Menntun, stöðugleikasjóður og nýjar alþjóðlegar víglínur

Magnús Halldórsson fylgdist með stefnuræðu forsætisráðherra og umræðum um hana á Alþingi. Hvað stóð upp úr?

Auglýsing

Ég hlust­aði á stefnu­ræðu Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra í gær og umræður um hana. Þetta var fyrsta ítar­lega póli­tíska umræðan sem fer fram fyrir opnum tjöldum um það sem er framundan í íslenskum stjórn­mál­um. Rík­is­stjórn Bjarna tekur við kefl­inu með byr í seglum í efna­hags­legu til­liti, þar sem erlendir ferða­menn eru í aðal­hlut­verki. 

Hag­töl­urnar segja sögu hag­kerfis sem er í tölu­verðri spennu, eins og þetta horfir við mér frá vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Í Banda­ríkja­dölum talið þá hækk­aði verð á fast­eignum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um ríf­lega 35 pró­sent í fyrra og verð­lag um ríf­lega 16 pró­sent. Atvinnu­leysi er undir þrjú pró­sent og að mati Seðla­banka Íslands er margt sem bendir til þess að mikil vöntun verði á vinnu­afli á næst­unni, sökum mik­ils upp­gangs, ekki síst hjá fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði. Í fyrra urðu til 7.300 ný störf, sam­kvæmt Vinnu­mála­stofn­un, og hag­vöxtur á næstu árum verður 4 til 5 pró­sent á ári - í krónum talið - gengi spár eft­ir.

Hér á eftir koma nokkrir punktar sem ég tók niður úr ræðum for­ystu­fólks flokk­anna.

Auglýsing

1. Stefnuræða Bjarna var kannski ekki beitt, en hún var góð. Komið var inn á helstu atriði stjórn­ar­sátt­mál­ans og það nefnt sem blasir við mörgum um þessar mund­ir: hag­stjórnin verður krefj­andi á næst­unni þrátt fyrir að rík­is­stjórnin taki um margt við góðu búi. Það er mikil spenna í hag­kerf­inu, það má ekki mikið útaf bregða. Sér­stak­lega var gott að fá fram hjá honum mik­inn stuðn­ing við upp­bygg­ingu í mennta­kerf­inu. Þaðan hafa borist neyð­ar­óp, af öllum skóla­stig­um, á und­an­förnum árum. Í ræð­unni var enn fremur horft til fram­tíð­ar, og talað til kom­andi kyn­slóða. Það var skemmti­leg nýbreytni, skulum við segja. Það fer ekki alltaf mikið fyrir því að hanskinn sé tek­inn upp fyrir kom­andi kyn­slóðum í vin­sæld­ar­brölti stjórn­mála­manna. Það var grát­bros­legt þegar Bjarni mis­mælti sig og tal­aði óvart um Panama­skjöl frekar en Par­ís­ar­sam­komu­lag. Hann virð­ist eiga erfitt með að hrista þetta af sér, ein­hverra hluta vegna.Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra nýsköp­un­ar- og ferða­mála, flutti sína fyrstu ræðu við til­efni sem þetta, og flutti hana af miklu öryggi, eins og um reynslu­bolta væri að ræða. Hún tók ekki mikla áhættu í efn­is­tökum en mála­flokk­arnir eru afar mik­il­væg­ir. Það mun mikið reyna á hana á kjör­tíma­bil­inu, ekki síst þegar kemur að því að styrkja inn­viði ferða­þjón­ust­unn­ar.

2. Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisnar og fjár­mála­ráð­herra, flutti heldur flata ræðu, en hún var samt ábyrg og það mátti greina svip­aðan tón í henni og hjá for­sæt­is­ráð­herra: nú þýðir ekki að ganga hratt um gleð­innar dyr heldur þarf ábyrga hag­stjórn. Ég lít svo á að Við­reisn og Björt fram­tíð hafi mikil tæki­færi um þessar mundir þar sem alþjóð­legt yfir­bragð hefur frá upp­hafi verið hluti af þeirra stefnu og skil­boð­um. Alþjóða­væð­ingin á undir högg að sækja víða um heim. Banda­ríkin eru að breyt­ast í víg­völl hennar sem ein­hvern tím­ann hefði nú þótt saga til næsta bæj­ar. Bene­dikt fannst mér koma ágæt­lega til skila áherslum sem birt­ast í stjórn­ar­sátt­mál­an­um, um að kúvenda ekki kerf­inu heldur gera agaðar breyt­ingar til góðs. Nákvæmar útfærslur láta hins vegar bíða eftir sér, einkum og sér í lagi þegar kemur að pen­inga­stefn­unni. For­vitni­legt verður að fylgj­ast með þeim mál­um. Stendur til að breyta henni eða ekki? Ekki liggur fyrir svar við þessu hjá rík­is­stjórn­inni ennþá en búast má við skýr­ari stöðu í lok árs­ins.

Nýr fjármálaráðherra leggur áherslu á ábyrga hagstjórn, og rétta forgangsröðun verkefna.

3. Ótt­arr Proppé, heil­brigð­is­ráð­herra, og Björt Ólafs­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra, ein­blíndu - eðli­lega - á sína mála­flokka en töl­uðu jafn­framt um að rík­is­stjórnin sem nú væri tekin við völdum ætl­aði sér að bæta vinnu­brögðin á Alþingi. Ótt­arr hefur oft minnst á þetta á sínum þing­manna­ferli og ég myndi segja að það væri tölu­verð pressa á honum að láta nú hendur standa fram úr ermum hvað þetta varð­ar. Hann sagði að þó margt gott mætti segja um heil­brigð­is­kerfið þá þyrfti að styrkja það og bæta, ekki síst með meiri sam­hæf­ingu. Björt Ólafs­dóttir hefur dregið skarpa línu í sand­inn og segir ekki koma til greina að fleiri stór­iðju­verk­efni fá íviln­anir hér á landi af hálfu stjórn­valda. Sá tími sé lið­inn. Þá boð­aði hún friðun Kerl­inga­fjalla og Þjórs­ár­vera. Það eru stórar yfir­lýs­ingar sem nátt­úru­vernd­ar­sinnar eflaust fagna. Stærsta umhverf­is­mál kjör­tíma­bils­ins snýr þó að Par­ís­ar­sam­komu­laginu og hvernig stjórn­völd ætla sér að draga úr mengun og ýta undir vist­vænni lífstíl. Orðin tóm duga ekki í þeim efn­um, heldur þarf að leggja fram nákvæm­lega útfært plan sem síðan er farið eft­ir. For­vitni­legt verður að sjá það og mark­mið­in. 

4. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, og Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fannst mér tala skýrt fyrir jafn­arstefn­unni og kom­ast vel frá ræðum sín­um. Katrín er hinn sanni leið­togi vinstri manna á Íslandi, það sést glögg­lega þegar mál­efna­leg bar­átta er ann­ars veg­ar. Þá er hún í ess­inu sínu. Hún gagn­rýndi stjórn­völd af nokk­urri hörku fyrir að útfæra ekki nægi­lega vel stefnu sína í rík­is­fjár­mál­um. Það er að vilja ekki ná í fjár­magn til þeirra sem „breiðu bök­in“ hafa heldur frekar að horfa til þess að upp­sveiflan í hag­kerf­inu muni gefa meira fjár­magn í rík­is­sjóð. Það er nokkuð til í þessu hjá Katrínu. Það þekkja allir sem reka heim­ili og fyr­ir­tæki að það kann ekki alltaf góðri lukku að stýra þegar „kakan“ er að stækka að auka eyðsl­una alveg stans­laust. Það sama gildir um rík­is­sjóð. Bene­dikt tjáði sig samt um þetta atriði sér­stak­lega, og sagð­ist horfa til þess að fjármálstjórn rík­is­ins yrði ábyrg, eins og áður seg­ir. 

Logi átti ágæta spretti í sinnu ræðu, og ræddi meðal ann­ars um mik­il­vægi þess að íslenskt sam­fé­lag væri opið öll­um, ekki bara sum­um. „Ísland er ríkt land og hér eru aðstæður til að skapa eitt sam­fé­lag fyrir alla. Það nægir ekki að ríða  net sem grípur þá sem falla milli skips og bryggju, við verðum byggja sam­fé­lag sem aðstoðar fólk til sjálfs­bjargar og gerir því kleift að byggja á styrk­leikum sín­um:  Sam­fé­lag þar sem  fá allir tæki­færi og verk­efni við hæfi.“

5. Björn Leví Gunn­ars­son, Viktor Orri Val­garðs­son og Ásta Guð­rún Helga­dóttir mynd­uðu eina sam­fellda rödd fyrir hönd Pírata. Mér fannst þau sýna að Píratar ætla sér að ekki að leyfa stjórn­ar­flokk­unum að kom­ast upp með koma sínum stefnu­málum áfram hljóða­laust. Viktor Orri var þeirra bestur í sinni jóm­frú­ar­ræðu á Alþingi. Þó það sé nú þegar orðið vin­sæll sam­kvæm­is­leikur hjá stuðn­ings­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins að gera frekar lítið úr Píröt­um, sé mið tekið af umræðu á sam­fé­lags­miðl­um, þá má ekki gleyma því að Píratar unnu mik­inn kosn­inga­sigur í síð­ustu kosn­ingum og gætu vel náð meiri byr í segl í stjórn­ar­and­stöðu. „Ferða­manna­straum­ur­inn marg­fald­ast ár eftir ár með til­heyr­andi gjald­eyr­is­tekj­um, ofgnótt af mak­ríl synti til Íslands­stranda og krónan styrk­ist gagn­vart nær­liggj­andi hag­kerf­um. Þessar „góðu ytri aðstæð­ur” hafa vissu­lega jákvæð áhrif á efna­hag lands­ins, en þær eru ekki pólitík. Mak­ríll­inn kom ekki til Íslands til að fá leið­rétt­ingu á hús­næð­is­lán­unum sínum og ferða­menn lað­ast ekki að land­inu vegna lækk­andi veiði­gjalda,“ sagði Viktor Orri meðal ann­ars í ræðu sinn­i. 

6. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Lilja Dögg Alfreðs­dóttir vara­for­maður og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­maður og for­sæt­is­ráð­herra, komu fram með stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins, hvert með sínum orð­um. Það kom í hlut Sig­urðar Inga að rifja upp Ices­a­ve-­málið og minna á afrekin frá síð­asta kjör­tíma­bili; bætt­ari staða rík­is­sjóðs og lækkun á skuldum heim­il­anna. Sig­urður Ingi minnt­ist enn­fremur á það að hann hefði tölu­verðar áhyggjur af því að rík­is­stjórnin myndi ekki sinna lands­byggð­inni. Þau skila­boð hafa komið frá honum áður og sem lands­byggð­ar­mað­ur, ef svo má segja, þá má taka undir þær raddir að ein­hverju leyti. En rík­is­stjórnin verður þó að fá að njóta vafans þar sem kjör­tíma­bilið er rétt að byrja. Krist­ján Þór Júl­í­us­son er samt sem áður eini ráð­herr­ann sem býr utan við 100 kíló­metra rad­íus höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

7. Lilja Dögg sýndi klærnar í sinni ræðu og kom fram - eins og oft áður - með skarpa sýn á efna­hags­mál­in. Þar er hún á heima­velli og virð­ist standa flestum þing­mönnum framar í því að greina stefnu og strauma þegar pen­inga­mála­stefnan er ann­ars veg­ar. Hún minnt­ist á athygl­is­verða hug­mynd sína um stöð­ug­leika­sjóð, sem hún gerði að umtals­efni á vef Kjarn­ans milli jóla og nýárs, og sagði stjórn­völd geta komið honum upp til dæmis með því að fá fjár­muni úr gjald­eyr­is­vara­forða Seðla­banka Íslands og halda síðan áfram að safna í hann inn í fram­tíð­ina með arði frá auð­lind­um. 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, leggur mikla áherslu á efnahagsmálin í sinni pólitík, enda bakgrunnur hennar þaðan.

8. Sig­mundur Davíð kom brattur upp í pontu og sagði stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra ekki hafa verið efn­is­mikla, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Hann sagði hana ekki hafa verið um neitt og ekki hefði enn sést glitta í neitt sem máli skipti hjá rík­is­stjórn­inni. Hann sagði kosn­ing­arnar 29. októ­ber hafa verið þær „und­ar­leg­ustu“ sem fram hefðu farið á und­an­förnum ára­tug­um, án þess að skýra það neitt frek­ar. Ég fékk á til­finn­ing­una að þing­menn ættu erfitt með að hlusta á Sig­mund Davíð í salnum og veitti því athygli að Bjarni Bene­dikts­son horfði mikið niður í borðið á meðan Sig­mundur Davíð gagn­rýndi hann. Hann spurði meðal ann­ars að því hvort grein­ing­ar­vinna sem unnið hefði verið að í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, varð­andi afnám verð­trygg­ing­ar, hefði farið með Bjarna í stjórn­ar­ráðið eða farið í „papp­írstæt­arann“ í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Líkt og Sig­urður Ingi þá minnt­ist Sig­mundur Davíð á verk fyrri rík­is­stjórnar og þá einkum og sér í lagi fyrstu mán­að­ana eftir að rík­is­stjórn hans tók við völd­um, vorið 2013. Þá hefði komið fram skýr áætlun um hvað þyrfti að gera og eftir því far­ið. 

Ræða Sig­mundar Dav­íðs var kröftug og þrátt fyrir að þing­heimur virt­ist ekki mikið vera að taka orð hans til sín, eins og ég skynj­aði þetta, þá er greini­legt að Sig­mundur Davíð er ekki af baki dott­inn þrátt fyrir allt.

Utan­rík­is­mál í brennid­epli

Framundan er merki­legt tíma­bil fyrir margra hluta sak­ir. Komið var inn á flest málin sem aug­ljós­lega verða áber­andi, en þó ekki öll. Utan­rík­is­málin voru ekki mikið rædd í gær en ljóst má vera að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra og hans fólk í ráðu­neyt­inu mun þurfa að fylgj­ast grannt með gangi mála í heim­inum á næstu miss­er­um. Í fyrsta skipti í meira en tvo ára­tugi virð­ist vera að koma upp skýrt upp­brot á valda­jafn­væg­inu í heim­in­um, þar sem erfitt er að segja til um hvernig málin þró­ast. Að þessu sinni er það í hinum vest­ræna heim­i. Bloomberg greindi frá því í gær að Kín­verjar væru ánægðir með að Banda­ríkin - undir stjórn ólík­inda­t­óls­ins Don­alds J. Trump - væru að fara út úr TPP við­skipta­sam­ingi tólf þjóða, þar sem meðal ann­ars risa­vax­inn Asíu­mark­aður er und­ir. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland og hver eru lík­leg ruðn­ings­á­hrif á mark­aði og alþjóða­stjórn­mál­in? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör enda mikil óvissa uppi. Til við­bótar við Brex­it-á­hrifin þá gæti skipt miklu máli fyrir Ísland til fram­tíðar litið að greina stöðu mála rétt og halda vel á spöð­un­um. 

Það er í aðstæðum eins og þessum þar sem reynir á klók­indi við hags­muna­gæslu. Ísland er örríki sem er ber­skjaldað fyrir miklum alþjóð­legum breyt­ing­um, eins og dæmin sanna, og þetta má ekki van­meta.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None