Auglýsing

Fjöl­miðlaum­hverfið á Íslandi komst aftur í sviðs­ljósið í lið­inni viku af tvennum ástæð­um. Sú fyrri vegna þess að enn einu sinni er fjöl­mið­ill sem skil­greinir sig í almanna­þágu að lenda á rekstr­ar­erf­ið­leika­vegg sem því miður virð­ist óyf­ir­stíg­an­leg­ur. Verði það raunin mun íslensk fjöl­miðlaflóra verða fátæk­ari fyrir vik­ið.

Hins vegar vegna þess að nokkur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki seldu hlut­inn sinn í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, fyrir óupp­gefna upp­hæð til Eyþórs Arn­alds.

Um var að ræða hlut Sam­herja, Síld­ar­vinnsl­unnar (stærsti eig­andi hennar er Sam­herji) og Vísis í Grinda­vík, alls 26,62 pró­sent í Árvakri. Eyþór sagði sjálfur í frétt á mbl.is að það væri honum mikið fagn­að­ar­efni að koma að fjöl­miðla­rekstri með þessum hætti. Fjöl­miðlar væru honum sér­stakt hugð­ar­efni. Ég sat fyrir svörum MBA-­nema með honum á laug­ar­dags­morg­un. Þar ræddi hann mikið um sam­spil hefð­bund­inna miðla á borð við dag­blöð og nýmiðl­un­ar, t.d. á net­inu, og kom prýði­lega fyr­ir. Svo virð­ist sem Eyþór sjái ekki fyrir sér að Morg­un­blaðið verði prentað í því upp­leggi sem það er nú prentað í nán­ustu fram­tíð. Sem eitt og sér er áhuga­vert, og rök­rétt afstaða.

Auglýsing

Þótt umbúð­irnar breyt­ist virð­ist þó ekki mikil von á breyttum áherslum við mat­reiðslu á inni­hald­inu. Þar munu hags­munir lík­ast til ráða áfram för.

Sagan end­ur­skrifuð

Eyþór er að kaupa hlut af hópi sem kom að Morg­un­blað­inu snemma árs 2009 og réð nokkrum mán­uðum síðar Davíð Odds­son sem rit­stjóra. Hann hefur síðan þá dundað sér við að end­ur­skrifa sam­tíma­sög­una, þar sem hann sjálfur var einn aðal­ger­enda, sjálfum sér í hag. Líkt og blasti auð­vitað við að hann myndi gera.

Davíð var ekki sá eini sem tengd­ist þessum hópi sem „bjarg­aði“ Morg­un­blað­inu og Árvakri snemma árs 2009 sem hafði hags­muna að gæta í því að fá öfl­ugan vett­vang til að setja fram skoð­anir og fréttir á ákveð­inn hátt. Á þessum vett­vangi hefur áður verið sagt frá orðum Ósk­ars Magn­ús­son­ar, fyrr­ver­andi útgef­anda Árvak­urs sem leiddi björg­un­ar­hóp­inn, sem sagði í við­tali á Hring­braut í nóv­em­ber síð­ast­liðnum að það hafi verið þrjú mál sem hóp­ur­inn hafi viljað „fá öðru­vísi tök á í umræð­unn­i.“ Þau hafi verið Ices­ave, Evr­ópu­sam­bandið og sjáv­ar­út­vegs­mál. 



Við þetta má reyndar bæta að það var líka sér­stakt upp­legg að koma vinstri stjórn­inni sem sat á tíma­bil­inu 2009-2013 frá og að koma í veg fyrir stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar. Það veit ég vegna þess að ég vann á Morg­un­blað­inu á þeim tíma sem björg­un­ar­hóp­ur­inn tók við eign­ar­hald­inu af Íslands­banka.

Það sem fæst fyrir 1,2 millj­arða

Björg­un­ar­hóp­ur­inn hug­sjóna­drifni var að mestu sam­an­settur af útgerð­ar­mönn­um. Þar til að Eyþór keypti sinn hlut í lið­inni viku var 96 pró­sent eign­ar­hlutur í eigu slíkra. Um er að ræða flesta stór­út­gerð­ar­menn lands­ins. Þeir hafa sett 1,2 millj­arða króna í leið­ang­ur­inn og fengið 4,5 millj­arða króna afskrif­aða í leið­inni hjá Íslands­banka. Lík­lega hafa þær afskriftir haft meiri áhrif á rekstr­ar- og sam­keppn­isum­hverfi íslenskra fjöl­miðla eftir hrun en nokkuð ann­að.

Að und­an­förnu hefur svo staðið yfir við­bót­ar­fjár­söfnun upp á nokkur hund­ruð millj­ónir króna til að brúa tap í fyrra og áfram­hald­andi rekst­ur.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, sagði í frétt á mbl.is í síð­ustu viku, þar sem til­kynnt var um að hann væri að selja sig út úr ævin­týr­inu, að Sam­herji væri ánægður með hvernig til hafi tek­ist. Blaðið hafi náð að halda velli, staðið hafi verið vörður um fag­lega blaða­mennsku og „miðlað upp­­lýs­ing­um um mál sem vörð­uðu þjóð­ina gríð­ar­lega miklu og hafa nú sum hver verið far­­sæl­­lega til lykta leidd. Nú eru því uppi aðrar aðstæður og tíma­­bært að hverfa af þess­um vett­vang­i.“

Ljóst er að Þor­steinn Már má vera ánægður með árang­ur­inn af kaup­unum í breiðum skiln­ingi. Þótt rekst­ur­inn hafi verið afleitur þá er hægt að mæla árang­ur­inn á margan anna hátt. Til dæmis í því að veiði­gjöld voru lækk­uð, komið hefur verið í veg fyrir að eign­ar­hald þjóðar á auð­lind­inni sé tryggt í stjórn­ar­skrá og ekki var gengið inn í Evr­ópu­sam­band­ið.

Heilt yfir hefur tek­ist að verja kerfin sem passa upp á að íslenskt hag­kerfi er sniðið að þörfum hand­fylli millj­arða­mær­inga í stað þess að vera sniðið að aðstæðum launa­fólks í land­inu.  

Stigið yfir lín­una í for­seta­kosn­ing­unum

Í áður­nefndu við­tali við Óskar Magn­ús­son var hann einnig spurður hvort Morg­un­blaðið væri hags­muna­gæslu­fjöl­mið­ill. Hann svar­aði því til að það væri hann „sjálf­sagt að ein­hverju leyt­i.“ Menn þyrftu hins vegar að gera grein­ar­mun á skoð­ana­greinum á borð við leið­ara, Reykja­vík­ur­bréf og Stak­steina og svo hinn vand­aða frétta­flutn­ing. Það má taka undir með Ósk­ari að margt er mjög vandað á Morg­un­blað­inu. Rit­stjórn blaðs­ins er lík­lega sú besta á land­inu. Hokin af reynslu, þekk­ingu og getu sem er ómet­an­legt í blaða­mennsku.

En það er rangt hjá Ósk­ari að ekk­ert hafi verið fiktað í frétt­un­um. Hann reyndar við­ur­kenndi það síðar í við­tal­inu að farið hefði verið mjög nálægt, og jafn­vel yfir strikið í for­seta­kosn­ing­unum í fyrra, þar sem rit­stjóri blaðs­ins var í fram­boði og miðlar Árvak­urs voru not­aðir mis­kunn­ar­laust bæði til að tala upp Davíð Odds­son og rægja sig­ur­strang­leg­asta fram­bjóð­and­ann, Guðna Th. Jóhann­es­son.

Það var vissu­lega að mestu gert í ónafn­greindum skoð­ana­skrif­um, þar sem Guðna var m.a. líkt við Don­ald Trump, en það var sann­ar­lega líka gert í frétt­um. Hér er til að mynda hlekkur á frétt á mbl.is sem eng­inn var skrif­aður fyr­ir. Í frétt­inni er 28 sek­úndna mynd­band sem eng­inn er merktur fyrir þar sem ummæli Guðna er klippt saman til að láta hann líta út sem ósann­inda­mann. 

Hags­munir eig­enda ofar öðru

Dæmin um að frétta­vett­vangur miðla Árvak­urs hafi verið not­aður með þessum hætti eru fleiri. Miklu fleiri. Hér verður látið duga að styðj­ast við þau sem snúa beint að hags­munum sjáv­ar­út­vegs og hafa birst á und­an­förnu rúmu ári. Hér að neðan sést for­síðu­frétt í Morg­un­blað­inu 22. des­em­ber 2015. Til­efnið var að Evr­ópu­­sam­­band­ið hafði sam­­þykkt nokkrum dögum áður að fram­­lengja við­­skipta­þving­­anir gagn­vart Rússum um sex mán­uði og Gunnar Bragi Sveins­­son, þáver­andi utan­­­rík­­is­ráð­herra, hafði sag­t op­in­ber­­lega að afstaða Íslands gagn­vart stuðn­­ingi við aðgerð­­irnar yrði óbreytt. Við myndum styðja þær enda þjóð­ar­hags­munir að standa með vest­rænum ríkjum innan NATO og Evr­ópu í milli­ríkja­deilum þar sem grund­vall­ar­mann­rétt­indi og lýð­ræði væru und­ir. 

Forsíðufrétt Morgunblaðsins 22. desember 2015.Fréttin er um skoð­un Kol­beins Árna­­son­­ar, fram­­kvæmda­­stjóra Sam­­taka fyr­ir­tækja í sjá­v­­­ar­út­­­vegi, á ó­breyttri afstöðu Íslands til við­­skipta­þving­an­anna.

Nokkrum dögum síð­ar, 4. jan­úar 2016, var önnur for­síðu­frétt birt framan á Morg­un­blað­inu. Nú var hún um skoðun Jens ­Garð­­ars Helga­­son­­ar, stjórn­­­ar­­for­­mann Sam­­taka fyr­ir­tækja í sjá­v­­­ar­út­­­vegi, á þátt­­töku Íslands í við­­skipta­þving­unum gagn­vart Rús­s­­um. Þar kall­aði hann eftir því að hags­munir Íslands yrðu settir í for­gang þegar ákvörðun um stuðn­ing við við­skipta­þving­anir yrði tek­in. Með því átti hann við hags­muni sjáv­ar­út­vegs. Í báðum fréttum eru svo settar fram svim­andi háar tölur um tap þjóð­ar­bús­ins ef ekki verði látið undan þrýst­ingi þeirra.

Forsíðufrétt Morgunblaðsins 4. janúar 2016.Flestir eig­endur Morg­un­blaðs­ins hitt­ast líka á fundum Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, þar sem þeir sitja í stjórn.

Blaðið tók svo annan snún­ing á hags­muna­gæslu fyrir sjáv­ar­út­veg­inn í sjó­manna­verk­fall­inu. Sú hags­muna­gæsla birt­ist vissu­lega að mestu í skoð­ana­skrifum og fólst í því að þrýsta á hið opin­bera að greiða hluta af launum sjó­manna, svo að útgerðin þyrfti ekki að gera það. Hluti stjórn­ar­þing­manna, allir úr röðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins, voru sömu skoð­unar og ráða­menn­irnir sem fóru með ákvörð­un­ar­valdið í mál­inu sögð­ust í einka­sam­tölum finna fyrir gríð­ar­legum þrýst­ingi sem settur væri að mestu fram í gegnum ónafn­greinda heim­ild­ar­menn í Morg­un­blað­inu.

Minn­is­varði um óheil­indi

Báðar þessar orustur töp­uð­ust bless­un­ar­lega. Sömu sögu er að segja af for­seta­fram­boði Dav­íðs, en hann beið afhroð þrátt fyrir að geta beitt fyrir sig fjöl­miðla­veldi, miklum fjár­munum og hluta af kosn­inga­vél stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins. En öll eru málin minn­is­varði um hversu óskamm­feilin hags­muna­gæsla og mis­beit­ing fjöl­miðla getur ver­ið.

Heilt yfir má þó segja að fjár­fest­ing útgerð­ar­innar í Árvakri hafi marg­borgað sig. Flestum til­raunum til að breyta kerfum sam­fé­lags­ins á þann veg að þau virki fyrir fjöld­ann en ekki hand­fylli manna sem hafa hagn­ast ævin­týra­lega á nýt­ingu auð­lindar sem þeir eiga ekki, hefur verið hrint. Sam­an­lagt hefur eigið fé sjáv­ar­út­vegs, að með­töldum arði sem hefur verið greiddur til eig­enda, lík­ast til auk­ist um yfir 400 millj­arða króna síðan í hrun­inu. Það er dágóð ávöxtun á þeim 1,2 millj­arði króna sem þegar hefur verið settur inn í Árvakur frá byrjun árs 2009. Í raun er óskilj­an­legt af hverju stór­út­gerð­ar­menn eru ekki kosnir við­skipta­menn árs­ins á hverju ári, fyrir það að ná að við­halda þeirri skipt­inu á arð­semi sem er af nýt­ingu sam­eig­in­legrar auð­lind­ar, ár eftir ár eftir ár. 

Almenn­ingur ræður sínum aðstæðum

Það eru vend­ingar í íslenskum fjöl­miðl­um. 365 verður brátt brotið upp og stór hluti þess fyr­ir­tækis fer inn í skráð fjar­skipta­fyr­ir­tæki á mark­aði sem rekið er með mjög skýr arð­sem­is­sjón­ar­mið. Þar verður því skýrt að höf­uð­mark­mið fjöl­miðla­starf­semi Voda­fone verður að búa til hagnað fyrir hlut­hafa, ekki að veita aðhald, miðla upp­lýs­ingum og vera gagn­rýnin á sam­fé­lagið sem við búum í. Það getur vel verið að arð­semi og öflug frétta­þjón­usta geti farið sam­an. En það getur líka verið að svo verði ekki.

Staða, og saga, Árvak­urs hefur verið rakin nokkuð ítar­lega hér að ofan og ekki er við því að búast að breyt­ing verði á stefnu þess fyr­ir­tæk­is. Flest allir aðrir einka­reknir fjöl­miðlar eru reknir með tapi, og sumir eru fjár­magn­aðir með huldufé sem eng­inn veit hver veitir til þeirra. Stór krítískur mið­ill með mikla dreif­ingu og mik­il­vægt hlut­verk virð­ist síðan vera að hverfa af svið­inu. Þetta er umhverfið sem ramm­inn utan um fjöl­miðlun hefur skilað okk­ur. Þar sem hags­mun­ir, arð­semi og leyni­legar fjár­veit­ingar eru í lyk­il­hlut­verk­um. Stjórn­völd virð­ast því miður ekki lík­leg til að bregð­ast við þess­ari stöðu. Mark­að­ur­inn og hags­mun­irnir eiga bara að sjá um þetta.

Því stendur það enn og aftur upp á almenn­ing að ákveða hvernig fjöl­miðlaum­hverfi hann vill. Það er hægt að gera með því að styrkja þá fjöl­miðlun sem við­kom­andi telur að skipti máli.

Hægt er að styrkja Kjarn­ann með því að ganga í Kjarna­­sam­­fé­lagið og greiða fast mán­að­­ar­­legt fram­lag til að efla starf­­semi hans. Það gerir þú með því að smella hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None