Börn af erlendum uppruna eru einnig hluti af framtíð Íslands

Nichole Leigh Mosty segir að augljóst sé að eitthvað sé að klikka hjá okkur þegar brotfall er hæst meðal nemenda með annað móðurmál en íslensku hér á landi.

Auglýsing

Níu ára gam­all drengur situr í bóka­safn­inu í skól­anum og les enska teikni­mynda­bók. Strák­ur­inn er tví­tyngdur frá fæð­ingu. Hann er vel í með­al­lagi hvað varðar lestr­ar­færni á íslensku og hefur að eigin frum­kvæði lært að lesa ensku. Kenn­ar­inn segir við hann „koma svo, flýttu þér, við erum að fara“. Hann svarar „má ég klára að lesa þetta?“. Kenn­ar­inn kíkir og sér að hann er að lesa á ensku, „nei, við erum að lesa íslensku, hér tölum við íslensku”. Strák­ur­inn svarar fullum hálsi „en ég er bara aðeins að lesa ensku, ég get lesið bæði ensku og íslensku, en ég er enskur“. Kenn­ar­inn segir þá við strák­inn „nei, þú ert það ekki. Komdu núna, við erum að flýta okk­ur”. 

Þegar strák­ur­inn sagði móður sinni frá atburð­inum var hann bæði leiður og pirr­að­ur. „Mamma, ef þú ert banda­rísk, er ég það ekki lík­a?“. Hann skildi ekki hver til­gang­ur­inn væri með ynd­is­lestri í skól­anum ef honum mætti ekki einnig finn­ast ynd­is­legt að lesa á ensku. Hann spurði enn fremur hvort það gæti verið að hann væri eitt­hvað minni í auga kenn­ar­ans en aðrir því að hann væri ekki 100% íslenskur? 

Ég túlk­aði atburð­inn aftur á móti eins og kenn­ar­inn fyrst og fremst kynni ekki að meta styrk­leika og mik­il­vægan hlut af sjálfs­mynd stráks­ins míns og í öðru lagi fannst mér kenn­ar­inn vera að slá verk­færi úr hönd­unum á hon­um. Ég fór einnig að velta því fyrir mér hvernig kenn­ar­inn hefði brugð­ist við ef þetta hefði verið barnið hennar og þau dveldu í útlönd­um, þar sem hún væri að reyna af allri sinni getu að við­halda íslenskunni? 

Auglýsing

Í Aðal­námskrá Grunn­skóla (2011) er hægt að finna kafla um íslensku sem annað tungu­mál. Þar stend­ur: „Það er mik­il­vægt fyrir sjálfs­mynd nem­enda með annað móð­ur­mál en íslensku að tekið sé til­lit til þekk­ingar þeirra og færni í eigin móð­ur­máli og nauð­syn­legt að þeir við­haldi því. Það er ávinn­ingur fyrir hvern mann að hafa vald á fleiri en einu tungu­máli og dýr­mætt fyrir þjóð­fé­lag­ið“ (bls. 106). Í Lögum um Grunn­skóla (16. gr.) stend­ur: „Nem­endur með annað móð­ur­mál en íslensku eiga rétt á kennslu í íslensku sem öðru tungu­máli. Með kennsl­unni er stefnt að virku tví­tyngi þess­ara nem­enda og að þeir geti stundað nám í grunn­skólum og tekið virkan þátt í íslensku sam­fé­lagi. Grunn­skólum er heim­ilt að við­ur­kenna kunn­áttu í móð­ur­máli nem­enda með annað móð­ur­mál en íslensku sem hluta af skyldu­námi er komi í stað skyldu­náms í erlendu tungu­máli“.

Aug­ljóst er að eitt­hvað er að klikka hjá okkur þegar brot­fall er hæst meðal nem­enda með annað móð­ur­mál en íslensku hér á landi. Margir þeirra fædd­ust hér á Íslandi og fóru í gegnum skóla­kerfið okk­ar. Sem þing­maður var það mark­mið hjá mér að tala og berj­ast fyrir þessum mik­il­væga mála­flokki. Ég og sam­herjar mínir í Bjartri fram­tíð náðum að semja kvæði um það í stjórn­ar­sátt­mál­an­um: Efla þarf stuðn­ing við móð­ur­máls­kennslu tví­tyngdra nem­enda, sam­hliða kennslu íslensku sem ann­ars máls. Það var aug­ljóst að þáver­andi mennta­mála­ráð­herra var ekki að velta sér eins mikið upp úr þessu og ég, svo ekk­ert er að finna um þennan mála­flokk í nýja stjórn­ar­sátt­mál­an­um, því mið­ur. 

Að vera tví- eða fjöl­tyngdur eru ekki sér­þarfir eða frá­vik, það er tæki­færi. Rann­sóknir víða um heim­inn hafa sýnt að fólk sem er tví- eða fjöl­tyngt hefur hærri greind­ar­tölu (e. intelli­g­ence scores), öfl­uga hæfni til ein­beit­ing­ar, hæfni til að gera og skil­greina margt í einu (e. multita­sk­ing), öfl­uga sköp­un­ar­færni, sterk­ari sam­skipta­hæfni (e. metal­ingu­istic abilities), er fljótt að bregð­ast við aðstæð­um, hefur sterka umhverf­is­vit­und, er eft­ir­sótt á vinnu­mark­aði og heila­starf­semi þeirra er virk­ari en fólks sem talar ein­ungis eitt tungu­mál. Dr. Ellen Bailystock frá York Há­skól­anum í Kanada hefur sýnt fram á að minni líkur séu á því að tví- og fjöl­tyngdir ein­stak­lingar grein­ist snemma með heila­bilun eða Alzheimers, þeir grein­ast að jafn­aði 5 árum seinna. 

Vand­inn er sá að hér á Íslandi erum við að kepp­ast við að ná háum tölum úr læs­is­skimun­ar­prófum og PISA nið­ur­stöð­um. Kennsla fer þá ein­ungis fram á íslensku. Börn sem tala tvö eða fleiri tungu­mál fá ekki tæki­færi á að sýna fram á hversu breiður þeirra orða­forði er á PISA prófum eða læs­is­skimun­ar­prófum, en tví­tyngd börn þekkja lík­lega fleiri orð og hafa orða­skiln­ing sem dreif­ist lengra á milli tveggja eða fleiri tungu­mála. Styrk­leiki og verk­færi sem er hluti af dag­lega lífi tví­tyngdra nem­enda hefur ekk­ert gildi í námi þeirra. Börnin mín leita til dæmis oft að skiln­ingi á ákveðnu orði eða orðafrasa með því að beita bæði íslensku og ensku í leit að svari. Dóttir mín sagði að það væri eins og að vera með tvo spari­bauka, bara með orðum sem hægt er að skipta á milli þegar þess þarf.

Ef við viljum ná árangri með öllum nem­endum sem fara í gegnum skóla­kerfið okkar þurfum við að vera vak­andi fyrir fjöl­breytni og þör­f­unum sem eru meðal nem­enda. Ný rík­is­stjórn ætlar að fjár­festa í menntun og hér eru nokkrar leiðir sem ég vil benda þeim á í að fjár­festa í þessum hluta nem­enda­hóps­ins.

  1. Námið gengur oft­ast best hjá börnum sem hafa náð tökum á móð­ur­máli. Hvetja og starfa með for­eldrum í þeim til­gangi að við­halda og efla móð­ur­mál sam­hliða íslensku.
  2. Inn­flytj­endur þurfa að hafa greiðan aðgang að íslensku og íslenskri menn­ingu. Ein sterkasta leiðin til að rækta áhuga og tengsl við nýja landið og tungu þess.
  3. Íslenska má ekki koma í stað­inn fyrir móð­ur­mál­ið, mark­miðið á að vera að bæta á og sam­hliða því. Það tekur ein­ungis eina kyn­slóð að missa móð­ur­mál­ið. 
  4. Sam­vinna þarf að vera traust og góð milli skóla og heim­ila. For­eldrar tví­tyngdra barna þurfa að finna stuðn­ing og tengsl hjá kenn­ara.
  5. Menntun kenn­ara og ann­arra sem starfa með tví­tyngdum börnum þarf að vera við hæfi. Kenn­urum þarf að vera kleift að mæta þörfum tví­tyngdra barna og fjöl­menn­ing­ar­legs nem­enda­hóps.
  6. Náms­efni þarf að vera við hæfi tví­tyngdra nem­enda og allir nem­endur hafa þörf fyrir fjöl­menn­ing­ar­lega kennslu þar sem litið er á börn af erlendum upp­runa sem félags­auð í skóla­bekk.
  7. Styðja við jákvætt við­horf í garð tví­tyngdra ein­stak­linga. Jákvætt við­horf til nem­enda óháð móð­ur­máli er lyk­il­at­riði í að efla jákvæða sjálfs­mynd og trú á eigin getu. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit