Nú árið er liðið í sjávarútvegi

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, gerir upp árið og horfir fram á það sem framundan er.

Auglýsing

Árinu 2016 lauk með lát­um, árið 2017 hófst með lát­um; allt sat fast í verk­falli sjó­manna. Því lauk vonum seinna og 19. febr­úar var skrifað undir kjara­samn­ing sem var sam­þykkt­ur. Það var þriðji samn­ing­ur­inn sem for­svars­menn sjó­manna und­ir­rit­uðu. Flot­inn fór úr höfn, en skað­inn var skeð­ur. Það er gömul saga og ný, að sjaldan veldur einn þegar tveir deila og fjarri er það mér að kenna ein­hverjum um, af hverju verk­fallið dróst svo á lang­inn. Skað­ann af verk­fall­inu bera báðir deilend­ur. Enn er vinna framundan við að ná þeim mörk­uðum aftur sem töp­uð­ust og end­ur­heimta orð­spor­ið. Ég hef fulla trú á því að íslenskur sjáv­ar­út­vegur muni ná fyrri stöðu á erlendum mark­aði. Án hennar þrífst íslenskur sjáv­ar­út­vegur var­la, atvinnu­grein sem svo margir treysta á í einni eða annarri mynd. 

Sjáv­ar­auð­lind getur af sér aðra auð­lind

Margar fréttir hafa borist af því und­an­farin miss­eri, að ný skip séu að koma til lands­ins og einnig af stór­huga fram­kvæmdum í land­vinnslu. Fréttir bár­ust til dæmis af því í sept­em­ber að fyr­ir­tæk­ið GRun í Grund­ar­firði ætli að ráð­ast í mikla upp­bygg­ingu á land­vinnslu, þar sem verður ein full­komn­asta vinnsla lands­ins. Gerður var stór samn­ingur við Marel um kaup á vélum og annar við Skag­ann3X á Akra­nesi um bún­að. Í nýju frysti­skipi Sam­herja sem smíðað var í Nor­egi, eru vinnslu­dekk meðal ann­ars hönnuð og smíðuð af Slippnum á Akur­eyri, fisk­vinnslu­vélar eru meðal ann­ars frá Vélafli á Ólafs­firði og Mar­el, frysti­kerfi, bún­aður og öll lagna­vinna er frá Kæl­ismiðj­unni Frost á Akur­eyri og fiski­mjöls­verk­smiðjan um borð er fram­leidd af Héðni. Dæmin um hug- og hand­verk íslenskra iðn­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi eru miklu fleiri. 

Þetta leiðir hug­ann að merki­legri stað­reynd, sem er þó auð­skilj­an­leg. Sjáv­ar­út­vegur á Íslandi er miklu meira en bara veiðar og vinnsla, þótt sjó­sóknin sjálf sé grunn­ur­inn. Sjáv­ar­út­vegur er und­ir­staða ann­arrar auð­lindar í landi. Starf­semi fjöl­margra fyr­ir­tækja víða um land bygg­ist að miklu leyti á sjáv­ar­út­vegi í einni eða annarri mynd. Sem dæmi má nefna Skag­ann3x á Akra­nesi sem hefur tvö­fald­ast að stærð á und­an­förnum árum. Sömu sögu er að segja af Völku í Kópa­vogi. Sam­hengið á milli stöðu íslensks sjáv­ar­út­vegs og afkomu fjöl­margra iðn- og hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækja virð­ist ekki alltaf vera ljóst, en fylgnin er veru­leg. Það á einnig við um mörg fyr­ir­tæki í nýsköpun og líf­tækn­i. 

Auglýsing

Áhersla á umhverf­is­mál

Á und­an­förnum árum hafa komið ný og full­komin skip til lands­ins og fram­hald verður á, á næstu árum. Ný skip eru búin nýj­ustu tækni til orku­sparn­aðar og eru mun hag­kvæm­ari en eldri skip sem hverfa úr flot­an­um. Þetta er jákvæð þróun á allan hátt, ekki síst út frá umhverf­is­sjón­ar­mið­um. Í nýrri skýrslu Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi kemur fram að orku­notkun í sjáv­ar­út­vegi hefur dreg­ist saman um 43% á tíma­bil­inu 1990 til 2016. Ýmis­legt veld­ur, meðal ann­ars ný skip og tækni. Olíu­notkun í sjáv­ar­út­vegi mun halda áfram að minnka á næstu árum og reikna má með að heild­ar­sam­dráttur í olíu­notkun sjáv­ar­út­vegs­ins muni nema 53% árið 2030, sé miðað við upp­hafs­árið 1990. En svo kallað Par­ís­ar­sam­komu­lag mið­ast við þetta tíma­bil. 

Gjald­taka fram úr hófi er skað­leg

Til að fyrr­greint mark­mið náist, er algert skil­yrði að sjáv­ar­út­veg­ur­inn verði í færum til að fjár­festa. Það verður ekki tryggt með óhóf­legri skatt­lagn­ingu. Að sjálf­sögðu stendur ekki á sjáv­ar­út­veg­inum að leggja til sam­neysl­unnar það sem honum ber, en gjöld langt umfram það sem önnur fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, ann­ars staðar í heim­inum er gert að greiða, mun til lengri tíma hafa slæmar afleið­ing­ar. Ekki bara fyrir sjáv­ar­út­veg­inn heldur langt út fyrir hann, eins og leiða má af því sem að ofan er skrif­að. Höfum hug­fast að rúm­lega 98% af öllum afla fer á alþjóð­legan mark­að. Þar er víg­lína íslensks sjáv­ar­út­vegs, sem mörgum virð­ist hul­in. Án fót­festu á alþjóð­legum mark­aði er tómt mál að tala um íslenskan sjáv­ar­út­veg sem und­ir­stöðu­at­vinnu­grein á Íslandi. 

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum er gert að greiða veiði­gjald. Ýmsum þykir það lágt. Nú er það svo að tekju­skattur fyr­ir­tækja er 20% - einnig sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Þegar búið er að bæta veiði­gjaldi við þá hafa þessir tveir skatt­stofnar verið nærri 44% af hagn­aði að með­al­tali á ári hverju frá 2010. Verði engin breyt­ing gerð á veiði­gjaldi á kom­andi ári, má áætla að tekju­skattur og veiði­gjald verði um 58-60% af hagn­aði í sjáv­ar­út­vegi. Það gefur auga­leið að svo umfangs­mikil gjald­taka mun hafa skað­leg áhrif. Hún mun draga harka­lega úr sam­keppn­is­hæfni íslensks sjáv­ar­út­vegs og hraða veru­lega sam­þjöpp­un. Alþingi verður að átta sig á þess­ari stöðu og axla ábyrgð.

Sjáv­ar­út­vegur áfram í far­ar­broddi

Það er engin ástæða til ann­ars en bera höf­uðið hátt og vera stoltur af íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er horn­steinn í íslensku efna­hags­lífi, hann er sjálf­bær og umhverf­is­vænn, hann býður upp á örugg og vel launuð störf, hann er drif­kraftur nýsköp­unar og tækni og í raun ein­stakur um margt á heims­vísu. Tæki­færin eru óend­an­leg ef rétt er haldið á spil­un­um.

Gleði­legt ár og góðar stund­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit