#alþjóðamál#stjórnmál

Stríð, friður og baráttan fyrir alþjóðavæddum heimi

Baráttan fyrir opnum og frjálsi heimi stendur sem hæst.

Þegar yfir 650 konur sem útskrif­ast hafa frá Harvard Business School, einum virtasta við­skipta­há­skóla heims, mót­mæltu því form­lega með yfir­lýs­inguSteve Bannon fengi að starfa í Hvíta hús­inu, þá kall­aði það fram spurn­ingar hjá mörg­um. Hvers vegna gerðu þær þetta?

Djúpt á hatr­inu

Skömmu síðar bætt­ist veru­lega í hóp­inn og all­flestar konur í kenn­ara­lið­inu í gegnum tíð­ina voru nú komnar inn í hóp­inn, að við­bættum fleiri nem­end­um. Yfir þús­und konur úr Harvard mót­mæltu því form­lega að Bannon fengi að koma nálægt valda­þráðun­um. 

Ástæðan var skýr: Þær töldu hann með öllu van­hæfan vegna þess hversu ein­beitta og djúpa kvenn­fyr­ir­litn­ingu og ras­isma hann stydd­ist við í sínum störf­um, mál­flutn­ingi og fram­komu. Hún hefur ekki aðeins fylgt honum í gegnum áróð­ur­svef­inn Breit­bart eða kosn­inga­bar­áttu Trumps, heldur líka frá því hann fór að láta að sér kveða í námi og störf­um.

Auglýsing

Kenn­ing hans er vel skrá­sett í gegnum mál­flutn­ing, meðal ann­ars í Harvard, en einnig sjá þeir sem hafa hvað dýpsta inn­sýn í banda­rískt stjórn­kerfi, að Bannon er meðal þeirra sem sér tæki­færi í stríð­um. Um þetta hefur Kate Brann­an, blaða­maður For­eign Policy gagn­vart Penta­gon og varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu, skrifað nokkuð ítar­lega og meðal ann­ars flutt merki­legar fréttir af því hvernig Bannon hefur beitt sér fyrir því að slóð gagna verði eytt í Hvíta hús­inu. Merki­legar fréttir um óhugn­an­legan hugs­un­ar­hátt ógagn­sæis.

End­ur­skipu­lagn­ingin

Kenn­ing Bann­ons er í grófum dráttum sú, að reglu­lega þurfi að end­ur­skipu­leggja heild­ar­mynd Banda­ríkj­anna. Það er fyrst gert með vald­beit­ingu og síðan stefnu sem miðar að því að for­gangs­raða Banda­ríkj­unum í hag. Skil­grein­ingin á banda­rískum hags­mun­um, er síðan tengd hvíta karl­inum og gömlu þunga­vigt­arat­vinnu­vegum Banda­ríkj­anna, einkum olíu­iðn­að­in­um. Svo lengi sem valda­þræð­irnir eru í höndum hvíta karls­ins, þá kann það góðri lukku að stýra að mati Bann­on. 

Svo því sé til haga hald­ið, þá er þetta ekk­ert ýkt mynd, heldur í takt við það sem hann hefur byggt sína heims­mynd á svo til alla tíð. Það hefur heldur herst á henni eftir að faðir hans missti allar eigur sínar í fjár­málakrepp­unni fyrir tæpum ára­tug, að sögn grein­enda hér í Banda­ríkj­un­um. Hann hefur séð alþjóða­væð­ing­una sem blóra­böggul í þeirri stöðu og telur Banda­ríkin vera hlunn­farin í heimi við­skipt­anna. 

Ein­angr­un­ar­hyggj­an, sem Trump hefur tekið upp á sína arma, passar alveg við þessa heims­mynd Bann­ons. Banda­ríkin fyrst, svo hin­ir. 

Fyrst glund­roði

Hið óhuggu­lega í hug­mynda­fræði Bann­ons - sem hefur rúmt gildi innan stjórnar Trumps - er að fyr­ir­boði breyt­inga er glund­roði (Cha­os). Hann vill að end­ur­skipu­lagn­ingin á Banda­ríkj­unum og stöðu þeirra í heim­inum fari fram sem hrað­ast og því horfir hann til hers­ins. Með því að beita her­valdi Banda­ríkj­anna - sem er vel þekkt marg­föld stærð á við aðrar þjóðir - þá skap­ast tæki­færi til end­ur­skipu­lagn­ing­ar. 

afn­vel þó Bannon hafi verið tek­inn úr þjóðar­ör­ygg­is­ráði Banda­ríkj­anna, eftir heift­ar­leg rifr­ildi við Jared Kus­hner, tengda­son Don­alds Trumps for­seta, þá er óþægi­legt til þess að hugsa, að hann sé í því að leggja lín­urnar sem aðal­ráð­gjafi. Hann horfir yfir öxl­ina á mönnum - aðal­lega hvítum körlum - á ögur­stundu. Jafn­vel þó að það fari svo, að hann fari úr nán­asta bak­landi for­set­ans, þá eru áhrifin hans djúp­stæð og hafa skotið rót­um.Stjórn­mála­menn að bregð­ast

Á tólf vik­um, frá því Trump tók við völdum og hvítu karl­arnir með hon­um, þá hefur jafn­vægið í alþjóða­stjórn­mál­unum raskast og hættan á miklum stríðs­á­tök­um, til við­bótar við átökin sem nú þegar eiga sér stað, er talin veru­leg. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á tólf vik­um, hvað þetta varð­ar. 

Skyndi­leg stefnu­breyt­ing banda­rískra stjórn­valda í Sýr­landi, þar sem 59 Toma­hawk flug­skeyti flugu á valin skot­mörk stjórn­ar­hers­ins í Sýr­landi í kjöl­far efna­vopna­árás­ar, hefur skerpt á víg­lín­um. 

Banda­ríkin standa gegn Rússum og Sýr­lend­ing­um. Sam­hliða standa Banda­ríkin með Japan og Suð­ur­-Kóreu þegar kemur að ógn­inni frá hinum óút­reikn­an­lega Kim Jong-Un í Norð­ur­-Kóreu. Kín­verjar virð­ast lík­leg­astir til að vera sá aðili sem stillir til frið­ar, eins og rætt er um málin hér í Banda­ríkj­un­um. En sögu­legur skjöldur Kín­verja, þegar Norð­ur­-Kórea er ann­ars veg­ar, setur málin í flókna stöðu.  

Það sorg­leg­asta við þessa þróun er að staða efna­hags­mála í heim­in­um, í Banda­ríkj­un­um, Asíu og Evr­ópu þar með talið, hefur farið batn­andi og um margt spenn­andi tæki­færi framundan þegar kemur að tækni og breyt­ing­um. Til dæmis hafa stjórn­völd í Banda­ríkj­unum verið í því að fella niður reglu­verk, sem átti að ýta undir vist­vænni lífs­hætti, en á sama tíma eru banda­rísk tækni­fyr­ir­tæki að leiða frum­kvöðla­starf þegar kemur að notkun á vist­vænni tækni til að draga úr meng­un. Þetta eru ein­kenni­legar þver­sagn­ir, en í ljósi sög­unnar og þeirra öfga sem ein­kenna fjöl­breytn­ina í Banda­ríkj­un­um, þá ætti þetta ekki að koma svo mikið á óvart.

Stjórn­mála­menn finnst mér vera að bregð­ast almenn­ingi með valda­brölti sínu og pópu­l­is­ma, með hræðslu­á­róðri og ein­angr­un­ar­tali. Hinn alþjóða­væddi heimur er lík­lega eitt það stór­kost­leg­asta sem skap­ast hefur í mann­kyns­sög­unni, og við­brögð þjóð­anna eftir hörm­ungar stríðs­tíma fyrra og seinna stríðs, hafa lagt grunn­inn að meiri friði og fram­þróun en marga óraði fyr­ir. Ein­angr­un­ar­hyggjan ætti að kveikja við­vör­un­ar­ljós.

Ísland og umheim­ur­inn

Eitt af því sem Ísland og íslenskt atvinnu­líf getur lagt af mörkum í þess­ari stöðu, er að tala óhikað og hátt fyrir alþjóða­væddum heimi. Það var áhuga­vert að spjalla um þetta við aðstoð­ar­ráð­herra sam­göngu­mála í Nor­egi, Reyni Jóhann­es­son, á dög­unum en hann taldi mikla hags­muni vera undir þegar að þessu kæmi. Nor­eg­ur, Ísland og önnur ríki á Norð­ur­löndum og við Eystra­salt gætu lagt sitt af mörkum með góðu og nánu sam­starfi á sviði laga og reglna, til dæmis á sviði 5G væð­ing­ar­inn­ar, sem mun leggja grunn­inn að örum tækni­breyt­ing­um. Þannig væri unnið form­lega gegn ein­angr­un­ar­hyggj­unn­i. 

Það má síðan nefna það, að einn helsti áhættu­geir­inn þegar kemur að stríðs­á­tökum er ferða­þjón­usta á heims­vísu. Þegar stríð brjót­ast út þá ferð­ast fólk minna, og stundum getur fólk ekki ferðast, ef stríðs­á­tökin breið­ast út. Ferða­menn breyta áformum sínum og miklir svipti­vindar geta þá mynd­ast í ferða­þjón­ust­unni. Mikið fjöl­menni á nýjum svæð­um, en færri á öðr­um.

Ástæðan er til að fylgj­ast grannt með þessu, til dæmis hvað ferða­lög frá Banda­ríkj­unum varð­ar, en þaðan kom fjórð­ungur allra ferða­manna í fyrra. 

Leggjum okkar af mörkum

Þó smá­þjóðir eins og Ísland hafi tak­mark­aða mögu­leika til að leggja sitt af mörkum þá geta þær helst gert það með því að tala skýrt með alþjóða­væð­ing­unn­i. 

Síðan er Ísland líka í þeirri stöðu að þurfa sár­lega á erlendu vinnu­afli að halda til að halda hlut­unum gang­andi og á það jafnt við um næstum allar greinar atvinnu­lífs­ins. Sjáv­ar­út­veg, ferða­þjón­ustu, orku­frekan iðn­að, hug­bún­að­ar­geir­ann og háskóla­starf. Alls­staðar er þörfin fyrir þekk­ingu frá útlöndum mikil og fer vax­andi.

Hugsum um þá sem þjást

Í þessum aðstæðum er hollt að hugsa til þeirra sem eru þolendur stríðs­á­taka nú um stund­ir, til dæmis í Sýr­landi. Þar hefur 22 millj­óna þjóð - á stór­feng­legu svæði - vera sundrað. Meira en helm­ingur þjóð­ar­innar er á flótta, hálf milljón er látin og stór­þjóðir heims­ins, eins og Bretar og Banda­rík­in, hafa það nú á stefnu­skránni að loka landa­mær­unum fyrir fólki í sárri neyð. Því­lík skömm, því­lík mann­vonska.

Það var gott að lesa grein sem Reimar Pét­urs­son, for­maður Lög­manna­fé­lags Íslands, skrif­aði á dög­unum þar sem hann færði rök fyrir því, að Ísland - og raunar þjóðir heims­ins - þyrftu að taka skýra afstöðu um að standa með flótta­mönnum og inn­flytj­end­um. 

Þeir hefðu laga­legan rétt til að þess að leita að betra lífi, þvert á landa­mæri. „Ríki heims eru bundin af alþjóð­legum samn­ingum um mann­rétt­indi. Flótta­menn njóta sam­kvæmt þeim rétt­inda án mann­grein­ar­á­lits vegna kyn­þátta, trú­ar­bragða eða ætt­lands. Þá er óheim­ilt að end­ur­senda þá til ríkis þar sem lífi þeirra eða frelsi myndi ógn­að. Hvort svo sé þarf að meta sér­stak­lega fyrir hvern og einn flótta­mann og þeim er frjálst að bera slíkt mat undir dóm­stóla. Þessir alþjóð­legu samn­ingar tak­marka full­veld­is­rétt Íslands og ann­arra ríkja til að taka ger­ræð­is­legar ákvarð­anir um aðgang flótta­manna að lands­svæðum þeirra. Á okkar tímum fela þessar tak­mark­anir á full­veldi í sér ákveðnar áskor­anir fyrir ríki heims, en yfir­lýstur vilji samn­ings­að­ila stendur óbreytt­ur: að standa með flótta­mönnum án til­lits til ætt­lands þeirra.“ 

Þetta er holl áminn­ing frá Reim­ari. 

Það má síðan benda íslenskum fyr­ir­tækjum sér­stak­lega á það, að þeir hafa ýmsar leiðir ráða flótta­menn í vinnu sem hafa það sem þarf til að sinna stör­f­un­um. Það þurfa ekki allir flótta­menn að koma til lands­ins í gegnum þung­lama­lega ferli stjórn­mála­manna. Ef ein­hverjir hafa sýnt aðlög­un­ar­hæfni og vilja til að leysa úr vanda­mál­um, þá er það venju­legt fólk sem hefur flúið skelf­ingu stríðs. Það getur komið hingað sjálft ef það fær vinnu og fyr­ir­tæki eru til­búin að aðstoða það með form­leg atriði sem fylgja flutn­ingum úr flótta­manna­búð­um.

Þessi sam­vinna þjóða og inn­leið­ing á alþjóð­legum rétt­indum fólks er kjarn­inn í alþjóða­væð­ing­unni og mann­rétt­inda­bar­áttu und­an­far­inna ára­tuga. Sam­vinnu þjóða heims­ins, landamæra­lausum tæki­fær­um. 

Þeir sem hafa grætt mest á þess­ari hug­sjón eru þeir sem minna mega sín. Allar tölur styðja það. 

Það er ógn­væn­legt til þess að hugsa að menn eins og Steve Bannon og hans lík­ir, séu farnir að láta að sér kveða gegn alþjóða­væð­ing­unni. Látum þá ekki setja ein­angr­un­ar­hyggju og sér­hags­muni ein­stakra ríkja á odd­inn. Það er mikið í húfi, ekki síst fyrir litlar þjóðir sem eru alveg ber­skjald­aðar í alþjóða­væddum heimi. Þar er helsta skjólið fólgið í opnum og frjálsum við­skipt­um, opnu og frjálsu mann­lífi, og opnu og frjálsu flæði þekk­ing­ar.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Frá blaðamannafundinum í gær. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, er þriðji frá vinstri.
Sænska ríkisstjórnin í kröppum dansi
Ráðherrar innan sænsku ríkisstjórnarinnar hafa sætt harðri gagnrýni vegna aðgerðarleysi þrátt fyrir vitneskju um alvarleg brot á persónuverndarlögum.
25. júlí 2017
Chuck Schumer er leiðtogi demókrata á bandaríska þinginu.
Spáir því að flokkurinn snúist gegn Trump
Leiðtogi demókrata segist trúa því að þingmenn repúblikana muni ekki sitja hjá ef Trump náðar sjálfan sig eða fjölskyldu sína.
25. júlí 2017
Morðtíðni hefur aukist mikið í Mexíkó undanfarin misseri vegna innbyrðis átaka glæpagengja. Hér sjást íbúar smábæjar í landinu hylja andlit sín og undirbúa sig undir komu glæpagengis.
Þrjú morð á klukkustund: Eiturlyfjastríðið í Mexíkó verður blóðugra
Fleiri og smærri glæpagengi, aukin eftirspurn eftir ópíum og ríkisstjórabreytingar skýra meðal annars þriðjungs aukningu í fjölda morða í Mexíkó. Oddur Stefánsson fjallar um eiturlyfjastríðið.
24. júlí 2017
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, til hægri.
Grikkir gefa út skuldabréf að nýju
Grísk stjórnvöld tilkynntu að ríkisskuldabréf þeirra verði gefin út á morgun, í fyrsta skiptið í þrjú ár.
24. júlí 2017
Sérfræðingar eru áhyggjufullir yfir stöðu Bretlands
Bretland sé að verða „veiki maðurinn í Evrópu“
Efnahagshorfur hafa versnað í Bretlandi og Bandaríkjunum um leið og þær hafa batnað á Evrusvæðinu, samkvæmt nýrri skýrslu AGS.
24. júlí 2017
Svona lítur borðspilið út
Borðspil sem reynir á bragðlaukana
Nýtt borðspil úr smiðju Eggerts Ragnarssonar og konu hans Amanda Tyahur hefur litið dagsins ljós, en í því er keppt um þekkingu á mat og matarmenningu.
24. júlí 2017
Jared Kushner er einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Kushner er giftur Ivönku Trump.
Segist ekki hafa verið í leynimakki með neinum
Tengdasonur og helsti ráðgjafi forseta Bandaríkjanna kemur fyrir þingnefnd bandaríska þingsins í dag.
24. júlí 2017
Björgvin Ingi Ólafsson
Er vit í að Ísland losni alveg við seðla og klink?
24. júlí 2017
Meira úr sama flokkiLeiðari
None