Það sem gaman er að horfa á

Jón Gnarr skrifar um íslenskt sjónvarp, mikilvægi þess og tilgang.

Auglýsing

Ég hef elskað að horfa á sjón­varp alla ævi en Rík­is­sjón­varpið hóf einmitt útsend­ingar sínar um svip­að ­leyt­i og ég fædd­ist. Sjón­varpið hefur verið mik­il­vægur hluti af lífi mínu alla tíð og það hafa aldrei komið nein tíma­bil þar sem ég var án sjón­varps. Ég á fjöl­margar góðar minn­ingar tengdar sjón­varpi og fyrir framan það hef ég bæði grátið og hlegið og oft tekið and­köf af hrifn­ingu. Ég var mjög ungur þegar ég ákvað að í fram­tíð­inni lang­aði mig að vinna við þennan frá­bæra mið­il. 

Ég hef í gegn um tíð­ina oft orðið var við mikla for­dóma hjá mörgu fólki gagn­vart sjón­varpi og sjón­varps­efni. Margir líta niður á sjón­varp og finnst það á ein­hvern hátt ódýr­ara og ómerki­legra en ann­að, eins og kvik­myndir eða leik­hús, sem sé hámenn­ing en sjón­varp og allt sem í því er sé lág­menn­ing. Mér aftur á móti finnst sjón­varpið vera töfra­heim­ur. Ég skynj­aði þetta mjög sterkt þegar ég vann að gerð Fóst­bræðra fyrir Stöð 2. Þá upp­götv­aði ég að það hefur aldrei þótt neitt sér­stak­lega menn­ing­ar­legt „að vera með Stöð 2.” Ég hef ekki tölu á því hvað ég hef oft hitt fólk sem segir með miklu stolti og ánægju:

„Við erum ekki með Stöð 2!“

Hug­myndir og hand­rit

Auð­vitað er þetta mikið breytt í dag. Harð­dug­legt og skap­andi fólk, og ég er stoltur að geta talið mig einn af þeim, hefur með vinnu sinni opnað augu fólks fyrir öllum þeim mögu­leikum sem sjón­varpið býður upp á. Með sjón­varp­inu eign­uð­umst við sjón­varps­hetjur í fyrsta skipti, fólk sem hefur orðið hluti af lífi okkar í gegnum skjá­inn. Ómar Ragn­ars­son, Hemmi Gunn, Vala Matt og margir fleiri. 

Í gegn um sjón­varpið hef ég upp­lifað alls konar til­finn­ing­ar. En það hefur ekki bara verið mér til­ af­þrey­ing­ar. Það hefur líka kennt mér svo margt. Ég full­yrði að ég hafi lært meira af gagn­legum hlutum með því að horfa á sjón­varp heldur en af skóla­göngu minni. Sjón­varpið hefur ekki skaðað mig eða gert mig firrt­an. Í gegn um það lærði ég ensku og landa­fræði. Í gegnum vand­aða heim­ilda­þætti BBC lærði ég nátt­úru­fræði, jarð­fræði og mann­kyns­sögu. Íslensk dag­skrár­gerð átti sinn þátt í að kenna mér Íslensku. Ég varð fyrir menn­ing­ar­legum áhrifum af því að horfa á sjón­varp. Breskir og Banda­rískir gam­an­þættir skól­uðu mig og voru und­ir­bún­ingur fyrir mig til að gera seinna Fóst­bræður og Næt­ur­vakt­ina og fleiri þætti. Næt­ur­vaktin finnst mér mjög gott dæmi um ódýra en góða fram­leiðslu. Allir þætt­irnir eru teknir á sama stað og með fáum leik­ur­um. Bæði ódýrt og gott. Kjarn­inn í vel­gengn­inni liggur ekki í tækni­brellum eða tök­um, heldur í hug­mynd og hand­rit­i.  

Auglýsing
Sjónvarpsmenning er að breyt­ast mikið með nýrri tækni. Það er orðið mjög breytt hvernig fólk horfir á sjón­varp. Línu­legt áhorf er á miklu und­an­haldi og fólk vill stjórna því sjálft hvenær það horf­ir. Það er heldur ekki eins algengt og áður þegar að öll fjöl­skyldan sam­ein­að­ist fyrir framan skjá­inn og horfði saman á það sama, heldur er nú frekar hver í sínu horni að horfa á eitt­hvað að eigin vali enda er fram­boð af efni orðið marg­falt meira en það var áður. Þegar ég var barn var ég til­neyddur að horfa á bíó­mynd með öldruðum for­eldrum mín­um, á mynd sem var valin fyrir okkur af afdönk­uðum gömlum stjórn­mála­manni sem hafði verið skip­aður í emb­ætti án þess að hafa reynslu, þekk­ingu eða einu sinni áhuga á sjón­varpi. Meira en helm­ing­ur Ís­lend­inga er nú með áskrift að alþjóð­legu efn­isveit­unni Net­flix og þar er hægt að sjá mjög alþjóð­legt sjón­varps­efni frá ýmsum þjóð­lönd­um. Margt af því sem Net­flix býður upp á er það besta sem verið er að gera í heim­in­um. Margir eru líka með allskyns aðr­ar á­skriftir í gegnum aðila eins og Amazon eða hrein­lega sjón­varps­stöðvar eins og HBO en hún kostar mann um 1.500 krónur á mán­uði sem er ekki mikið miðað við hvað inn­lendar stöðvar eru að rukka. Það er líka sér­kenni­legt því inn­lendar sjón­varps­stöðvar eru gjarnan að sýna efni frá þessum erlendu aðil­um. RÚV er þar ekki und­an­skil­ið. Um dag­inn sýndi RÚV kvik­mynd­ina Song for Marion sem flestir gætu horft á á Net­flix ef þeim lang­aði mikið að sjá hana. 

Hvað er RÚV?

Ég tel mjög mik­il­vægt að við rekum öfl­ugt rík­is­sjón­varp með stuðn­ingi hins opin­bera og tel að það eigi að vera einn af horn­steinum íslenskrar menn­ing­ar­stefnu. Það er líka upp­runa­legt hlut­verk stofn­un­ar­inn­ar. En að skylda þjóð­ina til að borga háu verði að fá að horfa á banda­rískar bíó­myndir eða norska fram­halds­þætti, sem fólk getur auð­veld­lega horft á ann­ars staðar finnst mér ekki eðli­legt. Heldur finnst mér ekki rétt­læt­an­legt að RÚV sé að standa í því að bjóða í sjón­varps­efni í sam­keppni við einka­stöðvar eins og gert er. Mér finnst það frekar hall­æris­leg nýt­ing á skatt­fé. Ég ótt­ast það að ef ekki verður gerð gagn­ger breyt­ing á eðli og hlut­verki RÚV þá muni það fyrr en síðar missa fót­anna og verða mátt­laust apparat sem fáir vita af, nema fyrir skatt­pen­ing­ana sem það sogar til sín. Og þá held ég að það verði bara tíma­spurs­mál hvenær sú póli­tíska ákvörðun verður tekin að leggja stofnun­ina nið­ur. Það þætti mér mjög mið­ur. 

Í sumar var ég að ræða um norsku þætt­ina Skam heima hjá mér. Tólf ára sonur minn spurði hvað það væri. Ég sagði honum að það væru þætt­ir.

-Hvar er verið að sýna þá? spurði hann.

-Á RÚV svar­aði ég.

-RÚV? Hvað er það? spurði hann þá.

Þetta kom mér­ svo­lít­ið ­mikið á óvart en eftir að hafa rætt við aðra for­eldra þá hef ég kom­ist að því að þetta er frekar regla en und­an­tekn­ing. RÚV hefur ein­fald­lega ekki þá stöðu meðal barna og ung­linga sem það ætti að hafa og það er áhyggju­efni. Tveggja ára son­ar­sonur minn er á mik­il­vægum mál­þroska-aldri. Hans upp­á­halds sjón­varps­efni eru áströlsku barna­þætt­irn­ir The Wigg­les. Það er hvorki flókin eða dýr fram­leiðsla, hún er ein­föld, aðlað­andi og skemmti­leg og bygg­ist mikið á tón­list. 

Spurn­ing um aðferð

Margir vilja meina að það sé von­laus bar­átta að ætla að reyna að breyta þessu og við séum of fámenn þjóð til að standa undir kostn­að­inum af inn­lendri dag­skrár­gerð og íslenskar sjón­varps­stöðv­ar, að RÚV með­töldu, séu dæmdar til að vera sölu­turnar erlendra aðila. Ég er ekki sam­mála því. Ég tel að með réttum aðferðum þá sé vel mögu­legt að stór­efla inn­lenda dag­skrár­gerð fyrir sjón­varp. Við getum byrjað á því að breyta lögum um Kvik­mynda­mið­stöð, gera sjón­varpi hærra undir höfði og auka hlut­fall styrkja til fram­leiðslu sjón­varps­efn­is. Og í stað þess að kaupa efni af sjálf­stæðum fram­leið­end­um, eins og gert er, þar sem RÚV býður í efni í sam­keppni við einka­stöðvar ætti að setja á lagg­irnar Þró­un­ar­deild þar sem hug­mynd og hand­rit væri þróuð innan dyra og óska svo eftir til­boðum frá fram­leiðslu­fyr­ir­tækjum og hafa þess kost að taka hag­stæð­asta til­boði. Skaupið er til dæmis fram­leitt með svipuðum hætti. Á þennan hátt spar­ast miklir fjár­mun­ir. Sam­keppni á milli sjón­varps­stöðva á Íslandi er ekki að gagn­ast áhorf­endum mik­ið. Verð­mæti hins til­búna efnis er líka meira með þessum hætti því RÚV eign­ast það skuld­laust en ekki eitt­hvað fram­leiðslu­fyr­ir­tæki úti í bæ. Það gerir end­ur­sýn­ingu marg­falt ódýr­ari og á sinn þátt í að byggja upp vöru­merki og ímynd. Með ein­földum leiðum mætti styrkja fram­leiðslu á vönd­uðu barna­efni, íslenskum heim­ilda­þáttum og fræðslu­efni og vönd­uð­um, leiknum sjón­varps­þátt­um. 

Ég skrifa þessa grein vegna þess að mér finnst vænt um sjón­varpið og tel mig skilja mik­il­vægi þess og til­gang og langar til að sjá það vaxa og dafna okkur öllum til gagns og gam­ans en ekki leka út af og deyja vegna ákvarð­ana fólks sem sem hvorki hefur vit eða áhuga á því og bara valdið til að ákveða. 

Lengi lifi íslenskt sjón­varp!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit