Auglýsing

Frá því um miðja síð­ustu viku hefur staðið yfir fram­setn­ing á við­brögðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins við mál­inu sem sprengdi síð­ustu rík­is­stjórn. Fyrir rúmri viku síðan var spáð fyrir um við­brögðin á þessum vett­vangi. Að þau yrðu heift­úð­leg og að í þeim myndi fel­ast reiði gagn­vart reið­inni. Að þeim sem tóku ákvarð­anir sem sköp­uðu ástand myndu ekki líta á sig sem ástæðu þess að við stefnum nú í kosn­ingar í annað sinn á einu ári, heldur hina sem neita að við­ur­kenna hegðun þeirra. Við­brögðin hafa verið nákvæm­lega þau sem spáð var.

Tæknin sem beitt er kall­ast á ensku gaslight­ing, eða gas­lýs­ing, og er þekkt póli­tískt bragð. Í henni felst að neita stans­laust allri sök, afvega­leiða, setja fram mót­sagn­ir, ljúga upp á fólk afstöðu, hengja sig í öll auka­at­riði og hanna nýja atburða­rás eftir á sem hentar mál­stað þess sem er að verja sig.

Til­gang­ur­inn er að fá við­föng, í þessu til­felli þann hluta almenn­ings sem mis­býður fram­ganga ráð­herra og þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins í málum sem snú­ast um upp­reist æru dæmdra barn­a­níð­inga, til að efast um eigin dóm­greind. Með því að setja fram nýja skil­grein­ingu á því sem átti sér stað, og end­ur­taka þá skil­grein­ingu ítrek­að, er reynt að búa til nýjan veru­leika sem lætur þá sem mis­bauð líta út fyrir að vera nán­ast veika á geði fyrir að draga þær álykt­anir sem þeir drógu. Þeim er sagt, með hörku, vald­hroka og ofsa, að svart sé hvítt og upp sé nið­ur. Þeir eigi eig­in­lega að biðj­ast afsök­unar á fávisku sinni og fárán­leika. Ger­endur séu í raun fórn­ar­lömb. Og öfugt.

Auglýsing

Ástæðan fyrir því að við­brögðin voru fyr­ir­sjá­an­leg er sú að þetta er ekki í fyrsta sinn á und­an­förnum árum sem þetta ger­ist. Svo fjarri lagi. Nákvæm­lega sömu aðferð var beitt í kjöl­far banka­hruns­ins, í Leka­mál­inu, Í Orku Energy-­mál­inu, í aðdrag­anda birt­ingu Panama­skjal­anna, í kjöl­far birt­ingar Panama­skjal­anna, þegar tveimur mik­il­vægum skýrslum var haldið frá almenn­ingi í aðdrag­anda kosn­inga og þegar dóms­mála­ráð­herra braut lög með skipun sinni á dóm­urum í Lands­rétt. Ugg­laust vantar ein­hver önnur skýr dæmi í þessa upp­taln­ingu. Og svo situr auð­vitað fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins á rit­stjóra­stóli í Hádeg­is­móum og gas­lýsir nær dag­lega yfir okkur öll sinni sögu­fölsun og eymd­ar­legu sam­fé­lags­sýn. Sýn sem í felst að sam­fé­lagið sé til fyrir hina fáu, og þeirra sé valdið til að ákveða hvernig atburðir séu túlk­að­ir. Eina sem Íslandi vanti séu fleiri „við“ en færri „þið“.

Það má ekki allt sem er ekki ólög­legt

Gas­lýs­ingin í því máli sem felldi rík­is­stjórn­ina fel­st, líkt og áður sagði, efn­is­lega í því að kenna öllum öðrum um þá atburða­rás sem er að leiða okkur í kjör­klef­ann en þeim sem raun­veru­lega bera ábyrgð­ina. Þetta er gert með ýmsum hætti. Í fyrsta lagi er lagt upp með að um laga­tækni­legt atriði sé að ræða. Þ.e. að ástæða þess að rík­is­stjórnin hafi sprungið hafi verið sá mis­skiln­ingur að Sig­ríður And­er­sen hafi brotið lög þegar hún valdi að segja Bjarna Bene­dikts­syni frá aðkomu föður hans að upp­reist æru dæmds barn­a­níð­ings, á sama tíma og hún og for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar stóðu mjög hart gegn því að þolend­ur, aðstand­endur þeirra, aðrir þing­menn, fjöl­miðlar og almenn­ingur allur myndi fá umræddar upp­lýs­ing­ar. Þess vegna fóru her­menn Val­hallar mik­inn, jafnt í opin­berri umræðu, á sam­fé­lags­miðlum og í einka­skila­boð­um, þegar umboðs­maður Alþingis sagði ekk­ert til­efni til að rann­saka atferli Sig­ríðar sem mögu­legt lög­brot. Þeir héldu því fram að sú nið­ur­staða sýndi á óyggj­andi hátt að stjórn­ar­slit hefðu verið illa und­ir­byggt gönu­hlaup og að fórn­ar­lambið væri í raun bara eitt, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn.

Það er tvennt sem er mjög athug­un­ar­vert við þessa sögu­skýr­ingu. Í fyrsta lagi hefur gagn­rýnin ekki snú­ist um að lög­brot hafi verið fram­in, heldur að ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi valið að leyna upp­lýs­ingum sem þeir vissu, eða hefðu að minnsta kosti átt að vita, að kæmu sér póli­tískt illa fyrir þá. Gas­lýs­ing­ar­fólk gera því gagn­rýnendum upp afstöðu í mál­flutn­ingi sínum og gagn­rýna hana svo. Búa til strá­mann.

Það var val Sig­ríðar að segja Bjarna einum frá aðkomu föður hans að mál­inu og það var val Bjarna að segja engum öðrum frá því í júlí, þegar hann var upp­lýstur um það. Í því fólst póli­tískur og almennur trún­að­ar­brest­ur. Þau klár­uðu traustinn­eign sína hjá sam­starfs­mönnum og athæfi þeirra gekk gegn sið­ferð­is­vit­und ansi margra. Þess vegna sprakk rík­is­stjórnin og þess vegna gagn­rýnir fólk úr öllum öðrum áttum en innan úr Val­höll fram­ferð­ið.

Í öðru lagi felst í sögu­skýr­ing­unni að allt megi sem ekki sé ólög­legt. Með sömu rökum er hægt að segja að það sé í lagi að halda fram hjá. Að sýna maka sínum niðr­andi fram­komu. Að svíkja og blekkja ætt­ingja sína. Að vera óheið­ar­legur í sam­skipt­um. Sá sem geri slíkt megi ekki hljóta afleið­ingar af, vegna þess að það standi ekk­ert í lögum um að hegðun hans sé bönn­uð. Þessi skýr­ing er fjar­stæðu­kennd fyrir flest fólk með snefil af sóma­kennd.

Ger­endur verða þolendur og þolendur verða ger­endur

Önnur afvega­leið­ing er sú að kenna þing­manni Pírata, Smára McCarthy, um nei­kvæðar fréttir af Íslandi í útlöndum vegna þess máls sem nú er í hámæli. Og að hann sé að eyði­leggja orð­spor Íslands á alþjóða­vett­vangi. Þetta er rök­stutt með því að Smári setti færslu á Twitter þar sem hann valdi lélega og ósmekk­lega sam­lík­ingu til að lýsa yfir­hylm­ingu Sjálf­stæð­is­flokks­ins á upp­lýs­ingum um með­mæla­bréf föður for­sæt­is­ráð­herra. Stærstu fjöl­miðlar heims slógu upp fréttum af falli rík­is­stjórn­ar­innar á Íslandi og ástæð­unni fyrir fall­inu. Þráð­ur­inn í þeirri umfjöllun er ekki Smári McCarthy, heldur ákvarð­anir tveggja íslenskra ráð­herra og aðkoma föður ann­ars þeirra að upp­reist æru dæmds barn­a­níð­ings. Og svo er málið sett í sam­hengi við öll hin hneyksl­is­málin sem upp hafa komið á Íslandi á síð­ustu árum vegna ákvarð­ana íslenskra ráð­herra. Hjá þeim sem bera ábyrgð á þeim málum liggur sökin á versn­andi ímynd Íslands á alþjóða­vett­vangi, ekki hjá Pírata með lélegt nef fyrir sam­lík­ing­um.

En súr­r­eal­ís­kasta við­bragðið á þing­mað­ur­inn Vil­hjálmur Árna­son sem kenndi Rík­is­út­varp­inu um töf á birt­ingu gagna um upp­reist æru vegna þess að það vand­aði sig við að svara umsögn dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins eftir að það hafði synjað fjöl­miðl­inum um aðgengi að gögn­un­um. Sam­kvæmt rök­semd­ar­færslu Vil­hjálms liggur sökin ekki hjá þeim sem synj­aði fjöl­miðli rang­lega um aðgengi að gögn­um, heldur hjá þeim sem rétti­lega taldi að umrædd gögn ættu að vera opin­ber, og kærði málið til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál sem stað­festi þann skiln­ing. Ef Rík­is­út­varpið hefði ekki kært synjun gagn­anna þá hefðu þau aldrei verið birt.

Hafa allir aðrir rangt fyrir sér?

Þolendur kyn­ferð­is­brota, og aðstand­endur þeirra, risu upp og neit­uðu að láta bjóða sér að réttur manna sem studdu upp­reist æru fyrir dæmda barn­a­níð­inga til að leyn­ast væri ofar rétti þeirra til að vita hverjir veittu kvöl­urum þeirra synda­af­lausn. Þessir þolendur upp­lifa aðstæður þannig að for­sæt­is­ráð­herra hafi unnið gegn þeirra hags­mun­um, og að hann hafi beitt sér fyrir hags­munum ann­arra. Þær segja um dóms­mála­ráð­herra að það sé þeirra „upp­lifun að hún í raun hefur barist gegn okk­ur.“ Varð­andi við­brögð ráð­herr­anna og svör segja þær að þau séu „ein­kenn­andi fyrir þögg­un“. Hafa þessi þolendur rangt fyrir sér? Er dóm­greind þeirra bara brengluð og þarf ein­fald­lega að afrugla hana með vísun í að engin lög hafi verið brot­in?

Eru þau 57 pró­sent lands­manna sem telja að það hafi verið rétt að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu, og þau 77 pró­sent sem töldu rétt að efna til nýrra kosn­inga, bara að mis­skilja stöð­una?

Er fólk sem beitir dóm­greind sinni til að máta atburði við sið­ferð­is­vit­und sína og kemst að þeirri nið­ur­stöðu að óheið­ar­leiki dragi úr trausti gagn­vart stjórn­mála­mönnum sem verða upp­vísir af honum bara vit­leys­ing­ar? Full­komin flón?

Má allt sem er ekki ólög­legt?

Nei, auð­vitað þarf ekki að láta mat sitt á atburðum síð­ustu daga passa við sögu­skýr­ingar ger­enda í mál­inu. Fólk á að líta fram hjá þessum til­raunum og meta málið út frá fyr­ir­liggj­andi stað­reyndum og eigin dóm­greind.

Að bakka niður í skot­graf­irnar

Þær aðstæður sem við stöndum frammi fyrir snú­ast ekki um flokkapóli­tík. Þær snú­ast ekki með neinum hætti um stefnu­mál stjórn­mála­flokka eða mál­efna­á­hersl­ur. Þær snú­ast um að enn og aftur ákváðu stjórn­mála­menn að gera eitt­hvað sem stór hluti umbjóð­enda þeirra mis­býð­ur.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og stefnu­mál hans eiga aug­ljóst erindi við hluta þjóð­ar­inn­ar. Hann er, sam­kvæmt síð­ustu kosn­ing­um, stærsti flokkur lands­ins og nýtur stuðn­ings 20-30 pró­sent lands­manna. Það ber að virða. En flokk­ur­inn þarf líka að virða að 70-80 pró­sent lands­manna sér heim­inn ekki eftir hans for­skrift. 

Ef Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gæti haft það í sér að horfa inn á við, axlað ábyrgð og sýnt snefil af auð­mýkt þá væri hann ekki í þeirri stöðu að horfa fram á mikið fylgis­tap, dvín­andi áhrif og litla sjá­an­lega mögu­leika á því að starfa í rík­is­stjórn að kosn­ingum lokn­um. Ef hann reyndi að skilja sjón­ar­mið ann­arra í stað þess að gaslýsa á þau þá gæti flokk­ur­inn verið hluti af lausn á klofn­ings­vanda þjóð­ar­inn­ar.

En við­bragðið er ekki auð­mýkt heldur for­herð­ing. Það sama og alltaf þegar for­ystu­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins ger­ast sekir um að hneyksla þjóð­ina eða flækja sig í ber­sýni­lega hags­muna­á­rekstra. Að taka sam­trygg­ing­una fram yfir almanna­hag, reyna að afvega­leiða umræð­una með gas­lýs­ingu, ráð­ast á gagn­rýnendur af hörku og bakka um leið lengra niður í skot­graf­irn­ar.

Þess vegna velur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að vera hluti af vanda­mál­inu og auka enn á klofn­ing­inn í sam­fé­lag­inu, í stað þess að verða val­kostur að lausn­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari