Auglýsing

Nú liggur það stað­fest fyrir sem ansi margir hafa talið full­víst árum sam­an. Þýski einka­bank­inn Hauck & Auf­häuser var aldrei raun­veru­legur eig­andi að stórum hlut í Bún­að­ar­banka Íslands líkt og haldið var fram þegar S-hóp­ur­inn svo­kall­aði keypti 45,8 pró­sent hlut í bank­an­um. Áður hafði komið fram að S-hóp­ur­inn, sem var hópur manna með rík póli­tísk tengsl sér­stak­lega við Fram­sókn­ar­flokk­inn, greiddu aldrei krónu úr eigin vasa fyrir hlut­inn heldur fengu lánað fyrir honum í Lands­banka Íslands.

Þröngur hópur sem sam­an­stóð af höf­uð­paurnum Ólafi Ólafs­syni, helstu sam­starfs­mönnum hans, Kaup­þingi og mörgum helstu stjórn­endur þess banka, lyk­il­mönnum innan Hauck & Auf­häuser og tveimur aðilum innan franska bank­ans Soci­ete General tóku þátt í flétt­unni.

Völd og millj­arðar

Til­gangur þeirra var marg­þætt­ur.

Í fyrsta lagi blasir við að verið var að veita kaup­unum á Bún­að­ar­bank­anum trú­verð­ug­leika með því að láta svo út líta að erlendur banki væri fyrir eigin reikn­ing að taka þátt í þeim. Í þeirri ömur­lega ófag­legu feg­urð­ar­sam­keppni sem íslensk stjórn­völd settu upp og köll­uðu einka­væð­ing­ar­ferli feng­ust nefni­lega mörg stig fyrir slíka aðkomu.

Í öðru lagi var til­gang­ur­inn sá að und­ir­búa far­veg­inn fyrir að sam­eina Bún­að­ar­bank­ann, sem var við­skipta­banki með gott láns­mats­hæf, og Kaup­þing. Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, sagði við rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um banka­hrunið að við sam­ein­ing­una hefðu Kaup­þings­menn fengið það sem þeir þurftu; „láns­hæf­is­mat og við­skipta­banka­grunn á Ísland­i." Afleið­ing­arnar þekkja all­ir: fimmta stærsta gjald­þrot heims­sög­unnar og slóði lög­brota sem framin voru í starfi bank­ans.

Í þriðja lagi voru þessir aðilar sem að flétt­unni stóðu að hagn­ast stór­kost­lega. Bak­samn­ingar sem Ólaf­ur, sam­verka­menn hans og Kaup­þings­menn gerðu við Hauck & Auf­häuser gerðu það að annar vegar að verkum að þýska einka­bank­anum var tryggt algjört skað­leysi og hins vegar að aflands­fé­lagið Well­ing & Partners, skráð á Bresku Jóm­frú­areyjum og fjár­magnað af Kaup­þingi, yrði raun­veru­legur eig­andi að hlutnum í Bún­að­ar­bank­an­um. Þegar Hauck & Auf­häuser seldi hlut sinn í Eglu (fé­lag­inu sem hélt utan um stóran hluta í sam­ein­uðum banka Bún­að­ar­bank­ans og Kaup­þings) sat eftir rúm­lega 100 milljón dala hagn­aður í Well­ing & Partners eftir að Kaup­þing hafði fengið upp­haf­lega skuld sína greidda. Á gengi dags­ins í dag eru þetta um ell­efu millj­arðar króna. Kaup­and­inn að hlutnum var Kjal­ar, félag Ólafs Ólafs­sonar og nær öruggt er að lánað hafi verið fyrir við­skipt­unum að öllu leyti, enda virt­ist Ólafur hafa ótak­mark­aðan aðgang að láns­fé, sér­stak­lega í bank­anum sem hann átti stóran hluta í. Þannig má segja að kaup Ólafs á stórum hlut í Bún­að­ar­bank­an­um, með aðkomu vina sinna í Kaup­þingi, hafi veitt honum nær frjálsan aðgang að fjár­munum úr bank­an­um.

Auglýsing

Millj­örð­unum sem sátu eftir í Well­ing & Partners var skipt upp á milli aflands­fé­laga Ólafs ann­ars vegar og aflands­fé­lags sem rann­sókn­ar­nefndin telur nær öruggt að hafi verið í eigu Kaup­þings eða helstu stjórn­enda þess banka hins veg­ar.

Mesta hneyksli Íslands­sög­unnar

Einka­væð­ing bank­anna á árunum 2002 og 2003 er mesta hneyksli Íslands­sög­unn­ar. Þar fékk hópur manna með enga reynslu af banka­rekstri að kaupa ráð­andi hlut í tveimur rík­is­bönkum í einu til­viki án þess að leggja fram nokkurn pen­ing, og í báðum til­vikum þar sem við­kom­andi hópar fengu lánað hjá hinum bank­anum sem þeir voru ekki að kaupa. Við kaupin fengu þessir hópar gríð­ar­leg völd yfir íslensku sam­fé­lagi. Þeir og vinir þeirra keyptu upp fullt af fyr­ir­tækj­um, réðu Elton John til að spila í afmæl­unum sín­um, stofn­uðu góð­gerð­ar­sjóði til að þykj­ast ægi­leg mik­il­menni, böð­uðu sig í kampa­víni og átu gull.

Tæpum sex árum eftir að gengið var frá sölu á rík­is­bönk­unum hrundi spila­borg kross­eigna­tengsla, lána til tengdra aðila, mark­aðs­mis­notk­unar og for­dæma­lausrar fjár­mögn­unar á kaupum á eigin bréfum yfir eitt stykki sam­fé­lag á eyju út í miðju ball­ar­hafi. Venju­legt fólk þurfti að takast á við afleið­ing­arnar og axla aðlög­un­ina, jafnt efna­hags­lega sem sál­ræna.

Allt traust milli almenn­ings og stofn­ana hvarf á einni nóttu. Það var kannski ekki skrýt­ið, í ljósi þess að stjórn­völd höfðu brugð­ist algjör­lega þegar þau ákváðu að selja rík­is­bank­anna með þeim hætti sem gert var. Fjár­mála­eft­ir­litið reynd­ist í kjöl­farið ekki nægj­an­lega burð­ugt til að kom­ast að því hver end­an­legur eig­andi að risa­hlut í Bún­að­ar­bank­anum væri og Rík­is­end­ur­skoðun tók sig að lokum til og hvít­þvoði þessa fram­kvæmd tvisvar.

Allt átti þetta rætur sínar að rekja til þeirra blekk­inga sem Ólafur Ólafs­son og Kaup­þings­hirðin komust upp með að beita síðla árs 2002, og snemma árs 2003, þegar þessi hópur söls­aði undir sig Bún­að­ar­bank­ann með blekk­ingum og svindli.

Mun ekki hafa neinar afleið­ingar

Enn og aftur hefur ítar­leg rann­sókn á gjörn­ingi sem haldið hefur verið að okkur að hafi verið í himna­lagi, sýnt að að baki honum stóð ekk­ert nema ömur­leg spill­ing og óheil­indi. Til­gang­ur­inn var að sölsa undir sig völd og græða ævin­týra­lega mikið af pen­ing­um.

Opin­berun nefnd­ar­innar í dag mun hins vegar ekki hafa neinar frek­ari beinar afleið­ing­ar. Ef menn­irnir sem græddu á Hauck & Auf­häuser-flétt­unni voru upp­vísir af ein­hverju sem er ólög­legt þá er það fyrnt í dag. Tregða íslenskra ráða­manna síð­ustu 15 árin til að láta rann­saka þennan verknað tryggði það. Og við virð­ust ekki ætla að læra af þessu held­ur. Örfáir dagar eru síðan að aðilar með eign­ar­hald kyrfi­lega falið á aflandseyjum keyptu ráð­andi hlut í því sem var einu sinni Bún­að­ar­bank­inn. Við­brögð ráða­manna voru þau sömu og árið 2003. Því var fagnað ægi­lega að meintir útlend­ingar hefðu svona mikla trú á litla, heim­ótt­ar­lega Íslandi.

Ólafur Ólafs­son, og aðrir sem græddu á þessum snún­ingi á íslensku sam­fé­lagi, munu áfram eiga millj­arða króna í erlendum skatta­skjól­um. Hann mun áfram eiga eitt stærsta flutn­inga­fyr­ir­tæki lands­ins, byggja hér hótel og semja við Reykja­vík­ur­borg um upp­bygg­ingu á lóð­unum hans. Von bráðar kemur örugg­lega enn ein aðsenda greinin frá eig­in­konu hans í Frétta­blaðið þar sem hún kemst að þeirri nið­ur­stöðu að yfir standi norna­veið­ar. Lík­leg­ast sé, enn og aft­ur, um vit­lausan Óla að ræða. Í kjöl­farið fylgir síðan allur sirkus­inn í kringum þessa dæmdu glæpa­menn og magnar upp steypuna.

Klass­ísk sið­blinda

Ég ætla hins vegar að vona að þessi ítar­lega skýrsla, sem byggir nið­ur­stöðu sína á gríð­ar­legu umfangi gagna, slái á þessi harma­kvein í eitt skipti fyrir öll. Í henni er sýnt fram á það, svart á hvítu, að Ólafur og Kaup­þings­menn, svindl­uðu stór­kost­lega á íslensku sam­fé­lagi. Þeir blekktu stjórn­völd, almenn­ing og fjöl­miðla til að kom­ast yfir banka og til að hagn­ast um millj­arða króna sem runnu inn í aflands­fé­lög.

Eng­inn þess­ara manna hefur beðist afsök­un­ar. Eng­inn hefur skilað neinu af því fé sem þeir komust yfir með óheið­ar­legum hætti. Eng­inn hefur sætt sig við nið­ur­stöðu dóm­stóla í þeim málum sem rekin hafa verið gegn þeim, eftir reglum rétt­ar­rík­is­ins.

Eina sem þeir hafa gert er að grafa undan dóms­kerf­inu með því að borga lög­manna- og almanna­tengsla­her hund­ruð millj­óna króna fyrir að valda áfram­hald­andi skaða. Þeir hafa fengið með­gjöf hjá sumum fjöl­miðlum sem hafa gert þeirra mál­stað að sín­um. Og þeir skamm­ast sín ekki neitt.

Það sem ein­kennir hegðun þessa hóps er algjör skortur á samúð og sam­líð­an. Athafnir þeirra eru að öllu leyti sjálf­hverfar og þeir hika ekki við að beita blekk­ingum til að fá það sem þeir vilja. Þeir ljúga og sýna af sér full­komið sam­visku­leysi. Hvat­irnar sem drífa þá áfram eru pen­ingar og völd. Allt eru þetta grunn­ein­kenni klass­ískrar sið­blindu.

Og í Hauck & Auf­häuser-flétt­unni sýndi þessi hópur á sér allar þessar hlið­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None