Risastórt veðmál Vinstri grænna

Auglýsing

Þing­flokkur Vinstri grænna sam­þykkti í gær, með níu atkvæðum gegn tveim­ur, að ganga til form­legra við­ræðna um myndun rík­is­stjórnar með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki.

Vinstri græn telja sig hafa full­vissu, eftir óform­legar við­ræður milli flokk­anna þriggja á föstu­dag og laug­ar­dag, að hægt verði að ráð­ast í umfangs­mikla upp­bygg­ingu á ýmsum stoðum sam­fé­lags­ins í þeirri rík­is­stjórn sem nú er í píp­un­um. Auk þess liggi fyrir að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, muni leiða rík­is­stjórn­ina. Með öðrum orðum telja for­svars­menn flokks­ins að mál­efna­lega verði helstu kröfum þeirra mætt, bæði til lengri og skemmri tíma.

Þung und­ir­alda er hins vegar í bak­landi Vinstri grænna vegna ákvörð­un­ar­innar um að fara í við­ræð­urnar og ljóst er að hún getur haft afdrifa­ríkar afleið­ingar fyrir fylgi flokks­ins og for­ystu ef veð­málið gengur ekki upp. Sú und­ir­alda end­ur­spegl­ast best í því að tveir þing­menn flokks­ins af höf­uð­borg­ar­svæð­inu, odd­viti hans í Krag­anum Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir og Reykja­vík­ur­þing­mað­ur­inn Andrés Ingi Jóns­son, treystu sér ekki til að styðja það að farið yrði í við­ræður við Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn­ar­flokk. Þau hafa ein­fald­lega ekki póli­tíska sann­fær­ingu fyrir því að mynda rík­is­stjórn með þessum tveimur flokk­um, sér­stak­lega Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Auglýsing

Það er skoðun sem margir í bak­landi flokks­ins deila. Einn við­mæl­andi Kjarn­ans sagði að það væri eng­inn leið til þess að halda upp á tíu ára afmæli hruns­ins á næsta ári að setj­ast í rík­is­stjórn með þeim sem orsök­uðu það. Á meðal ann­arra sem hafa lagst gegn við­ræð­unum er ung­liða­hreyf­ing Vinstri grænna. Í ályktun sem hún sendi frá sér í gær seg­ir:

Ung vinstri græn senda frá sér eft­ir­far­andi ályktun vegna þeirra stjórnar­mynd­un­ar­umræðna sem nú eiga sér stað: Ung...

Posted by Ung vinstri græn - UVG on Monday, Novem­ber 13, 2017


Þessi afstaða virð­ist einnig vera ráð­andi hjá mörgum kjós­endum Vinstri grænna, sem hafa verið óhræddir við að opin­bera óánægju sína á sam­fé­lags­miðl­um. Líkt og margoft hefur verið bent á und­an­farna daga sögð­ust ein­ungis þrjú pró­sent þeirra sem ætl­uðu sér að kjósa flokk­inn í Alþing­is­kosn­ing­unum nýliðnu að þeir vildu sjá Sjálf­stæð­is­flokk í rík­is­stjórn sam­kvæmt nið­ur­stöðu könn­unar sem Gallup birti 20. sept­ember síð­ast­lið­inn.

Áhyggj­urnar eru líka sprottnar af því að sterkasta vígi Vinstri grænna er nú á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þar fékk flokk­ur­inn flest atkvæði sín í kosn­ing­unum í lok októ­ber. Ef stjórn­ar­sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk verður tekið illa þá er talið að það muni stór­skaða Vinstri græn í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum í höf­uð­borg­inni og nágranna­sveit­ar­fé­lögum henn­ar.

Sam­staða Katrínar Jak­obs­dóttur og Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur, sem hefur mjög sterka stöðu í gras­rót Vinstri grænna, gagn­vart rík­is­stjórn­ar­við­ræðum skiptir miklu máli í að koma þeim á kopp­inn. Þær fóru saman í óform­legu við­ræð­urnar um liðna helgi og lögðu saman fram til­lögu um að gera þær form­legar í þing­flokknum í gær. Ef Svan­dís væri á móti þess­ari leið væri hún mun erf­ið­ari fyrir flokks­for­mann­inn.

Lof­orð eitt, fram­kvæmd annað

Vert er að taka fram að engin mál­efna­samn­ingur liggur fyrir sem þing­flokk­arnir geta tekið afstöðu til, heldur ein­ungis afrakst­urs tveggja daga óform­legs sam­tals leið­toga flokk­anna þriggja. Það sam­tal skil­aði nægj­an­legri vissu til for­ystu Vinstri grænna um að hægt verði að ráð­ast í sókn í heil­brigð­is- og mennta­mál­um, mál­efnum aldr­aðra og öryrkja og í stór­tæka inn­viða­upp­bygg­ingu, meðal ann­ars í gerð sam­göngu­mann­virkja. Þá ríkir ágæt sam­staða á meðal þess­ara flokka um að hindra stór­tækar stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar, skjald­borg um sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­kerfin og áherslu á byggð­ar­póli­tík. Þeir sem hafa fyr­ir­vara á þessu benda á að lof­orð séu eitt, en fram­kvæmd sé ann­að. Fái Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að minnsta kosti fimm ráðu­neyti að eigin vali í sinn hlut, líkt og hann hefur farið fram á í skiptum fyrir for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn, þá muni hann alltaf ráða fram­kvæmd­inni á mörgum þess­ara verk­efna.

En and­staðan við hið fyr­ir­hug­aða stjórn­ar­sam­starf innan þing­flokks Vinstri grænna, og víðar í bak­landi flokks­ins, þarf ekki endi­lega að vera veik­leiki í kom­andi samn­inga­við­ræðum við þá tvo stjórn­mála­flokka sem hafa ráðið Íslandi þorra sinnar til­veru. Þvert á móti gæti hún þrýst á að þeim mál­efna­á­herslum sem Vinstri græn leggja áherslu á verði gefið mikið pláss í vænt­an­legum stjórn­ar­sátt­mála til þess að erf­ið­ara verði fyrir bak­landið að rísa upp gegn hon­um. Nema auð­vitað skatta­hækk­un­um. Þær eru út af borð­inu.

Þá liggur fyrir að ekk­ert umburð­ar­lyndi verði gagn­vart leynd­ar­hyggju, öllu sem gæti flokk­ast sem vald­níðslu, fyr­ir­greiðslu og óheið­ar­leika í vænt­an­legu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Fram­bjóð­endur Vinstri grænna keyrðu sína kosn­inga­bar­áttu að stórum hluta á slíkum lof­orð­um, og stilltu sér þannig upp sem and­stöð­unni við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Eða eins og Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, sem nú styður rík­is­stjórn­ar­myndun með Sjálf­stæð­is­flokkn­um, sagði í grein rúmum mánuði fyrir kosn­ing­ar: „Okkur gefst nú ein­stakt tæki­færi til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórn­ar­háttum Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Flokk­ur­inn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síð­ustu ára­tugi og skapað þá menn­ingu sam­trygg­ingar og leynd­ar­hyggju sem við getum nú gengið á hólm við.“

Nú verða Vinstri græn að ganga á hólm við þessa hluti innan frá. Og sýna í verki hver skoðun þeirra er á stjórn­ar­háttum Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Skýr krafa verður gerð að þeim sem verður á eða fram­kvæma fúsk verði látnir sæta póli­tískri ábyrgð með einum eða öðrum hætti. Erfitt sé að líta fram hjá því að síð­ustu þrjár rík­is­stjórnir Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa sprungið og að engin þeirra hafi í raun gert það vegna mál­efna­á­grein­ings, heldur vegna ann­arra mála sem ansi margir innan Vinstri grænna tengja við spill­ingu eða leynd­ar­hyggju.

Sumir við­mæl­endur Kjarn­ans telja að þetta aðhald geti einnig verið gæfa næstu rík­is­stjórn­ar. Hún haldi aftur af athæfi sem hingað til hefur fengið að við­gang­ast og stuðli þannig að bættum vinnu­brögð­um.

Allir geta ekki verið sig­ur­veg­arar

Eftir síð­ustu kosn­ingar lýstu nán­ast allir flokkar sig sig­ur­veg­ara. Tveir flokkar gátu gert það með réttu: Mið­flokk­ur­inn sem náði besta árangri sem nýtt fram­boð hefur nokkru sinni náð og Flokkur fólks­ins sem náði inn á þing í fyrsta sinn. Vanda­mál beggja flokk­anna er að hinir flokk­arnir sex telja þá ekki stjórn­tæka. Það á sér­stak­lega við um Mið­flokk­inn og Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son.

Vinstri græn bættu við sig einum þing­manni og töldu sig hafa unnið sig­ur. Í ljósi þess að um var að ræða næst besta árangur flokks­ins frá upp­hafi má taka undir það, en sig­ur­inn er í besta falli smár og súr í ljósi þess að Vinstri græn mæld­ust með miklu meira fylgi í aðdrag­anda kosn­ing­anna en þau end­uðu með þegar talið var upp úr kjör­köss­un­um.

Sam­fylk­ingin fékk sína næst verstu útreið í sög­unni og taldi sig hafa unnið sig­ur. Píratar náðu inn í þriðju kosn­ing­unum í röð og töldu sig hafa unnið sig­ur, þrátt fyrir fylgis­tap. Við­reisn náði að klóra sig aftur inn á þing úr von­lausri stöðu en tap­aði samt þremur þing­mönnum og taldi sig hafa unnið varn­ar­sig­ur. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk sína verstu nið­ur­stöðu í Íslands­sög­unni og taldi sig hafa unnið sig­ur. Meira að segja Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem tap­aði fimm þing­mönnum og fékk næst minnsta fylgi sem hann hefur nokkru sinni feng­ið, lýsti sig sem sig­ur­veg­ara.

Vinstri græn eru því, hvernig sem á það er lit­ið, að leiða tap­ar­ana tvo sem lifðu af síð­ustu kosn­ingar inn í rík­is­stjórn.

Katrín leggur allt undir en Bjarni fær að lifa af

Það eru þó fleiri fletir á stöð­unni. Hinn póli­tíski veru­leiki er að Vinstri græn, og sér­stak­lega Katrín Jak­obs­dótt­ir, þurfa nauð­syn­lega á því að halda að kom­ast í rík­is­stjórn til að við­halda trú­verð­ug­leika og fest­ast ekki ein­ungis í hlut­verki þess sem er á móti. Flokk­ur­inn þarf að sýna að hann sé til­bú­inn að axla ábyrgð á sam­fé­lags­þró­un­inni. Katrín er að leggja allt sitt per­sónu­fylgi, og fylgi flokks­ins, undir með því að ná þessu mark­miði með því að fara í sam­starf með höf­uð­and­stæð­ingi sín­um.

Það er ekki síður póli­tískt lífs­spurs­mál fyrir Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að koma flokki sínum í rík­is­stjórn sem búi yfir breiðri skírskot­un. Þótt Bjarni tali dig­ur­barka­lega og beri sig vel þá er staða hans veik. Á meðan Bjarni hefur verið for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur hann fengið fjórar af fimm verstu nið­ur­stöðum sínum í kosn­ingum og gengið mjög illa að höfða til nýrra kjós­enda. Þá liggur fyrir að Bjarni hefur nán­ast ein­stakt lag á því að rata í hneyksl­is­mál og aðstæður þar sem grun­semdir gætu vaknað um hags­muna­á­rekstra eða spill­ingu. Þótt flokk­ur­inn hafi alltaf staðið við bakið á sínum for­manni, og finn­ist umfjöllun um hann oft og tíðum ósann­gjörn, er þreyta gagn­vart þessu ástandi innan hans. Það er lítið í það spunnið að vera alltaf að verja per­sónu­legar gjörðir ein­stak­linga úr for­yst­unni í stað þess að ein­beita sér að því að koma stefnu­málum flokks­ins á fram­færi.

Bjarni, sem er oft sagður vera úr tefloni sökum þess hve ótrú­lega honum gengur að standa af sér allskyns mál sem myndu binda enda á póli­tískt líf flestra stjórn­mála­manna, á ekki mikið eftir af póli­tískri inn­eign sinni. Ef hann leiðir ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn til valda gæti vel verið gerð atlaga að honum á lands­fundi flokks­ins snemma á næsta ári.

Með myndun fyr­ir­hug­aðrar rík­is­stjórnar getur Bjarni fengið skjól til að byggja sig aftur upp undir for­sæti Katrínar Jak­obs­dóttur sem afkasta­mik­ill fjár­mála­ráð­herra sem myndi stuðla að stór­tækum upp­bygg­inga­verk­efn­um. Og, ef honum tekst vel til, ritað nýjan kafla í póli­tísku sögu sína sem yrði laus við ásak­anir um spill­ingu, fyr­ir­greiðslu, leynd­ar­hyggju og pól­ariser­andi átök.

Risa­stórt veð­mál

Nið­ur­staða kosn­ing­anna í fyrra og þeirra sem haldnar voru í haust var sú að sá tími, sem flokkar með svip­aðar póli­tískar áherslur geta bund­ist böndum og valtað yfir sam­fé­lagið í krafti meiri­hluta síns á þingi, er lið­inn. Að minnsta kosti í bili. Það er aug­ljós­lega engin krafa um það í ljósi þess að átta ólíkir flokkar voru kosnir á þing, fleiri en nokkru sinni áður.

Stjórn­mála­menn verða að axla stóran hluta ábyrgð­ar­innar á því ástandi sem rík­ir. Þeir hafa, þvert á flokka, hreint út sagt hagað sér eins og flón á köflum síð­ast­lið­inn ára­tug. Og valdið miklum skaða með því að ala á óein­ingu og heift.

Kúvend­ing Vinstri grænna gagn­vart Sjálf­stæð­is­flokknum er nú rök­studd með því að best sé að breyta kerf­inu innan frá. Það er því eins gott fyrir Vinstri græn að hinir tveir flokk­arnir sem setj­ast í rík­is­stjórn Katrínar haldi sig á fyr­ir­greiðslu­mott­unni. Það hefur þeim oft og tíðum reynst erfitt á und­an­förnum ára­tug­um. Bara í síð­ustu rík­is­stjórn áttu sam­starfs­flokkar Sjálf­stæð­is­flokks að kyngja því að Bjarni Bene­dikts­son hafi setið á tveimur skýrslum fram yfir kosn­ing­ar, Lands­rétt­ar­mál­inu þar sem inn­an­rík­is­ráð­herra framdi lög­brot og leynd­ar­hyggj­unni í kringum upp­reist æru. Sú rík­is­stjórn starf­aði ein­ungis í átta mán­uði. Og kost­aði Bjarta fram­tíð sitt póli­tíska líf.

Ef það ger­ist ekki mun kostn­að­ur­inn af því ekki lenda hjá Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki, kjós­endur þeirra vita að hverju þeir ganga og hafa sög­una til að máta sig við. Nei, hann mun lenda kyrfi­lega hjá Katrínu Jak­obs­dóttur og Vinstri græn­um.

En ef þess­ari rík­is­stjórn tekst vel til, ef hún verður stjórn mik­illa verka sem breið sátt verður um, ef henni tekst að inn­leiða ný vinnu­brögð í stjórn­mál og aðra áru yfir þau, ef henni lán­ast að sitja heilt kjör­tíma­bil og ef henni tekst að forð­ast fyr­ir­greiðslu og frænd­hygli, þá gæti hún orðið raun­veru­legur plástur á sam­fé­lags­mein­ið. Og leitt okkur í átt að skap­legri og sann­gjarn­ari sam­búð í þessu frá­bæra landi allsnægta sem við búum í.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari