Hin innihaldslausa málsvörn Ólafs Ólafssonar

Auglýsing

Í gær setti Ólafur Ólafs­son fram málsvörn sína í því sem almennt er kallað „Lunda­flétt­an“. Málið snýst um að hópur manna á vegum Ólafs og Kaup­þings blekkti stjórn­völd, fjöl­miðla og almenn­ing til að halda að þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser væri að kaupa hlut í Bún­að­ar­bank­anum þegar ríkið seldi stóran hlut í honum til S-hóps­ins í byrjun árs 2003. Þetta liggur í raun alveg fyr­ir. Rann­sókn­ar­nefnd hefur sýnt fram á það með frum­gögnum að Hauck & Auf­häuser var leppur sem sam­þykkti að halda á hlut í íslenska bank­anum í tvö ár gegn þóknun upp á eina milljón evra. Þýska bank­anum var tryggt algjört skað­leysi af þessu. Gögn rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar sýna þetta svart á hvítu.

Til við­bótar sýndi rann­sókn­ar­nefndin fram á að gerðir voru bak­samn­ingar sem tryggðu að tvö aflands­fé­lög skráð á Tortóla myndu fá allan hagn­að­inn sem yrði til af bréf­unum sem Hauck & Auf­häuser hélt á. Þessi tvö félög gátu hins vegar aldrei tapað á díln­um. Ef tap yrði til myndi það lenda á Kaup­þingi, sem þá hafði sam­ein­ast Bún­að­ar­bank­an­um. Hið keypta bar því tapá­hætt­una.

En á það reyndi ekki. Bréfin í bank­anum hækk­uðu og mynd­uðu hagnað upp á marga millj­arða króna. Honum var síðan skipt upp á milli aflands­fé­lag­anna tveggja. Annað þeirra, Mar­ine Choice, var í eigu Ólafs Ólafs­sonar og fékk 3,8 millj­arða króna. Hitt heitir Dek­hill Advis­ors og fékk 2,9 millj­arða króna. Ekki hefur verið upp­lýst um hverjir eiga það félag.

Félag Ólafs fékk sína millj­arða milli­færða í 24. febr­úar 2006. Sama dag kom Guð­mundur Hjalta­son, fram­kvæmda­stjóri Eglu og starfs­maður Ólafs Ólafs­son­ar, á fund Rík­is­end­ur­skoð­unar á Íslandi til að afhenda honum gögn sem áttu að sýna að Hauck & Auf­häuser hefði verið raun­veru­legur fjár­festir í Bún­að­ar­bank­an­um, sem hann var ekki.

Almanna­tengslaslys

Málsvörn Ólafs er væg­ast sagt rýr. Hún byggir á þeirri veiku von að fjöl­miðlar og almenn­ingur kynni sér ekki málið almenni­lega eða máti ekki full­yrð­ingar hans við raun­veru­leik­ann eða fyr­ir­liggj­andi gögn. Það er ótrú­legt að hann hafi verið með almanna­tengla og lög­menn á dýrum fóðrum mán­uðum saman við að smíða hana, miðað við inni­halds­leys­ið. Raunar má halda því fram að áhrifin séu þver­öfug við það sem lagt var upp með. Sam­úðin með Ólafi er lík­lega minni en hún var áður. Og var hún nán­ast engin fyr­ir.

Auglýsing

Meg­in­athuga­semd Ólafs er sú að ekki hafi verið gerð krafa um að erlendur banki væri hluti af til­boði S-hóps­ins, sem hann leiddi, þegar sá fékk að kaupa ráð­andi hlut í Bún­að­ar­bank­an­um. Þetta rök­styður Ólafur með nýrri túlkun á bókun í fund­ar­gerð einka­væð­ing­ar­nefndar og tölvu­pósti sem starfs­maður hans fékk í síð­ustu viku frá manni sem starf­aði hjá einka­væð­ing­ar­nefnd á sínum tíma, en sat ekki í henni. Manni sem nú afplánar þriggja ára dóm fyrir efna­hags­brot.

Túlkun Ólafs er í takti við helstu áhyggjur Brynjars Níels­son­ar, for­manns stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, sem hann setti fram á fundi með rann­sókn­ar­nefnd­inni sama dag og skýrsla hennar var birt í lok mars. Þá spurði Brynjar Kjartan Bjarna Björg­vins­son, sem skip­aði rann­sókn­ar­nefnd­ina, að því hvað hann hefði fyrir sér að ein af grund­vall­ar­for­sendum þess að S-hóp­ur­inn fékk að kaupa Bún­að­ar­bank­ann hefði verið aðkoma erlends banka.

Þessi túlkun þeirra er röng og hún hefur verið hrakin ítrekað af rann­sókn­ar­nefnd­inni. Gögn sem sett eru fram í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar og orð stjórn­mála­manna sem komu að mál­inu á sínum tíma sýna það með óyggj­andi hætti. Hægt er að lesa um þau á blað­síðum 26-32 í skýrsl­unni.

Ólafur lýkur 50 mín­útna málsvarnará­varpi sínu, sem minnir að mörgu leyti á þaul­æfða til­raun til að leika ára­móta­ávarp for­seta, á því að segja að nið­ur­staða skýrsl­unnar sé hvorki sann­gjörn né rétt „gagn­vart þjóð­inni og alls ekki gagn­vart mér per­­són­u­­lega.“

Starfs­maður Ólafs kom að gerð bak­samn­inga

Ólafur afgreiddi bak­samn­ing­anna, sem sýndu að Hauck & Auf­häuser var vilj­ugur leppur sem þáði greiðslu fyrir þjón­ustu sína og tryggði honum millj­arða inn á aflands­reikn­ing, sem auka­at­riði í mál­inu. Þegar hann mætti fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd sagði hann að um væri að ræða samn­inga sem gerðir hefðu verið milli Kaup­þings og Hauck & Auf­häuser og hann hefði í raun ekk­ert með þá að gera.

Þetta er ein­fald­lega ósatt. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar er það rakið ítar­lega hvernig tölvu­póst­sam­skipti um gerð bak- og leyni­samn­ing­anna voru. Einn þeirra sem fær þá tölvu­pósta er Guð­mundur Hjalta­son, starfs­maður Ólafs Ólafs­son­ar. Í þeim er einnig til­greint að Guð­mundur hafi verið með í því að semja samn­ing­anna og sé sam­þykkur þeim. Hluti tölvu­póstana var líka sendur á Ólaf sjálf­an.

Ólafur sagð­ist ekki hafa hug­mynd um hver ætti hitt félagið sem græddi millj­arða króna á flétt­unni, Dek­hill Advis­ors. Samt snér­ust tölvu­póst­arnir og fléttan sem starfs­maður hans var að vefa ásamt Kaup­þingi og þýska bank­an­um, í umboði Ólafs, um það hvernig ætti að koma ágóð­anum af flétt­unni ann­ars vegar til Ólafs og hins vegar til Dek­hill Advis­ors. Það er ansi ótrú­verð­ugt þegar mjög þröngur hópur örfárra manna er að makka saman um hvernig eigi að skipta her­fangi vafa­samra við­skipta milli tveggja félaga að eng­inn þeirra viti hver eigi annað félag­ið. En það er línan frá Kaup­þings­mönn­unum fyrr­ver­andi, Ólafi Ólafs­syni og Guð­mundi Hjalta­syni, starfs­manni hans.

Við fíflin

Fyrir Ólafi er það ekki blekk­ing eða lygi að segja ósatt í til­kynn­ingum til Kaup­hall­ar. Í við­tölum og yfir­lýs­ingum sem sendar eru á fjöl­miðla. Í svörum sínum fyrir rann­sókn­ar­nefnd eða Rík­is­end­ur­skoð­un. Það eru bara við­skipti. Og fyrst ríkið fékk það verð sem það samdi um á það að halda kjafti og hætta þessu ves­eni. Hitt kemur því ekk­ert við.

Sam­an­dregið þá gerir Ólafur ekki athuga­semdir við efn­is­lega nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Hann gerir bara athuga­semdir við það að því sem lýst er í skýrsl­unni sé kallað blekk­ing og lygi. Ólafur segir nefni­lega að honum finn­ist þessir gjörn­ingar allt í lagi. Við sem erum ósam­mála erum fífl­in, ekki hann. Annað hvort heldur Ólafur því fram gegn betri vit­und eða hann trúir því í alvöru að svo sé. Það er eig­in­lega erfitt að ákveða hvort er verra.

Í ljósi þess að Ólafur hafði ekk­ert nýtt fram að færa þá, og lagði ekki fram nein ný gögn sem bæta neinu við nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar né hrekja hana með nokkrum hætti, þá er erfitt að skilja til hvers hann kom fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í gær. Fund­ur­inn varð enda ein­hvers konar leik­sýn­ing án til­gangs.

Það kom eng­inn vel út úr þessum fundi. Ólafur lét nefnd­ina líta út fyrir að hafa leyft honum að koma fyrir sig án þess að átta sig á til­gangi þess. Og Ólafur sjálfur skor­aði ekki mörg stig í við­leitni sinni við að kaupa aftur mann­orð sitt með því að segja ein­fald­lega að hann teldi sig ekki hafa gert neitt rangt.

Þetta skiptir máli

Það sem átti sér stað í kringum kaup á hlut rík­is­ins á ráð­andi hlut í Bún­að­ar­bank­anum var hins vegar rangt. Þar tók hópur manna sig saman og blekkti stjórn­völd, fjöl­miðla og almenn­ing. Sendi frá sér rangar yfir­lýs­ingar og til­kynn­ingar og hefur síðan rað­logið um málið í um 15 ár.

Þótt Ólafi finn­ist svona rann­sóknir til­gangs­lausar og vilji að stjórn­völd horfi bara til fram­tíðar þá höfðu þessir gjörn­ingar gíf­ur­legar afleið­ing­ar. Þeir gerðu hann ævin­týra­lega ríkan og áhrifa­mik­inn. Þeir færðu honum aðgang að gríð­ar­legum láns­fjár­mun­um, og skil­uðu því að afskriftir vegna hans námu 64 millj­örðum króna. Þeir færðu Kaup­þingi hátt láns­hæfi og við­skipta­banka­starf­semi. Þetta allt leiddi af sér kok­teil af ævin­týra­legu svindli og efna­hags­brotum í starf­semi Kaup­þings sem spil­aði stóra rullu í stærð þess áfalls sem hrunið haustið 2008 var fyrir íslenska þjóð. Venju­legt fólk sem fann raun­veru­lega fyrir þeim áhrifum í gegnum skert lífs­gæði, áföll og missi. Sam­fé­lag týndi öllu trausti vegna sam­blands stjórn­mála, við­skipta og sið­blindu.

Það skiptir máli. Jafn­vel þótt Ólafur Ólafs­son sjái það ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari