti, þar sem erlendir ferða­menn eru í aðal­hlut­verki. 

Hag­töl­urnar segja sögu hag­kerfis sem er í tölu­verðri spennu, eins og þetta horfir við mér frá vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Í Banda­ríkja­dölum talið þá hækk­aði verð á fast­eignum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um ríf­lega 35 pró­sent í fyrra og verð­lag um ríf­lega 16 pró­sent. Atvinnu­leysi er undir þrjú pró­sent og að mati Seðla­banka Íslands er margt sem bendir til þess að mikil vöntun verði á vinnu­afli á næst­unni, sökum mik­ils upp­gangs, ekki síst hjá fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði. Í fyrra urðu til 7.300 ný störf, sam­kvæmt Vinnu­mála­stofn­un, og hag­vöxtur á næstu árum verður 4 til 5 pró­sent á ári - í krónum talið - gengi spár eft­ir.

Hér á eftir koma nokkrir punktar sem ég tók niður úr ræðum for­ystu­fólks flokk­anna.

Auglýsing

1. Stefnuræða Bjarna var kannski ekki beitt, en hún var góð. Komið var inn á helstu atriði stjórn­ar­sátt­mál­ans og það nefnt sem blasir við mörgum um þessar mund­ir: hag­stjórnin verður krefj­andi á næst­unni þrátt fyrir að rík­is­stjórnin taki um margt við góðu búi. Það er mikil spenna í hag­kerf­inu, það má ekki mikið útaf bregða. Sér­stak­lega var gott að fá fram hjá honum mik­inn stuðn­ing við upp­bygg­ingu í mennta­kerf­inu. Þaðan hafa borist neyð­ar­óp, af öllum skóla­stig­um, á und­an­förnum árum. Í ræð­unni var enn fremur horft til fram­tíð­ar, og talað til kom­andi kyn­slóða. Það var skemmti­leg nýbreytni, skulum við segja. Það fer ekki alltaf mikið fyrir því að hanskinn sé tek­inn upp fyrir kom­andi kyn­slóðum í vin­sæld­ar­brölti stjórn­mála­manna. Það var grát­bros­legt þegar Bjarni mis­mælti sig og tal­aði óvart um Panama­skjöl frekar en Par­ís­ar­sam­komu­lag. Hann virð­ist eiga erfitt með að hrista þetta af sér, ein­hverra hluta vegna.



Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra nýsköp­un­ar- og ferða­mála, flutti sína fyrstu ræðu við til­efni sem þetta, og flutti hana af miklu öryggi, eins og um reynslu­bolta væri að ræða. Hún tók ekki mikla áhættu í efn­is­tökum en mála­flokk­arnir eru afar mik­il­væg­ir. Það mun mikið reyna á hana á kjör­tíma­bil­inu, ekki síst þegar kemur að því að styrkja inn­viði ferða­þjón­ust­unn­ar.

2. Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisnar og fjár­mála­ráð­herra, flutti heldur flata ræðu, en hún var samt ábyrg og það mátti greina svip­aðan tón í henni og hjá for­sæt­is­ráð­herra: nú þýðir ekki að ganga hratt um gleð­innar dyr heldur þarf ábyrga hag­stjórn. Ég lít svo á að Við­reisn og Björt fram­tíð hafi mikil tæki­færi um þessar mundir þar sem alþjóð­legt yfir­bragð hefur frá upp­hafi verið hluti af þeirra stefnu og skil­boð­um. Alþjóða­væð­ingin á undir högg að sækja víða um heim. Banda­ríkin eru að breyt­ast í víg­völl hennar sem ein­hvern tím­ann hefði nú þótt saga til næsta bæj­ar. Bene­dikt fannst mér koma ágæt­lega til skila áherslum sem birt­ast í stjórn­ar­sátt­mál­an­um, um að kúvenda ekki kerf­inu heldur gera agaðar breyt­ingar til góðs. Nákvæmar útfærslur láta hins vegar bíða eftir sér, einkum og sér í lagi þegar kemur að pen­inga­stefn­unni. For­vitni­legt verður að fylgj­ast með þeim mál­um. Stendur til að breyta henni eða ekki? Ekki liggur fyrir svar við þessu hjá rík­is­stjórn­inni ennþá en búast má við skýr­ari stöðu í lok árs­ins.

Nýr fjármálaráðherra leggur áherslu á ábyrga hagstjórn, og rétta forgangsröðun verkefna.

3. Ótt­arr Proppé, heil­brigð­is­ráð­herra, og Björt Ólafs­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra, ein­blíndu - eðli­lega - á sína mála­flokka en töl­uðu jafn­framt um að rík­is­stjórnin sem nú væri tekin við völdum ætl­aði sér að bæta vinnu­brögðin á Alþingi. Ótt­arr hefur oft minnst á þetta á sínum þing­manna­ferli og ég myndi segja að það væri tölu­verð pressa á honum að láta nú hendur standa fram úr ermum hvað þetta varð­ar. Hann sagði að þó margt gott mætti segja um heil­brigð­is­kerfið þá þyrfti að styrkja það og bæta, ekki síst með meiri sam­hæf­ingu. Björt Ólafs­dóttir hefur dregið skarpa línu í sand­inn og segir ekki koma til greina að fleiri stór­iðju­verk­efni fá íviln­anir hér á landi af hálfu stjórn­valda. Sá tími sé lið­inn. Þá boð­aði hún friðun Kerl­inga­fjalla og Þjórs­ár­vera. Það eru stórar yfir­lýs­ingar sem nátt­úru­vernd­ar­sinnar eflaust fagna. Stærsta umhverf­is­mál kjör­tíma­bils­ins snýr þó að Par­ís­ar­sam­komu­laginu og hvernig stjórn­völd ætla sér að draga úr mengun og ýta undir vist­vænni lífstíl. Orðin tóm duga ekki í þeim efn­um, heldur þarf að leggja fram nákvæm­lega útfært plan sem síðan er farið eft­ir. For­vitni­legt verður að sjá það og mark­mið­in. 

4. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, og Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fannst mér tala skýrt fyrir jafn­arstefn­unni og kom­ast vel frá ræðum sín­um. Katrín er hinn sanni leið­togi vinstri manna á Íslandi, það sést glögg­lega þegar mál­efna­leg bar­átta er ann­ars veg­ar. Þá er hún í ess­inu sínu. Hún gagn­rýndi stjórn­völd af nokk­urri hörku fyrir að útfæra ekki nægi­lega vel stefnu sína í rík­is­fjár­mál­um. Það er að vilja ekki ná í fjár­magn til þeirra sem „breiðu bök­in“ hafa heldur frekar að horfa til þess að upp­sveiflan í hag­kerf­inu muni gefa meira fjár­magn í rík­is­sjóð. Það er nokkuð til í þessu hjá Katrínu. Það þekkja allir sem reka heim­ili og fyr­ir­tæki að það kann ekki alltaf góðri lukku að stýra þegar „kakan“ er að stækka að auka eyðsl­una alveg stans­laust. Það sama gildir um rík­is­sjóð. Bene­dikt tjáði sig samt um þetta atriði sér­stak­lega, og sagð­ist horfa til þess að fjármálstjórn rík­is­ins yrði ábyrg, eins og áður seg­ir. 

Logi átti ágæta spretti í sinnu ræðu, og ræddi meðal ann­ars um mik­il­vægi þess að íslenskt sam­fé­lag væri opið öll­um, ekki bara sum­um. „Ísland er ríkt land og hér eru aðstæður til að skapa eitt sam­fé­lag fyrir alla. Það nægir ekki að ríða  net sem grípur þá sem falla milli skips og bryggju, við verðum byggja sam­fé­lag sem aðstoðar fólk til sjálfs­bjargar og gerir því kleift að byggja á styrk­leikum sín­um:  Sam­fé­lag þar sem  fá allir tæki­færi og verk­efni við hæfi.“

5. Björn Leví Gunn­ars­son, Viktor Orri Val­garðs­son og Ásta Guð­rún Helga­dóttir mynd­uðu eina sam­fellda rödd fyrir hönd Pírata. Mér fannst þau sýna að Píratar ætla sér að ekki að leyfa stjórn­ar­flokk­unum að kom­ast upp með koma sínum stefnu­málum áfram hljóða­laust. Viktor Orri var þeirra bestur í sinni jóm­frú­ar­ræðu á Alþingi. Þó það sé nú þegar orðið vin­sæll sam­kvæm­is­leikur hjá stuðn­ings­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins að gera frekar lítið úr Píröt­um, sé mið tekið af umræðu á sam­fé­lags­miðl­um, þá má ekki gleyma því að Píratar unnu mik­inn kosn­inga­sigur í síð­ustu kosn­ingum og gætu vel náð meiri byr í segl í stjórn­ar­and­stöðu. „Ferða­manna­straum­ur­inn marg­fald­ast ár eftir ár með til­heyr­andi gjald­eyr­is­tekj­um, ofgnótt af mak­ríl synti til Íslands­stranda og krónan styrk­ist gagn­vart nær­liggj­andi hag­kerf­um. Þessar „góðu ytri aðstæð­ur” hafa vissu­lega jákvæð áhrif á efna­hag lands­ins, en þær eru ekki pólitík. Mak­ríll­inn kom ekki til Íslands til að fá leið­rétt­ingu á hús­næð­is­lán­unum sínum og ferða­menn lað­ast ekki að land­inu vegna lækk­andi veiði­gjalda,“ sagði Viktor Orri meðal ann­ars í ræðu sinn­i. 

6. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Lilja Dögg Alfreðs­dóttir vara­for­maður og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­maður og for­sæt­is­ráð­herra, komu fram með stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins, hvert með sínum orð­um. Það kom í hlut Sig­urðar Inga að rifja upp Ices­a­ve-­málið og minna á afrekin frá síð­asta kjör­tíma­bili; bætt­ari staða rík­is­sjóðs og lækkun á skuldum heim­il­anna. Sig­urður Ingi minnt­ist enn­fremur á það að hann hefði tölu­verðar áhyggjur af því að rík­is­stjórnin myndi ekki sinna lands­byggð­inni. Þau skila­boð hafa komið frá honum áður og sem lands­byggð­ar­mað­ur, ef svo má segja, þá má taka undir þær raddir að ein­hverju leyti. En rík­is­stjórnin verður þó að fá að njóta vafans þar sem kjör­tíma­bilið er rétt að byrja. Krist­ján Þór Júl­í­us­son er samt sem áður eini ráð­herr­ann sem býr utan við 100 kíló­metra rad­íus höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

7. Lilja Dögg sýndi klærnar í sinni ræðu og kom fram - eins og oft áður - með skarpa sýn á efna­hags­mál­in. Þar er hún á heima­velli og virð­ist standa flestum þing­mönnum framar í því að greina stefnu og strauma þegar pen­inga­mála­stefnan er ann­ars veg­ar. Hún minnt­ist á athygl­is­verða hug­mynd sína um stöð­ug­leika­sjóð, sem hún gerði að umtals­efni á vef Kjarn­ans milli jóla og nýárs, og sagði stjórn­völd geta komið honum upp til dæmis með því að fá fjár­muni úr gjald­eyr­is­vara­forða Seðla­banka Íslands og halda síðan áfram að safna í hann inn í fram­tíð­ina með arði frá auð­lind­um. 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, leggur mikla áherslu á efnahagsmálin í sinni pólitík, enda bakgrunnur hennar þaðan.

8. Sig­mundur Davíð kom brattur upp í pontu og sagði stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra ekki hafa verið efn­is­mikla, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Hann sagði hana ekki hafa verið um neitt og ekki hefði enn sést glitta í neitt sem máli skipti hjá rík­is­stjórn­inni. Hann sagði kosn­ing­arnar 29. októ­ber hafa verið þær „und­ar­leg­ustu“ sem fram hefðu farið á und­an­förnum ára­tug­um, án þess að skýra það neitt frek­ar. Ég fékk á til­finn­ing­una að þing­menn ættu erfitt með að hlusta á Sig­mund Davíð í salnum og veitti því athygli að Bjarni Bene­dikts­son horfði mikið niður í borðið á meðan Sig­mundur Davíð gagn­rýndi hann. Hann spurði meðal ann­ars að því hvort grein­ing­ar­vinna sem unnið hefði verið að í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, varð­andi afnám verð­trygg­ing­ar, hefði farið með Bjarna í stjórn­ar­ráðið eða farið í „papp­írstæt­arann“ í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Líkt og Sig­urður Ingi þá minnt­ist Sig­mundur Davíð á verk fyrri rík­is­stjórnar og þá einkum og sér í lagi fyrstu mán­að­ana eftir að rík­is­stjórn hans tók við völd­um, vorið 2013. Þá hefði komið fram skýr áætlun um hvað þyrfti að gera og eftir því far­ið. 

Ræða Sig­mundar Dav­íðs var kröftug og þrátt fyrir að þing­heimur virt­ist ekki mikið vera að taka orð hans til sín, eins og ég skynj­aði þetta, þá er greini­legt að Sig­mundur Davíð er ekki af baki dott­inn þrátt fyrir allt.

Utan­rík­is­mál í brennid­epli

Framundan er merki­legt tíma­bil fyrir margra hluta sak­ir. Komið var inn á flest málin sem aug­ljós­lega verða áber­andi, en þó ekki öll. Utan­rík­is­málin voru ekki mikið rædd í gær en ljóst má vera að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra og hans fólk í ráðu­neyt­inu mun þurfa að fylgj­ast grannt með gangi mála í heim­inum á næstu miss­er­um. Í fyrsta skipti í meira en tvo ára­tugi virð­ist vera að koma upp skýrt upp­brot á valda­jafn­væg­inu í heim­in­um, þar sem erfitt er að segja til um hvernig málin þró­ast. Að þessu sinni er það í hinum vest­ræna heim­i. Bloomberg greindi frá því í gær að Kín­verjar væru ánægðir með að Banda­ríkin - undir stjórn ólík­inda­t­óls­ins Don­alds J. Trump - væru að fara út úr TPP við­skipta­sam­ingi tólf þjóða, þar sem meðal ann­ars risa­vax­inn Asíu­mark­aður er und­ir. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland og hver eru lík­leg ruðn­ings­á­hrif á mark­aði og alþjóða­stjórn­mál­in? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör enda mikil óvissa uppi. Til við­bótar við Brex­it-á­hrifin þá gæti skipt miklu máli fyrir Ísland til fram­tíðar litið að greina stöðu mála rétt og halda vel á spöð­un­um. 

Það er í aðstæðum eins og þessum þar sem reynir á klók­indi við hags­muna­gæslu. Ísland er örríki sem er ber­skjaldað fyrir miklum alþjóð­legum breyt­ing­um, eins og dæmin sanna, og þetta má ekki van­meta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None