Umhverfismálin á oddinn

Vonandi verða umhverfismál stórt kosningamál að þessu sinni. Full þörf er á naflaskoðun fyrir Ísland, sem virðist á kolrangri braut sé mið tekið af inntaki Parísarsamkomulagsins.

Auglýsing

Rúmur mán­uður er til kosn­inga og erfitt að átta sig á því hvaða mál munu stela sen­unni sem helstu kosn­inga­mál. Óhætt er að segja að stjórn­mála­flokk­arnir standi frammi fyrir krefj­andi verk­efni við að skipu­leggja meg­in­á­herslur fyrir kosn­ing­arnar 28. októ­ber.

Umhverf­is­málin á odd­inn

Von­andi munu fram­boðin ekki kom­ast upp með að skila auðu eða skauta með létt­vægum hætti fram­hjá umhverf­is­mál­un­um. 

Alltof lítil umræða hefur átt sér stað um efna­hags­leg áhrif Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins sem nú hefur verið lög­fest. Í því felst meðal ann­ars mark­mið um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 40 pró­sent fyrir 2030, miðað við árið 1990.

Auglýsing

Á dög­unum var til­kynnt um nýskrán­ingu fyr­ir­tæk­is­ins Klappa Græna Lausna hf. á mark­að, en það sér­hæfir sig í því að hjálpa fyr­ir­tækj­um, stofn­un­um, sveit­ar­fé­lögum og þjóð­ríkj­um, að ná mark­miðum í umhverf­is­málum og stuðla að sjálf­bærn­i. 

Þetta er ánægju­legt og gefur von um vit­und­ar­vakn­ingu í þessum efnum í atvinnu­líf­in­u. 

En betur má ef duga skal, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. 

Á hinu póli­tíska sviði er þörf fyrir rót­tækar breyt­ingar og skýr­ari stefnu. Ísland er á kol­rangri braut, þrátt fyrir að hér á landi séu góðar und­ir­stöður fyrir umhverf­is­væna lifn­að­ar­hætti.

Óra­fjarri mark­mið­unum

Búist er við því að losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda á Íslandi árið 2030 verði 99% meiri en árið 1990, ef fram­heldur sem horf­­ir. Þetta hefur meðal ann­­ars verið rakið í skýrslu Hag­fræð­i­­stofn­unar Háskóla Íslands, sem Bryn­hildur Dav­­íðs­dótt­ir, pró­­fessor við Háskóla Íslands, rit­­stýrði

Til þess að landið standi við skuld­bind­ingar sínar sam­­kvæmt Par­ís­­ar­­sam­komu­lag­inu gætu íslenska ríkið og íslenskt atvinn­u­líf,  staðið frammi fyrir rúmum 220 millj­­arða króna kostn­aði vegna kaupa á los­un­­ar­heim­ild­um, eins og fram kom í umfjöllun á vef Kjarn­ans í ágúst.

Töl­urnar eru síst of stór­ar. Rétt­ur­inn til að menga - meng­un­ar­kvót­inn - er að verða sífl­ellt dýr­ari og þannig er alþjóða­sam­fé­lagið að búa um hnút­ana, í sam­ræmi við inn­tak Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Lagt er upp með að þróa sam­keppn­is­hæfni ríkja á þessum grunni, í átt að meiri sjálf­bærni og vist­vænni lifn­að­ar­hátt­um, og gera það dýrt og óæski­legra að velja leiðir til atvinnu­upp­bygg­ingar sem auka útblástur meng­andi efna.

Ísland er á kol­rangri leið, eins og gögn og grein­ingar sýna. Björt Ólafs­dóttir umhverf­is­ráð­herra gerði vel í að vekja athygli á þessu og stjórn­mála­menn á hægri, vinstri og miðj­unni verða ekki sak­aðir um að tala ekki dig­ur­barka­lega um þessi mál. 

Stórar spurn­ingar sem þarfn­ast svara

En það þarf að fram­kvæma, breyta og bæta. Hvernig ætlar Ísland að vaxa mikið sem ferða­þjón­ustu­land með meng­unni sem fylgir flug- og skipa­um­ferð um land­ið? Hvernig ætlar Ísland að glíma við sam­fé­lags­legan kostnað sem mun fylgja stór­iðj­unni í land­inu og þeim hlut­falls­legu miklu kostn­að­ar- og meng­un­ar­stærðum sem henni tengjast? 

Vand­séð er að frek­ari upp­bygg­ing á stór­iðju geti sam­ræmst mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Fróð­legt væri að sjá nákvæmar útlegg­ingar á því, t.d. frá Lands­virkjun og stjórn­völd­um. 

Ekki verður annað séð en að sú við­bót­ar­mengun sem fylgja mun frek­ari stór­iðju­upp­bygg­ingu, t.d. í kís­il­iðn­aði, sé á skjön við inn­takið í sam­komu­lag­in­u. 

Spenn­andi fram­tíð­ar­sýn

Þó hér hafi verið nefnd atriði, sem mik­il­vægt er að greina og fá heild­ar­mynd­ina fram, þá gefur Par­ís­ar­sam­komu­lagið líka von um spenn­andi þróun íslensks sam­fé­lags til fram­tíðar lit­ið. 

Sam­komu­lagið er í reynd áhrifa­mesta stefna sem fest hefur verið í lög fyrir fram­þróun á tækni, rann­sókn­ar­starfi og mennt­un. Því þetta hangir allt sam­an. Ef Ísland ætlar að ná þeim mark­miðum sem sett hafa ver­ið, á aðeins innan við 13 árum, þá þarf algjöra kúvend­ingu í hugs­un­ar­hátt stjórn­mál­anna.

Raf­væð­ing bíla­flot­ans er algjört smá­mál miðað við heild­ar­mynd­ina. Reyndar er raf­væð­ingin líka eitt auð­veldasta málið í þessum efn­um, þar sem Ísland býr við þau for­rétt­indi - miðað við flest önnur ríki heims­ins - að vera með eitt lítið borg­ar­svæði og góða inn­viði til að setja upp hleðslu­stöðv­ar. Með skýrum mark­miðum og upp­bygg­ingu mætti ein­fald­lega breyta þessu hratt, og á nokkrum árum.

Í þessum efnum geta stjórn­mála­menn ekki boðið upp á inn­stæðu­laus rifr­ildi um lítið sem ekk­ert. Þeir þurfa að vinna saman með fyr­ir­tækjum og fólk­inu í land­inu. Það þolir enga bið að breyta og bæta, og greina hvernig það er mögu­legt að byggja upp sam­keppn­is­hæft þjóð­fé­lag til fram­tíðar litið á umhverf­is­vænum for­send­um. Hluti af því er að standa við alþjóð­legar skuld­bind­ingar okkar í umhverf­is­mál­um, sam­hliða upp­bygg­ingu á nútíma­legu og tækni­væddu mennta- og atvinnu­lífi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari