Eru allir að vinna fyrir vogunarsjóði nema Framsókn?

Auglýsing

Um liðna helgi var til­kynnt um fullt afnám hafta. Það er reyndar ofsögum sagt að í þeim aðgerðum sem ráð­ist verður í felist fullt afnám hafta, enda verða höft enn í gildi. Það verða til að mynda enn miklar tak­mark­anir á vaxta­muna­við­skiptum og afleiðu­við­skipt­um. Þá er Seðla­banki Íslands enn í ein­hvers­konar stað­fest­ing­ar­hlut­verki gagn­vart erlendum lánum og fjár­fest­ingum fólks.

Svo er það þannig að á meðan að aflandskrónu­eig­endur eru enn með eignir inni á sér­stök­um, nær vaxta­lausum, reikn­ingum og mega ekki nota þá né skipta í aðra gjald­miðla, þá eru höft í gildi. Vissu­lega fyrst og síð­ast höft á einn afmark­aðan hóp, en samt sem áður höft.

Veð­málið um slita­búin gekk upp

Það verður að segj­ast eins og er að veð­mál vog­un­ar­sjóða á Íslandi hafa gengið ansi vel upp. Þeir keyptu kröfur á íslensku bank­ana á hrakvirði skömmu eftir hrunið og sömdu svo um nið­ur­stöðu við íslensk stjórn­völd sem tryggði þeim gríð­ar­legan ávinn­ing.

Auglýsing

Sú nið­ur­staða var reyndar líka fín fyrir Ísland. Þeir sem „töp­uðu“ á banka­hrun­inu voru upp­haf­legu eig­endur krafna á íslensku bankana, meðal ann­ars þýsk fjár­mála­fyr­ir­tæki og erlend trygg­inga­fé­lög, sem seldu kröfur sínar strax eftir hrunið á smán­ar­verði. Umsvifa­mestu aðil­arnir í kröfu­hafa­hópi bank­anna fögn­uðu mjög þeirri nið­ur­stöðu sem þeir fengu þegar samið var við íslensk stjórn­völd 2015 um greiðslu hluta inn­lendra eigna í stöð­ug­leika­fram­lög gegn því að fá að losa um allar aðrar eign­ir. End­ur­heimtir kröfu­haf­anna voru hærri en þeir reikn­uðu með. Og þeir því eðli­lega mjög sáttir með nið­ur­stöð­una.

Eftir stóð þó enn hinn svo­kall­aði aflandskrónu­vandi. Þ.e. 319 millj­arðar króna í eigu erlendra aðila. Íslensk stjórn­völd voru dig­ur­barka­leg þegar þau til­kynntu hvernig ætti að leysa þann vanda. Stilla ætti eig­endum aflandskrón­anna, sem eru meðal ann­ars banda­rískir vog­un­ar­sjóð­ir, upp við vegg. Annað hvort myndu þeir taka þátt í loka­út­boði Seðla­bank­ans og sam­þykkja að greiða 190-210 krónur fyrir hverja evru, eða þeir yrðu festir á nær vaxta­lausum nýstofn­uðum reikn­ingum í Seðla­bank­anum í tíu ár með pen­ing­anna sína. Þeir myndu hvorki fá að fara með þá né festa í öðrum fjár­fest­ingum innan hafta. Skráð gengi á þessu tíma var 138,6 krónur og því var um að ræða 37-51 pró­sent álag.

Þátt­taka náði ekki sárs­auka­mörkum

Fram­setn­ingin var í takt við annað hörku­tal sem ein­kennt hafði íslensk stjórn­mál árin á und­an. Hér væru við völd val­menni sem ætl­uðu sér að berja niður alþjóð­lega fjár­mála­kerfið og allir sem gagn­rýndu þau væru að ganga erinda óvin­ar­ins, vog­un­ar­sjóða. Það hafði þó aldrei reynt á neina af þessum hörku hót­un­um. Stærsta málið sem leyst hafði ver­ið, slit þrota­búa föllnu bank­anna, hafði verið leyst með samn­ingi. Aldrei reyndi á hót­anir um álagn­ingu stöð­ug­leika­skatts, og því er ekki hægt að slá því föstu að hann hefði stað­ist lög eða stjórn­ar­skrá.

Það var því í fyrsta sinn sem myndi reyna almenni­lega á „annað hvort eða“ val­kosti sem íslensk stjórn­völd voru að setja vondu vog­un­ar­sjóð­un­um. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að sárs­auka­mörkin hafi legið við 100 millj­arða króna. Þ.e. eig­endur að minnsta kosti 100 millj­arða aflandskróna hefðu þurft að taka þátt í útboð­inu svo aðgerðin hefði þann trú­verð­ug­leika sem til þyrfti. Fljót­lega kom í ljós að uppi voru vand­kvæði. Fyrst var fram­kvæmd útboðs­ins frestað. Eftir að það var loks haldið um miðjan júní 2016 var boðað til fram­halds­út­boðs. Ljóst var að útkoman var ekki eftir plani.

Enda kom í ljós að fjár­hæð sam­þykktra til­boða í báðum útboð­unum var ein­ungis 83 millj­arðar króna, og á lægsta geng­inu sem stóð til boða, 190 krónum fyrir hverja evru. Þorri aflandskrónu­eig­end­anna sá í gegnum hót­anir stjórn­valda. Hluti þeirra fór þess í stað í mál og dældi pen­ingum í vafa­sama hug­veitu sem lét birta hræði­lega lélegar aug­lýs­ingar um að Íslend­ingar væru að mis­muna í íslenskum og erlendum fjöl­miðl­um.

Veð­málið um aflandskrón­urnar er líka að ganga upp

Síðan leið og beið án þess að vanda­málið sem eft­ir­stand­andi aflandskrónu­eign­irn­ar, rúm­lega 200 millj­arð­ar, voru leyst­ist. Síð­asta rík­is­stjórn gerði ekk­ert til að takast á við það, þótt aug­ljóst væri að ómögu­legt yrði að afnema höft áður en það yrði gert.

Fyrir skemmstu var greint frá því að full­trúar stjórn­valda hefðu fundað með full­trúum þeirra sjóða sem áttu stærstan hluta þeirra í New York til að reyna að leysa vand­ann. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hafa reyndar átt sér stað sam­skipti alla tíð síðan að upp­boðið fór fram í fyrra­sum­ar. Þau sam­skipti hafa að mestu farið fram í gegnum Lee Buchheit, helsta ráð­gjafa Íslands í hafta­mál­um. Fund­inn í New York sátu emb­ætt­is­menn úr bæði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Þegar Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra fór til New York í síð­ustu viku til að taka þátt í við­burðum á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna í tengslum við HeForS­he-átakið þá fund­aði hann með Buchheit, sem hafði áður fundað með full­trúum stórra eig­enda aflandskróna.

Á sunnu­dag var svo til­kynnt um það sem stjórn­völd vilja meina að sé algjört afnám hafta, en er það aug­ljós­lega ekki. Sam­hliða var til­kynnt um sam­komu­lag við eig­endur 90 millj­arða aflandskróna um að þeir fari út á geng­inu 137,5 krón­ur.

Þetta sam­komu­lag þýðir ýmis­legt. Í fyrsta lagi þýðir það að eig­endur þess­ara króna hafa aukið virði eigna sinna um 38 pró­sent með því að bíða átekta, að mestu vegna geng­is­styrk­ing­ar. En álagið sem íslensk stjórn­völd setja á það gengi sem býðst aflandskrónu­eig­end­unum hefur líka lækk­að, og er nú um 20 pró­sent. Í öðru lagi eru íslensk stjórn­völd þar af leið­andi að gang­ast við því að fram­kvæmd útboðs­ins í fyrra hefði mis­tek­ist herfi­lega og að gefa þyrfti mun meira eftir til að leysa vand­ann. Í þriðja lagi vekur síðan athygli að eig­endur ein­ungis um helm­ings aflandskrónu­eign­anna tóku til­boði Seðla­bank­ans. Hin­ir, sem eiga 105 millj­arða króna, virð­ast ætla að „kalla blöffið“ aft­ur. Þegar hefur verið opin­berað að fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn Loomis Say­les hafi hafnað til­boði Seðla­bank­ans, en hann á um 30 til 40 millj­arða króna hér á landi. Aðrir stórir sjóð­ir, Autonomy Capi­tal, Eaton Vance og Discovery Capi­tal Mana­gement, hafa neitað að tjá sig um afstöðu sína.

Þeir þurfa enda ekk­ert að fara. Flest bendir til þess að gengi íslensku krón­unnar haldi bara áfram að styrkj­ast með auknum fjölda ferða­manna og geng­is­hagn­að­ur­inn sem slíkt býr til er miklu betri en flest önnur fjár­fest­ing­ar­tæki­færi sem bjóð­ast alþjóð­legum fjár­fest­um. Á meðan svo er þá er það hagur sjóð­anna að reyna að fá þessum hömlum sem á þá voru settar hnekkt fyrir dóm­stól­um. Vinni þeir það mál fá þeir nefni­lega að fara út á miklu betri kjör­um.

Ísland hefur líka grætt

Þrátt fyrir að þessir blessuðu fjár­fest­inga- og vog­un­ar­sjóðir hafi grætt fullt á Íslands­veð­málum sínum þá hefur Ísland komið vel út úr þeirri ótrú­lega við­sjár­verðu stöðu sem landið var í haustið 2008. Setn­ing neyð­ar­laga og fjár­magns­hafta (rík­is­stjórn Geirs H. Haarde), afnám sól­ar­lags­á­kvæðis (rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur) og svo loks sam­komu­lag við kröfu­haf­anna um að skipta hermang­inu á milli þeirra og rík­is­sjóðs (rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar) voru allt vel heppn­aðar aðgerð­ir. Hægt er að ríf­ast um útfærslu en sam­an­dregið þá tóku allar þessar rík­is­stjórnir réttu stóru ákvarð­an­irn­ar. Og nið­ur­staðan er sú efna­hags­lega staða sem blasir við Íslandi í dag. Ævin­týra­legur hag­vöxt­ur, tíu ára kaup­mátt­ar­aukn­ing á einu ári, gjör­breytt skulda­staða, risa­stór óskuld­settur gjald­eyr­is­vara­forði, nær ekk­ert atvinnu­leysi, verð­bólga undir mark­miði árum saman og mikil losun hafta. Nú er okkar helsta vanda­mál gríð­ar­leg styrk­ing krón­unnar og okkur vantar útflæði úr íslensku hag­kerfi til að mæta hinu mikla inn­flæði. Aug­ljós­asta útflæðið eru eignir aflandskrónu­eig­enda.

Ekk­ert af ofan­greindum aðgerðum eru ótrú­leg póli­tískt afrek heldur voru rík­is­stjórnir ein­fald­lega að bregð­ast við aðstæðum á þann hátt sem lands­menn eiga að búast við að þær geri, með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi. Sumt sem var gert hefði mátt ger­ast miklu fyrr. Sumt mistókst eða fór öðru­vísi en áætlað var. En nið­ur­staðan var á end­anum mjög góð fyrir íslenskt efna­hags­kerfi.

Það er hins vegar þannig að sumir stjórn­mála­menn verða alltaf að tala upp eigið ágæti og láta sem þeir séu ómissandi. Ef ekki nyti þeirra við þá fari allt til hel­vít­is. Þessi aðferð­ar­fræði var mjög mikið notuð af Fram­sókn­ar­flokknum á síð­asta kjör­tíma­bili og hefur nú verið end­ur­vakin eftir nokkra lægð.

Eru allir flugu­menn nema Fram­sókn?

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son þurfti að segja af sér sem for­sæt­is­ráð­herra eftir að hafa orðið upp­vís af því að ljúga í við­tali þar sem hann var spurður um aflands­fé­lag sem hann átti. Hann upp­lýsti ekki um að hann hefði verið kröfu­hafi í bú föllnu bank­anna á sama tíma og hann kom að úrlausn mála þeirra sem for­sæt­is­ráð­herra. For­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi hefur ekki viljað svara spurn­ingum um hvenær hann keypti skulda­bréf útgefin af föllnu íslensku bönk­unum upp á rúman hálfan millj­arð króna. Og Sig­mundur Davíð hefur enn ekki svarað lyk­il­spurn­ingum í mál­inu, eins og hvaða eignir séu vistaðar inni í Wintris. Ómögu­legt er að sjá hvort félagið hafi greitt alla skatta á meðan að slíkum spurn­ingum er ósvar­að.

Í stað þess að svara þessum spurn­ingum hefur Sig­mundur Davíð búið til miklar sam­sær­is­kenn­ingu um að sam­vinna erlendra vog­un­ar­sjóða, sér­stak­lega vog­un­ar­sjóða­stjór­ans George Soros, og inn­lendra jafnt sem erlendra fjöl­miðla hafi fellt hann. Um nokk­urt skeið hefur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn verið að fjar­lægja sig frá þessum mál­flutn­ingi Sig­mundar Dav­íðs. En á því varð breyt­ing á sunnu­dag.

Í Face­book-­færslu sem hann birti eftir að til­kynnt var um nýtt til­boð til aflandskrónu­eig­enda, og þann geng­is­hagnað sem þeir munu inn­heimta vegna styrk­ingar krón­unnar taki þeir til­boð­inu, sagði Sig­mundur Dav­íð: „Planið gekk upp hjá vog­un­­ar­­sjóð­un­­um. Þeir fengu kosn­­ing­­ar, nýja rík­­is­­stjórn, nýja stefnu og nýtt verð. „Special price for you my fri­end.“ Hann lagði ekki fram nein gögn sem styðja við þessa sam­sær­is­kenn­ingu, ekki frekar en í öll hin skiptin þegar hann hefur borið slíkar ásak­anir á torg.

Fleiri í flokki Sig­mundar Dav­íðs tóku undir þennan mál­flutn­ing. Elsa Lára Arn­ar­dóttir, þing­maður flokks­ins, spurði á Face­book hvort nú væri komin skýr­ingin „á því af hverju Björt fram­tíð og Við­reisn vildu ekki vinna með Fram­sókn. Vissu þeir kannski að þennan afslátt til Vog­un­ar­sjóð­anna, hefðu Fram­sókn­ar­menn aldrei sam­þykkt? Engin gögn voru lögð fram til að und­ir­byggja þessa fram­setn­ingu.

Birkir Jón Jóns­son, fyrr­ver­andi þing­maður og núver­andi bæj­ar­full­trúi Fram­sóknar í Kópa­vogi, sagði: „Vog­un­ar­sjóð­irnir fá mun betri afgreiðslu hjá núver­andi rík­is­stjórn heldur en þeirri fyrri. En hvað er 20 millj­arða afsláttur á milli vina?“

Gunnar Bragi Sveins­son, þing­maður og fyrr­ver­andi ráð­herra, fór í útvarps­við­tal og sagði: „Nú er spurn­ing hvort nýr fjár­mála­ráð­herra [Bene­dikt Jóhann­es­son] hafi ein­hver tengsl við hrægamma­sjóð­ina eða hvort rík­is­stjórn­ina skorti almennt kjark? Fjár­mála­ráð­herra þarf að standa þjóð­inni skil á því hvers vegna hann krýpur við hreiður hrægamma.“

Og Lijla Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins sem hefur verið að færa orð­ræðu flokks­ins inn á vit­rænar brautir í betri takt við raun­veru­leik­ann á und­an­förnum miss­erum, tók meira að segja þátt í leikn­um. Hún sagði í útvarps­við­tali að „aðilar sem neit­uðu að taka þátt í útboð­inu í júní, en eru að fara út núna á miklu hag­stæð­ara gengi og þess vegna eru þeir búnir að græða cirka 20 millj­arða á því að bíða. Það er það sem við erum að setja út á, það er svo­lítið verið að verð­launa freka kall­inn.“

Það er engu lík­ara en að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lifi í þeim veru­leika að allir nema hann sjálfur séu flugu­menn sem vinni fyrir erlenda vog­un­ar­sjóði.

En veru­leik­inn er auð­vitað ekki þannig.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None