Ferskir vindar og baráttan í borginni

Um hvað er í deilt í borgarpólitíkinni?

Auglýsing

Það skal við­ur­kennt hér strax, áður en lengra er hald­ið, að ég stend af alefli með Gísla Mart­eini Bald­urs­syni í deilum hans á Twitter við fólkið sem er í for­svari fyrir Sjálf­stæð­is­menn í Reykja­vík, Hall­dór Hall­dórs­son og Mörtu Guð­jóns­dóttur þar á með­al. 

Helsta gagn­rýni hans snýr að því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í Reykja­vík virð­ist vera að taka stöðu með því, að þenja borg­ar­svæðið áfram út og talar gegn efl­ingu almenn­ings­sam­gangna. 

Gísli Mart­einn er þekktur fyrir allt ann­að, og á tíma sínum sem borg­ar­full­trúi tal­aði hann ein­dregið fyrir mik­il­vægi þess að þétta borg­ar­svæð­ið, stöðva útþenslu borg­ar­innar og reyna þannig að skapa aðstæður fyrir alþjóð­legra og nútíma­legra mann- og atvinnu­lífi (svona í þokka­legri ein­föld­un).

Auglýsing

Fal­leg­asti staður á Íslandi

Ég sleppi því að gera Vatns­mýr­ina að umtals­efni að þessu sinni (les­endur geta hlustað á þennan hlað­varps­þátt Tví­höfða, frá 3. des­em­ber 2014, í hlað­varpi Kjarn­ans í stað­inn. Lík­lega fyndn­asti þáttur útvarps­sög­unn­ar, og þar kemur Vatns­mýrin við sög­u). Oft vill umræðan í borg­inni fara út á flug­völl­inn þar, en þangað ætti hún ekki að fara, þó aug­ljós­lega sé hægt að fram­þróa borg­ina inn á það svæði, án þess að þenja það nokkuð út. Það blasir við öll­um, en deilan um hvar flugið á að vera er svo annað mál sem ekki verður gert að umræðu­efni hér.

Það sem mér finnst erfitt að átta mig á, þegar kemur að stefnu Sjálf­stæð­is­manna í Reyka­vík, er hvers vegna þeir ná að skapa jafn eld­fimar deilur um þétt­ing­ar­verk­efni í borg­inni, jafn­vel við fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúa í sínum eigin flokki. Flokk­ur­inn hefur sjálfur átt beina aðild að skipu­lags­vinnu og ákvörð­unum um aukna sam­vinnu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og þess vegna er und­ar­legt að það þurfi oft að skapa deilur um fram­þróun þétt­ing­ar­verk­efna í borg­inni. Hjá full­trúum Sjálf­stæð­is­flokks­ins í nágranna­sveit­ar­fé­lög­unum virð­ist stundum vera meiri skiln­ingur á þörf­inni á þétt­ingu byggð­ar­innar heldur en innar borg­ar­innar sjálfr­ar.

Margir sam­verk­andi þættir

Hús­næð­is­vand­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er alls ekki bara meiri­hlut­anum í Reykja­vík að kenna, heldur öllum sveit­ar­fé­lög­unum í sam­ein­ingu og líka stjórn­mála­mönnum í lands­mál­un­um. 

Þegar mark­aðs­verð hús­næðis var undir bygg­ing­ar­kostn­aði, í næstum tvö ár eftir hrun, þá safn­að­ist upp mikil bygg­ing­ar­þörf. Eft­ir­spurnin var stöðug og til við­bótar kom síðan hinn mikli vöxtur í ferða­þjón­ust­unni, með sínum miklu áhrifum á fast­eigna­mark­að. 

Á þessum tíma var lítið sem ekk­ert byggt, enda vildi eng­inn verk­taki vera að tapa pen­ing­um, og flestir stóðu þeir höllum fæti eftir hremm­ingar hruns­ins. Á þessum tíma­punkti var umræða í gangi um mik­il­vægi þess að ríki, sveit­ar­fé­lög og stétt­ar­fé­lög kæmu að upp­bygg­ingu hús­næð­is, til að mæta fyr­ir­sjá­an­legri þörf á mark­aðn­um. Lítið sem ekk­ert fór hins vegar fyrir þess­ari upp­bygg­ingu.

Þarna byrja mis­tökin að hrann­ast upp og deilan um stöðu ein­stakra lán­taka eftir hrun­ið, var það mál sem fyrst og síð­ast náði eyrum Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­manna á árunum 2013 og fram að kosn­ing­unum haustið 2016, sem fóru fram eftir upp­ljóstr­anir Panama­skjal­anna. 

Mitt í for­dæma­lausum fast­eigna­verðs­hækk­unum sem hafa verið und­an­farið knúnar áfram af ónægu fram­boði, á árunum 2014 og 2015, þá víkk­uðu stjórn­völd veð­hlut­föll heim­ila um 80 millj­arða með rík­is­pen­ing­um, einkum og sér í lagi hjá ríku fólki á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þetta var gert með milli­færslum inn á verð­tryggð lán fólks.

Þessa pen­inga hefði verið hægt að nota til að byggja upp á hús­næð­is­mark­aðn­um, eða í eitt­hvað allt ann­að. Þessi aðgerð gerði lítið sem ekk­ert gagn fyrir heild­ina og stuðl­aði ekki að jafn­vægi á húnsæð­is­mark­aði, síður en svo. 

Enda 80 millj­arðar aðeins um 1,6 pró­sent af heild­ar­virði fast­eigna­mats íbúða, og rýmkun á veð­hlut­falli sumra sem því nem­ur, gerir lítið annað en að bæta hag þess fólks, per­sónu­lega. 

Þetta skiptir engu fyrir heild­ar­mark­að­inn og stuðlar ekki að bættri stöðu þar, en upp­hæðin er risa­vaxin þegar litið er til rekst­urs rík­is­ins almennt. Mun frekar stuðl­aði aðgerðin að meira ójafn­vægi og ýtti undir meiri hækkun fast­eigna­verðs, en hvergi í heim­inum hefur verð hækkað meira en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á síð­ustu þremur árum.

Upp­bygg­ing­ar­tími

Nú er svo komið að gríð­ar­leg upp­bygg­ing er í gangi, ekki síst í Reykja­vík, og allt bendir til þess að jafn­vægi muni kom­ast á fast­eigna­mark­að­inn í Reykja­vík og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu tveimur til þremur árum, þó vissu­lega geti ýmis­legt óvænt gerst í efna­hags­líf­inu, eins og dæmin sanna. 

Hefði ekki verið hægt að koma í veg fyrir þennan fram­boðs­skort? Jú, það hefði verið hægt, en margir sam­verk­andi þættir eru ástæðan fyrir því að ekki hefur tek­ist að byggja hraðar upp. Einn þátt til við­bótar má nefna, og það er skortur á iðn­að­ar­mönn­um. Það vantar ein­fald­lega fleiri til að byggja hraðar og meira.

Breytir ekki mik­il­vægi þétt­ingar

Höf­uð­borg­ar­svæð­ið, þó órsmátt sé í alþjóð­legu sam­hengi, er eitt af mörgum borg­ar­svæðum í heim­inum sem glímir nú við mik­inn vöxt og fjölgun íbúa á hverju ári. Víða eru vanda­málin stór og mik­il, og má nefna Seattle svæðið sem dæmi um það. 

Ekk­ert borg­ar­svæði vex hlut­falls­lega hraðar í Banda­ríkj­un­um, enda mik­ill upp­gangur í efna­hags­lífi svæð­is­ins, þar sem hraður vöxtur tækni­fyr­ir­tækja er helsti vaxt­ar­brodd­ur­inn. 

Hús­næð­is­skortur er stærsta málið í stjórn­málum á svæð­inu og ekki aug­ljóst hvernig á að leysa hann, þar sem upp­bygg­ingin nær ekki að anna eft­ir­spurn­inni, þrátt fyrir að kranar séu sýni­legri en húsin og allar hendur á fullu.

Stór­felld upp­bygg­ing á almenn­ings­sam­göngum á að stuðla að því að þétta svæðið í heild, og gera það mögu­legt að byggja hraðar upp og þá með hag­kvæm­ari hætti - einmitt án þess að þenja það til hins ítrasta, heldur nýta hverfin og svæðin betur sem fyrir eru og tengja þau með mann­lífi sem fylgir almenn­ings­sam­göng­um.

Hljómar þetta kunn­ug­lega?

Umræðan um Borg­ar­lín­una og styrk­ingu almenn­ings­sam­ganga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu snýr ekki ein­ungis að því að styrkja mið­borg­ina, eða mið­borg­ar­svæð­ið, eins og margir virð­ast halda.

Heldur mun hún, líkt og raunin á að verða á Seattle svæð­inu, stuðla að því að þétta svæðið í heild og minnka útþenslu svæð­is­ins, með því að bæta lífs­kjörin í öllum hverfum sem fyrir eru.

Það mun verða bylt­ing fyrir marga að kom­ast á örfáum mín­útum frá heim­ili til vinnu, með greið­virkum sam­göng­um. Þau hverfi sem þegar eru til­búin munu styrkj­ast og verða eflaust enn vin­sælli en núna. Fjár­fest­ingar í upp­bygg­ing­ar­verk­efnum eins og þessum erlendis fara fram óháð því að bílar geti farið keyra sjálfir innan tíð­ar, með til­heyr­andi áhrifum á borg­ar­sam­fé­lög­um. 

Það ætti vekja borg­ar­full­trúa til umhugs­un­ar.

Gísli Mart­einn hefur rétt fyrir sér

Sjálf­stæð­is­menn verða að horfast í augu við það að Gísli Mart­einn hefur rétt fyrir sér í sinni borg­arpóli­tík. Hans sýn er í takt við nútím­ann og raun­veru­leik­ann. Í ljósi þess að Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri - sem aug­ljós­lega er orð­inn höf­uð­and­stæð­ingur Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni fyrir kom­andi kosn­ingar á næsta ári - hefur svip­aða sýn á borg­arpóli­tík og Gísli Mart­einn, þá gæti leift­ur­sóknin gegn honum farið jafn illa og sú gagn­rýni sem beinst hefur að Gísla Mart­ein­i. 

Alveg óháð því, að kann­anir hafa verið að sýna veika stöðu minni­hlut­ans í borg­inni, þá ættu sjálf­stæð­is­menn í borg­inni að hafa meiri metnað en svo, að finna því allt til for­áttu þegar unnið er að þétt­ingu borg­ar­innar og upp­bygg­ingu í takt við alþjóð­legar áhersl­ur. 



Það er eft­ir­spurn eftir ferskum vindum og fram­sýnum lausn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari