Af hverju finn ég hvergi jólatilfinninguna?

Nichole Leigh Mosty skrifar um flóttamenn og hælisleitendur.

Auglýsing

Í dag er 20. des­em­ber og það eru ein­ungis fjórir dagar til jóla. Bjúgna­krækir kom til byggða í nótt og skildi eftir smá gjafir í skónum hjá krökkum um allt land­ið. Ég við­ur­kenni að vera ekki í miklu jóla­stuði í ár. Ég hef reynt að koma mér þangað með því að gera allt sem hinir Íslend­ing­arnir gera. Ég hengdi t.d. jóla­ljós utan um húsið mitt í fyrsta skipti á ævinni, skreytti inn­an­dyra bæði hátt og lágt, fór með börnin mín á  jóla­leik­ritið „Jóla­flækja” eftir Berg Þór Ing­ólfs­son, bauð tengda­mömmu á jóla­hlað­borð, bak­aði allt of margir jóla­smákök­ur, skrif­aði jóla­kort og hef nú þegar keypt fullt af jóla­gjöf­um. Það er jú sælla að gefa en að þiggja. Þrátt fyrir allt þetta finn ég jóla­til­finn­ing­una hvergi. Er ég að gera eitt­hvað vit­laust?

Getur verið að það sé vegna þess að á mánu­dag­inn, 18. des­em­ber, var Alþjóð­legur dagur far­and­fólks (International migrants day) og hugur minn var og er með þeim? Getur verið að innst inni í mér veit ég að öll þessi „jóla­gleð­i”, pen­ingar og orka sem fer í að finna hana ristir ekki djúpt? Getur verið að hjartað mitt sé enn þá á Grikk­landi með fylgd­ar­lausum börn og fjöl­skyldum sem búa í flótta­manna­búð­um? Er ég full af sam­visku­biti vegna þess að ég ver tím­anum í að gera full­komin íslenskt jól með mín börnum þegar ég veit að úti í hinum stóra heimi, og reyndar hér á Íslandi líka, eru svo mörg börn sem glöð myndu þiggja þó ekki væri nema örlítið meira en venju­lega um jól­in.

Í síð­ustu viku sendi Útlend­inga­stofnun til­kynn­ingu til Reykja­nes­bæj­ar, Hafn­ar­fjarðar og Reykja­vík­ur­borgar um að ekki væru lengur for­sendur fyrir jóla­upp­bót þar sem reglu­gerð, sem tók gildi fyrr á árinu, segði til um að þess þyrfti ekki. Reyndar var fréttin sett fram þannig að hæl­is­leit­endum væri ekki kleift að halda jólin hátíð­leg. Sem betur fer verður það leið­rétt og þessi við­kvæmi hópur getur gert örlítið betur við sig en venju­lega. En hvað þýðir „há­tíð­leg“ fyrir fólk sem er á flótta?

Auglýsing

Hæl­is­leit­endur fá heilar 8.000 kr. á viku á hvern full­orð­inn ein­stak­ling og börnum er út­hlut­að 5.000 kr. í mat­ar­pen­inga. Jóla­upp­bótin sem greidd var fyrir ári síðan var tvö­föld þessi upp­hæð í eitt skipti. Það þarf ekki hag­fræð­ing til að sjá að sú upp­hæð nær ekki utan um jóla­stússið sem ég get ráð­ist í. En hugs­an­lega gæti hún aukið gleði barna­fjöl­skyldu í neyð. Þessar auka 5.000 kr. sem jóla­upp­bótin hefði bætt við gæti dugað fyrir dúkku, litl­um Lego kassa eða skemmti­legu spili fyrir eitt barn á flótta. En þetta eru auð­vitað ekki íslensk börn svo það er kannski óþarfi að þau njóti hátíð­ar­inn­ar? Í kommenta­kerfum var fréttum um brott­fall jóla­upp­bótar til hæl­is­leit­enda fagn­að. Þegar ákveðið var að leið­rétta það komu fram enn verri athuga­semdir um mis­mun­un. Óánægjan við prinsipp sem tengj­ast því að koma vel fram við alla um jólin birt­ast í orð­ljótri gremju. Ég minni á að þetta fólk er langt í burtu frá öllu og öllum sem það þekkir og þykir vænt um. Það verður ekki boðið til veislu í þeirra fjöl­skyldum á meðan við njótum sam­vista við þá sem okkur eru kær­ast­ir. 

En þarna liggur hund­ur­inn graf­inn. Ég finn ekki jóla­gleði því ég finn fyrir sorg og áhyggj­um. Jólin eiga að vera sá tími árs­ins þegar við eigum að sam­ein­ast um frið á jörð. Sá tími þegar hug­ur­inn leitar til þeirra sem eiga um sárt um binda og sá tími sem við eigum að nota til að hugsa um fleiri en okkur sjálf. Ef við settum líf far­and­fólks í eðli­legt sam­hengi myndum við finna hve ­fá­rán­leg­t það er að vera reiður yfir því að „þessu fólki“ sé veittur smá stuðn­ingur viku fyrir jól. 

Fleira fólk en nokkru sinni fyrr flýr heima­lönd sín í leit að betra lífi. Far­and­fólk telur 258 millj­ónir manns. Sann­leik­ur­inn er sá að til er fólk sem ákveður að flytja til ann­ars ríkis af fúsum og frjálsum vilja. Fólk sem sækir um hæli eða alþjóð­lega vernd á hins vegar ekki í mörg hús að venda og það, að flýja heima­land sitt, er ekki val þessa fólks. Því miður eru örlög þess oft spurn­ing um líf eða dauða. Af þessum 258 millj­ónum eru 65,6 millj­ónir (þar af helm­ingur undir 18 ára aldri) þving­aðar til að flýja vegna stríðs eða ofsókna. Má þar nefna Rohingja og Palest­ínu­menn sem dæmi. Töl­fræði Sam­ein­uðu þjóð­anna segir okkur að á sjötta þús­und manns úr þessum hópi hefur látið lífið á þessu ári og að minnsta kosti 12,000 börn hurfu í Evr­ópu í fyrra. Eng­inn veit hvar þau börn eru nið­ur­komin eða hvort þau eru yfir höfuð á lífi. 

Hér á Íslandi erum við ekki að glíma við vanda sem fylgir komu tuga þús­unda manna sem leita verndar og nýs lífs eins og stjórn­völd á Grikk­landi, Spáni eða Ítal­íu. Hér fækkar komu hæl­is­leit­enda. Við höfum hins vegar ein­stakt tæki­færi til að sýna heim­inum gott for­dæmi um þann boð­skap sem jólin ættu að bera með sér. Og ykkur sem haldið upp á kristin gildi vil ég spyrja, hvað ef dóms­mála­ráð­herr­ann í Bet­lehem hefði breytt reglu­gerð í nóv­em­ber árið sem Jesús fædd­ist og for­eldrar hans ekki heldur fengið inni í fjós­inu? Ég vona að menn séu ekki búnir að gleyma þessum hluta af hinum kristnu gildum og að þau nái til allra, ekki bara þeirra sem sumir telja þess verð­uga.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit